Vísir


Vísir - 05.04.1976, Qupperneq 2

Vísir - 05.04.1976, Qupperneq 2
Mánudagur 5. april 1976 VISIR Eigum við að taka því ef rússar bjóða okkur herskip eða hraðbáta til landhelgisgæslunnar? ólafur Friöriksson: — Það eigum við að gera alveg hikstalaust. Við ættum ef okkur byðist slikt að fá eins mörg og mögulegt væri og heppilegt væri fyrir okkur. V'aiur Steingrimsson, verkamað- ur: —Já, það fyndist mér allt i lagi að gera. Við ættum að taka svona tvö eða þrjú. Ég vona að rússar og sem flestir aðrir bjóði okkur skip fyrir landhelgisgæsl- una. k Askell Kannberg, útvarpsvirki: — Auðvitað ættum við að gera það. En þeir bjóða okkur örugg- lega ekki. Það verður lika erfitt fyrir vestrænar þjóðir að bjóða okkur skip. Kolbeinn Arason flugmaður: — Það fyndist mér sjálfsagt að gera. Ég vona bara að sem flestir bjóði okkur skip til nota fyrir landhelgisgæsluna. Ingvar Kliasson: — Það fyndist mér allt i lagi. Það er sjálfsagt að taka þvi. Það er sama hvaðan gott kemur, ekki veitir af. Knútur Hákonarson, bifvéla- virki: — Það væri sjálfsagt. Ég held þó varla að til þess komi að þeir bjóði okkur. Hef frekar trú að við fáum tilboð um skip frá bandarik jamönnum. Nýr ófangi í starfi Styrktarfélags vangefinna: Fyrsta eðlilega heimilið fyrir von- gefnar stúlkur Það var margt um manninn i vistlegum húsakynnum hcimilisins i Vogunum, við opnunarathöfnina i fyrradag. brautskróðar af stofnunum „Þetta er fyrsta heimilið af þessu tagi, sem komið er á fót hér á landi, en ég vonast til, að þau eigi eftir að vcrða mörg á næstu árum,” sagði Gunnar Þormar, tannlæknir, einn s t jó rna r m ann a Styr k ta rfé la gs vangefinna, cr Visir ra^idi við hann um nýstárlegt heimili lyrir vangefnar stúlkur, sem tekið var i notkun um helgina. Heimilið er i Vogahverfi i Reykjavik og mun rúma sjö eöa átta stúlkur, en tvær stúlkur á þritugsaldri eru þegar fluttar þar inn. Stúlkurnar voru áður á Skálatúnsheimilinu i Mosfells- sveit, og nutu þar endurhæfing- ar og hafa nú náð nægilegum þroska til þess að geta stundað létta vinnu og hugsað um sig sjálfar á heimili af þessu tagi. Gunnar Þormar sagði, aö slik heimili væru algeng erlendis og hefðu gefist vel fyrir fólk, sem fært væri um að búa utan stofn- ana fyrir vangefna. Húsmóðir yrði stúlkunum til aðstoðar i sambandi við heimilisstörfin, matseld og fleira og einnig yrði á heimilinu i Vogahverfi aðstoð- arstúlka starfandi á vegum Styrktarfélags vangefinna. Vangefið fólk, sem notið hefði þjálfunar og endurhæfingar á stofnunum sagði hann fært um að stunda vinnu á vernduðum vinnustöðum, og myndu stúlk- urnar á nýja heimilinu vinna á dvalarheimili vangefinna i Bjarkarási, sem starfrækt væri á vegum Styrktarfélags van- gefinna. Astæða er til að fagna þessum áfanga i starfi styrktarfélags- ins, þar sem þvi hefur nú tekist að sýna, að með kennslu og þjálfun á störfunum er hægt ,,að þoka vangefnu fólki á braut til venjulegs lifs”, eins og Magnús Kristinsson, formaður félags- ins, komst að orði við opnun heimilisins i Vogahverfi i fyrra- dag. — ÓR —.... — > Fyrstu tvær stúlkurnar, sem búa á nýja heimilinu, Sigríður Halla Jóhanns- dóttir til vinstri otg Eygló Ebba Hreinsdóttir til hægri á myndinni. OF STORIR menn fyrir þjóðfélagið Ekki er vonlaust um Alþingi á meðan þar sitja menn af Guð- laugsstaðaætt. Þar kernur til seigla og fjármálavit Björns Eysteinssonar, og svo þetta mikla