Vísir - 16.06.1976, Page 14
14
Crown segulbcmdstœki
í sérflokki
STARTARAR
Nýkomnir startorar í ameríska bílo svo sem,
CHEVROLET Nova, Blaser o.fl.
DODGE Dart o.ffl.
FORD Bronco, Fairlane o.fl.
PLYMOUTH Borracoudo, Valiont o.fl.
RAMBLER American o.fl.
WILLYS, Wagoneer,
Choner, Cheeroky,
Matador o.fl.
Amerísk úrvalsvara.
Sendum með póstkröfu.
Bílarof h.f., Borgartúni 19.
Sími 24-700
Fró hvaðo
tíma
má reikna
( ; ) innheimtulaun?
Inngangur.
Það mun ekki óalgengt að
menn trassi að greiða skuldir
sinar. Oft er slikt gert i þeirri
von að skuldareigandi hafi
nokkra biðlund en bregðist ekki
hart við og sendi kröfu sina i
innheimtu.
Eins og kunnugt er, eru inn-
heimtustörf fyrir einkaaðila I
höndum iögmanna. Fyrir þjón-
ustu sina taka þeir svonefnd
innheimtulaun og er i þvi efni
miðað við lágmarksgjaldskrá
Lögmannafélags islands.
Það hefur oft verið um það
deilt, frá hvaða tima lögmaður
geti reiknað sér innheimtulaun.
í þvi sambandi hafa einkum
verið nefnd tvenn timamörk.
Sumir (einkum lögmenn) álita
að miða beri við, hvenær lög-
maður fær kröfu afhent til inn-
heimtu, enda hafi skuldareig-
andi gert sjálfsagðar og eðlileg-
ar ráðstafanir til að afla greiðsl-
unnar.
Aðrir (einkum skuldarar)
vilja miða við dagsetningu inn-
heimtubréfs eða jafnvel hvenær
innheimtubréf berst skuldara.
Takist skuldara að greiða
skuld sina þ.e. höfuðstól og
e.t.v. einhverja vexti áður en
lögmaður sendir frá sér inn-
heimtubréf, beri honum þ.e.
skuldaranum ekki að greiða
innheimtulaun.
Verður nú rakinn einn dómur
bæjarþings Reykjavikur, sem
lýtur að þessu álitaefni.
Málavextir.
Stefndi pantaði vörur hjá
stefnanda á kaupstefnu i Frank-
furt vorið 1974. Stefnandi stað-
festi þessa pöntun skriflega 4.
apr. 1974. Greiðsluskilmálar
voru þeir, að greiða skyldi vör-
una við afhendingu. Varan var
send stefnda og er reikningur að
fjárhæð D.M. 2.251,00, dags. 2.
mai 1974.
Eigi greiddi stefndi vöruna
við móttöku. Stefnandi gerði
siðan itrekaðar tilraunir til þess
að fá stefnda til að greiða skuld
sina, en án árangurs.
Hinn 22. okt. 1974 ritar stefn-
andi stefnda krnfubréf, þar sem
hann krefur hann um reiknings-
fjárhæðina auk vanskilavaxta
að fjárhæð D.M. 91,39 og póst-
burðargjald og þóknunar D.M.
14,00.
1 kröfubréfi þessu er enn-
fremur lekið fram, að þar sem
itrekuðum óskum stefnanda um
greiðslu skuldarinnar hafi ekki
verið sinnt, þá eigi stefnandi
ekki annarra kosta völ en láta
innheimta skuldina með mál-
sókn án frekari fyrirvara. I
bréfinu gefur kröfuhafi stefnda
þó kost á þvi að greiða skuldina
i siðasta lagi fyrir 11. nóv. 1974
enda láti skuldari kröfueiganda
vita með simskeyti fyrir þann
dag, að greiðsla hafi átt sér
stað.
Þessum tilmælum kröfuhafa
svaraði skuldari engu. Fól þvi
kröfuhafi erlendu innheimtu-
fyrirtæki að innheimta kröfuna.
Innheimtufyrirtæki þetta sendi
hæstaréttarlögmanni einum hér
i borg kröfu þessa til innheimtu
með bréfi dags. 19. des. 1974.
Hæstaréttarlögmaður þessi fól
siðan K.S. hæstaréttarlög-
manni, að annast um innheimtu
þessa með bréfi, dags. 14. jan.
1975.
Hinn 21. jan. 1975, ritar K.S.
hrl., stefnda innheimtubréf, þar
sem hann krefur hann f.h. stefn-
anda um D.M. 2.369,39 auk
dráttarvaxta, innheimtu-
kostnaðar o.fl., og setur honum
frest til 25. s.m.
Sama dag sendir stefndi
stefnanda ávisun á Landsbanka
Islands að fjárhæð vestur-þýsk
mörk 2.251,00 til greiðslu á
höfuðstól skuldarinnar. Segir
stefndi I bréfi þessu, að hann
vonist til þess, að kröfuhafi geri
sér greiðslu þessa að góðu.
Eigi gerði stefnandi sig
ánægðan með þessa greiðslu
stefnda, og hinn 4. febr. 1975 rit-
ar Iögmaður stefnanda stefnda
annað innheimtubréf og krefur
hann nú um D.M. 105,39, og inn-
heimtukostnað skv. gjaldskrá
Lögmannafélags tslands vegna
allrar kröfunnar, kr. 15.670,00.
Stefndi féllst eigi á að greiða.
Höfðaði þvi stefnandi mál á
hendur honum fyrir bæjarþingi
Reykjavikur.
