Alþýðublaðið - 07.12.1995, Side 21

Alþýðublaðið - 07.12.1995, Side 21
4 HELGIN 7. -10. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 21 Jónas Sen píanóleikari segir frá tónlistarmönnum sem bíta í sig að þeir séu í þráðbeinu sambandi við annan heim Þegar Schumann rödd illra an heyrði hann hefði orðið fyrir dulrænni reynslu í herbergi einhvers huglæknis á Akureyri. Hann hefði farið út úr líkamanum, svifíð útum gluggann og flögraði drykklanga stund yfír bænum. Tónlistarmenn eru ekki alltaf með réttu ráði. Ekkert frekar en annað fólk. En fyrr á tímum þótti hvers kyns léttgeggjun bara skemmtileg, og jafnvel eftirsóknar- verð. Það töldust nefnilega alltaf vera ákveðin tengsl á milli snilligáfu og geðveiki. Sérstaklega voru yfir- gengilegar tilfmningasveiflur í tísku á öldinni sem leið, en þá var rómatíkin í hávegum höfð. Eftir heið- ríkjuna sem ríkti á klassíska tímabilinu þar á undan vildi fólk bara hlusta á æðisgengna, ástríðufulla tón- list. Allt annað þótti leiðinlegt og hallærislegt. Lista- manninum skapaðist því ákveðin ímynd; hann átti að vera ofsafenginn í skapsmunum, einfari en þó mikill kvennamaður, drykkjurútur sem hellti koníakinu yfir ódauðlegu sínfóníuniar og helst ópíumfíkill í ofaná- lag. Nú á dögum er annað uppi á teningnum. Þeir lista- menn sem eru skrýtnir eru bara skrýtnir og oft leiðin- legir þar að auki. Það er sjaldnast töff, að minnsta kosti ekki í klassíkinni. Gott dæmi um þetta er píanó- leikarinn Martin Berkovsky, sem lengi bjó hér á landi. íslenskum tónleikagestum þótti í fyrstu mikill fengur að komu hans frá heimalandi sínu Ameríku, því hann átti að vera fær á sínu sviði. En mönnum brá mjög í brún á fyrstu tónleikum hans; hann var tryllingslegur við slaghörpuna og lamdi hana sundur og saman eins og harðfisk. Nokkru síðar var sjónvarpsviðtal tekið við Berkov- sky. Þar sagði hann blákalt að hann hefði orðið fyrir dulrænni reynslu í herbergi einhvers huglæknis á Ak- ureyri. Hann hefði farið út úr líkamanum, svifið útum gluggann og flögraði drykklanga stund yfir bænum. Svo hefði hann lent mjúklega í herberginu aftur og skriðið þá inn í líkama sinn. Þetta fór svo að endurtaka sig, og sagði Berkovsky að það gerðist aðallega á tón- leikum. Þó eingöngu er hann léki verk eftir Frans Liszt (1811 -1886) og var þá náttúrlega að gefa í skyn að hið framliðna tónskáld væri að spila í gegnum hann. Ég, höfundur þessar greinar, var bara óharðnaður ungling- ur er sjónvarpsviðtalið var sýnt, og trúði auðvitað öllu sem þar var sagt. Svo á næsta konsert sem Berkovsky hélt skimaði ég um salinn og bjóst við að sjá sál píanó- leikarans sveima uppi við ijáfrið. En því miður kom ég ekki auga á neitt misjafnt. Eftir þetta var Berkovsky ekki tekinn mjög alvar- lega sem tónlistarmaður hér á landi. Hann fékk lítið að gera sem kennari, enda vildu ráðamenn ekki hafa mann í starfi sem væri alltaf að detta í trans og hverfa inn í aðra vídd. A endanum flæmdist hann burt til Tyrklands og hefur ekki heyrst til hans síðan. Svona uppákomur eru engin einsdæmi. í útlöndum eru allskyns furðufuglar sem halda fram öllu mögu- legu um sjálfa sig og listina. Eitt frægasta dæmið um það er bresk kona sem heitir Rosemary Brown. Hún var ósköp venjulegur píanókennari áður en hún missti vitið og gerðist miðill. Þá fór hún að verða vör við framliðin tónskáld á borð við Beethoven, Brahms og Chopin; þeir komu til hennar og létu hana skrifa niður tónlist sem þeir höfðu samið eftir að þeir fóru yfir móðuna miklu. Síðar vom verkin gefin út á plötu og er greinilegt að snillingamir hafa misst mikið af