Vísir - 16.06.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 16.06.1976, Blaðsíða 9
vism Miðvikudagur 16. júni 1976 9 Fáll Heiðar Jónsson skrifar: Eitt þeirra atriða, sem vekja athygli blaðaiesandans, er það, hvernig áhugamál leiðarahöf- unda, fréttamanna og jafnvel bréfritara blaðanna breytast eftir árstiðum: málefni, sem fyrir nokkrum vikum voru i brennidepli og allra augu beind- ust að, eru nú svo gott sem horf- in af siðum blaðanna og önnur komin i þeirra stað. Agætt dæmi um þetta er „Geirfinnsmálið”, sem svo hefur verið nefnt, og tengd, þ.á.m. rannsóknaraðferðir þeirra Kristjáns Péturssonar og Hauks Guðmundssonar, kenningar þeirra félaga en einkum þó Kristjáns um viðáttumikið smyglsamsæri, þar sem „sterkir aðilar” (ótil- greindir að sjálfsögðu) stæðu á bakvið o.s.frv. Þá má einnig tina hér til málaflokka eins og orkumál, en um þau sést tæp- lega stafkrókur þessa dagana, að frátalinni hugvekju Ragnars Arnalds i Þjóðviljanum um helgina: efnahagsmál eru undantekningarlaust horfin úr allri blaðaumræðu — nema hvað Visir birti um daginn erindi Jónasar Haralz um verð- bólguna frá þvi i vetur. Góðar og gildar ástæð- ur Vitanlega geta þau málsatvik verið fyrir hendi, að leiðarahöf- undar og aðrir skriffinnar blað- anna sleppa hendinni af hinum og þessum málaflokkum, til þess að geta einbeitt sér þeim mun betur að öðrum málum: bráðabirgðasamkomulagið við breta er ágætt dæmi um slikt. Tæpast opnaði maður svo blað, að ekki væri þar fjallað um þetta samkomulag, röksemdir með þvi og móti og túlkanir manna á efni þess. Engu að siður virðist manni sem full ástæða sé til þess að hinum ýmsu þáttum efnahags- lifsins sé einhv. gaumur gefinn maður hefði svosem ekkert á móti þvi að heyra hvernig spár þeirra visu manna við Rauðarárstiginn um fram- Ofurlítil upprifjun annað sannast), né röksemdum ákæruvaldsins fyrir þessari löngu innilokun og þaðan af siður hvers vegna fjór- menningunum var skyndilega sleppt — með þvi fororði samt, að engan veginn væru þeir laus- ir allra mála. Hér verður ekki reynt að gegnumlýsa aðferðir rann- sóknarvaldsins þótt aðferðir þess minni mann oft á vinnu- brögð kollega þeirra i löndum, sem þekktari eru fyrir annað en — ef marka má frásagnir þeirra, sem þar hafa gist. Og þá skeður hið merkilega, að héöan frá Islandi -fara tveir rann- sóknarmenn i ferðalag — vitan- lega til Spánar — að rannsaka málið og væntanlega að hjálpa spánverjunum — og hélt maður þó að Spánn væri einmitt þaö landið, sem nóg hefði af „lögum og rétti”. Eins og gefur að skilja var Kristján Pétursson deildarstjóri annar þessara spánarfara og Pétur Benediktsson virðingu fyrir vestrænu réttar- fari. Er þar átt við þau vinnu- brögð að loka menn inni — og biða þess siðan að þeir játi — samkvæmt þeirri kenningu að þvi aðeins séu þeir lokaðir inni, að þeir hafi eitthvað að játa! Hassmál En varla hafði öldurnar eftir „Geirfinnsmálið” lægt, að fréttir tóku að berast af öðrum sakamálum og var þar hass- fólkið komið á forsiðurnar rétt einu sinni. Ungt par var hand- tekið á Spáni og reyndist hafa i fórum sinum hvorki meira né minna en 14,5kiló af þessu eftir- sótta efni. Stúlkunni var sleppt fljótlega — enda einungis i biltúr — en kauða hinsvegar stungið i spánskt svarthol, sem þykja flestum svartholum verri hann þar meðkominn enn einu sinni i blöðin — eftir nokkra hvfld — en ekki fylgdi sögunni hvort þessi Spánarferð hans væri farin i vinnutimanum eða hann hefði varið til hennar hluta af sumarleyfi sinu. Siðan hafa fleiri hassmenn fengið ókeypis gistingu hér heima og rann- sóknir standa yfir. Þegar þessar linur eru settar á blað, hefur Morgunblaðið eitt