Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 24

Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 24
1 Fáir nýir forsetafram- bjóðendur hafa verið nefndirtil sögu uppá síð- kastið, og í öllu falli er Ijóst að liklega verður að bíða framyfir áramót eftir væntanlegum frambjóð- endum. Við vitum að talsverð hreyfing er kringum Guðrúnu Pét- ursdóttur líffræðing og hún hefur ekkert viljað útiloka. Eiginmaður Guð- rúnar er Olafur Hanni- balsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og bróðir Jóns Baldvins. Formannshjónin í Al- þýðuflokknum, Jón Bald- vin og Bryndís Schram, hafa bæði verið nefnd sem hugsanlegir forseta- frambjóðendur, svo það er enginn hörgull á kand- ídötum í þeirri fjöl- skyldu... r Inýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar er grein sem Jenný Stef- anía Jensdóttir fram- kvæmdastjóri Plastos skrifar undir fyrirsögn- inni: Stjórnvöld láti af hroka sínum! Þar gerir hún afstöðu Davíðs Oddssonar til Evrópu- mála að umtalsefni og þá einkum eins og hún birtist í 17. júni ræðu for- sætisráðherra. Jenný segir meðal annars: „I þessari makalausu ræðu, sem með óskiljanlegum hætti, stöðvaði í einu vet- fangi vitræna umræðu um Evrópumálin, fór ráð- herrann með hrein ósannindi þegar hann sagði að svokölluð Evr- ópumál væru ekki ofar- lega á baugi í íslenskri þjóðmálaumræðu. Er það ef til vill ekki þjóð- málaumræða þegar stærstu atvinnu- og hagsmunasamtök í land- inu hafa ályktað um og sett í sínar stefnuskrár að ísland ætti að sækja um aðild að ESB?" Davíð lætur sér ekki hinsvegar ekki segjast, einsog sést af nýlegum yfirlýsingum hans - en það virðist stundum eina stefnumál forsætisráðherrans okkar að island eigi ekki að hafa neitt saman við Evr- ópu að sælda... Hvað gerir kanína sem uppgötvar einn góð- an veðurdag að hún er alls ekki kanína? Þetta er söguefni i nýrri barnabók llluga Jökulssonar, Kaninusaga, sem út kem- ur hjá Forlaginu. Illugi hefur áður sent frá gér tvær óvenjulegar barna- bækur, auk skáldsagna og Ijóða. Kanínusagan er skemmtilega mynd- skreytt af Margréti E. Laxness svo lesendur geta séð hvernig kanína sem er ekki kanína lítur út... Bjöm Th. Bjömsson Sögulegt skdldverk Hraunfólkiö eftir Björn Th. Björnsson er söguleg skáldsaga sem gerist í Þingvallasveit á öndverðri 19. öld. Þetta er saga um fjölskrúöugt mannlíf, átök og ástir á haröbýlum staö, eftir höfund metsölubókar- innar Falsarinn. „Þetta er mjög skemmtileg bók [...] Hann er snillingur í fyrri alda stíl [...] Samtöl og lýsingar á fólki og fénaði, atburðum og útúrboruhætti, glæsimennsku eöa hverju sem er eru mjög fallegar og vel gerðar og mikill húmor í mannlýsingum og frásögn." - Ingunn Ásdísardóttir, RÚV „Hraunfólkiö [er] skemmtileg bók, skrifuð á fallegu og kjarn- yrtu máli" - Sigríöur Albertsdóttir, DV „Bókin er skemmtileg aflestrar enda nýtur höfundur þess greinilega að segja sögu." - Þröstur Helgason, Morgunblaöinu „Hún er afar vel stíluð, enda er Björn Th. einn okkar bestu stílista. í henni er samankomin mikill sögulegur fróðleikur." - Kolbrún Bergþórsdóttir, Alþýöublaöinu „í heildina séð hefur Birni Th. Björnssyni tekist að ná fram því eftirsótta markmiði [...] að skrifa bók sem er bæöi sagnfræði og skáldverk. [...] Á þessari bók er afar skemmtilegt mál, stílbrigðin iðulega svo Ijóðræn að það þarf að lesa þau hægt til að njóta þeirra til fulls." - Birgir Guömundsson, Tímanum og menning Laugavegi 18, sími 552 4240 Síöumúla 7-9, sími 58B 8577 Aö bjarga barninu sínu; getur nokkur móðir lagt í erfibari ferb? Abalpersóna þessarar nýju skáldsögu Steinunnar Sigurbardóttur verbur ab takast hana á hendur meb unglingsdóttur sína, til aö koma henni til ættingja fyrir austan. En leibangurinn sem upphaflega var lagt í til ab bjarga barni verður öðrum þræbi að leit móðurinnar að sjálfri sér. Þetta er ævintýraleg ferb um ytri heima og innri. Hib ytra ber fyrir stórbrotið landið og ógleymanlegt fólk sem landiö hefur fóstrab. En hin innri ferb er ekki síöur stór- brotin. Hjartastaður er ótrúlega grípandi saga, fyndin og sársaukafull og geymir ótal spurningar sem fá óvænt svör í bókalok. Meb þessari sögu sinni hittir Steinunn Sigurbardóttir lesendur sína í hjartastað. „Hjartastabur er margbrotin og margflókin skáldsaga en jafnframt heilsteypt. Hún er fyndin og harmræn í senn, hugljúf og spennandi [...] Hjartastabur hlýtur ab teljast meb því besta sem Steinunn hefur sent frá sér til þessa." - Þröstur Helgason, Morgunblabinu „Mér finnst allt mjög vel heppnab í þessari sögu." - Súsanna Svavarsdóttir, Dagsljósi JV 352 iá m úur/JÚIu 7 - y, ohr 56B 8577 Steinunn Sigurðardóttir HVlTA HÚSID / SlA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.