Vísir - 17.01.1976, Síða 8

Vísir - 17.01.1976, Síða 8
8 VÍSIR Ctgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson Fréttastjóri erl. frétta: Guömundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Augiýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsia: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Sfðumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasögu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Óvissunni eytt Forsætisráðherra hefur nú greint frá þvi, að stjórnmálaslit við breta komi til framkvæmda inn- an viku hafi breska rikisstjórnin þá ekki kallað her- skip sin út úr fiskveiðilögsögunni. Hér er um veiga- mikla yfirlýsingu að ræða, en ljóst er, að samskipti rikjanna eru nú endanlega undirorpin breyttri stefnu bresku verkamannaflokksstjórnarinnar. Stjórnmálaslit hafa legið i loftinu i nokkurn tima, þar sem engin breyting hefur verið sjáanleg á þver- girðingshætti bresku stjórnarinnar. Eðlilegt er að setja bretum slika útslirakosti eins og rikisstjórnin hefur nú gert i raun réttri. Hér svipað staðið að mál- um eins og af hálfu vinstri stjórnarinnar 1973, nema hvað þá var óljósum orðum rætt um slit á stjórnmálasamskiptum. Nú er hins vegar skýrt kveðið á um stjórnmálaslit. Að sjálfsögðu er með öllu ógerningur að segja fyrir um það á þessu stigi málsins, hvort þessi hótun ber árangur þannig að bretar hætti flotaihlutun sinni innan fiskveiðilandhelginnar áður en vika er liðin. Aðstæður eru nú með allt öðrum hætti en þá var. Kemur þar einkum til, að svigrúm til samninga er nú afar þröngt. Friðsamleg lausn er þvi vand- fundnari nú en 1973. Engum vafa er undirorpið að hér er rétt að mál- um staðið. Að undanförnu hefur rikt mikil spenna vegna framvindu landhelgisdeilunnar við breta. Sú gagnrýni á þvi við nokkur rök að styðjast, að for- sætisráðherra hafi dregið um of að koma fram fyrir þjóðina með þeim hætti sem hann gerði i gær. Með þvi móti hefði mátt eyða fyrr þeirri óvissu, er óneitanlega hefur rikt hér siðustu daga. Nú hefur verið tekið af skarið og þjóin öll getur sameinast um að fylgja eftir þeim úrslitakostum, sem bretum hafa verið settir. Samstaða þjóðarinn- ar er sem fyrr forsenda þess að við náum árangri i þeirri hörðu og ef til vill langvinnu baráttu, sem framundan er. Þó að forsætisráðherra hafi dregið einum of lengi að eyða óvissunni, er rétt að hafa það i huga, að nú er miklu fyrr gripið til harkalegra aðgerða gegn bretum en i fyrri deilum okkar við þá. Eftir útfærsl- una 1958 voru bretar með herskip sin hér i þrjú ár, áður en deilan leystist. Við siðustu útfærslu var ekki gripið til aðgerða af þessu tagi fyrr en eftir heilt ár og fyrst fimm mánuðum eftir að bretar beittu flotanum gegn varðskipunum. Atburðarásin hefur þvi verið miklu hraðari nú eins og forsætisráðherra benti á i gær, enda aðeins tveir mánuðir frá þvi að flotaihlutun breta hófst. Segja má, að bretar hafi gengið fram af meiri hörku nú en áður. Með hliðsjón af þvi er eðlilegt að stiga þetta skref nú. Hinu mega menn ekki gleyma, að baráttan getur orðið langvinn i þetta skipti sem hin fyrri. Láti bretar ekki segjast á þessu stigi verðum við að þreyja þorrann. Um fram allt megum við ekki láta breta taka okkur á taugum eins og þeir keppa að. Bretar eru dæmdir til þess að láta undan siga fyrr eða seinna. Vegna vissunnar þar um getum við gengið fram með gát, en þó af fullri hörku. y Laugardagur 17. janúar 1976. VISIR Umsjón: Guðmundur Pétursson. ) Markmiðið með forkosning- um er að koma i veg fyrir alla spillingu kringum útnefningu frambjóðenda, auk þess sem allt er gert til