Vísir - 16.06.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 16.06.1976, Blaðsíða 11
n YÍSIR Miðvikudagur 16. júni 1976 c ----------▼------------\ Þorvarður llclgason. J V ^ Lilla teatern i Helsinki gistir Reykjavik i þriðja sinn og nú i kjallara Þjóðleikhússins. Leik- ararnir eru aðeins tveir, Roland Hedlund og Borgar Garðarson sem þvi miður fyrir leikhúsið i Reykjavik vinnur i Helsinki. Viðfangsefnið er langur ein- þáttungur eftir Athol Fugard, John Kani og Winston Ntshona. Einþáttungurinn lýsir lifinu i Suðurafriku. Leikhúsgestir eru strax settir i spor hinna inn- fæddu, þeim er afhent vegabréf og þegar þeir ganga inn i salinn er vegabréfið stimplað af lög- reglunni — vegabréfið er þýð- ingarmesti hluturinn i lifi suð- urafrisks negra. Sýningin hefst með þvi að lög- regjumennirnir tveir segja nokkrar skopsögur sem munu lýsa afstöðu margra þarlendra hvitra manna til svertingja. Sið- an er blaðinu snúið við og við fá- um að kynnast suðurafrískri til- veru frá hinum sjónarhólnum, sjónarhóli svertingjanna. Höfundarnir hafa greinilega meðtekið þann listræna þroska að góðu máli verður ekki endi- lega lagt lið með þrúgandi al- vöru, leikritið er hrifandi öll er látin skemmtilegt, listgripum þannig beitt að leikhúsgestir hafa alltaf listræna ánægju af þvi sem þeir sjá og heyra samtimis þvi sem þeir meðtaka hinn beiska boð- skap — en samkvæmt upplýs- ingum i leikskrá munu orðin sizwe bansi þýða þjóðin öll, en heiti einþáttungsins er: Sizwe Bansi er látinn. Aðferðin er mikillar þakkar verð og ætti að vera holl lexia fyrir margan boðskaparpostul- ann sem álitur að gott leikhús og ritstjórnargrein geti verið eitt og hið sama — leikverk verður að hrifa, vera skemmtilegt, halda athygli fólks vakandi, ef það gerir það ekki fer illa fyrir þvi — sama hve málefnið er gott. Leikrit um negra i Suðuraf- riku, leikið af finnskum svia og islendingi! Hvernig? Leika þeir negra? Já og nei. Þeir leika að þeir séu negrar án þess að reyna að þykjast vera raunverulegir negrar. Það er ekki reynt að breiða yfir þykjustueðli leik- hússins, þvi er haldið og það er notað sem einn af grundvallar- þáttum 'sýningarinnar, leikhús- ið er leikhús, ekkert annað, en leikhúsið sem er aðeins leikhús verður að lifandi dæmi um eitt- hvað allt annað og miklu stærra en það sjálft, hér hversdagslif svertingja I Suðurafriku og það verður það raunverulega af þvi túlkendurnir eru góðir. Roland Hedlund er snjall leik- ari býr yfir tæknilegu öryggi og innri sveigjanleik til t.d. að geta á sekúndubroti farið trúlega úr einu hlutverki i annað. Borgar Garðarson sýnir á á- hrifamikinn hátt þá hæfni sem var komin vel i ljós áöur en hann fór utan: að geta skapað trúverðuga og sterka persónu innan frá, fyllt út i sérstæða per- sónu með litlum ytri meöölum. Það var ekki siður ánægjulegt að njóta listar hans en Hed- lunds. Leikstjórinn Gustav Wiklund hefur áreiðanlega valið i sam- ráði við leikarana þá leið sem að ofan er nefnd: þessir hvitu menn eru ekki að reyna að sýn- ast raunverulegir svertingjar — og það er ákvörðun sem hefur