Vísir - 05.04.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 05.04.1976, Blaðsíða 1
lYlánudagur 5. april 1976 77. tbl. 66. árg. ENN SJO A LOÐNU Sjö bátar halda ennþá áfrani loðnuveiöum. Undanfarna daga hafa loönubátarnir óöum verið aö hætta og fara á net. Bræia hefur spillt veiðum nú undanfarið. t gær fengu tveir bátar ioönu samtals 400 tonn. Það má búast við iokum loðnuvertíðarinnar mjög fljótlega. Til samanburðar má geta að siðustu ioðnunni var landað i fyrra, þann niunda apríl. _ EKG Ríkisstjórnin kannar tillögur um breytta fjórmólastefnu SeðSabankinn vill verðtryggja sparifé „Seðlabanki íslands hefur að undanförnu sent rikisstjórninni ýmsar tillögur um ráð- stafanir í peningamál- um, þar sem meðal ann- ars er rætt um verð- tryggingu sparifjár” sagði Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri i við- tali við Visi i morgun. Hann kvað þessi mál vera á umræðustigi, en annars mætti segja, að ráðamenn Seðlabank- ans væru i stöðugu sambandi við rikisstjórnina um þessar mundir, enda ærin tilefni til. Dr. Jóhannes Nordal vildi ekki á þessu stigi málsins tjá sig um viðbrögð rikis- stjórnarinnar við tillögum Seðla- bankans, en sagði, að ýmis atriði þeirra væru til athugunar hjá rikisstjórninni. Visi tókst hvorki að ná tali af Geir Hallgrimssyni, forsætisráð- herra né Ólafi Jóhannessyni, við- skiptaráðherra i morgun, en fyrir hádegi hófst rikisstjórnarfundur i Stjórnarráðshsinu. —ÓR Framtíð Vífilsstaðaspítala óróðin „Megum ekki missa borinn" — segir hitaveitustjórinn í Reykjavík ,,Það eru engar likur á að við getum misst borinn. Við þurfurn á honurn að halda frarn á haust'' sagði Jóhannes Zoega, hitaveitu- stjóri í Reykjavík i sarntali við Vísi i rnorgun. Sú hugmynd mun hafa komið fram að bor sá sem verið hefur i notkun fyrir akureyringa færi að Kröflu gegn þvi að akureyringar fengju bor þann sem nú er verið að nota fyrir reykvikinga. „Við höfum samið um að hafa borinn allt árið” sagði Jóhannes. „Við höfum stundum sleppt hon- um þrátt fyrir að við hefðum rétt á að hafa hann. Það gcrðum við meðal annars átta mánuði i fyrra, fyrir Kröfluvirkjun og viðar, Það' er m.a. þess vegna sem við getum ekki misst hann nún a. Að minnsta kosti ekki fyrr en um mitt haust. Jóhannes sagði að nú væri áætl- að að eftir væri að bora átta holur til viðbótar. Það væri nauðsynlegt til þess að hægt væri að fullnægja þörfinni næsta vetur og i framtið- inni. —EKG „Hugmyndir eru uppi um að koma á fót sérstakri lungna- deild á Landspítalanum, en ef úr sliku yrði breyttist hlutverk Vífilsstaðaspitala frá þvi sem nú er”. sagöi Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri rikisspital- anna i samtali við VIsi. Hann sagði, að Hrafnkell Helgason, yfirlæknir Vifilstaða- spitala, hefði lagt fyrir nefndina mjög ákveðnar tillögur um þörf á fækkun sjúkrarúma á Vifils- staðaspitala og væru þær til meðferðar hjá nefndinni. Ennfremur hefði ýmsum aðil- um verið sent erindi Hrafnkels til umsagnar, þar á meðal læknaráði Landspitalans. ,,Við höfum fallist á, að gerð- ar verið nokkrar breytingar á Vifilsstöðum i tilraunaskyni, með það fyrir augum að auka það