anda- giftinni eftir að þeir gáfu upp öndina. Öllu meiri voru ofskynjanir Roberts Schumanns (1810- 1856). Þegar verst lét fannst honum hann heyra engla blása í lúðra og himneskar raddir sem hvöttu hann til að skrifa þessa tónlist niður. Þannig var hug- arástand hans er hann samdi eitt mesta snilldarverk tónbókmenntanna, Kreislerianna, sem er fyrir píanó. Verkið er þó á engan hátt geðveikislegt; það er frábær- lega samið og af mikilli andagift. En Schumann varð samt veikari með hveiju árinu sem leið; stundum heyrði hann urrið í illum öndum, þeir fnæstu því út úr sér að hann væri aumingi og vesalingur sem ætti ekki skilið að lifa. A endanum gerði hann misheppnaða sjálfsmorðstilraun, og lést á geðveikrahæli nokkrum árum síðar. Eftir að Schumann var allur deildu margir um hvað hefði amað að honum. Lengi var talið að hann hefði þjáðst af geðklofa (schizophreniu). Bent var á of- heymimar því til stuðnings, og einnig að Schumann hefði séð sjálfan sig sem tvær aðalpersónur og eina þar að auki. Þetta var hinn ástríðufulli Florestan. hinn viti bomi hugsuður, Eusebius og loks hinn andlega upphafni meistari Raro sem lagði stund á hugleiðslu. Schumann birti oft greinar í blöðum undir einhverjum þessara dulnefna og fannst ýmsum það bæði einkenni- legt og sjúklegt. Geðklofi hefur samt ekkert með klofinn persónu- leika að gera, eins og margir halda. Hann einkennist fyrst og fremst af skertu raunveruleikaskyni, ofskynj- unum, ranghugmyndum, undarlegri hegðun og svo framvegis. Ofheymir geta einnig átt sér stað í miklu þunglyndi - kannski sérstaklega geðhvarfasýki (man- ic-depressive disorder) og getur því allt eins verið að Schumann hafi þjáðst af henni. Einkennin em fyrst og fremst öfgakenndar tilfmningasveiflur; sjúklingurinn er ýmist tiyllingslega glaður og ör eða í botnlausri ör- vinglan og depurð. Geðklofi og geðhvarfasýki eiga því ofskynjanimar sameiginlegar, svo og tilfinninga- legt ójafnvægi sem er óneitanlega fylgifiskur geð- klofa. Schumann var langt frá því að vera jafnlyndur; hann var annað hvort á miklu flugi og samdi hvert tón- verkið á fætur öðm, eða þá að hann lá í rúminu og hugleiddi sjálfsmorð. Þar sem læknisfræðin var ekki langt á veg komin á öldinni sem ieið og skýrslur um sjúkdómsástand Schumanns ófullnægjandi, verður aldrei hægt að segja með fullri vissu hvað hrjáði hann. Enn erfiðara er að áætla hvað orsaki það að menn telji sig svífa út úr lík- ^ amanum, sjái framliðið fólk og þar fram eftir götun- um. Sumir em afhjúpaðir sem svikarar, eins og Lára gamla miðill hér fyrr á öldinni. Aðrir em bara klikkað- ir, þó erfitt sé að skilgreina af nákvæmni hvað sé að. Þrátt fyrir það trúa margir á dulræn fyrirbæri, því þó einn sé svikari er ekki þar með sagt að aðrir séu það líka. En samt sem áður... hver heldur í alvöm að gömlu tónskáldin séu að semja tónlist í gegnum bresk- an píanókennara sem drekkur te klukkan fjögur síð- degis? Eða að Frans Liszt taki sér bólfestu í líkama amerísks píanóleikara og lemji slaghörpur á Islandi eins og hver annar villimaður? Ekki ég - og líklega fæstir aðrir. ■ írska skáldið Seamus Heaney hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels á þessu ári. Svo skemmtilega vildi til að um svipað leyti var Karl Guðmunds- son að leggja lokahönd á þýðingar á ljóðum Heaneys sem nú eru komn- ar út hjá Bjarti, og bera titilinn Penninn hvassi. í nýlegu viðtali ræddi Heaney vítt og breitt um skáldskap - og kynlíf „Sækist eftir hámark- inu, fullnægingunni, fyllingunni“ Konan mín las einhvers staðar að ef kynlífið gengi vel þá tæki það 3% af tíma þínum; ef það gengi illa tæki það 97% af tíma þínum. Þetta er hliðstætt ljóðagerðinni. Ef mað- ur býr yfir næmni og sjálfstrausti þá er hægt að gera þúsund hluti samhliða því að yrkja. Það er eng- inn hamingjusamari, enginn af- kaslameiri, enginn öruggari um hlutskipti sitt en skáld sem fer um með eldingarhraða.