gert sviðsetninguna einfaldari frá einu sjónarmiði en erfiða frá öðru: þrátt fyrir þetta varð hún að verða algjörlega eðlileg, á- reynslulaus og bitur i skopleik sinum. Það hefur tekist’, heildin er. góður listrænn árangur, verkið flytur góðan boðskap. Hvað vill fólk meira? Orlof húsmœðro Bœtt aðstaða fyrir hjartasjúklinga Fyrirtæki sem ekki vill láta nafns sins getið hefur afhent Borgarspitaianum tæki til gjör- gæsiu á hjartasjúklingum. Tæki þessi eru mjög fullkomin. Gera þau það að verkum að hægt er að fylgjast með mörgum sjúk- lingum samtimis frá miðstöð sem Úrslita hugmyndasamkeppni um aðalskipulag Seitjarnarness er að vænta 17. júni. Þann dag mun formaður dómnefndar, Karl B. Guðmundsson gera grein fyrir Félag ungra jafnaðarmanna harmar fljótfærni isienskra stjórnvalda að ganga til samn- inga viðbreta. Alita ungir jafnað- armenn að ekki sé um neitt að Rútubilar Flugleiða sem aka farþegum á Keflavikurflugvöll munu hér eftir stansa á tveimur stöðum á leiðinni, við Ásgarð i Garðabæ og við gatnamót Reykjanesbrautar og Flata- hrauns i Hafnarfirði. Þetta á þó aðeins við um leiðina staðsett er i vaktherbergi sjúkra- deildar. Samtals eru þessi tæki að verð- mæti 2 milljónir króna og bæta alla aðstöðu til læknismeðferðar fyrir hjartasjúklinga. Á myndinni eru tækin ásamt forráðamönnum Borgarspital- ans. úrslitum og afhenda verðlaun. Mjög góð þátttaka varð i hug- myndasamkeppninni og bárust alls 12 lausnir. semja þar sem ástand fiskistofna gefi ekki tilefni til sliks. t lok ályktunar sinnar segja ungir jafnaðarmenn að tslands- mið séu fyrir islenska sjómenn. suðureftir en farþegar frá Kefla- vik þurfa að aka alla leið að Loft- leiðahóteli. Eftir að þessi nýskipan hefur komist á verður ekki stansað á öðrum stöðum á leiðinni milli Reykjavikur og Keflavikur. Orlofsnefnd húsmæðra i Reykjavik rekur orlofsheimili sitt að Laugum i Dalasýslu I sumar. Starfsemi þessi hefur notið mikilia vinsælda og aðsókn auk- istár frá ári. Framlag til orlofs- ins hefur verið frá riki og við- komandi sveitarfélagi til þessa. Rétt til þess að sækja um orlof húsmæðra hefur hver sú kona, sem veitir, eða hefur veitt heim- ili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf. Þar sem aðsókn er svo mikil sem raun ber vitni er sú regla höfð á, að sú kona gengur fyrir, sem ekki hefur áður farið i oriof. Tekið verður á móti umsókn- um að Traðarkotssundi 6, alla virka daga frá eitt til sex. Undanfarin sumur hefur or- lofsnefndin staðið fyrir rekstri barnaheimilis i ágústmánuði, að Saltvik á Kjalarnesi, .fyrir börn á aldrinum 4-7 ára og svo mun einnig verða i sumar. —SE Keramik- sýning í Keflavík P’arandsýning á nokkrum sér- unnum keramikmunum frá Glit h.f. hefur veriö sett upp fimm sinnum, bæði i Reykjavik og annars staðar. Sýningin veröur nú sett upp i sjötta sinn i versluninni Kyndli, Keflavik og hófst hún á sunnudag. Á sýningunni eru sérstaklega kynnt verk eftir Sigurð Hauks- son og Huldu Mariusdóttur, sem eru fastráðnir hönnuðir hjá fyr- irtækinu og Yoshitaka Esashi, sem i eitt ár hefur starfað sem gestahönnuður. Auk