þess, að Water- gatehneykslið endurtaki sig ekki. 1 gamla daga voru það venju- lega starfsmenn flokksins eða stórlaxar innan hans sem réðu vali frambjoðenda flokksins. t forkosningunum á þessu ári, vera 2,276 hinna 3,000 fulltrúa á flokksþingi demókrata valdir. Það er því skiljanlegt, hvers vegna frambjóðendur eins og Wallace, fylkisstjóri, eru svona ákveðnir i að taka þátt i eins mörgum forkosningum og hægt er. Frambjóðandi sem kemst næst þvi að ná meirihluta i for- kosningum, kémur sterklega til greina á flokksþinginu. En miðað við, hve margir eru i framboði, er það álit margra í kosningamóð í mörg ár hafa stjórnmálamenn reynt að einfalda kerfi það, sem forseti Banda- rikjanna er kosinn eftir. En á þessu ári, þegar Bandarikin halda upp á 200 ára af- mæli sitt, gæti erfiðara verkefni beðið þeirra. Aðalástæðan er sú, að fleiri og fleiri rikjanna hafa tekið upp forkosningar, svo að hinn al- menni kjósandi geti öðlastbein- ari þátt i kjöri frambjóðanda. í öðru lagi eru frambjóðenda- efni demókrata svo mörg að ef að hinn almenni kjósandi situr heima þegar forkosningarnar fara fram, mundi fremur skapast ruglingur en sinnuleysi. Eftir að Watergate-hneykslið var til lykta leitt, voru sam- þykkt ný lög, sem segja til um, hve miklu fé megi verja i kosningabaráttu einstakra frambjóðenda. t fyrsta skipti eru notaðir sérstakir merktir seðlar i sjóði frambjóðendanna. Þessi lög voru sett i þvi skyni að koma i veg fyrir að auðugir einstaklingar eða stórfyrirtæki gætu mokað peningum i fram- bjóðendur og fengið ýmsar ivilnanir á móti. Stundum kvarta bandarikja- menn undan þvi, að þeir skilji hvorki upp eða niður i þing- ræðiskerfi annarra landa, þar sem leiðtogi þess flokks, er nær meirihluta verður sjálfkrafa forsætisráðherra. En erlendum gestum, er heimsækja Banda- rikin finnst það kerfi, sem for- setinn er kjörinn eftir, engu skiljanlegra. Það furðulegasta finnst þeim, að bandariskir kjósendur kjósa i raun og veru ekki forsetann beint, heldur kjörráð, sem svo kýs forsetann. í fimbulvetri New Hampshire og sólskini Florida hefja fram- bjóðendur langa göngu, sem þeir allir vona að endi með sigri i kosningunum i nóvember nk. Fyrsta rikið til að reyna möguleika frambjóðenda demókrata er Iowa. Þar verða ekki haldnar forkosningar, heldur heldur kjörnefnd fundi og kýs fulltrúa á flokksþingið, sem haldið verður í júli i New York. Hinir ýmsu frambjóðendur hafa hangið i kjörnefndarmönn- um og reynt að fá vilyrði fyrir kjöri. Jafnvel fyrir þá fram- bjóðendur, sem minnsta mögu- leika hafa til að verða útnefndir, gæti sigur i Iowa orðið þeim til mikils framdráttar, þótt ekki væri nema rétt i auglýsinga- skyni. Fréttaritari Baltimore Sun, Joseph R. L. Sterna, skrifaði i blað sitt, að eftir að hafa rætt við nokkra helstu toppmenn demókrata i stærstu borgum Iowa, Sioux City og Dubuque, virtist honum sem þeir væru allir hálfruglaðir, yfir þvi hve margir smáfiskar reyndu að ota sinum tota. Sumir sögðust hafa valið sina eftirlætismenn, þótt þeir hefðu kannski ekki kynnst þeim öðruvisi nema með þvi að taka i höndina á þeim. Jimmy Carter, fyrrum rikis- stjóri i Georgiufylki, er varla þekktur neitt utan Suður- rikjanna. Hann hefur barist öflugri baráttu i Iowa, og sumir spá honum möguleika á að vinna flest fulltrúasæti demókrataflokksins fyrir það riki. En að áliti Sternes, kemur hann þó varla til greina sem for- setaefni. Dálkahöfundurinn, Joseph Kraft, hefur lýst Carter sem „fjölmiðlaframbjóðanda” og álitur hann, að Carter þurfi 30% atkvæða i Iowa til að geta komist eitthvað áleiðis. Af 400,000 meðlimum demókrataflokksins