Vísir - 16.06.1976, Blaðsíða 23

Vísir - 16.06.1976, Blaðsíða 23
íYIiövikudagur 16. juní vism Siónvarpsstrákurinn Palli og aðstandendur hans Eins og skýrt var frá i frétt i Visi i gær hefur Jón Þórarinsson, dag- skrárstjóri Lista- og skemmtideildar Sjón- varpsins sent frá sér athugasemd varðandi skrif, sem orðið hafa i dagblöðunum undan- farið um sjónvarps- strákinn Palla, og þykir okkur rétt að birta skýringar Jóns óstyttar, þar sem at- hygli landsmanna hefur beinst svo mjög að málefnum Páls Vil- hjálmssonar undan- farið. Gefum þá Jóni Þórarinssyni orðið: „Aö marggefnu tilefni i blaöa- skrifum um barnatima Sjón- varpsins, „Stundina okkar”, og fjarveru „Páls Vilhjálmssonar” i tveimur siðustu þáttum á þessu vori skai þetta tekið fram : Um siðustu áramót, þegar Guðrún Helgadóttir tókst á hendur að semja þann texta, sem Palli átti að flytja, og Gisli Rúnar Jónsson tók við stjórn brúðunnar og flutningi textans, var samið um ákveðnar greiðsl- ur til þeirra fyrir hvern þátt, sömu upphæð til beggja, og gengu þau umtölulaust að þeim skilmálum, sem þeim voru boðnir. Eftir um það bil tvo mánuði, þegar sýnt var, að þessi samvinna gafst vel og Palli hafði náð vinsældum, voru greiðslur þessar hækkaðar um þriðjung eftirtölulaust. Af Sjón- varpsins hálfu var litið svo á, að um bindandi samkomulag væri að ræða, á meðan „Stundin okkar” væri á dagskrá i vor, þ.e. fram á hvitasunnu. Þegar eftir var að taka upp þátt Palla i tveimur siðustu „Stundunum” á þessu vori, kom Gisli Rúnar að máli við undir- ritaðan og krafðist hækkunar á þóknun sinni. Rökstuddi hann kröfuna aðallega með þeim vin- sældum, sem honum hefðu hlotnast i gervi Palla, auk þess sem hann sagðist eiga veru- legan hlut i textanum. En sam- komulag hafði verið um það milli þeirra Guðrúnar, að honum væri heimilt að vikja til orðum frá handriti, eftir þvi sem honum þætti fara betur i munni. Upptöku á samtölum þeirra Palla og Sigriðar M. Guð- mundsdóttur hefur verið hagað þannig, að tekið hefur verið upp á einum degi efni i þrjá barna- tima. Til undirbúnings taldi Gisli Rúnarsig hafa þurft annan dag. Fyrir þessa tvo daga hefur Jóhann Þórólfsson skrifar „smá huglciðingu um biessaöar endurnar á tjörninni”: „Þvi verður ekki neitað aö þaö er mikil prýöi af öndunum á tjörninni i miðborginni og fuglunum er þar synda. Borgarstjóri á skilið mikiö þakklæti fyrir þá ákvörðun að hafa prýtt Austurstræti eins og hver og einn getur séð. í þessu sambandi langar mig til að gera fyrirspurn til borgar- stjóra og borgarráðs: Er það ekki rétt hjá mér að ekki er nokkur fastráðinn mað- ur á vegum borgarinnar til þess að sjá um endurnar á Tjörninni. Mér er nefnilega ekki kunnugt um að umræddir fuglar fái nokkra fæðu úr tjörninni sjálfri og það sem þeir fá, fá þeir frá borgarbúum. Ef það er rangt hjá mér, að ekki er maður á vegum borgar- innar sem sér um fuglana, lang- ar mig að vita i hvaða deild hann er. Auk þess legg ég til við borgarráð að það taki til at- hugunar hugmynd um byggingu skýlis fyrir fuglana svo þeir megi hafa skjól á vetrum i frosti og kuldum. Ég hef þá þessa hugvekju ekki lengri að sinni, en vona að mér berist svör von bráðar. UM ENDUR OG BRAUÐ FRÁ BORGARSTJÓRN hann fengið greidda sem nemur timakaupi dag- skrármanna i Sjónvarpinu fyrir rúmlega 44 vinnustundir eða meira en fjórðungi mánaöar- launa. Þessa upphæð þótti ekki fært að hækka, m.a. vegna for- dæmis. Það skal tekið fram, að Guð- rún Helgadóttir hefur engar kröfur gert i þessu sambandi, og hefur samvinna við hana verið hin ánægjulegasta að öllu leyti. Og vonir standa til, að Palli komi hress og kátur úr sveitinni með haustinu. 14. júni 1976. Jón Þórarinsson, dagskrár- stjóri.” frS IMPEX NAGLABYSSUR MEÐ HUÖÐDEYFI IMPEX SKOTNAGLAR Umboðsmenn vorir úti á landi eru: VESTMANXAEYJAR: Vélsmiöjan Magni. EGILSSTADIR: Varahlutaverslun Gunnars Gunnarssonar. AKl'REYRI: Atlabúöin. AKRAXES: Gler og málning h.f. OKKUR VANTAR UMBOÐSMENN VÍÐA UM LANDIÐ ^ liiUMJ.U’ sf, <=> Dugguvogi 2, I sími 84248

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.