þeirra eiga Magnea Hallmundsdóttir, Þór- ey Brynjólfsdóttir og Paul Martin nokkur verk á sýning- unni. Glit h.f. er nú orðið eitt af stærri fyrirtækjum i útflutn- ingsiðnaðinum, með 35 manna starfslið og fjölbreytt vöruúr- val. Helstu viðskiptalönd þess eru Noregur, Sviþjóð, Dan- mörk, Tékkóslóvakia, Þýska- land o.fl. —AHO Seltjarnarnesið endurskipulagt Stjórnvöld voru fljótfœr AUKIN ÞJÓNUSTA HJÁ FLUGLEIÐUM Nýkomin handrit sýnd í Árnagarði Sýning á handritum þeim, sem smám saman eru að berast heim frá Danmörku, var opnuð s.I. þriðjudag i stofnun Arna Magnús- sonar að Arnagarði. Sýningin er helguð landnámi og sögu þjóðarinnar á fyrri öldum. 1 myndum eru meðal annars sýnd atriði úr islensku þjóðlifi, eins og það kemur fram i handrita- skreytingum. Sýningin verður opin i sumar á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum frá kl. 2-4. Notar sumarfríið til gítarkennslu Gitarleikur er farinn að njóta sivaxandi vinsælda. Gitarinn hef- ur Ifka veigamikið hlutverk i tón- Iistarmenningu samtimans. Nú ætlar Simon Ivarsson að fara af stað með sumarkennslu i gitarleik og stendur hún yfir fram i september. Simon lauk prófi frá Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar. Nú nemur Simon við Tón- listarháskólann i Vin. Námskeið þetta verður opið öll- um. Aðaláherslan verður á nótna- lestur og auk þess að leggja und- irstöðu fyrir hljómáslátt. Innritun fer fram i sima 75395 milli klukan fimm og sjö næstu daga. —EKG 12 til 15 tonn af kexi Um þessar mundir eru 50 ár liö- in frá þvi að Kexverksmiöjan Frón tók til starfa. Fyrir skömmu voru teknar i notkun nýjar vélar i verksmiðj- unni og hefur kexframleiðslan þegar aukist verulega. Þegar vél- arnar eru komnar i fullan gang verður bætt við starfsfólki og far- ið að vinna á tveimur vöktum. Búist er við að verksmiðjan muni eftir það geta framleitt 12 til 15 tonn af kexi á ári. Kexverksmiðjan Frón hefur hingað til framleitt 4 tegundir af matarkexi, tvær af kremkexi og tvær af súkkulaðikexi. Eftir breytinguna eru horfur á að unnt verði að hefja framleiðslu á hafrakexi og jafnvel kökum. —AHO Lýsa andstöðu við samningana Bæjarstjórn Neskaupstaðar samþykkti á fundi sinum fyrir skömmu að lýsa yfir fyllstu and- stöðu viö þá samninga sem rikis- stjórnin hefur nú gert við breta. Bæjarstjórnin telur það alger- lega óverjandi, að nú þegar við blasir, að islendingar verða að takmarka eigin veiðar vegna ógnvekjandi ástands fiskistofn- anna við landið, skuli bretum, og reyndar um leið vestur-þjóðverj- um, tryggður áfram meiri afli en- þeir hefðu náð án samninga. Það alvarlegast við þessa samninga sé þó að þar sé ekki gert ráð fyrir neinni framtiðar- viðurkenningu af hálfu breta á yf- irráðarétti okkar yfir islensku fiskveiðilandhelginni. Þar sé heldur ekki nein trygging fyrir þvi að bretar láti af kröfum sinum um áframhaldandi veiðar hér við land. Bæjarstjórn Neskaupstaðar tekur undir þá kröfu, að Alþingi verði nú þegar kvatt saman til að fjalla um öll efnisatriöi land- helgissamninganna. —SJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.