Vísir - 05.04.1976, Síða 8
8
vísm
Útgefandi: Iteykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson
Ritstjórar: Dorsteinn Pálsson, ábm.
Ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson
Fréttastj. erl. frétta: Guðmundur Pétursson
Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Einar'K. Guðfinnsson, Emilia
Baldursdóttir, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Sigurveig Jóns-
dóttir, Valgarður Sigurðsson, Þrúöur G. Haraldsdóttir.
iþróttir: Björn Blöndal, Kjartan L. Pálsson.
útlitsteiknun: Arnór Ragnarsson, Þórarinn J. Magnússon.
Ljósmyndir: James H. Pope, Loftur Asgeirsson.
Aglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar IIG60 86611
Afgreiðsla: IIverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611.7 linur
Áskriftargjald 100« kr. á inánuði innanlands.
í lausasölu 50 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Að flytja
gömlu ræðuna aftur
Óhætt er að fullyrða að sjávarútvegur og land-
búnaður hafi notið forréttinda i islensku efnahags-
lifi. Segja má að þetta sé arfur frá liðinni tið, þegar
atvinnustarfsemin byggðist nær einvörðungu á
þessum tveimur greinum. Iðnaðurinn er hins vegar
enn olnbogabarn. Við svo búið má ekki standa.
Að visu er það svo, að allir hafa fullan skilning á
nauðsyn þess að efla iðnað og búa honum vaxtar-
skilyrði. En sannast sagna eru mörg verkefni óunn-
in á þessu sviði og góð áform stjórnvalda biða þess
að verða að raunveruleika.
Formaður Félags islenskra iðnrekenda, Davíð
Scheving Thorsteinsson, hóf ræðu sina á aðalfundi
félagsins i siðustu viku á sérstæðan hátt. Hann sagði
þar: „Þegar ég byrjaði að semja þessa ræðu, las ég
yfir ræðu þá, sem ég flutti hér i fyrra, og þá fannst
mér að best væri að ég flytti gömlu ræðuna aftur,
þvi að það er eins og timinn hafi staðið kyrr i þeim
málum, sem okkur varðar...”
Full ástæða er til þess að gefa þessum ummælum
gaum. Að visu er það ekki nýbóla að forystumenn
hagsmunasamtaka beri sig illa og telji stjórnvöld
hafa vanrækt þeirra svið. En þessi aðvörunarorð er
ekki unnt að afgreiða á svo einfaldan hátt.
Lengi hefur verið ljóst, að iðnaðurinn þyrfti i vax-
andi mæli að taka við verulegum hluta viðbótar-
vinnuafls á atvinnumarkaðnum á næstu árum. Auk
þess hafa menn réttilega bent á að óhjákvæmilegt
væri að auka fjölbreytni i islensku atvinnulífi. Með
þvi móti getum við dregið úr sveifluáhrifum i ein-
stökum atvinnugreinum eins og t.a.m. i sjávarút-
vegi.
Til viðbótar þessum röksemdum er nauðsynlegt
að hafa i huga breytt viðhorf i sjávarútvegi. Hafið
er ekki óþrjótandi nægtabrunnur. Fyrirsjáanlegt er
að við þurfum að takmarka fiskveiðar okkar á
næstu árum. Einmitt fyrir þessar sakir hljótum við
að leggja aukna áherslu á nýbreytni i atvinnumál-
um.
Formaður Félags islenskra iðnrekenda telur að
hættuástand sé framundan i atvinnumálum, þar
sem ekki hafi verið framkvæmd nein markviss
stefna til eflingar iðnaði i landinu. Áður hefur Jónas
H. Haralz bankastjóri minnt á nauðsyn þess að við
gerðum okkur grein fyrir efnahagslegum afleiðing-
um breyttra viðhorfa i fiskveiðimálum.
Það er rétt hjá Davið Scheving, að litið hefur ver-
ið rætt um þessa hlið málsins á opinberum vett-
vangi. Ljóst er þó að þessum vanda þarf að mæta
með pólitiskum ákvörðunum. Formaður Félags is-
lenskra iðnrekenda heldur þvi fram, að hver einasti
starfsmaður i sjávarútvegi og framleiðsluiðnaði
skapi að meðaltali þrjú til fjögur starfstækifæri i
öðrum atvinnugreinum.
Engum vafa er þvi undirorpið, að samdráttur á
þessu sviði kemur til með að hafa geigvænleg áhrif.
Við getum þvi ekki dregið öllu lengur að búa iðnað-
inum eðlileg vaxtarskilyrði. Iðnaðurinn á að vera
jafnsettur öðrum atvinnugreinum og hann þarf að
geta keppt við erlendan iðnað.
Þegar á þessar staðreyndir er litið þarf enginn að
fara i grafgötur um, að full ástæða er til þess að
taka varnaðarorð formanns Félags islenskra iðn-
rekenda alvarlega. Þaðerþörf á aðgerðum. Timi er
kominn til að breyta orðum i athafnir.
Mánudagur 5. aprfl 1976 vism
Umsjón:
Guömundur Pétursson
Niu mánuðum eftir
að Mozambique öðlað^
ist sjálfstæði, halda
brottflutningar portú-
galskra landnema lát-
laust áfram.
Nákvæmar tölur liggja ekki
fyrir, og portúgalska sendiráðiö
i Maputo neitar að svara fyrir-
spurnum um fólksflutningana,
en útlendingar þar i borg ætla,
að af þeim 250.000 portúgölum,
sem bjuggu þar um það leyti,
sem herinn gerði byltinguna i
Portúgal i aprfl 1974, séu aðeins
milli fimmtiu og sextiu þúsund
eftir.
