Vísir - 16.06.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 16.06.1976, Blaðsíða 2
c í REYKJAVÍK "" Y ) Er hentugra aö versla í stórmörkuðum eins og Hagkaupi/ heldur en smærri verslunum? Elsa Vigfúsdóttir, húsmóðir: ,,Já það er miklu ódýrara hér. Þar að auki bý ég hérna rétt hjá, svo að ég þarf ekki bil til að kom- ast". Asta Sigmarsdóttir, húsmóðir: ,,bað er aö mörgu leyti betra hér, þar sem allt er á sama stað”. Herborg I'álsdóttir, húsmóóir: ,,Já það er miklu betra hér, það munar allt að helmingi á verði. Einkum er þaö fatnaður á börnin sem viö kaupum hér”. Ester Asgeirsdóttir, framreiðslu- maöur: ,,t>að er mun betra að versla hér, þar sem hægt er að ganga aö öllu á sama stað. En að sjálfsögöu er alveg nauðsynlegt aö hafa bil”. Sigurður Thorsteinsen, flugum- ferðarstjóri: ,,Já, mér finnst betra að versla hér bæði vegna vöruúrvals og verðs, og svo er lika meira frelsi hér til að velja þær vörur sem manni henta”. Miðvikudagur 16. júni 1976 vísra Hátíðarhöld á þrem stöðum í Reykjavík Vikingaskipin þau arna munu áreiðanlega sóma sér vel I fararbroddi skrúðgöngunnar á þjóðhátiðardaginn. Ljósm. Jens. Mikið verður um að vera i höfuðborginni á morgun og ef marka má af dagskránni sem þjóðhátiðarnefnd hefur skipu- lagt þarf enginn að láta sér leið- ast. Einnig mun fólk viðs vegar um landiðgera sér dagamun og nú er vonandi að veðurguðirnir geri sér Ijóst hvað i húfi er og verði okkur islendingum hlið- hollir. Hátiðarhöld veröa á þrem stöðum 1 Reykjavik að þessu sinni, i miöbænum, Arbæjar- hverfi og Breiöholtshverfum. í miðbænum hefjast þau kl. 10.00 á hefðbundinn hátt, með þvi að forseti borgarstjórnar leggur blómsveig frá Reykvikingum á leiði Jóns Sigurðssonar i kirkju- garðinum við Suöurgötu. Kl. 10.40 verður hátiðin sett á Austurvelli, ávörp flutt, sungið og blásiö i lúöra, en að þvi loknu verður guðsþjónusta i Dóm- kirkjunni. Lúörasveitir leika við Hrafn- istu kl. 10.00 og við elliheimilið Grund kl. 10.45. Skrúðgöngur byrja nokkru seinna en áður eða kl. 14.15. Safnast verður saman á Hlemmtorgi, Miklatorgi og við Melaskólannog gengið niður á Lækjartorg. Þar tekur við skemmtun fyrir börnin en henni stýrir Klemenz Jónsson. Fyrst verður leikinn gamanþátturinn Gunna og Nonni og þvi næst skemmta Diabolus In Musica með söng og hljóðfæraleik.Baldur Brjánsson og Gisii Rúnar Jónsson sýna töfrabrögö, Tóti trúður skemmtir og loks verður leikinn gamanþátturinn Gvendur fer i sveit. Barnaskemmtuninni lýk- ur um fjögurleytiö, en stundar- fjórðungi seinna hefst siðdegis- skemmtun á torginu. Þar koma fram Kór Menntaskólans i Hamrahliö, Diabolus In Musica, Dixilandhljómsveit Árna Is- leifssonar og hljómsveitin Paradis. Iþróttaunnendur fá einnig sinn skerf, þvi að i Laugardals- lauginni verður haldið sundmót, en 17. júnimótið i frjálsum iþróttum hinsvegar á Mela- vellinum. Annað kvöld kl. 21.00 verður dansað á sex stöðum i borginni, við Austurbæjarskóla, Breiðholtsskóla, Langholts- skóla, Melaskóla, Arbæjarskóla og Fellaskóla. Hátiðarhöld i Árbæjarhverfi og Breiðholtshv erf um Það færistsifellt i vöxt að ein- stök hverfi höfuðborgarinnar sjái sjálf um dagskrá á þjóð- hátiðardaginn. Skrúðganga leggur af stað frá Arbæjarskóla kl. 13.00 og fer að svæði Ár- bæjarsafnsins, en þar verður margt til skemmtunar. Sóknar- presturinn og fjaUkonan flytja ávörp, sýndir verða táninga- dansar ogþjóðdansar, ogleiknir tveir gainanþættir. Tóti trúður skemmtir og auk þess verður hestaleiga fyrir börn. I Breiðholtshverfum safnast skrúðgöngur saman við Stöng i Breiðholti log við Vesturberg 78 kl. 12.45 og halda á iþróttavöll Leiknis. Þar fer fram knatt- spyrnukeppni milli frjálsra fé- laga i Breiðholti 1 og 3 og sfðan verður haldið 