Vísir


Vísir - 17.01.1976, Qupperneq 1

Vísir - 17.01.1976, Qupperneq 1
Laugardagur 17. janúar ¥ 66. árg. — 13.tbl.1976 Jarðvarmavirkjun fyrir Akureyri Jafnstór Kröflu — Helmingi ódýrari baksíðufrétt Geir Hallgrímsson forsœtisróðherra: BRETAR FA VIKU FRFST Tll AÐ KAUA HERSKIPIN HEMl - ELLA ROFNAR STJÓRNMÁLASAMBAND RÍKJANNA ___i : — • ■ ' - ■ • ~ i i : : l _:_* C Geir Hallgrimsson forsætisráðherra á fundi með innlendum og erlendum fréttamönnum i ráðherrabústaðnum siðdegis i ga'r. • Geir Hallgrímsson, f orsætisráðherra lýsti yfir því í gær, að stjórn- málaslit við breta kæmu til framkvæmda um næstu helgi, ef breska rikisstjórnin hefði þá ekki kallað herskip sín út fyrir 200 mílna fiskveiði- mörkin. • Ráðherrann benti á, að nú væri gripið til aðgerða miklu fyrr en 1958 og 1972. • Úrsögn úr Atlants- haf sbandalaginu eða Sameinuðu þjóðunum kæmi ekki til greina, þó að kæra okkar fyrir þeim hefði ekki enn borið árangur. Þátttöku i þess- um samtökum yrði hins vegar að endurskoða með hliðsjón af því, hvernig þau tækju á málum. • Svigrúm til samninga er mjög þröngt, sagði ráðherrann ennfremur, og ríkis- stjórnin myndi ekki gefa loforð um að hætta að á- reita bresku landhelgis- brjótana, þó að herskipin yrðu kölluð út. Sjá frásögn á bls. 3. Þrír dómkvaddir menn segja: „Leander" siglt vísvitandi á Þór Þrir dómkvaddir menn hafa komist að þeirri niðurstöðu að breska freigátan Leander hafi visvitandi siglt á varðskipið Þór 9. þessa mánaðar. — Álit þessara manna er grundvöllur ákvörðunar islensku rikisstjórnarinnar um stjórnmálaslit við breta, og er nú einsýnt að rikisstjórnin mun lýsa yfir stjórnmála- slitum. Hinir dómkvöddu menn, þeir Jónas Sigurðsson, Andrés Guðjónsson, og Árni Guðjóns- son, segja, að þeir séu sammála um, að foringi fpeigátunnar Leander F-109 hafi verið staðráðinn i þvi að hindra varðskipið Þór i að komast að hópi breskra togara, sem voru i grenndinni. Orsök árekstursins sé sú, að foringi bresku freigátunnar, sem hafi verið að sigla uppi varðskipið Þór, hafi visvitandi og á mjög grófan hátt gerst brotlegur við akvæði 24. greinar Alþjóðasiglingareglna, en þar segir meðal annars, að sérhvert skip er siglir uppi annað skip skuli vikja fyrir þvi. Einnig telja þeir, að foringi freigátunnar hafi visvitandi gerst brotlegur við tvær greinar sömu reglna, er mæla fyrir um afbrigði, þegar hætta er á ferðum og tilhlýðilegar varúðarreglur. Matsmenn segjast ekki sjá, að skipherra Þórs hafi átt nokkurn annan kost en að halda stefnu sinni og ferð óbreyttri, og telja að skipherrann hafi ekki getað forðast árekstur. Á þessari niðurstöðu hinna dómkvöddu matsmanna mun rikisstjórnin byggja ákvörðun sina um stjórnmálasiit við breta á fundi sinum á mánudag. -ÁG. Geir Hallgrimsson svarar fyrirspurn Miks Magnússonar fréttamanns BBC. — Ljósm: JIM.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.