i Iowa, munu aðeins um 40.000 sitja i kjörnefndum i einstökum borg- um fylkisins næstkomandi mánudagskvöld. Talið er að um 10.000 þeirra verði óákveðnir með að velja einn ákveðinn frambjóðanda, og verða þeir þvi aðeins 100.000, sem kjósa munu á meðal hinna fjölmörgu fram- bjóðenda. Sumir áætla töluna enn lægri, svo óvist verður hve margir kjósendur standa að baki hvers fulltrúa á þingi demókrata. New Hampshire, sem er h’tið riki og fjöldi kjörgengra manna litill, er efst á lista þeirra ríkja, þar sem forkosningar eru haldnar, og kemst þvi jafnan i sviðsljósiðá fjögurra ára fresti. Þar koma skoðanir kjósandans fyrst i ljós fyrir alvöru, og er það þvi sjálfsagt fyrir marga frambjóðendur að vinna sér gott álit i New Hampshire. Bæði Harry Truman og Lyndon Johnson urðu illa úti i forkosningum iNew Hampshire og skömmu siðar tilkynntu þeir báðir, að þeir hyggðust ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Edmund Muskie, öldunga- deildarþingmaður, varð af út- nefningu sem forsetaefni demókrata árið 1972, eftir að honum hafði mistekist að ná tilskildum meirihluta við for- kosningarnar i New Hampshire. A þessu ári mun Ronald Reagan, fyrrum rikisstjóri i Kalifomiu, keppa við Ford for- seta um útnefningu sem for- setaefni repúblíkana, og repúblikanar i New Hampshire verða þeir fyrstu til að láta skoðanir sinar i ljósi. demókrata, að slikur meirihlutasigur komi varla til greina. sé þetta rétt, lognast ráðstefnan útaf, og aðeins eitt sameiningartákn, eins og Hubert Humphrey, öldunga- deildarþingmaður, kemur þá til greina. Að taka þátt i forksoningum, getur verið þreytandi og kostnaðarsamt, svo Humphrey, sem reynt hefur að verða forseti allt frá 1960 hefur tilkynnt, að hann muni ekki taka þáttinein- um forkosningum. Um leið sagði hann, að hann yrði til reiðu, ef niðurstöður flokksþingsins yrðu þær, sem að ofan var frá greint. t skoðana- könnunum hefur hann reynst vinsælli en nokkur þeirra fram- bjóðenda, sem i kjöri eru. Ford forseti, sem á fullt i fangi með að halda i við Reagan i áróðursherferð hans, hefur boðið sig fram i allar for- kosningar, sem haldnar verða. Stuðningsmenn hans vona, að Reagan tapi i fyrstu forkosning- unum og dragi sig að þvi búnu i hlé fyrir Ford forseta. Að forkosningunum i New Hampshire þann 24. febrúar n.k. loknum, beinist athyglin næst að Massachussettsfylki, Flórida, Illinois og Norður-Karólinu. 1 New York- riki verða forkosningarnar að mestum likindum haldnar 6. april, en óráðið er enn um dag- setninguna. Wiscounsinbúar halda á kjör- stað þann 6. april og þrem vik- um seinna ibúar Pennsylvaniu. Siðan verða forkosningar haldnar i Texar þann fyrsta mai og þremur dögúm seinna i District of Columbia, Georgiu, Alabama og Indiana. Tennessee þann 6. mai, Nebraska og Virginiu þann 11. mai, i Maryland og Michigan þann 18. mai og Idaho, Kentucky, Oregon og Nevada þann 25. mai. Siðan koma kosningar i' Rhode Island, Missisippi, Montana og Suður-Dakóta þann fyrsta júni, og i kjölfarið koma Arkansas, Kalifornia, New Jersey og Ohio þann 8. júni. Demókrataflokkurinn mun halda flokksþing sitt i Madison Square Garden i júli, en repúblikanar i Kansasborg i ágúst. Minna þekktir frambjóðendur demókrata hafa hvað minnsta möguleika núna til að sleppa ut úr forkosningunum. En fyrir fjórum árum, hefði fæstum dottið i hug að litt þekktur öldungadeildarþing- maður frá Suður-Dakota, George McGovern, hefði mikla möguleika, en hann bar sigur- orð úr býtum yfir Hubert Humphrey og fleirum, og varð loks forsetaefni demókrata i Miami Beach.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.