Vísir - 05.04.1976, Qupperneq 7
m
vism Mánudagur 5. april 1976
ig Ólafur Haukssori
Ford og Carter
rákust nœstum
saman
— ég vissi ekkert að hann vœri í
kirkjunni, segir Carter, sem skrapp
til Washington
Jimmy Carter og Ford forseti
Bandarikjanna rákust næstum
þvi hvor á annan f gær, þegar
Ford var aö koma úr kirkju.
Carter var á ferð i Washington
til að sýna dóttur sinni Hvita
húsið, bústað Bandarikja-
forseta. ,,Ég hlakka til að búa
þar”, sagði Carter sigurviss við
biaðamenn.
Ford forseti var alls ekk-
ert ánægður með að Carter
skyldi vera að flækjast þarna.
En Carter sagðist enga hug-
mynd hafa haft um að Ford sæti
undir messu.
Forkosningaslagurinn stend-
ur nú i Wisconsin. Kosningar
verða þar á þriðjudag. Af fram-
bjóðendum demókrata er Cart-
er spá'ð mestu fylgi. Ford er
spáð umtalsverðum meirihluta
atkvæða yfir eina mótherja
sinn, Ronald Reagan.
Morris Udall, einn frambjóð-
enda demókrata segist ekki ætla
að gefast upp, þótt hann fái litið
fylgi i Wisconsin. Næstu for-
kosningar á eftir verða i New
York, og þar vonast Udall til að
fá mikinn stuðning. Annars er
Henry Jackson spáð mestu fylgi
þar.
Teng Hsiao-Ping
og veitast að óvildarmönnum Teng Hsiao-ping varaforsœtisráðherra
Hampa nafni Chou Fn-lais
Upp úr stjórnmála-
katlinum i Kina sauð i
dag, þegar æstur múg-
ur efndi til mótmælaó-
eirða á Tien an Men-
torginu i Peking.
Ungmenni kveiktu i
herbil og veltu um
einkabifreið, jafnframt
þvi sem lagðar voru
hendur á nokkra stúd-
enta.
Fimm klukkustund-
um eftir að óeirðirnar
hófust neitaði mann-
fjöldinn að verða á
burt af torginu, og voru
hundruð óvopnaðra
hermanna kvaddir til
að ryðja torgið.
Svo virðist sem upp úr hafi
soðið, þegar fjarlægð voru á
einni nóttu þúsundir pappirs-
kransa sem lagðir höfðu verið
við pislarvættisminnisvarðann
til heiðurs Chou En-lai heitnum
forsætisráðherra.
I trássi við reglugerðir klifr-
uðu skólapiltar upp á minnis-
varðann og hengdu þar upp
mynd af Chou.
Hluti úr hópi unga fólksins
hélt yfir að Alþýðuhöllinni
miklu og sló i brýnu við óvopn-
aða dáta Frelsishers alþýðunn-
ar og varðliða verkalýðsins,
sem reyndu að halda reglu.
Greinilegt var, að fólkið
reyndi að koma af sér
mótmælaskjali’ til stjórnvalda.
Æptvar: „Opnið dyrnar! ” — en
glerinngangurinn var harðlæst-
ur og hermenn tóku sér stöðu
fyrir fráman hann.
Útlendingar sáu ungmennin
gr.ipa einn af stúdentum frá
Tsinghua-háskóla, þaðan sem
upp er sprottin áróðursherferð-
in á Teng Hsiao-ping, varafor-
sætisráðherra. — Með vir voru
hendur stúdentsins bundnar á
bak aftur, þegar hópurinn réðist
á hann.
Útlendingar voru varaðir við
þvi að taka ljósmyndir af at-
burðum, og filmur voru rifnar
úr vélum þeirra, sem höfðu til-
burði i þá átt.
Fáum blandast hugur um að
þarna er að brjótast út óánægja
margra með aðför hinná rót-
tækari að Teng varaforsætis-
ráðherra, sem hefur verið skot-
spónn hatrammrar ádeilu á
veggspjöldum stúdenta og
menningarbyltingarsinna. Teng
var mjög handgenginn Chou En-
lai. Hefur sú ádeila á
„vegalagningarmann auðvalds-
ins”, eins og Teng hefur verið
uppnefndur, náð alla leið inn á
leiðarasiðu aðalmálgagns kin-
verska kommúnistaflokksins.
Samtimis þessu kemur út i
dag „Rauði fáninn”, mánaðar-
rit kinverska kommúnista-
flokksins, og birtist þar enn ein
hatursgreinin gegn Teng. Þar er
Teng að visu ekki nefndur á
nafn frekar en annars staðar, en
enginn fer i launkofa með „hver
reyni að ryðja kapitalismanum
braut til valda að nýju i Kina”.
Dagblað alþýðunnar birti á
laugardaginn skammagrein um
ráðagerðir, eins og lýst er i
„Rauða fánanum” og eignaðar
eru Teng undir rós, og eru þess-
ar áætlanir kallaðar „eitrað ill-
gresi”.