blaða fjallað um hassmálin, umfang þeirra og þann feikna- lega ágóða, sem vellukkaö hasssmygl gefur i aðra hönd, i leiðara. Þar fjallar leiðara- höfundurinn m:a. um þá þætti þessara hassmála, sem hvað minnstur gaumur hefur verið gefinn i almennri umræðu hér, a.m.k. fram til þessa, en það er fjárhagshlið málsins. Hvernig eru innkaup á tugum kilóa af vinduna hafi nú staðist: Hvern- ig verðbólgunni vegni, hvernig viðskiptakjörin þróist, gjaldeyrisstaðan o.s.frv. Þá væri svosem ekkertá móti þvi að frétta eitthvað af hinum ýmsu orkuframkvæmdum — hver var t.d. árangurinn af ferðalagi dr. Gunnars Thorodd- sen oikuráðherra um Norður- land fyrir skömmu — hvernig leist ráðherranum á störf sinna manna við byggðalinuna, Kröflu, boranir iEyjafirði o.fl.? Þá er ekki neitt, sem mælir gegn þvi að frétta eitthvað af virk junarrannsóknum á Norð-Austurlandi og hvort menn hafi nú tekið húsið, sem flutt var upp á heiðar i fyrra með ærnum kostnaði og enn meiri fyrirhöfn, i notkun. Málið, sem hvarf En fréttaleysið er þó hvað átakanlegast þegar kemur að „Geirfinnsmálinu”. Einstaka sinnum rekst maður á smáfrétt- ir,sem eiga að tengjast þvi máli á einhvern hátt — en yfirleitt má heita tiðindalaust með öllu af þeim vigstöðvum. Og þó. Um tima voru fréttir af utanlands- ferðum rannsóknarmanna — lengi vel stóð maður i þeirri trú að þeir góðu menn væru að ástunda þjóðariðjuna á sólar- ströndum Spánar, en um siður upplýstist að þeir höfðu bara skroppið til Sviþjóðar að hitta kollega sina — einu tiðindin — en þá tók einn lögmanna fanga þeirra, sem enn sitja i' gæslu- varðhaldi, að gefa út æði magnaðar yfirlýsingar — sem Dagblaðið virtist hafa einkarétt á að birta — fyrst blaða — sbr. þessa fyrirsögn frá 21. mai sl.: Rannsóknin í ynísu sem leiksýning sem þarfaðstöðva - tegir Jón I Oddjon, En öll blöðin virtust hafa gleymt þvi, að hinn 10. mai sl. var fjórum mönnum sleppt úr gæsluvarðhaldi, þar sem þeir höfðu setið i hvorki meira né minna en 105 daga — siöan er rúmur mánuður og ekkert bólar enn á neinum upplýsingum um það, hvort þeir fjórmenningar hafi varið 105 dögum ævi sinnar I Siðumúla að ósekju (sem raunar verður að álita þar til hassi fjármögnuö — og það i erlendum gjaldeyri? Það er augljóst mál, að ekki er sótt um gjaldeyri fyrir hassi i Lands- bankanum! 1 vaknar sú spurning. > hverJTr leggja fram þetta fjár- magn Er hér um að ræða áam- > skotafé frá neytendum ffkni- > e^na. sem gera fulltrúa sína út > af örkinni til þess að afla ffkm- efnp erlendis og koma þeim til r landsms. eða er hér um að ►♦^****** ♦ f ræða skipulagða smyglstart > senv sem hefur yfir verulegum 1 . flármunum að ráða og hvaðan , eru þeir fjármumr þá komnir og > frá hverjum og hvert *'*' > hagnaðurinn? í stuttu máli hér rismn upp skipulagður < * eiturlyfja smyglhnngur sem á * hefur yfir að ráða innflutnings , kerfi til landsms og dreifmgar-1 kerfi hér mnanlands^ Viðvörun bankastjór- ans Óneitanlega minna þessi orð Morgunblaðsins á það, sem sá góði maður Pétur Benediktsson, þá bankastjóri, sagði i frægu útvarpserindi árið 1964: „Það er örugglega vistað hér eru farin að myndast bófaféiög, sem stunda margar tegundir glæpa og þar sem hver sakamaðurinn styður annan með ráðum og dáð”. Lesendur þessara lina minnast þess kannski, að Morgunblaðið sá ástæðu tii þess að birta þetta erindi Péturs heitins sl. vetur, og ekki verður annað séð en þau eigi vel viö nú. Setning vikunnar: Höfundur þessara lina hefur stundum leyft sér að tilnefna til þessa heiðurs dáh'tið kúnstugar setningar, en út af þessum vana (eða óvana) verður brugðið i þetta skipti. Þvi veldur van- máttur rannsóknarmanna okk- ar og sú