Vísir - 05.04.1976, Side 24

Vísir - 05.04.1976, Side 24
L A Mánudagur 5. april 1976 Fannst illa til reika í yfir- gefinni bifreið Kona fannst 1 yfirgefinni bif- reið á Suöurlandsbraut aö- faranótt laugardags. Konan var illa til reika og skólaus meöai annars. Mun hún hafa verið ölvuð þegar hún fannst. -Konan leitaði skjóls i bif- reiðinni, sem er vörubifreið, og stóð hún við Suðurlands- braut 18. — EA Rúðurnar fengu að finna fyrir því Eitthvað virðast sumir hafa verið argir i skapi um helgina. Að minnsta kosti fengu nokkr- ar rúður i borginni að finna fyrir þvi. Rúða var brotin i Sesar að- faranótt laugardagsins. Sá sem þar var að verki náðist. Tvær aðrar rúður voru brotn- ar svo vitað er um, en þeir sem þar voru að verki náðust ekki. 1 öðru tilfellinu var rúða brotin i Alftamýrarskóla, en hin i Sunnukjöri. _ ea Eiginmaðurinn lenti ó slysadeild Eitthvað sló i brýnu milli hjóna á Hótel Esju sncmma i gærmorgun. Einhver ölvun mun hafa verið með i spilinu en svo hressilega var rifist, að það endaði með þvi að eigin- maðurinn var fluttur á slysa- deild. —EA Tekinn á staðnum Lögreglunni var tilkynnt um að maður væri að brjótast inn i verslun á Háteigsvegi aðfara- nótt sunnudags.Brá hún skjótt við og fór þegar á staðinn. Inni i versluninni handtók hún manninn sem brotist hafði inn og færði hann i fangageymslu. Haföi sá þvi litið upp úr krafs- inu. — EA Ló í rúminu þegar kviknaði í því Eldur kom upp I rúmi i kjallaraherbergi I Langagerði á föstudagskvöldið. Leigjandi i húsinu býr i herberginu, og mun hann hafa legið i rúminu þegar kviknaði i. Kviknaði i út frá vindlingi, og maðurinn var áberandi ölvaður. Hann var fluttur á slysadeild. — EA Lenti í úflogum - missti gleraugun - en fékk þau aftur Tveir menn lentu i rysking- um fyrir utan Hótel Sögu á föstudagskvöldið. Annar maðurinn var að koma út úr húsinu þegar hann sá hinn og virtist sá vera að kýta viö vinkonu sina. Fyrr- nefndi maðurinn lét það ekki afskiptalaust, og fór svo að mönnunum lenti saman. Sem betur fór fór það ekki illa, Mennirnir enduðu hjá lög- reglunni, en annar (sá sem hafði verið að kýta við stúlk- una) var sár yfir þvi að missa fokdýr gleraugu sin. Þegar lögreglan stuttu siðar var á ferðinni á sömu glóðum, fann hún gleraugu mannsins, ekki ver farin en svo að litla viðgerð þarf til þess að hann geti notað þau aftur. Færði lögreglan manninum gler- augun og þarf vart að spyrja að ánægju hans. — EA Rétt að halda áfram við Kröflu — segir í skýrslu orkuráðherra, sem flutt verður á Alþingi á morgun Orkustofnun og Kröflu- nefnd telja efni ekki standa til að breyta framkvæmdaáætlun við Kröflu, Þetta kemur fram i skýrslu dr. Gunn- ars Thoroddsens orku- ráðherra/ sem hann flyt- ur Alþingi á morgun, þriðjudag. Orkuráðherra lagði skýrsluna fyrir ríkis- stjórnina á föstudag. Hún hefur auk þess verið til skoðunar í nokkrum ráðuneytum. Efni skýrsl- unnar er ekki dregið sam- an í ákveðna niðurstöðu, en þar segir þó að viðhorf orkustofnunar og Kröflu- nefndar sé, að rétt sé að halda áfram fram- kvæmdaáætlun við Kröflu. I fyrri hluta skýrslunn- ar er fjallað um aðdraganda Kröfluvirkjunar og fram- kvæmdir þar. Siðari hlutinn er hins vegar um horfurnar fram- undan. Þar segir m.a., að hug- myndir hafi komið fram um frestun vegna eldgosahættu og jarðskjálfta. Engin sérstök hætta er talin stafa af landskjálftum. Stöðvar- húsið er talið þola verulega skjálfta, og er i þvi mati m.a. stuðst við rannsóknir, sem fram hafa farið i Japan. Ekki er úti- lokað að eldgos geti hafist að nýju, en likindi eru ekki talin mikil að svo fari. Er rætt um að i þvi tilviki mætti reisa varnar- garða. Talið er að næg gufa fáist á þessu ári til þess að knýja fyrri aflvélina. Ef það tekst ekki, er ekkert