Vísir - 16.06.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 16.06.1976, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Útgefandi: Keykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davió Ciuðmundsson Kitstjórar: l>orsteinn Pálsson, ábm. Ólafur Kagnarsson Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson Fréttastj. erl. frétta: Guöinundur Pétursson Klaöanienn: Anders Hansen, Anna Heiður Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriður Egilsdóttir, Sigurveig Jóns- dóttir, Þrúður G. Haraldsdóttir. tþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. útlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurðsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11G60 8GG11 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi8(k»ll. 7 linur Askriftargjald 1000 kr. á inánuöi innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Verðbólgan útilokar umbœtur og nýsköpun Frá striðslokum hafa stjórnmálamenn, i orði kveðnu a.m.k., verið að glima við verðbólguna. Við höfum þó aldrei búið við jafn hrikalegan dýrtiðar- vöxt og einmitt á allra síðustu árum. Verðbólgan hefur sýkt efnahagslifið svo, að lengur verður ekki haldið áfram á sömu braut. Það hefur gengið mjög erfiðlega að komast út úr hringdansi þessarar miklu verðbólgu. Menn eru ekki fremur en endranær sammála um, hvað veldur og hverjir beri ábyrgðina. En á meðan stjórnmála- menn og leiðtogar hagsmunasamtaka deila um keisarans skegg heldur verðbólgan áfram að grafa undan undirstöðum þjóðarbúskaparins. Þetta blað birti i fyrri viku mjög athyglisverðar greinar eftir Jónas H. Haralz bankastjóra um or- sakir og afleiðingar verðbólgunnar. Hann bendir þar réttilega á, að eftir fjögurra ára mikla og vax- andi verðbólgu stöndum við þannig að vigi, að lifs- kjör eru lakari en fyrir þremur árum, hagvöxtur er með öllu stöðvaður, gjaldeyrisforðinn er uppurinn, lánstraust að þrotum komið og greiðslubyrði er- lendra skulda óhófleg. Jónas H. Haralz heldur þvi ennfremur fram, að engin von sé til þess að unnt sé að ná hagvexti eða stefna yfirleitt að nokkru þjóðfélagslegu markmiði samfara slikri verðbólgu, sem við höfum búið við. Þetta er hrikaleg staðreynd, sem þjóðin verður þó að horfast i augu við. Handahófskenndar bráðabirgðaaðgerðir i efna- hagsmálum duga ekki lengur, þegar svo er ástatt. Við þurfum að höggva að rótum verðbólgunnar. Það er barnaskapur, þegar einstaka stjórnmála- menn og foringjar hagsmunasamtaka halda þvi fram að unnt sé að hafa hemil á dýrtiðinni með þvi einfalda ráði að láta verðlagsnefndirnar banna verðhækkanir. Sú pennastriksaðferð dugar skammt. Rætur verðbólguvandans liggja i samfélaginu al- mennt eins og Jónas H. Haralz bendir á. Þar fara allir sinu fram, launþegar, stjórnvöld og atvinnu- rekendur. Það er svo verðbólgan, sem gerir upp á sinn óskipulega hátt dæmið, er menn fást ekki sjálf- ir til þess að leysa. Engum á að geta blandast hugur um, að megin- markmiðið i efnahagsmálum þjóðarinnar hlýtur að vera það að draga verulega úr verðbólgunni. A meðan hún heldur áfram náum við ekki öðrum æskilegum efnahagslegum eða félagslegum mark- miðum. Um sinn verðum við að sætta okkur við að hægja á sókninni að ýmsum þeim markmiðum, sem helst hefur verið einblint á, meðan unnið er að þvi að draga úr verðbólgunni. En það er nær útilokað að ná árangri i þessum efnum, nema samstaða og sam- vinna takist á milli stjórnvalda og hagsmunahópa. Það gengur ekki öllu lengur að þessir aðilar haldi áfram sama skollaleiknum og verið hefur. Þjóð- félagið stenst ekki þessa miklu verðbólgu. Þess vegna verður ekki dregið endalaust að spyrna við fæti. Jónas H. Haralz heldur þvi réttilega fram, að menn séu nú fúsir til þess að skjóta umbótum