Hvatt til
verkfalla á
Spáni í dag
Hópar vinstrisinna hafa hvatt
til almennrá verkfalla i
iðnaðarhéraðinu Katalóniu á
Spáni i dag. Verkföllin koma i
kjölfar óeirða og mótmæla sem
verið hafa um helgina. Krafist
er stjórnmálalegs frelsis, og
sjálfsstjórnar héraða.
Óeirðirnar um helgina voru
ekki miklar. Þó kom til að lög-
regla lagði til atlögu við mót-
mælendur. Lögreglan skaut
gúmmikúlum og táragas-
sprengjum. Mest var um mót-
mæli og óeirðir i Barcelona.
Meðan vinstrimenn hrópuðu á
pólitiskt frelsi, fóru nokkur
hundruð hægrimenn i fylkingu
til stuðnings rikisstjórninni.
Göngumenn hrópuðu „Frankó,
Frankó, Frankó”, og sungu.
Gangan var með leyfi yfirvalda.
Nokkrir þeirra sem þátt tóku i
mótmælum vinstrimanna voru
handteknir. Þeir biða nú réttar-
halda, sakaðir um að reyna að
breyta stjórnarfarinu. Fyrir
það geta menn lent i allt að 30
ára fangelsi.
Ákvörðunin um að vísa Banda-
ríkjaher burt felldi
Thailandsstjárn
Hægriflokkur demókrata i
Thaiiandi kom út sem sigurveg-
ari i aimennum þingkosningum
þar i iandi um helgina, en fylgis-
aukning hans mun naumast
hrökkva til að mynda hrcinan
meirihluta á þingi.
Leiðtogi flokksins, Seni
Pramoj, mun hinsvegar reiðubú-
inn til stjórnarmyndunar með
einhverjum hinna ihaldssamari
flokka.
Kukritt Pramoj, forsætisráð-
herra (yngri bróðir Senis), og
flokkur hans biðu óvæntan ósigur
og þykir sýnt að margra flokka
samsteypustjórn hans muni ekki
halda velli.
Þessar fréttir berast frá Bang-
kok, þegar búið var að telja i 100
kjördæmum af 279, og höfðu þá
demókratar unnið 70 þeirra. —
Þykir ljóst, að þeir muni vinna á
annað hundrað þingsæti og verða
sem fyrr langstærsti þingflokkur-
inn.
Það er talið hafa haft mikil
áhrif á kosningarnar, að i siðasta
mánuði ákvað stjórn Kukritts, að
allur bandariskur her skyldi
verða á brott úr landinu og her-
stöðvunum lokað. — Enn fremur
mun kjósendum ekki hafa verið
að skapi, hversu frjálslynd
stjórriin hefur sýnt sig i afstöðu
sinni til stúdenta, bænda og
verkafóks, eins óg ýmsar ráð-
stafanir hennar til að bæta hag
þessara þjóðfélagshópa að
undanförnu sanna.
Stjórnarflokkarnir töpuðu í
Stuttgart
Þýskir kjósendur hafa i fylkis-
kosningum V-Þýskalands siðasta
ár hallast æ meir til hægri, og sú
varð lika raunin i fylkiskosning-
um Baden-Wurtemberg i gær.
Þar töpuðu stjórnarflokkarnir,
sósialdemókratar Helmuts
Schmidts kanslara og frjálsir
demókratar, 5,4% þeirra at-
kvæða, sem þeir fengu i kosning-
unum til fylkisþingsins i Stuttgart
árið 1972.
Kristilegirdemókratar juku við
sig sex þingsætum að þessu sinni,
þegar þeir fengu 56,7% atkvæða
(höfðu siöast fengið 52,9%' og
hlotið 65 þingsæti).
Sósialdemókratar fengu 33,3%
og töpuðu fjórum þingsætum, en
frjálsir demókratar fengu 7,8%
og töpuðu einum manni.
1 þeim niu fylkjum sem köslð
hefur verið i, hafa úrslit alls stað-
ar verið á þann veg, að flokkarnir
tveir, sem standa að stjórninni i
Bonn, hafa tapað fylgi.
Eftir hálft ár fara fram
almennar kosningar i landinu, og
sé litið á niðurstöðurnar i Baden-
Wurtemberg sem sýnishorn þess
sem koma skal, er ljóst, að Bonn-
stjórnin muni falla, þvi að hún
þolir ekki 5,4% fylgistap.
Fimmlembingar
A bænum Suður-Fróni i Guð-
brandsdal i Noregi er sauðburð-
ur auðvitað fvrir löngu hafinn.
en ein ær bar núna á dögunum
fimmlembingum, sem cr ekki
hversdags.
Börn Jon bónda Sterberglökk-
en. þau Randi. Asta og Per, eru
greinilega mikið upp með sér af
viðburöinum, en öll fimm lömb-
in brögguðust vel, og eru likleg
til að koinast á legg. — Einhver
þeirra verða þó senniiega alin
beuna á bæ.