Vísir - 16.06.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 16.06.1976, Blaðsíða 24
VlSIR Miövikudagur 16. jdni 1976 BANKAMENN FENGU MATAREITRUN Fólk á ráöstefnu Sambands is- lenskra bankamanna aö Hótel Valhöll um siöustu helgi fékk snert af matareitrun. „Þetta var mjög væg matar- eitrun,” var Visi tjáð hjá Heil- brigðiseftirliti rikisins i morgun. Engin mun hafa lagst af völdum matareitrunarinnar en ýmsir orðið slæmir i maga. Ekki er enn orðið ljóst hvað olli þessari matareitrun. Heilbrigðis- eftirlitið hefur i samvinnu við hótelið unnið að þvi að upplýsa það en niðurstöður liggja ekki fyrir, fyrr en i næstu viku. —EKG JwG AF KOLMUNNA' — segir Sveinn Sveinbjðrnsson fiskifrœðingur nýkominn úr kolmunnaleiðongri „Það er nóg magn af kolmunna. En það þarf að veiða hann seinni part sumars", sagði Sveinn Sveinbjörnsson fiski- fræðingur en hann er ný- kominn í land úr leiðangri sem hann fór með rann- sóknarskipinu Árna Frið- rikssyni í kolmunnaleit. ,,Menn hafa komið með ýmsar tölur um magn kolmunnans", sagði Sveinn. Það hefur verið giskað á 10 til 15 milljónir lesta". Sveinn sagði að sýnishorn af kolmunna hef ðu verið sendar vestur um haf, þar sem þær hefðu líkað vel. Ennf remur sagði hann þá á rannsóknaskipunum borða oft kolmunna og þætti hann góður. Árni Friðriksson var í kolmunnaleit austur og suðaustur af landinu. „Það var alls staðar kol- munni" sagði Sveinn, en hann var dreifður. Það eru áraskipti af þessu. Rússar fengu góða veiði árið 1970. Árið 1962 urðu skip að hætta síldveiðum megna kolmunnans. —Ég er bjartsýnn á að veiða megi kolmunna síðla sumars. —EKG. Ingvar Ilallgrimsson skoöar kórt meö tölulegum upplýsingum um átumagn i sjónum umhverfis landiö. Lítil óta fyrir norðan land Gœti verið skýringin á síðbúnu varpi bjargfugla í Grímsey Rannsóknarskipiö Bjarni Sæmundsson kom til Reykja- vikur i gærdag eftir þriggja vikna leiöangur umhverfis landiö. Leiðangursstjóri var Ingvar Hallgrimsson fiskifræðingur og tjáði hann blaðamanni Visis, að rannsóknirnar i þessari ferð hafi aðallega beinst að átu, plöntulifi, straumum, seltu og efnasamsetningu sjávarins. Hann sagði að ekki væri búið að vinna úr þeim upplýsingum sem aflað hafi verið i ferðinni og mundi það taka nokkra daga. Aðspurður sagði Ingvar að lit- il áta væri við Norðurland. Gæti það verið skýring á hinu óvenju litla varpi rytunnar i Grimsey, sem Visir sagði frá I gær, en að ■■■■■■■■■■■MHBHIHM sögn Finns Guðmundssonar fuglafræðings kafar rytan ekki heldur lifir aðallega á smáátu við yfirborð sjávar. Jafnframt þessum sjávar- rannsóknum fór fram loðnuleit og fylgdist Sveinn Sveinbjörns- son fiskifræðingur með loðnu- leitartækjunum. Bjarni Sæmundsson fer nú i slipp til mánaðarmóta, en i júli fer hann til loðnuleitar fyrir norðan land ásamt þrem veiði- skipum. 1 ágúst verður hann notaður við könnun á þvi hvern- ig hrygning helstu nytja- fiskanna hefur tekist. Þessi rannsókn er framkvæmd árlega og hafa fiskifræðingar m.a. byggt spár sinar um þorskinn á þeim rannsóknum. Vilmundur ritstýr- ir Alþýðublaðinu Vilmundur Gylfason mun rit- stýra Alþýöublaöinu nú i nokkr- ar vikur meöan Árni Gunnars- son ritstjóri þess veröur I sum- arfrii. Þetta staöfesti Vilmund- ur i samtali viö Visi i morgun. Alþýðublaðið tilkynnir i dag að Sighvatur Björgvinsson hafi formlega látið af störfum sem stjórnmálaritstjóri blaðsins. Ekki er þess getið hver verði eftirmaður hans. Jón Baldvin Hannibalsson skólameistari á Isafirði hefur verið nefndur sem hugsanlegur stjórnmálaritstjóri Alþýðu- blaðsins. ,,Ég hef engu að bæta við fyrri