Alþýðublaðið - 14.12.1995, Page 10

Alþýðublaðið - 14.12.1995, Page 10
10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 14. - 17. DESEMBER 1995 Sinfóníuhljómsveitin Jólatón- leikar á laugardag Sinfóníuhljómsveit íslands heldur jólatónleika í Háskólabíói á laugardaginn klukkan 14.30. Sem endranær eru þessir tónleikar ætl- aðir allri ljölskyldunni. Mikið af upprennandi listafólki tekur þátt í tónleikunum að þessu sinni, þar á meðal 180 manna bamakór, 15 ára gamall píanóleikari og fjórir ungir einsöngvarar. Tónleikamir heíjast á Hátíðar- forleik eftir rússneska tónskáldið Dimtri Shostakovich. Tignarleg lúðragjöll í upphafi og lok verksins boða mikil hátíðahöld. Tónleikam- ir bera upp á afmælisdag Beetho- vens sem var fæddur 16. desember 1770 og liðin em nákvæmlega 200 ár frá að hann samdi sinn fyrsta pí- anókonsert. Því var ákveðið að fá ungan píanóleikara til þess að leika lokaþátt konsertsins. Fyrir valinu varð Ástríður Sigurðardóttir sem er nemandi í Tónlistarskólan- um í Reykjavík. Að loknum píanó- konsert verður leikið „Haustið“ úr Árstíðunum eftir Glazunov. Seinni hluti tónleikanna verða helgaðir jólunum og þá munu fjór- ir einsöngvarar og 180 manna bamakór flytja helgileikinn „- Hljóðu jólaklukkumar" eftir hjón- in Walter & Carol Noona. Að lokum syngja kóramir jólalög og jólasálma og er vonast til að áheyr- endur taki undir. Hljómsveitar- stjóri er Bernharður Wilkinson en Lovísa Jónsdóttir kynnir og sögumaður. Einsöngvarar á jólatónleikunum verða Árný Ingvarsdóttir, Guðrún Árný Karlsdóttir, María Marteins- dóttir og Rúrik Fannar Jónsson. Kósý í Kaffileik- hú sinu Næstkomandi föstudagskvöld, 15. desember, heldur unglinga- hljómsveitin Kósý jólatónleika í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpan- um. Drengirnir í Kósý er þekkt- ir fyrir huggulega tónleika með skemmtilegum uppákomum en þeir hafa nýlega gefið út geisla- plötuna Kósý jól sem hefur hlot- ið góðar viðtökur. Sannkölluð jólastemmning mun ríkja í Kaffileikhúsinu á föstudagskvöldið þar sem hljómsveitin bregður á leik og flytur skemmtileg lög úr ýmsum áttum. Á dagskránni verða aðal- lega jólalög en einnig ýmis dæg- urlög, bannlög, ástarlög og fleira. Húsið opnar klukkan 20:00 en tónleikarnir hefjast klukku- stund síðar. Léttar jólaveitingar verða í boði. Illugi Jökulsson skrifar Deilum á dómarana! Nú vita litlar stúlkur sem búa við þetta hræðilega böl, að einhver svívirðir þær á þennan hátt, nú vita þær að það þýðir lítið að kæra, því bara ef illræðismaðurinn neitar staðfastlega, og þær eru ekki svo heppnar að bera blæðandi sár eftir svívirðingarnar, þá munu ábúðarmiklir dómarar í nýstraujuðum skikkjum segja þær vera að ljúga. Fyrir nokkru síðan gengu þrír dómarar við Héraðsdóm Reykjaness út af skrifstofu sinni og bjuggust til að dæma í máli lítillar stúlku sem hafði sakað afa sinn um það sem ævin- lega er kallað kynferðisleg misnotkun. Ég veit ekki nema dómaramir hafi fyrst allir far- ið í skikkjur, áður en þeir kváðu upp dóm- inn, til að undirstrika mikilvægi sitt, rétt eins og litlir strákar fara í skikkjur þegar þeir ætla að vera óvenju ábúðarmiklir í riddaraleik. Því miður var hér ekki um neinn leik að ræða, heldur sérlega sorglegt og átakanlegt mál - eins og öll þau mál reyndar sem snúast um kynferðislega misnotkun á bömum. Ég ætla í framhjáhlaupi að spyijast fyrir um hvort ekki mega finna eitthvert annað heiti á þessi andstyggilega fyrirbrigði; kyn- ferðisleg misnotkun á bömum þykir mér nefnilega hálft í hvom gefa til kynna að þótt þessi kynferðislega mrinotkun sé vissulega ámælisverð, þá sé líka til einhver eðlileg kynferðisleg notkun. Maður nokkur stakk því að mér hvort ekki væri bæði einfaldara og réttara að tala hreinlega um kynferðisleg- ar misþyrmingar. Það orð hefur það sér til ágætis að vera