Vísir - 05.04.1976, Side 6

Vísir - 05.04.1976, Side 6
Mánudagur 5. april Í976 vism Guömundor Pétursson Nóbelsverðlaunahafinn, Andrei Sakharov, hefur boðaö að hann muni fijúga til Siberiubæjarins, Omsk, i dag til þess að vcra við réttarhöldin yfir Mustaf Ozemi- lyov, einum af andófsmönnum tartara á Krimskaga. Sakharov sagði fréttamönnum, að réttarhöldin mundu hefjast á föstudag og bera upp á réttar- höldin yfir Andrei Tverdokhle- bov, ritara Sovétdeildar mann- réttindasamtakanna „Amnesty International”. Báðum þessum mönnum er gefið að sök, að hafa af ráðnum hug dreift fölskum áróðri til að spilla áliti Sovétrikjanna. —■ Varðar slikt allt að þriggja ára fangelsi. Sakharov sagði fréttamönnum, að hann hefði gjarnan viljað vera við réttarhöldin yfir Tverdokhle- bov i Moskvu, en nafni hans mundi hugsanlega njóta nærveru erlendu fréttamannanna, meðan engir sh'kir væru i Omsk og reyndar litið um fréttaflutning þaðan. Með Sakharov til Omsk fer kona hans, Heiena, sem staðið hefur með honum i mann- réttindabaráttunni undanfarin ár. Tartarinn hefur varið drjúgum hluta 31 árs langrar ævi sinnar i fangelsum vegna baráttunnar fyrir leyfi til handa þjóð sinni að snúa aftur tii heimalandsins á Krimskaga, þaðan sem hún var flæmd 1944. f júli s.l. sumar var hann hand- tekinn aftur, nokkrum dögum eft- ir að hann hafði afplánað fangels- isvist, og fluttur til Omsk. Siðan hefur hann verið i hungurverk- fahi. — Möðir hans, sem heim- sótti hann siðast i nóvember, sagði, að hann Uti út eins og lif- andi lik. Sakharov Callaghan öruggur Allar likur benda nú til þess að það verði James Callaghan nú- verandi utanrikisráðherra Bret- lands sem sverji Elisabetu breta- drottningu hollustueið sem for- sætisráðherra Bretlands i dag. Þriðju og siðustu kosningar um nýjan leiðtoga Verkamanna- flokksins, og þar með nýjan for- sætisráðherra, fara fram i þing- flokknum i dag. Reyndar er enn mjótt á mununum milU Callag- han og Foot, verkalýðsmálaráð- herra. En kannanir sýna að Callaghan fái minnst tiu atkvæð- um meira en Foot. Þyngst á metaskál Callaghan vega atkvæði þau sem Denis Healey fjármálaráðherra fékk við fyrri atkvæðagreiðslur. Kosningareglur valda þvi að Healey varð að draga sig út úr keppninni um sæti leiðtogans. En þau 38 atkvæði sem hann hafði, komu flest frá miðjumönnum i flokknum. Þeir eru liklegri tiÞ að kjósa miðjumanninn Callaghan en vinstrimanninn Foot. En hinar miklu vinsældir Foot undirstrika að hann er einn af helstu leiðtogum Verkamanna- flokksins. Einum eða tveimur klukkutim- um eftir að tilkynnt verður um val nýs leiðtoga Verkamanna- flokksins, fer Harold Wilson for- sætisráðherra á fund Elisabetar drottningar i Buckinghamhöll. Þar tilkynnir hann afsögn sina. Drottning tilkynnir siðan að hinn nýi leiðtogi Verkamannaflokksins taki samstundis við sem forsætis- ráðherra. Sprengjuhrinur á kosningafund- um í Portúgal Kosningaáróðurinn fyrir þing- tosningarnar i Portúgal hófst ipinberlega i gær. Meira bar á að menn notuðu sprengjur og önnur ropn til að fylgja eftir máli sinu en rökfimi. Til handalögmála og óeiröa com á nokkrum stöðum þar sem cosningafundir fóru fram. Sprengja sprakk á bilasvæði fyrir utan fótboltavöll. Enginn meidd- ist, en tveir bilar eyðilögðust. Inni á vellinum voru tiu þúsund áhangendur hins ihaldssama miðdemókrataflokks (CDS). A eynni Madeira, þurfti lög- reglan að beita táragasi og skjóta aðvörunarskotum, þegar hópur manna réðst með grjótkasti inn á fund þar sem varaforseti CDS hélt ræðu. Lögreglan á Madeira telur að þessi árás hafi verið gerð i hefnd- arskyni vegna aðfarar hægri- sinna á Mario Soares, leiðtoga sósialista, þegar hann kom til Madeira. I sveitahéruöum i Austurhluta Portúgal lenti bændum og vinnu- mönnum þeirra saman af mikilli heift. Bændur voru aö mótmæla nýjum lögum um uppskiptingu jarða. Þegar hafa vinnumenn og leiguliðar lagt undir sig eina milljón hektara lands. Viða um Portúgal voru kosn- ingafundir þó haldnir friðsam- lega, og stuðningsmenn hinna ýmsu flokka sem bjóða sig fram, æptu slagorð á fundunum. Veggspjöld voru limd upp um alla veggi i Lissabon, Allir flokkar sem bjóða sig fram fá jafn mikið pláss i fjöl- miðlum, En ef einhver hvetur til óeirða verður skorið af þvi plássi. Sihanouk príns segir af sér Þjóðarleiðtogi Kambodiu, Norodom Sihanouk prins, hefur boðist til að segja af sér, og rikisstjórnin hefur tekið lausnarbeiðni hans til greina. Þar með er komið fram, sem menn sögðu fyrir, þegar hann i útlegð sinni i Peipng, tók hönd- um saman fyrir nokkrum árum við uppreisnarmenn, sem þá voru, Khmer Rouge. — Bjugg- ust fæstir við þvi, að kommúnistar mundu lengi þola Sihanouk prins i forsetastóli, eftir að þeir höfðu haft sitt gagn af honum, einingaríákni þjóðar- innar á timum, sem hún stóð sundruð. 1 siðasta mánuði gengu Kambodiumenn til kosninga i fyrsta sinn siðan rauðliðar kom- ust til valda (i april 1975). Kosiö var til nýrrar löggjafarsam- komu, fulltrúaþingsalþýðunnar. Eitt af verkum þingsins er að velja rikisstjórn og tilnefna „rikisráö”, en hið slðarnefnda skal gegna sama hlutverki og forseti eða þjóöarleiðtogi gerir annarsstaðar. Þegar herinn undir stjórn Lon Nols marskálks bylti Sihanouk prins úr stóli i mars 1970, leitaði hann hælis i Peking. Tók hann þar höndum saman við Khmer Rouge, sem nutu hemaðar- stuðnings Kina öll árin, sem þeir börðust við Lon Nol. Eftir fimm ára strið fóru þeir með sigur af hólmi, þótt mar- skálkurinn nyti stuðnings Bandarikjamanna. Sihanouk prins dró lengi við sig að snúa heim, eftir Khmer Rouge komst til valda, en þegar loks kom að þvi, gerðist hann valda- og áhrifalaust þjóðar- tákn, uns hann nú eftir eitt ár segir af sér. — Þetta eina ár hef- ur hann mikið verið i ferðum til erlendra rikja að tala máli Khmer Rouge-stjórnarinnar, en flest stjórnmálasambönd við önnur riki rofnuðu við striðslok, og hefur Kambodia siðan verið hálfeinangruð. Callagban THE TO LATE — LATE SHOW!

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.