17. júnimót Breið- holts í frjálsum iþróttum. Loks sýna félagar úr Vélhjólaklúbbn- um Svarti Orninn hæfnisþrautir á vélhjólum. Kl. 14.30 hefstdag- skrá við Fellaskóla þar sem m.a. verður til gamans skáta- tivoli, brúðuleikrit og gaman- þættir en diskótek fyllir upp i eyður i dagskránni. — AHO Kvikmyndastofnun ríkisins er nauðsyn Þjóðhátiðarmyndin, sem Akranesbær lét Jón Hermanns- son og Þránd Thoroddsen gera um lifiö i bænum og hátiðar- höidin sumariö 1974, á seinna meir eftir að verða mikilsvirði fyrir ibúa Akraness og segja meira en jafnlengd skrifaðs texta um sjaldhöfn nokkurra sumardaga i lifi þeirra kyn- slóöa, sem nú byggja staöinn. Þetta sannast raunar fyrir áhorfendum myndarinnar, vegna þess að með henni er sýndur myndarkafli, sem Sören Sörensen tók af bæjarlifinu á Akranesi árið 1946, og þykir eðlilega nokkur fengur að þeim kafla meðal þeirra, sem þá voru ungir og voru m.a. fermdir þetta ár. önnur mynd var ný- verið sýnd I sjónvarpi, sem varpaði blæ á liðinn tima, en hana gerði Eðvarö Sigurgeirs- son á Akureyri af ferð á hrein- dýraslóðir. Þar sést Kristján Birningur afgreiða rútubíl af hlaöi Bifreiðastöðvar Akureyr- ar með sömu „sveiflunni” og hann afgreiddi suðurrútuna morgun hvern i fjölda ára, þeg- ar hann hafði fyrir sið að fara á fætur klukkan fjögur á morgn- ana til að hafa allt sem best undirbúið fyrir ferðirnar. Þann- ig talar filman til okkar i ýms- um blæbrigöum, og er synd aö ekki skuli vera meira til af gömlum myndum. Hins vegar hefur vegna tilkomu sjónvarps- ins færst nýtt líf i kvikmynda- gerðina, vegna þess að þar hafa komiö fram færir tæknimenn, sem eru að gera kvikmynda- geröaö lifsstarfi sínu. Það verö- ur i þeirra höndum að því sem mikilsvert er I dag I lifi þjóðar- innar sé komiö til geymdar á filmum handa framtiðinni. Hins vegar skortir mjög á allt skipu- lag i þessum efnum, og frá sjón- varpinu verður alls ekki að vænta neinnar forustu um þessi atriði, nema hvaö þaöan er að vænta að komi stöðug endurnýj- un hvað tæknikunnáttuna snert- ir. Aðeins ein önnur stofnun hef- ur með kvikmyndir að gera, en það er Fræðslumyndasafn rikis- ins. Þar mun geymt eitthvað af gömlum filmum, sem eru að verða ónýtar ef þær eru ekki þegar orönar það. Stafar þaö af hreinni vankunnáttu á geymslu- aðferöum. Sé ekki gætt rétts rakastigs og rétts hitastigs, molna filmurnar niður, eða verða svo stökkar, að þær eru ekki sýningarfærar. Dæmi um þetta er myndarkafli Sörens Sörensen frá 1946 um Akranes. Það varð að senda þennan kafla til Bretlands til sérstakrar með- ferðar áður en nokkuð var hægt að gera við hann, vegna þess hve hanri hafði geymst illa. Þetta segir sina sögu um vand- kvæðin, sem snúa að kvik- myn'daeign landsmanna og það hirðuleysi, sem rikir um gömlu filmurnar, sem margar hverjar eru að verða dýrmætar vegna heimildagildis. I rauninni er ekki seinna vænna að koma á fót kvik- myndastofnun rikisins, sem hafi það verkefni með höndum að bjarga filmuverömætum frá eyðileggingu og koma þeim gömlu filmum til meðferöar er- lendis, sem þegar eru orönar ósýningarhæfar af elii og illri meðferð. Það yrði þó helsta verkefni þcssarar stofnunar að standa að gerð kvikmynda um lif i Iandinu með heimildagildi þeirra fyrir augum og i þriðja lagi að stuðla að kvikmynda- gerð, sem heyrir til skemmti- iðnaöi. Samtimis gæti Fræðsiu- myndasafn ríkisins staðið að skólasjónvarpi og myndagerð I samræmi við það. En á meðan hér er engin stofnun, sem lætur sig varða þaö gildi, sem kvik- myndir hafa sem heimilda- geymd, list og skemmtun, höld- um við áfram að vera ólæs, eða öllu heldur óskrifandi á þá sam- eiginlegu tungu, sem kvik- myndin er öllum þjóðum. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.