andstæða sagnarinnar að þyrma, og það sem hér er um að ræða er líka í öllum tilfellum misþyrming. En þetta var útúrdúr og ekki til þess ætlað- ur að draga úr alvöru málsins. Þetta var alvarlegt mál, þungbært. Stúlkan sakaði afa sinn um kynferðislegar misþyrm- ingar ámm saman, og það kom líka upp úr dúmum að móðir litlu stúlkunnar kvaðst hafa orðið fyrir sams konar misnotkun frá hendi mannsins - föður síns - þegar hún var ung. Þennan vitnisburð allan hlýddu dómar- amir þrír á, og síðan komust þeir að þeirri niðurstöðu að litla stúlkan væri að ljúga. Því auðvitað var það niðurstaðan; maðurinn var sýknaður og það þýðir að dómaramir töldu stúlkuna ekki segja satt; ef þeir hefðu talið hana segja sett hefðu þeir náttúrlega dæmt afa hennar sekan, skyldi hver venjulegur maður ætla. Að vísu tóku dómaramir fram að fram- burður litlu stúlkunnar væri „nokkuð trú- verðugur", eins og þeir komust svo smekk- lega að orði, og sálfræðingur fullyrti að hún segði satt, en maðurinn neitaði staðfastlega allan tímann, svo dómaramir urðu að ákveða hvor aðila væri að Ijúga og þeir kusu - sam- kvæmt dómvenju, sögðu þeir sjálfir - að trúa því upp á litlu stúlkuna, sem þeir hafa þá sjálfsagt talið hafa ásakað afa sinn um kyn- ferðislegar misþyrmingar bara að gamni sínu. Þeir tóku fram að það veikti mjög mál saksóknara að rannsóknarlögreglumenn og starfskona Stígamóta myndu ekki nógu vel eftir fyrstu yfirheyrslum í málinu, sem hófst fyrir tveimur ámm, og eina haldbæra sönn- unargagnið í málinu væri því upphaflega lögregluskýrslan. Og hún dugði bersýnilega ekki fyrst maður neitaði svo staðfastlega. Þetta síðasta myndi mér þykja fyndið ef málið væri ekki sorglegt. Það mun vera mik- il huggun fyrir glæpamenn í landinu að dómurum þyki lögregluskýrslur nú allt í einu ekki nógu brúkleg sönnunargögn, bara ef þeir neita nógu staðfastlega. En sem sé: Nú vita litlar stúlkur sem búa við þetta hræðilega böl, að einhver svívirðir þær á þennan hátt, nú vita þær að það þýðir lítið að kæra, því bara ef illræðismaðurinn neitað staðfastlega, og þær eru ekki svo heppnar að bera blæðandi sár eftir svívirð- ingamar, þá munu ábúðarmiklir dómarar í nýstraujuðum skikkjum segja þær vera að ljúga. Því vitanlega var það einmitt það sem dómaramir sögðu litlu stúlkunni; og það er næstum því eins og hvert annað klám að þeir beri fyrir dómvenju í máli sem snýst um sví- virðingar fullorðins manns á bamabami sínu. Slík mál eiga að snúast um sannleika og réttlæti, ekki dómvenjur. En ekki tjóir að deila við dómarann, er ís- desember lenskt máltæki og alltaf til þess vitnað við svona tækifæri. Það má ekki deila við dóm- arann. Þetta orðtak er ugglaust arfur frá þeim tíma þegar alþýða landsins var kúguð og barin og smánuð og svívirt af yfirvöldum af öllu tagi. Þetta orðtak hefur sjálfsagt verið fundið upp af dómumnum sjálfum, rétt í þann mund að þeir dæmdu mann til að hengjast fyrir snærisþjófnað, eða konu til að drekkjast fyrir ólöglega bameign. Og orð- takið átti svo sannarlega við rök að styðjast. Islendingar vissu öldum saman að ekkert þýddi að deila við dómarann, né önnur yfir- völd. Síðan höfum við að vísu komist svolít- ið til manns. Við emm sem betur fer loksins farin að deila örlítið á yfirvöldin, en þá bara á framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið - Alþingi og ríkisstjóm. Þriðji armur ríkisins, dómsvaldið, er enn ginnheilagt í sínum skikkjum og það þykir argasta ókurteisi að almenningur leyfi sér að hafa skoðun á þeim salómonsdómum sem dómarar landsins kveða upp. Sú skoðun hlýtur ævinlega að vera reist á sandi, því blessaður almenningur er ekki löglærður; hefur ekki vald á hinum merku fræðum sem dómarar landsins kunna upp á sína tíu fingur. Dómaramir em ópersónulegir, þeir tala ofan úr skýjunum eins og ólympsguðimir, nöfn