“ Það er nýjasti Nóbelsverðlaunahafi heims ljóð- skáldið Seamus Heaney, sem mælist svo. Hann hafði um árarað- ir verið orðaður við verðlaunin, og fjölmargir voru þeirrar skoðunar að spurningin væri ekki hvort hann hlyti þau heldur hvenær. Landar hans hafa um árabil nefnt hann Seamus Farnous og hann getur ekki gengið um götur Dublinar án þess að vera eltur af aðdáendum sem vilja fá eigin- handaráritun hans. Hann er líklega frægasta ljóðskáld enskrar tungu, þeir einu sem veita honum sam- keppni eru Ted Hughes og Derek Walcott. Heany segir að á unga aldrei hafi viðhorf hans til veraldarinnar ein- kennst af óttablandinni lotningu. „I skáldskapnum fann ég griðastað. Maður fór ekki í fötin og gekk inn í þann heim. Þetta var ekki þannig staður. I honum fannst mér ég finna helgidóm og dulúð.“ Drengurinn sem fann helgidóm- inn í skáldskapnum, var tuttugu og sex ára er fyrsta bók hans kom út við einkar góðar undirtektir. Bæk- umar em orðnar níu og Heaney er nú fimmtíu og sex ára gamall Nób- elsverðlaunahafi, sem býr í Dublin en stundar kennslu við Harvardhá- skóla. Áður kenndi hann í Oxford við gífurlegar vinsældir, en há- skólafyrirlestrar höfðu ekki vakið jafn mikla athygli við skólann síð- an W. H. Auden og Robert Gra- ves létu þar ljós sitt skín. Þessir rómuðu fyrirlestrar, frá ámnum 1989-93, hafa nýlega verið gefnir út. Ný ljóðabók Heaneys kemur út næsta vor. Einnig er væntanleg á rnarkað Ijóðaþýðing hans og Stan- islaws Baranczak á fjögur hundr- uð ára görnlu kvæði um dauða lít- illar stúlku. Heaney fer ekki dult með þá skoðun sína að ljóð eigi að veita skemmtun, bæði höfundinum og lesandanum. „Þú verður að skynja unaðinn í hljóðfalli ljóðlínunnar, fylgja henni eftir, gera tilraunir, nýta orkuna og leyfa henni að taka völdin. Ef ljóð kemur þér ekki ör- lítið á óvart, ef orðin verða ekki til þess að þú öðlast áður óþekktan Heaney: Ljóð eiga að skemmta lesandanum. skilning þá getur ljóðið verið ágætt, en þú varðveitir það ekki að eilífu. Eitthvað örlítið óvænt verð- ur að birtast í ljóðið, eitthvað afar óvænt er jafnvel betri, en það litla óvænta nægir. Þetta snýst um að koma því til leiðar að lesandinn viðurkenni hið ófyrirséða sem full- kominn sannleika. Að yrkja er ekki atvinna eða starf, að minnsta kosti ekki fullt starf. Ljóðlist snýst um allt annað. Mín tilfinning var alltaf sú að ef ljóðin væm góð myndu þau öðlast viðurkenningu. Ég setti traust mitt á hinn fremur óskipulagða innri kraft og þörfina til að yrkja, þörf sem minnir mest á kynlífsþörf. Maður sækist eftir hámarkinu, fullnægingunni, fyllingunni." Seamus Heaney S vefngengill Karl Guðmundsson íslenskaði Hreiðurræningj ahendur og andlit umspunnið hégóma hann kom aftur grátandi að afsterkja koddann og frekna lök hennar litlum rauðublettum. Heilagur Frans og fuglarnir Þegar Frans boðaði fuglum ást forðum hlustuðu þeir agndofa, og hófu sig upp í heiðið blátt eins og sveimur af orðum sendur væri í gamni frá sælum vörum hans. Svo helltu þeir sér ofan og hvirfluðust um hans koll og stóðu á tá og snerust á herðum heilags manns, hófust á vængjum sem í sælan dans og sungu eins og hugsýnir tækju á sprett. Enda var þetta besta kvæði bróður Frans, röksemdirnar traustar, tónbragðið létt.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.