Vísir - 16.06.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 16.06.1976, Blaðsíða 7
SýHendingar senn á brott frá Ubanon Ákveðið hefur verið, að sýrlandsher, sem barist hefur við palestinuskæruliða i Libanon að undanförnu, verði þaðan á brott, eftir þvi sem Abdel Salam Jalloud forsætisráð- herra Libýu segir. „Sú ákvörðun kemur ekki til endurskoðunar og verður þetta mál leystá næstu tveim dögum”, hafði útvarpið i Beirút eftir for- sætisráðherranum. Jalloud er meðal þeirra fjöl- mörgu, sem reynt hafa að miðla málum í borgarastyrjöldinni i Libanon. Hann átti i gær viðræður við leiðtoga palestinuaraba og Elias Sarkis forseta. Hann sagði, að hersveitir Sýr- lands gætu ekki farið fyrr en gæslusveitir hinna arabaland- anna væru komnar á vettvang. ,,En það mun ekki íiða á löngu að svo verði”, bætti hann við. Collan morð- óður geð- sjúklingur — Virtist sama hvort hann drap eigin liðsmenn, andstœðinga eða óbreytta borgara Málaliðaforinginn Callan virðist vera morðóður geðsjúkl- ingur, sem var sama hvort hann drap eigin liðsmenn eða andstæð- ingana. Hann er nú fyr- ir rétti i Angóla ásamt tólf liðsmönnum sin- um. Krafist hefur verið dauðadóms yfir þeim öllum. Vitni hafa skýrt frá þvl að Callan hafi notað hvert tækifæri sem honum gafst til þess að drepa einhvern. Ef hann gat ekki drepið óvinahermenn, myrti hann bara sina eigin Iiðs- menn, oft aö þvi er virtist ger- samlega að tilefnislausu. Eitt vitnanna skýrði frá þvi að Callan hefði myrt og iátið myrða sjötiu fanga úr röðum MPLA, sem hann og félagar hans voru að berjast gegn. Fangarnir hefðu veriö settir á vörubil og keyrðir niður að Luanda ánni, þar sem þeir voru allir skotnir til bana. Annað vitni skýrði frá þvi að eitt sinn hefðu þeir Callan komið að þrem hermönnum FNLA, en þaö var skæruiiðahreyfingin sem þeir áttu að berjast með og fyrir. Málaliðarnir komu að þeim sofandi i húsi nokkru og Callan skaut þá alla þrjá. Eigin liðsmenn myrtir. Þá er það löngu frægt orðið að hann lét skjóta fjórtán af sinum eigin liðsmönnum, þegar þeim leist ekki á að leggja út I bar- daga. Um leið lét hann skjóta tvo angólabúa, sem enginn veit hverjir voru. i annað skipti skipaði hann mönnum sinum að fara i ein- falda röð og afklæðast. Svo skip- aði hann þeim að hlaupa og hóf Callan ofursti um leið skothrið. Tveir mann- anna féllu. óbreyttir borgarar voru held- ur ekki öruggir fyrir þessum morðóða málaliða. Hann skaut þá hvenær sem honum dat i hug og að tilefnislausu. Einu sinni skaut hann Iika drenghnokka sem greip I hendi systur sinnar þegar átti að leiða hana burt til nauðgunar. Dómari spurði nokkur vitn- anna hver hefði verið tilgangur Callans með öllum þessum blóðsúthellingum. Þeim varð svarafátt, nema hvað einn sagði að tilgangurinn hefði aðeins verið að drepa sér til ánægju. Callan borubrattur. Fyrir réttinum hefur Callan verið borubrattur. Hann hefur enga tilraun gert til að bera af sér ásakanir, heldur þvert á móti lýst á hendur sér allri á- byrgð af þvi sem málaliðarnir gerðu I Angóla. Sem fyrr segir hefur dauða- dóms verið krafist yfir mála- liðunum þrettán. Búist er við að réttarhöldin standi yfir i nokkra daga i viðbót. Ekki er nein Ieið að segja til um niöurstöður þeirra á þessu stigi. Rússar hœkka gjafatoll Sovétstjórnin hefur hækkað um allt að fimm- hundruð prósent, toll á gjafavörum sem sendar eru til landsins erlendis frá. Það eru föt og aðrar „munaðarvörur" sem hækka hvað mest. Það er töluvert mikið um að fólk sem flutt hefur frá Sovétrlkjun- um, sendi ættingjum sinum þar i landi gjafir. Sendandinn greiðir þá um leið toll af gjöfunum, i gjaldmiðli öðrum en rúblum. Föt' hækka mest sem fyrr segir. Tollur á gallabuxum hækk- ar til dæmis úr 89 enskum pensum upp i 7,5 sterlingspund. Tollur á skóm fer úr rúmlega 1,5 sterlingspundi upp i rúmlega fimm sterlingspund. Það voru meira en sextiu vöru- tegundir á listanum yfir það sem tollahækkanir ná til. Tollur þre- faldast á teppum og fjórfaldast á skautum og skautaskóm. A listanum voru nokkrar nýjar vörutegundir. Þar á meðal voru hárkollur og tilbúin áklæði á bil- sæti sem fá á sig rúmlega ellefu punda toll. Gallabuxur eru meðal þess varnings, sem falla mun undir 500% tollinn. Auk þess er i sumum tilfellum minnkað það magn sem leyfilegt er að senda. Sem dæmi má nefna aðhálsklútum „fækkar” úr fimm í tvo og regnflikum úr tvelm’l ema. Grace í stjórn 20th C. Fox Grace prinsessa af Monaco verður fyrsta konan sem á sæti i stjórn kvikmyndafé- lagsins 20 th Century Fox. Hún tekur þar sæti i júli næstkom- andi með 7.500 dala árslaun. Auk þess fær hún 250 dollara fyrir hvern fund sem hún situr. Prinsessan óðlaðist frægð sem kvikmyndaleikkona undir nafninuGraceKelly, áður en hún gekk að eiga Rainer, fursta af Monaco. Með henni veröa framkvæmdastjórar fé- lagsins tólf, eins og postularn- afsláttarkort Afsldttarkort, sem gilda til 8. september, eru afhent í skrifstofu KRON, Laugavegi 91, DOMUS, alla virka daga nema laugardaga. Nýir félagsmenn fá einnig afsláttarkort

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.