talið til fyrirstöðu að reka hana með minna afli. 1 skýrslunni kemur fram að þegar hefur verið varið á annan milljarð króna til framkvæmda við Kröflu. Frestun fram- kvæmda er talin hækka virkj- unarkostnað um 20%. - ÞP. Alls kyns góss sem ekki hefur verið leyst út úr tolli var boðið upp i nýjum uppboðssal Tollstöðvarinnar á laugardag. Þetta var i fyrsta sinn að þessi salur var notaður en —áður var ekki til sérstakur uppboðssalur. LjósmyndJIM Ekkert er ákveðið um togar- ann Engey — Það hefur engin ákvörðun verið tekin um leigu eða sölu á tcgaranum Engey til Noregs, eða annað, sagði Þórhallur Helgason, hjá Isfell hf. við Visi i morgun. 1 sjónvarpsviðtali i gær sagði Matthias Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, að sókn i þorsk- stofninn myndi minnka með þvi að ýmsir togarar færu til annarra verkefna. Þar á meðal myndi Engey fara til botnrannsókna i Norðursjó, i sambandi við oliuleit Norðmanna þar. — Okkur hefur borist fyrir- spurn um Engey en á henni er ekkert að byggja á þessu stigi, sagði Þórhallur Helgason. Við höfum fengið fjölda fyrirspurna um Engey viðsvegar að, á siðustu tveim árum. En það hefur aldrei orðið neitt meira úr þvi. — ÓT Útlit fyrir öngþveiti í fiskveiðum í sumar: „Stjórnmálamenn hafa gefist upp við að reyna að leysa vandann" „Ég tel, að það liggi fyrir, aðhreint öngþveiti blasi við eftir mitt ár, vegna afskiptaleysis i sambandi við fiskveiðar okkar ” sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands is- lenskra útvegsmanna i viðtali i nýútkomnu tölublaði Sjávarfrétta, þar sem fjallað er um stöðu útgerðarinnar eftir nýgerðar breyting- Lenti í átökum við dyraverði Röðuls Maður lenti i átökum við dyraverði Röðuls i gærkvöldi. Var hann ölvaður en átökin enduðu með þvi að hann var fluttur á slysadeild. Eftir það var hann tekinn til yfir- heyrslu, en fékk siðan að fara frjáls ferða sinna. — EA ar á sjóðakerfi sjávarút- vegsins og viðvaranir fiskifræðinga. Lýsir Kristján skoðun sinni, að svo geti farið að við verðum búnir að veiða leyfilegan ársafla 1976 i júnf eða júlimánuði næstkomandi og stæðum við þá frammi fyrir þvi.hvortvið ættum að leggja öll- um flotanum eða syndga upp á náðina og veiða meira en æski- legt er, en það kæmi niður á afl- anum á næstu árum. „Þarna erum að ræða störkost- legt vandamál, sem menn hafa algerlega leitt hjá sér að hugsa eða tala um” segir Kristján Ragnarsson. Hann telur, að stjómmálamenn okkar hafi forð- ast eins og heitan eldinn að taka afstöðu til þessa máls og helst sé að skilja á þeim.að um uppgjöf sé að ræða, þegar talað sé um að leggja skipunum. Segir Kristján Ragnarsron, að það séu fremur stjómmalamen.iirnir, sem gefist hafi upp við að leysa þann vanda, sem þeir séu kosnir til að leysa. — ÓR Óðinn lék sér innan um togara og 4 verndarskip Eftir mikið þóf og sviptingar tókst frcigátunni Scyllu að sigla litillega utan í óöin á föstudag- inn. Varðskipið var þá búið að „lcika” sér lengi dags að tvcim freigátum og tveim dráttarbát- um. Ilelgi Hallvarðsson, skip- herra, hélt Óðni inn i tniðjum togarahóp þannig að vcrndar- skipin áttu i hinum mestu vand- ræðum. Það voru freigáturnar Scylla og Baccante og dráttarbátarnir Euroman og Statesman, sem reyndu að meina Óðni að kom- ast að togarahóp suðvestur af Hvalbak. Helga tókst þó að smeygja sér milli þeirra og komast inn i hóp- inn miðjan. Þá var hift i ofboði en verndarskipin þurftu að bakka á fullu og beygja i allar áttir til að forðast innbyrðis á- rekstra. Óðinn lék sér svo milli togar- anna og stóð i þófi lengi dags. Laust fyrir kl. átta um kvöldið, tókst loks freigátunum að króa varðskipið á milli sin og fengu þá Óðinn og Scylla nokkrar beyglur. —ÓT

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.