Reynsla Uganda
Reynslan frá þvi i Uganda,
þegar allt fólk af Asiuættum
7]
' ,£| Þ |
Landflótta portúgalskir landnemar úr Afrlku komnir I flughöfn-
ina i Lissabon. Spariféð og ævistritið var þjóðnýtt.
Portúgalar flýa
frá Mozambique
flúði land undan ofsóknum Idi
Amins, kenndi mönnum, að
slikur flótti menntaðra starfs-
krafta mundi bitna á efnahags-
lifi landsins. Meðan Mozam-
bique var nýlenda Portúgals,
voru það portúgalar, sem sinntu
þeim störfum, er menntunar
þurfti tfl. Enda geta jafnvel ekki
velvildarmenn stjórnarinnar i
Mozambique leynt áhyggj-
um sinum af mannflóttanum.
Saknar þeirra ekki
Samora Machel forseti
Mozambique litur hinsvegar
öðrum augum á málið. Á blaða-
mannafundi nýlega sagði hann:
„Hvað með það, þótt portúgal-
arnir fari? Það eru nýlendu-
kúgararnir, sem eru að fara.”
— Hann útskýrði, hvernig það
væru þeir einir, sem ekki
treysta sér til að lifa utan við
nýlendukerfið, sem flýðu land.
— Um leið bætti hann þvi við, að
i stað vinnuaflsins, sem landið
missti með portúgölunum,
streymdu að tæknimenn frá
öðrum löndum.
Margt bendir til þess að fólks-
flótti portúgala haldi áfram enn
um hrið. 1 júni i fyrra gættu
margir portúgalar þess að ráða
sig einungis til 1 árs i senn hjá
nýju yfirvöldunum. Með vissu
er vitað um 25 þúsund þeirra,
sem i desember sögðu upp með
sex mánaða fyrirvaranum, eins
og krafist er.
Flestir ákváðu að hverfa
strax úr landi, eftir að stjórnin
þjóðnýtti allt leiguhúsnæði i
landinu i febrúar siðastliðnum.
Að visu var einstaklingum leyft
að halda áfram ibúðarhúsnæði
sinu og jafnvel sumar- eða
strandbústöðum. En ættu þeir
fasteignir, sem þeir leigðu um
hri'ð, voru þau hýbýli þjóðnýtt.
Þetta voru þungar búsifjar
mörgum portúgalska land-
nemanum. A nýlendutimanum
höfðu þeir að visu sent mikið af
launum sinum heim til gamla
landsins. En reglugerðir tak-
mörkuðu, hve mikið þeir máttu
senda úr landi. Afganginn af
sparifé sinu settu þeir þá i fast-
eignir.
A einum degi hurfu tekjur
þeirra af þessari spariinnistæðu
eins og dögg fyrir sólu. Bankar
og tryggingafélög, sem áttu um
30% fasteigna, misstu þarna
stóran skerf úr höfuðstól sinum.
Vonbrigðinoguppgjöfin komu
losi á landnemana, og þvi er
spáð, að næsta sumar verði ekki
eftir i Maputo nema 10 eða 15
þúsund portúgalar.
Hér er þó ekki um að ræða
æðisgengna undankomu ofsótts
fólks, sem er að forða lifi sinu
eða limum, eins og átti sér stað
með breska borgara i Uganda,
eða hvita menn i Kongó á sinum
tima. Þetta eru yfirvegaðar
ákvarðanir og brottflutningur-
inn undirbúinn i' ró og næði. Fáir
telja sig þvingaða til að yfirgefa
landið. Þeir einfaldlega telja sig
ekki munu una þarna lengur við
nýjar og gjörbreyttar aðstæður,
sem þeir komi ekki til með að
geta vanið sig við. — Það er
mannlegt, að sá, sem tapar upp-
skeru erfiðis sins á einum stað,
þar sem hann hefur naumast
skoúð rótum, taki sig upp til að
freista heldur gæfunnar annar-
staðar.
I daglegu lifi borgarbúa i
Maputo er þegar tekið að gæta
þessa missis portúgalanna.
Leigubfla er naumast að finna
yfirleitt, þvi að viðgerð fæst
ekki þegar þeir fara að bila.
Viðgerðarmennirnir eru farnir
úr landi. Simaþjónustan er i
ólestri vegna bilana, sem ekki
fæst gert við. Lyftur og loft-
ræstingar i gistihúsum eru i
niðurniðslu af sömu sökum.
Þó þykir það undrunarefni, að
ástandiö skuli ekki vera samt
verra. En þvi er þakkað, að
undanfarið hefur verið stöðugur
straumur sérfræðinga og
hjálparnefnda frá nágranna-
rikjum, og reyndar lika
Evrópulöndum.
Um leið hafa þeir i Mozam-
bique auglýst mjög eftir starfs-
krafti erlendis, og voru t.d.
nýlega að fá fimmtán breska
flugstjóra til starfa. En þessum
ólikra þjóða mönnum fylgja
tungumálaannmarkar fyrst um
sinn. Þannig að sársaukalaus
verður þessi missir .þjóðarbúinu
ekki.
Stuöningsmenn Fretimo fara um Iþróttaleikvanginn i Lourenco Marques með flokksfána. — Þeir sakna
ekki „nýlendukúgaranna”.