svör”, sagði Jón þegar Visir innti hann eftir þessu i morgun. „Þaö hefur verið rætt um þetta viö mig, en engin á- kvörðun enn verið tekin”. EKG Gosið kom um leið og kmdlyftingin „Gasiö fór aö myndast i holun- um um svipaö leyti og landiö á Kröflusvæðinu byrjaöi aö lyftast afturog skjálftavirknin að aukast i lok marsmánaðar. Þó vitum viö ekki hvort þarna er samband á milli,” sagði Gestur Gislason hjá Orkustofnun I samtali viö Visi. Eins og sagt var frá i blaðinu i gær hefur orðið vart við gas- myndun i borholunum við Kröflu og er álitið að það geti orðið til þess að erfitt verði að nota gufuna til raforkuframleiðslu. „Þetta hefur verið nokkuð ó- breytt siðan i mars, en við eigum frekar von á þvi að það minnki,” sagði Gestur. „Gasið hefur minnkað i holu 4, Hvernum svo- kallaða, og einnig i Leirhnjúk, en er óbreytt i holu 3. Holurnar eru ekki ennþá komn- ar i notkun. Þær þurfa að blása vel áður og á meðan er aðeins fylgst með þeim.” __s. Nýlt loðnuverð ákveðíð í dag Fimm bátar munu stunda tiiraunaveiðar á loðnu við Norðurland í sumar Nýtt loönuverö veröur ákveöiö i dag. Sveinn Finnsson hjá Verðlagsráði Sjávarútvegsins tjáði Visi I morgun að ekki væri fullfrágengiö meö veröiö en fréttatilkynning yröi að öllum likindum send út I dag. Sveinn sagði að sá háttur yrði nú hafður á að verðið yrði miðað við fitumagn loðnunnar hverju sinni, En loðnuverð á loðnuvertið- inni hefur sem kunnugt er verið árstiðabundið. Þannig hefur það verið hæst ‘ i upphafi vertiðar, meðan loðnan hefur verið góð og óhrygnd en siðan lækkað. Visir skýrði frá þvi, fyrir skömmu að verð á loðnuafurðum hefði hækkað nokkuð á heims- markaði. „Þessi hækkun verkar inn i verðlagninguna”, sagði Sveinn. Hinu nýja lágmarksverði er ætlað að gilda fyrir loðnuveiðarn- ar sem verða i sumar. En eins og kunnugt er verða fimm bátar á loðnu i sumar á vegum Hafrann- sóknarstofnunar. —EKG EINHAMAR HLÝTUR STUÐNING Visi hefur borist undir- skriftalisti frá fólki, sem keypt hefur ibúðir af Einhamri sf., eða hyggst gera það, þar sem lýst er fullum stuðningi við félagið og skorað á borgar- stjórn að endurskoða afstöðu sina til þeirra kvaða sem það hefur sett á byggingafram- kvæmdir félagsins, en eins og sagt var frá i blaðinu fyrir skömmu hyggst félagið ekki byggja fjölbýlishús ef kvöðum við framkvæmdirnar verður ekki breytt. Á undirskriftarlistanum er bent á að félagið hefur byggt ibúðir sinar langt undir markaðsverði og þær verið mjög góðar. Undir þennan lista rita um 650 manns og hefur listinn verið sendur borgarstjórn. —RJ Kaupa bíl fyrir kaffi Kaffiö er til margra hluta nyt- samlegt. Björgunarsveitin Albert á Seltjarnarnesi ætlar aö selja kaffi I Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi 17. júni og fyrir ágóöann hyggjast félagarnir kaupa nýjan bil til björgunar- starfa. Það eru eiginkonur björgun- arsveitarmanna sem hafa bak- að kökur sem fólki gefst siðan kostur á að kaupa með kaffinu. Þjóðhátiðardagur íslendinga verður haldinn hátiðlegur um land allt á morgun. Viðs vegar um landið hafa sjálfboðaliðar lagt hart að sér til þess að gera daginn glæstan og eftirminni- legan. Góðgerðarstofnanir margs konar nota þennan dag lika til þess að minna á starfsemi sina og afla fjár til starfsemi sinnar. Það er ekki sist ástæða til að vekja athygli á þeirra framlagi og styrkja þá til starfa. Björgunarsveitarmenn standa þarna viö gamlan Viboninn sinn sem oröinn er úr sér genginn. Þeir eru búnir aö setja upp svunturnar og ætla aö aöstoöa konur sinar viö kaffisöluna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.