á frest i þeirri von að geta unnið að þeim með árangri að nokkrum tima liðnum. Miðvikudagur 16. júni 1976 VTSIR Umsjón: Guðmundur Pétursson i RÁÐSTEFNAN LEYSTIST UPP í PÓLITÍSKT ÞREF Stærstu alþjóðaráðstefnu, sem nokkurn tíma hefur verið haldin um lifnaðarhætti manns- ins, lauk svo að lokaályktun og tillögur um bætt umhverfi mannsins féllu fyrir pólitfsku þrefi. Hin geipistóra tveggja vikna Byggöa-ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um hibýli og nauð- þurftir mannsins klofnaði I al- þjóðapólitík, svo að engin sam- staða náðist um lokaályktun. Aður en ráðstefnan rann út i sandinn höfðu ráðstefnumenn að vlsu gert ályktanir, sem unar i hendur, er hætt við, aö þær verði áhrifaminni en ella, ef allir hefðu skrifað undir. Pólitiskt brölt og ýtni araba- rikjanna og fylginauta þeirra frá þróunarlöndunum hefur gert mönnum mjög gramt I geði, enda er þetta ekki i fyrsta sinn, sem slikt spillir alþjóölegu sam- starfi. Hugrenningum manna eftir þennan snubbótta endi Byggðaráðstefnunnar lýsti best Russel Peterson, einn fulltrú- anna I nefnd bandarikjamanna á ráðstefnunni. Hann lét i það skina undir lok ráöstefnunnar, aö Bandarikin kynnu I framtlð- Evrópu töldu hlutverk ráðstefn- unnar miklu vlðtækara. Hinir slðarnefndu álitu, aö ráðstefnan ætti að taka til und- irokaðra þjóða, fjölþjóðafyrir- tæja og líka f jalla um bilið milli fátækra þjóða og rlkra. Fulltrúar arabarikjanna litu svo á, að I umræðum um mannabyggðir ætti að sjálf- sögðu að taka fyrir búsetu fólks á hernumdum landsvæðum. Vesturlandamenn töldu sllk umræðuefni pólitisk eðlis sem ekki ættu heima á Byggðaráð- stefnunni, enda mundu umræð- HSlglI ■ % ■■■'í í. ? kunna aö leiða til þess að einn góðan veðurdag, þegar fagrir draumar rætast, verði fátækra- hverfum heims útrýmt, hömlur settar á jarösöluspekúlasjónir og öllum jarðarbúum séð fyrir hreinu neysluvatni. En þó aðeins kannski. Vesturlönd, sem með auði sln- um og sérfræðikunnáttu, heföu helst getaö flýtt fyrir þessum fögru áformum, þvertóku fyrir að skrifa undir lokayfirlýsingu „Voncouver-ráðstefnunnar”, sem átti að verða endapunktur- inn á þessari 134 þjóða þingi. Ástæöan var klásúla, sem beint var gegn Israel og arbar höfðu fengið þvingað inn I textann. Þegar einstakar rikisstjórnir fá ábendingar Habitatráðstefn- inni að halda sig fjarri ráðstefn- um Sameinuðu þjóðanna um vandamál jarðarbúa. Hann taldi, aö áliti Sameinuðu þjóðanna væri mjög spillt meö vinnubrögöum, eins og sendi- nefndir araba viðheföu. Kannski var aldrei á góöu von um niðurstööu ráðstefnunnar, þvl að strax i upphafi bar á þvi, að Vesturlönd greindi á viö aör ar ráðstefnuþjóöir um hvað ráðstefnan ætti i rauninni að snúast. Þannig komu til dæmis sendinefndir Bandarikjanna og Stóra-Bretlands með hópa tækniráðunauta sér til fylgis, arkitekta og hönnuöi, þviaö þeir töldu að ráðstefnan yrði vett- vangur til að skiptast á tækni- legum hugmyndum. Fulltrúar þróunarlandanna og Austur- ur um þau ekki leiða til neins. Lengst af var reynt aö sigla milli skers og báru á ráðstefn- unni, og halda umræðum utan við pólitik. Oft var farið yfir mörkin, en stýrt út fyrir aftur. En hinn sterki fjandskapar- straumur milli araba og Israela bar umræðurnar jafnan af leið, og vildu hinir fyrrnefndu ekki annað hafa, en tekin yrði inn I lokaorð ráðstefnunnar yfirlýs- ingin gamla, sem þeir eitt sinn knúðu Sameinuðu þjóðirnar til að samþykkja, um að zionismi jafngilti kynþáttaofstæki. I undirnefndum ráðstefnunn- ar plægðu menn sig I gegnum staflana af tillögum I leit að orðalagi, sem allir gætu fellt sig við. Þar voru unnin hreint ótrú- leg afrek á diplómata-sviðinu. En það kom barasta fyrir lit- ið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.