Vísir - 05.04.1976, Síða 9

Vísir - 05.04.1976, Síða 9
vism IVIánudagur 5. april 1976 9 Gottskálk Björnsson ræðir við Ólaf ólafsson, sem er ásamt Sigur- jóni Sigurgeirssyni á þröngri stofu, sem er ráðgert að verði fyrir einn sjúkling i framtiðinni. Þrengslin á Vífilstöðum yfirþyrmandi Hér er fyrirhugað að breyta tveimur þriggja manna stofum i eina fimm manna, og jafnframt breyta dyraumbúnaði þannig að unnt sé að koma rúmum og tækjum þar i gegn. A efri myndinni er samskonar umbúnaður og stofur sem búið er að breyta. Myndir Loftur. Unnið að breytingum á innréttingum og fœkkun legurúma SKYGGNST Á BAK VIÐ TJÖLDIN *jt-jfjt>jt>Jt-j«-Jt*Jt-J<-Jt-Jt-JfJt-J«-Jt- ,,Ef eitthvað óvænt kemur fyrir sjúklinga i innri rúmum á þrengstu stofunum, er- um við illa staddir. Þar er erfitt að koma nokkrum tækjum að, og illmögulegt að koma rúmunum út af stofun- um,” sagði Gottskálk Björnsson aðstoðar- yfirlæknir á Vifilstöð- um i viðtali við Visi. Á Vifilstöðum eru nú fyrir- hugaðar, og þegar hafnar að nokkru, breytingar á innrétting- um sem stuðla að þvi að auka rýmið, en jafnframt að fækka leguplássum. Þar eru nú um 90 sjúklingar og þar af tæpur helmingur langlegusjúklingar. ,,Á undanförnum árum hefur verið þrengt inn á sumar stofurnar fleiri rúmum heldur en plássið leyfir, en það er ómögulegt að vinna við slik þrengsli. Þá kemur einnig til að Vifil- staðir er gömul bygging og dyraumbúnaður og innréttingar á stofum útiloka sumstaðar til- færslu á rúmum og tækjum. Unnið er að breytingum á þessu, m .a. með þvi að gera á nokkrum stöðum tvær samliggjandi þriggja manna stofur að einni fimm manna. Ennfremur að gera einsmannsstofu úr þeim sem notaðar hafa verið fyrir tvo.” Hægt að stafla langlegusjúklingum... ? „Þvi hefur stundum verið haldið fram að langlegusjúkl- ingar þyrftu ekki eins mikið rými og aðrir, það væri nærri þvi hægt að stafla þeim inn á stofur. Þetta er ekki rétt. Sjúkl- ingarnir verða að hafa sæmi- lega rúmt og vistlegt i kringum sig. A sumum stofunum hér er jafnvel varla rými fyrir fólk að heimsækja sjúklingana. Ef hér yrði fækkað um u.þ.b. tuttugu rúm frá þvi sem nú er, skapaðist góð vinnuaðstaða fyr- ir lækna og annað starfslið og aukið hagræði fyrir sjúklinga. Þessum breytingaáformum hefur verið vel tekið, af hálfu forstjóra Rikisspitalanna en þetta er lika spurning um fjár- magn, svo breytingarnar ganga rólega en þó i framfaraátt.” 30-40 á biðlista, og ráðgert að fækka rúmum A Vifilstöðum er eina starf- andi lungnadeildin á landinu. Þar eru nú milli þrjátiu og fjörutiu manns á biðlista. Hvað verður ef legurúmum þar verð- ur fækkað svo sem ráðgert er? ,,Við tökum jafnóðum inn þau Þetta var þriggja manna stofa, en nú bafa þeir Camillus Bjarnason og Jón V.Jónsson nokkuð gott oln- bogarými. tilfelli sem brýnust eru, en það er auðvitað alltaf bagalegt fyrir fólk að þurfa að biða eftir plássi. Vandamálið er, að það er ekki fyrr en á siðustu árum sem farið er að hugsa um rými fyrir lang- legusiúklinga á tslandí. Það þyrfti að koma hér upp langlegusjúkrahúsi eða taka eitthvert starfandi sjúkrahúsið og breyta þvi i það horf. Það yrði þá fyrir afturbatasjúklinga og þá sem ekki þörfnuðust meiriháttar aðhlynningar. Með þessu móti fengist nóg sjúkra- húsrúm fyrir önnur tilfelli", sagði Gottskálk Björnsson. — EB

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.