hræðilega staðreynd, að mál eins og t.d. „Geirfinns- málið” virðist enn eins óupplýst og það var i nóvember 1974. Pétur heitinn Benediktsson sagði einnig i fyrrnefndu útvarpserindi: islenska rannsóknarlögreglan ræður ekki við þennan vanda i dag, þegar af þeirri ástæðu að hún er of fámenn, en ennfremur er þörf á sérmenntuðu lögreglu- liði til þess að fást við þennan lýð”. Þessi orð hins látna merkis- manns gerir höfundur þessara lina að sinum! \ Gjafir streyma til barna spítalans Ilöfðinglegar gjafir hafa borist Barnaspitala Hringsins, vegna fimnt ára afmælis geð- deildar spitalans. Kvenfélagið Hringurinn gaf tiu námsstyrki að upphæð kr. 155.000 hverri, og skulu veittir tveir styrkir árlega. Ásgrimur Jósefsson færði deildinni röska hálfa milljón króna til minningar um eigin- konu sina Jóninu S. Pálsdóttur, og verður stofnaður sjóður með gjöfina sem söfuðstól Þá gáfu börn þeirra Ragn- heiðar Jónasdóttur og Arna Jónssonar frá Múla nýlega stóra Borgundarhólmsklukku til minningar um foreldra sina. -AH. Nýtt lógmarks- verð ó karfa Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvað á fundi sinum s.l. mið- vikudag nýtt lágmarksverð á karfa 500 grömm og stærri. Samkvæmt þvi verður verðið á timabilinu 8. júni til 31. desem- ber 1976, 36 krónur fyrir hvert kilógramm og er hér um 46% hækkun að ræða. Sjávarútvegsráðuneyti hefur upplýst að sjávarútvegsráð- herra hafi beitt sér fyrir þvi, með samþykki rikisstjórnarinn- ar, að stjórn Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins samþykkti að hækka viðmiðunarverð karfaaf- urða frá 8. júni s.l. að telja og til næstu áramóta. Var það til þess gert að beina sókn togskipa frá þorskveiðum að karfaveiðum og til þess að styrkja rekstarstöðu togaraútgerðarinnar og auka atvinnuog framleiðsluverðmæti i frystihúsum. Á þessum grund- velli samþykkti Verðlagsráð sjávarútvegsins fyrrgreinda hækkun á karfaverðinu. Sjávarútvegsráðuneytið hefur lagt mikla áherslu á, i samandi við þessar ákvarðanir, að veiði- ferðir togveiðiskipa á karfa- veiðum standi ekki i lengri tima en 13 daga til þess að tryggt verði gott hráefni i framleiöslu karfaflaka fyrir Bandarikja- markað, sem skila á miklum verðmætisauka. Rikisstjórnin samþykkti i ljósi þess að ábyrgjast getu Verðjöfnunarsjóðs til þess að risa undir greiðslum úr sjóðn- um, sem kunna að leiða af hækkun viðmiðunarverðsins — á sömu forsendum og gert var um ábyrgð rikissjóös til Verð- jöfnunarsjóðsins á s.l. ári. —AHO LÍFSGLAÐIR SKÓLAKRAKKAR — Allt starf nemenda i Vörðuskólanum á sfðasta ári mótaðist af þegnskap, lifsgleði og umburðarlyndi segir i til- kynningu sem Visi barst nýlega frá skólanum. 1 henni segir einnig, að engin sia sésett á nemendur sem óska þess að ganga inn i skólann eða einstakar deildir hans, svo að þeir kynnist auðveldlega þver- skurði þess mannlifs, sem biði þeirra utan veggja skólans. Vörðuskóla var slitið fyrir skömmu. 1 skólanum voru á sið- asta vetri tæplega 400 nemendur i 3. og 4. bekk gagnfræðaskóla ogauk þess tvær deildir i 1. bekk menntaskóla. Gert er ráð fyrir að skólinn starfi á likan hátt næsta vetur. Niu nemendur hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir góða frammistöðu. Þau Birna Krist- björnsdóttir, Málfriður A. Páls- dóttir og Gylfi M. Einarsson hlutu bækur frá þýzka sendiráð- inu. Bækur frá danska sendiráð- inu hlutu Eirikur Steingrimsson og Hildur Björnsdóttir. tslensk- ar bækur frá skólanum fengu þau Ölafur S. Indriðason, Einar Ólafsson. örn Arnarson og Ragnhildur Hjartardóttir, en hún varð skóladúx. —AHO Smáauglýsingar Visis Markadstorg tækifæranna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.