feimnisleysi, sem ein- kennir þá Björn á Löngumýri og Halldór búnaðarmálastjóra. Fulltrúi ættarinnar á þingi núna er Páll Pétursson frá Höllustöö- um, hljóölátur maður öndvert við frændur sina, en skortir að öðru leyti engin emkenni ættar- innar. Siðan Páll á Höllustöðum settist á þing hefur hann ekki haldiö margar ræöur, og þaðan af siður að fólk utan úr bæ hafi þust á pallana til að hlusta á hann, eins og Björn frænda hans á Löngumýri, sem nú er kominn í eitt af þessum ár- vissum stríðum sinum við Jón isberg — i þetta sinn út af böðun sauðfjár. En Páll á Höllustöðum hefur ekki lokað skilningarvitum sín- um á þingi. Um það ber vott grein eftir hann, sem birtist i Timanum nú um helgina undir fyrirsögninni Teiknistofa ríkis- ins. En grcin með þvi heiti les ekki nokkur maður. Kitstjórum hefur liklega ekki fallið að setja gamla skrafskjóðuheitið „Orðið er frjálst” á þingmanninn, en i þess stað kosið dulmálsfyrir- sögn á efni, sem i sjálfu sér er stórfelldara en Kröflumálið. i allri hógværð sinni upplýsir Páll á Ilöllustööum, að hann, á- samt Gunnlaugi Finssyni, hafi llutt þingsályktunartillögu um athugun á, hvort ekki væri hag- kvæmtað koma á fót teiknistofu rikisins, sem hannaði byggingar sjúkrahúsa, skólamannvirkja, og iþróttamannvirkja. Við at- hugun, scgir Páll að hönnunar- kostnaður sé nú oröinn 6—7,5% af heildarkostnaði verka. Síðan reynir hann að mæla hallar- smiðina máli og bendir á, að notagildi bygginga skipti mcstu. Samkvæmt reglum er iþrótta- rými 35% af skólarými. Sam- kvæint tillögum norma-nefndar yrði það 50%. Samkvæmt tillög- um iþróttalulltrúa rikisins 78% og samkvæmt tillögum iSi 97%. Samkvæmt tillögum ÍSÍ er gert ráö fyrir iþróttahúsi i Grimsey, sem mundi kosta 75 milljónir kr. Þar af yrði hönnunarkostnaður- inn einn um 4 milljónir. ibúar i Grimsey eru 86. i Hrisey eru 300 ibúar. tSÍ gerir ráð fyrir húsi, sem að stærðinni til gæti kostað 130 milljónir. Páll bendir á, að auðvitað þurfi þessir staöir iþróttahús, en „bæöi riki og livað þá sveitarfélögum er of- raun að uppfylla svona óskir”. Þá kemur i Ijós, að hönnuöir taka 60% af upphaflegu gjaldi vegna hönnunar heilsugæslu- stöðva fyrir endurtekna notkun teikninga. Siðast i greininni skýrir Páll frá þvi, að lionum hafi borist kostnaðaráætlun yfir stækkun sjúkrahússins á Sauð- árkróki. Þar er hönnunarkostn- aður áætlaður 29 milljónir króna. Reiknar slðan Páll út, að þótt hönnuðurinn hefði tvöföld þingmannslaun, þá mætti liann cyða tiu árum i verkið. Auðséö er á þessum upplýs- ingum, að tvennt er alveg komið úr skorðum: hugmyndir um hlutfall iþróttarýmis i almennu skólarými, en við skólabygging- ar eru fyrirhugaðar miklar framkvæmdir vegna lagasetn- ingar um grunnskóla, —og þær tekjur, sem hönnuðir ætla I sinn hlut af heildarkostnaði bygg- inga. Ótalin er þá sú árátta arki- tekta að vilja hverju sinni reisa byggingar, sem auk þess að vera glæsihallir og eflaust fram múrskarandi til sins brúks, ef einhver hefði efni á að nota þær, standa sem minnismerki um verkkunnáttu hinna dýru manna að frátöldum lekum þök- um. Hönnuðirnir eru slikir beljakar, að þegar þeir ætla, hvað starf snertir, að iklæðast þjóðfélagsflíkínni, springur hún öll á saumunum, með þeim ár- angri að við erum jafnnær þrátt fyrir mikinn lærdóm, stórar hugsjónir og listilegar teikning- ar. Svarthöfði

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.