rými, sem sjúklingum er ætlað, en endanlegar ákvarðan- ir um skipan mála á Vifilsstöð- um er ekki hægt að taka fyrr en fyrir liggur, hvernig þjónustu við lungnasjúklinga verður hagað á komandi árum” sagði Georg Lúðviksson. Liklegt er, að ef lungnasjúk- dómadeild yrði starfrækt á Landsspitalanum i framtiðinni, yrði Vifilsstaðaspitala breytt með tilliti til þarfa langlegu- sjúklinga og fólks á batavegi. Um þrengslin á Vifilsstaða- spitala og þær breytingar, sem verið er að gera þar, er fjallað i máli og myndum á niundu siðu Visis i dag. .óR örin á myndinni bendir á staðinn þar sem líkið fannst snemma i gærmorgun í Heið- arlundi. Myndina tók Jón Einar í gær. Skotinn nokkrum skotum í hnakkann œtlaði til fundar við kunningja sinn ó fimmta tímanum í gœrmorgun Rannsókn er nú i full- um gangi á Akureyri vegna mannsins sem fannst þar látinn i gær- morgun, með áverka eftir skot. Maðurinn var skotinn nokkrum skotum i hnakkann. Að sögn yfirlögregluþjóns- ins á Akureyri, verður likið sent til Reykja- vikur i dag til krufning- ar. Margir hafa verið yfirheyrðir vegna þessa máls. Maðurinn sem fannst látinn, hét Guðbjörn Tryggvason og var 28 ára gamáll. Hann lætur eftir sig konu og tvö börn. Snemma i gærmorgun, eða rétt þegar klukkan var að ganga fimm, ákvað Guðbjörn að fara út að ganga. Ætlaði hann að hitta kunningja sinn i bænum, en kom aldrei á staðinn, þar sem þeir höfðu mælt sér mót. Rétt um klukkan sjö fannst Guðbjörn isvokölluðum Heiðar- lundi skammt frá Lundsskóla. Var hann þá með áverka eftir skot. Hann var fluttur á sjúkra- húsið og var úrskurðaður látinn þegar þangað kom. Það var fólk sem átti leið framhjá, sem fann hann af tilviljun. Um 150 metrum frá þeim stað sem Guðbjörn fannst á, lá riffill og skot. Riffillinn er 22 kaliber og hjá honum fannst allmikið af skotum. Ekki eru taldar nokkr- ar likur á þvi að Guðbjörn hafi getað skriðið þessa vegalengd sjálfur. Hann var sem fyrr seg- ir, skotinn i hnakkann. Femur litið var hægt að segja um málið i morgun, en rann- sókn hófst þegar i gærmorgun, og ,,við erum alltaf með menn i yfirheyrslum,” sagði yfirlög- regluþjónninn á Akureyri. Ekki vildi hann segja hvort einhver hefði verið handtekinn vegna málsins, „nema þá til þess að gefa skýrslu.” —EA B I ■ Hún fer í fegurðar- keppni tóninga Þuriður Steinþórsdóttir, sem er aðeins 17 ára gömul, var kos- in 1 gærkvöldi til að fara sem fulltrúi Islands á Miss Young International fegurðarsam- keppnina i Tokyo i Japan. Þetta er sama keppni og Henný Her- mannsdóttir sigraöi i fyrir nokkrum árum. Ahorfendur i Súlnasal Hótel Sögu fögnuðu gifurlega þegar tilkynnt var að Þuriður hefði verið valin úr hópi sjö stúlkna. Ahorfendur tóku þátt i valinuog dómnefndin átti ekki i erfiðleik- um með að fara eftir ábending- um þeirra, þvi að Þuriður fékk langflest atkvæðin. Keppnin i gær var haldin á Sunnukvöldi. Ferðaskrifstofan Sunna og Einar Jónsson sjá i sameiningu um að finna fuíltrúa Islands á allar helstu fegurðar- samkeppnir heims, þar á meðal Miss Universe, sem þykir beirra glæsilegust. —ÓH Góður í fœrðino — sjá bls. 3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.