þeirra em nærri aldrei nefnd, þeir vinna á vemduðum vinnustað og þurfa aldrei að standa fyrir máli sínu og útskýra dóma sína, hvað þá dómvenjumar sem virðast ráða ör- lögum manna. Einu sinni var það dómvenja að hengja menn fyrir smáþjófnað sem var. Dómaramir em eins og véfréttir innvígðra og vei þeim sem telja sig þess umkomna að hafa á þeim skoðun án þess að vera vígðir til bræðralags lögfræðinnar. Það gildir einu þótt hvað eftir annað komi í ljós að löglærð- ir menn em hér um bil aldrei sammála um neitt, og það er hægt að panta lögfræðiálit til stuðnings næstum hvaða skoðun sem er; lögfræðin er sem sagt happa og glappa fag; samt tjóir ekki að deila við dómarann. Enda væri það náttúrlega óþægilegt fyrir dómarann; það gæti fallið blettur á vandlega straujuðu skikkjumar þeirra, sparifötin þeirra gætu kmmpast. Þeir gætu þurft að sæta því að fólk sem hefur aldrei farið í lög- fræðideildina færi að hafa skoðun á dómum þeirra, færi jafnvel að víkja sér að þeim úti í búð til að diskútera við þá nýjasta dóminn, færi jafnvel að heimta að réttlæti réði dómn- um en ekki staðfestlega neitun sakbomings eða dómvenjur. Það væri mjög óþægilegt ef fólk færi að deila við dómarann. Dómarar em heilagir menn; þótt alþingismenn og ráð- herrar séu það sem betur fer ekki lengur. Dómaramir þrír sem kváðu upp dóminn í þessu tiltekna máli, þeir sem kváðu litlu stúlkuna ljúga, þeir heita Gunnar Aðal- steinsson, Finnbogi Alexandersson og Pétur Guðgeirsson. Greinin er byggð á útvarpspistli sem höfundur flutti fyrir skömmu í Ríkisútvarpið, Rás 1, og vakti nokkra athygli. Hún er því birt hér að beiðni Alþýðublaðsins. Atburdir dagsins 1799 George Washington, „faðir Banda- ríkjanna", deyr. 1890 Eyrarbakkakirkja vígð. 1 kirkjunni er altaristafla sem Lo- vísa Danadrottning málaði árið 1891. 1906 Fyrsta þýska kafbátnum hleypt af stokkunum. 1910 Útgáfa Vísis hófst. Blaðið var sameinað Dagblaðinu árið 1981.1911 Norski landkönnuðurinn Ro- ald Amundsen nær á Suðurpólinn fyrstur manna. 1935 25 fórust í ofviðri sem gekk yfir landið. 1977 Stórflóð og fárviðri olli tjóni á suðurströndinni. Afmælisbörn dagsins Nostradamus 1503, franskur læknir, stjömuspekingur og höfundur dularfullra spádóma. Brynjólfur Sveinsson 1605, biskup. Ingibjörg H. Bjarnason 1868, skólastjóri og fyrsta konan sem kjörin var á Alþingi. Georg VI 1895, varð konung- ur Bretaveldis þegar bróðir hans, Játvarð- ur VIII, afsalaði sér krúnunni. Lee Rem- ick 1935, bandarisk leikkona. Ord dagsins Þann held eg ríða úr hlaðinu besl, sem harmar engir svœfa. Hamingjan fylgir honum á hest, heldur í tauminn gæfa. Síðasta vísa Jóns biskups Arasonar fyrir af- tökuna, ort til Ara sonar hans. Annálsbrot dagsins Það haust kom ókyrleiki og plága af vondum anda eður draugi í Trékyllisvík, með því móti, að opt á einum degi og mest í kirkjunni, þá prédikað var, vissu menn ei betur, en hann hlypi ofan í kverk- ar á fólki, svo það fékk mikla ropa og síð- an ofurfylli, en þá það létti af, fann það á sér ekkert mein; fengu það kvennpersón- ur, sem óspilltar píkur vom. Ballarannáil 1652. Adalgata dagsins Jafnaðarstefnan er aðalbrautin. Fram- sóknarflokkurinn hefur aldrei verið ann- að en afleggjarinn. Jón Thoroddsen, 1898-1924, Alþýðubl. 1923. Samningur dagsins Semjum aldrei fyrir ótta sakir. En óttumst aldrei að ganga til samninga. John F. Kennedy. Málsháttur dagsins Oftar hótar boginn en hann hæfir. Skák dagsins Bandaríkjamaðurinn Paul Morphy var snjallasti skákmeistari I9. aldar. I skák dagsins hefur hann hvítt og á leik, svörtu mönnunum var stýrt af hertoganum af Braunschweig og greifanum Isouard. Þeir félagar komu engum vömum við gegn snillingnum sem nú gerði útum tafl- ið með skínandi fallegum leik. Hvítur mátar í tveimur leikjum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.