Dómkröfur,
Stefnandi gerði þær dómkröf-
ur að stefndi yrði dæmdur til
greiðslu á 2% mánaðarlegum
dráttarvöxtum af D.M. 2.251,00
frá 1. júni 1974 til 21. jan. 1975 til
greiöslu innheimtulauna að
fjárhæð kr. 15.670,00 og til
greiðslu málskostnaðar að
skaðlausu skv. gjaldskrá Lög-
mannafélags islands.
Stefndi gerði þær dómkröfur
að hann yrði sýknaður af inn-
heimtukostnaði stefnanda,
vaxtakrafa hans yrði verulega
lækkuð og stefnandi dæmdur til
greiðslu málskostnaðar að mati
dómsins.
Málsástæður
og lagarök.
Stefnandi rökstyður dómkröf-
ur sinar með þvi, að búið hafi
verið að gefa stefnda kost á þvi
að greiða höfuðstól skuldarinn-
ar án kostnaðar, ef hann gerði
það fyrir 11. nóv. 1974.
Stefndi hafi eigi sinnt þeim til-
mælum.
Þvi hafi stefnandi neyðst til
þess aðfela lögmanni innheimtu
skuldarinnar. Það sé viður-
kennd regla að innheimtu-
kostnaður falli á skuldara gjald-
fallinnar kröfu, þegar krafa
berist i hendur lögmanni til inn-
heimtu. Þvi beri stefnda að
greiða innheimtukostnað i máli
þessu.
Þá bendir stefnandi á, að
skuld þessi hafi veriö i veruleg-
um vanskilum, er hún hafi verið
innheimt. Þess vegna beri
stefnda að greiða hæstu löglega
dráttarvexti hér á landi þennan
tima, en það séu 2% mánaðar-
vextir.
Stefnandi kveðst að visu hafa
krafið stefnda um vestur-þýsk
mörk 105,39 i dráttarvexti með
bréfi dags. 4. febr. 1975, en það
hafi verið gert með þvi skilyrði
að stefndi greiddi innheimtu-
kostnað og fleira. Þetta hafi
stefndi þvertekið fyrir og enga
dráttarvexti hafi hann enn
greitt. Þvi sé tilboð stefnanda i
bréfi dags. 4. febr. 1975 fallið
niður.
Stefndi reisir sýknukröfu sina
á þvi, að hann hafi sent stefn-
anda ávisun að fjárhæð v-þýsk
mörk, 2.251,00 með bréfi dags.
21. jan. 1975. Fjórum dögum síð-
ar hafi hann fengið kröfubréf
lögmanns stefnanda, dags. 21.
jan. 1975.
Augljóst sé, að stefndi hafi
lokið öllum greiðsluskyldum
sinum gagnvart stefnanda, áður
en stefnandi hóf innheimtuað-
gerðir sinar og hafi þær á engan
hátt orðið þess valdandi, að
stefndi greiddi skuld sina.
Stefndi hafi hins vegar aldrei
neitað að greiða sanngjarna
vaxtakröfu og hafi marg lýst þvi
yfir við lögmann stefnanda.
Hins vegar sé vaxtakrafa lög-
mannsins i stefnu allt of há og
mun hærri en sú krafa, sem um-
bjóðandi hans hafi gert, þ.e. v-
þýsk mörk 91.39 að viðbættu
póstburðargjaldi og þóknun v-
þýsk mörk 14,00, eða samtals
105,39 mörk.
Niðurstaða dómsins.
Fram kemur i málinu, að
stefndi átti að greiða vöruna við
móttöku, en það gerði hann eigi.
Er stefnandi ritar stefnda inn-
heimtubréf, hinn 22. okt. 1974,
eru vanskil stefnda orðin veru-
leg. 1 þessu innheimtubréfi er
stefnda gefinn kostur á að
greiða skuldina fyrir 11. nóv.
1974. Þessu bréfi sinnti stefndi
engu. Afhenti stefnandi þvi
kröfu sina lögmönnum til inn-
heimtu. Eftir þetta fellur
kostnaður á kröfuna. Sá
kostnaður stafar af vanskilum
stefnda, ber hann ábyrgð á hon-
um og á að greiða hann, en ekki
stefnandi, sem gerir eðlilegar
ráðstafanir til innheimtu á rétt-
mætri kröfu sinni. Samkvæmt
þessu verður stefnda gert að
greiða stefnanda innheimtulaun
af höfuðstól skuldarinnar, að
fjárhæð kr. 15.670,00, svo sem
krafist er.
Stefnandi hefur gert kröfu
um, að stefndi greiði 2%
dráttarvexti á mánuði af höfuð-
stól skuldarinnar, meðan hún
var i vanskilum. í bréfi stefn-
anda til stefnda frá 22. okt. 1974
krefur hann stefnda ekki um svo
háa vexti, heldur dráttarvexti,
sem nemi 91,39 marki. Einnig
krefst hann póstburðargjalds og
þóknunar 14 D.M. eða samtals
105.39 mörk. Ekkert liggur fyrir
i málinu um það, að stefnandi
hafi orðið fyrir frekari útgjöld-
um en þetta vegna vanskila
stefnda.
Er dómarinn spurði lögmann
stefnanda að þvi við munnlegan
flutning málsins, hvort 2%
dráttarvaxtakrafan væri gerð
með samþykki stefnanda, gat
lögmaðurinn ekki svarað þvi.
Þegar þetta er haft I huga,
verður stefnda ekki gert að
greiða hærri fjárhæð en vestur-
þýsk mörk 105.39, undir þessum
kröfulið.
Eftir þessum málalokum
verður stefndi dæmdur til að
greiða stefnanda málskostnað,
sem ákveðst kr. 20.000,00.
Þórður Gunnarsson