Vísir - 16.06.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 16.06.1976, Blaðsíða 1
mam BHHHHI Upplýst um bréfaskipti fanga í Síðumúlafangelsi Bréf sem sögð eru skrifuð af Sœvari S. Ciecielski og boðin hafa verið til sölu voru gerð upptœk í morgun Bréf, sem Sævar Cicielski hefur skrifað á undanförnum mánuðum til gæsluvarðhaidsfanga i Sfðu- múlafangelsinu, hafa verið boðin nokkrum fjöimiðlum til kaups. Seljandinn er ungur maður sem setið hefur i gæsiuvarðhaldi i Siðumúla, en þö ekki vegna sömu mála og Sævar. Bréfunum komu þeir á milli sin með þvi að senda þau undir hurð- irnar á kléfunum. Notuðu þeir við það greiðu og bundu bréfin i bandspotta. Er þarna um að ræða átta bréf og átti kaupverðið að vera eitt þundrað þúsund krónur. Visir bar þetta mál undir örn Höskuldsson fulltrúa Sakadóm- ara, sem fer með mál Sævars Cicielskis. Staðfesti hann að kom- ist hefði upp um bréfaskipti milli Sævars og annars gæsluvarð- haldsfanga i Siðumúlafangelsinu. Sagði hann, að nokkur bréfanna hefðu verið gerð upptæk. 1 bréf- um Sævars hafa engar upplýsing- ar komið fram, sem haft hafa á- hrif á rannsókn þeirra sakamála, sem hann er flæktur inn i. AH Síðustu fréttir: Samkvæmt upplýsingum Saka- dóms Reykjavikur laust fyrir liádegi i morgun er talið að bréf þau.sem boðin hafa verið til sölu á frjálsum markaði séu fölsuð. Bréfin, sem voru gerð upptæk i Siðumúlafangelsinu voru hins vegar ófölsuð og skrifuð af Sævari Cicielski i gæsluvarðhaldinu. Gleðilega hátíð Visir óskar landsmönnum gleöilegrar þjóöhátiöar á morgun, 17. júni, og vonar aö vel viöri sem víöast. Visir kemur ekki út á morgun, en aö sjálfsögöu kemur hann út um hádegi á föstudag, og svo má geta þess, aö meö laugardagsblaöinu fylgir aö venju Iitprentaö helgarblaö, þar sem meöal annars er Itarlegt viötal viö Benny Goodman. Margir hafa notiö sólarinnar i Nauthólsvik undanfarna daga, þrátt fyrir gerlana I vatninu. Visismynd: JA. Miövikudagur 16. júni 1976 — Gerlarannsókn á sjónum viö Nauthólsvik nú i vor benti til þess sama og undanfarin ár, aö sjórinn er óhæfur til þess aö baöa sig I honum vegna mengunar. sagöi Þórhallur Halldórsson, fram- kvæmdastjóri heilbrigöiseftirlits Reykjavikur, I samtali viö VIsi I morgun. — Yfirfallsvatnið frá hitaveitu- tönkunum i Oskjuhlið er hreint þegar þaðkemur úr þeim, en ekki gott þegar það hefur runnið um skurðina niður að sjó. Heita vatnið hefur litil áhrif á gerlamyndun i sjónum eins og að- stæðum er háttað I dag þvi það hækkar hita sjávarins ekki svo neinu nemi. Ef hugmyndin um sjóbaðsaðstöðu nær fram að ganga, verður sjórinn „girtur af” og klór sett i hann, auk þess sem Fossvogsræsið svokallaða verður framlengt langt út i sijó. Þess má geta að lokum, sagði Þórhallur, að skiiti sem á stendur að sjórinn sé óhæfur til að baða sig i honum, hefur verið sett upp aftur, en einhverjir skemmdar- vargar eyðilögðu skiltið sem var þarna áður. —RJ HVERNIG ERU INNHEIMTULAUN LÖGMANNA sjá þáttinn Málalok á bls. 14 Mynd þessi var tekin er rannsóknarskipiö Bjarni Sæmundsson lagöist viö bryggju I gær eftir þriggja vikna rannsóknarleiöangur. Mikill áhugi rikir nú á fiskirannsóknum og á baksiöu er sagt frá tveim rannsóknarleiöangrum, meö Bjarna Sæmundssyni og Arna Friörikssyni. Ljósm. JA VARÚÐARRÁÐSTAFANIR VEGNA HÆTTU Á GOSI VARNARGARÐAR VIÐ MÝVATN? Hugmyndir eru uppi um aö reisa fjóra varnargaröa á Mývatnssvæöinu til varnar byggöinni i kringum Reykjahliö ef til eldgoss kæmi. Fjórir aðilar hafa lagt fram hugmyndir sinar fyrir Almanna- varnir og eru þær flestar svipaðar að þvf er lýtur að staðsetningu varnargarðanna, auk þess sem bygging garðanna verður tiltölu- lega ódýr, þar sem hugmyndin er að notast verði við efni, sem fæst á staðnun. Stærsti garðurinn yrði byggður til að hleypa hrauninu frá Hvit- hólaklifi niður Hliðardal, og þá myndi einungis vegurinn að stöðvarhúsi Kröflu skaðast, varn- argarður númer tvö yrði i farvegi Eldár, og með þvi móti yrði hrauninu veitt til Bjarnarflags. Þriðji garðurinn yrði staðsettur móts við flugbrautina við Reyni- hlið, og y rði þar létt verk að koma við hraunkælingu e.n Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur og einn tillögumanna um varnargarðana, var sá eini sem minntist á hraun- kælingu. Hugmyndir voru uppi um að setja fjórða garðinn, en i skýrslu Þorleifs Einarssonar segir að sá garður sé of nálægt byggð til að vörnum verði við komið, ef hann brysti. Auk þess yrði erfitt að koma þar við hraunkælingu. í tillöeunum öllum var bent á þá hættu að Kisiliðjan fari undir hraun og erfitt að koma þar við vörnum. Þess má geta að einnig hefur verið gerð sérstök áætlun um varnargarðabyggingu vegna Kröfluvirkjunar og er gert ráð fyrir þremur görðum til að koma i veg fyrir að hugsanlegt hraun renni yfir húsin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.