Vísir - 16.06.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 16.06.1976, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 16. júni 1976 3 Fjölbreytt hátíða- höld í Kópavogi Fjölbreytileg hátiðahöld verða á þjöðhátiðinni I Kópavogi á morgun. Það er Skólahljómsveit Kópavogs sem sér um hátiðina. Hátiðin hefst kiukkan tiu um morguninn með leik hijómsveit- arinnar og þvi næst verður viða- vangshlaup. Klukkan 13.30 verður skrúð- ganga að hátiðarsvæðinu á Rútstúni þar sem dagskráin hefst klukkan 14. Þór Magnús- son, þjóðminjavörður, flytur ræðu og margir vinsælustu skemmtikraftar þjóðarinnar koma fram. Tónlistip skipar veglegan sess. Fram koma Skólahljóm- sveit Kópavogs, Kópa-Dixie bandið. Björn Guðjónsson leikur undir einsöng og tvisöng þeirra Sigriðar Ellu Magnúsdóttur og Guðmundar Jónssonar. Hátiðarsvæðið verður skreytt, merki dagsins seld, veitingar verða á boðstólnum og dýr úr Sædýrasafninu til sýnis. Kynnir verður Jón Múli Arna- son. Unglingadansleikur hefst klukkan 17 við Kópavogsskóla, Hlekkir leika. Breiðablik keppir við unglingalandsliðið klukkan 18. Um kvöldið verður siðan dansleikur við Kópavogsskóla þar sem Fress flokkurinn leikur þar til hátiðahöldum lýkur. —EKG Framsóknarflokkurmn hefur ekki tekið afstöðu til leigutöku „Formleg afstaða hefur ekki verið tekin til þess i'Framsóknar- flokknum, hvort taka eigi leigu vegna veru varnarliðsins hér, enda hefur það ekki legið fyrir,” sagði Þórarinn Þórarinsson, formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins I viðtali við Visi. Þórarinn kvað það hafa verið i flokknum talið sjálfsagt mál, að meðan varnarliðið er hér i okkar þágu, sé ekki ástæða til að taka neina leigu. Hins vegar hefðu bandarikjamenn séð algerlega um byggingu Kefla- vikurflugvallar og viðhald hans. Þeir hefðu gert þaö vegna þess að þeir þyrftu sjálfir á honum að halda, en við hefðum um þurft sjálíir að leggja fram allt það fjármagn sem til þess þurfti. — SJ Kuldakost seinkar varpi ó Breiðafjarðareyjum „Fuglar sem byrja að verpa snemma á vorin, aðallega bóg- fuglar eins og t.d. tjald- urinn, voru seinna á ferðinni með varpið i vor en venjulega,” sagði Ævar Petersen fuglafræðingur i sam- tali við Visi. Ævar stundar nú nákvæmar rannsóknir á fuglalifi i Flatey og nágrenni. „Þetta hefur lika komið dálitið fram á æðarfuglinum. Þeir fyrstu byrjuðu að verpa i byrjun mai, en um þann tima kom kuldakast. Þá dróst varpið saman i 1 1/2 vUcu, eða þar um bil. Nú er þetta komið i eðlilegt horf og fuginn hefur komið hingað alveg eins og vant er. Krian verpti alveg á sama tima og i fyrra.” Aðspurður kvaðst Ævar ekki hafa orði var við að minna væri um æti hjá fuglunum en venju- lega og varpið hafi ekki dregist mikið hjá sjófuglunum. —SJ ií einum grœnumi IVísi berast alltaf öðru hverju dæmi um áhrifamátt smáaug- lýsinganna i blaöinu. 1 gær hringdi hingað maður og Ivildi endilega koma auglýsingu inn i blaðið sem skjótast. Sagð- ist hann eiga tvo syni og hefðu þeir báðir ætlað að selja mótor- Ihjólin sin. Yngri sonurinn aug- lýsti sitt hjól til sölu i smáaug- lýsingum Visis, en sá eldri i öðru siðdegisblaði. Gáfu þeir báðir upp sama simanúmer fyr- I ir þá sem hefðu áhuga. Eldri | sonurinn varð mjög vonsvikinn I þvi að einungis 8 svöruöu aug- " lýsingunni frá honum en hins- . vegar milli 30 og 40 auglýsingu I yngri bróður hans i Visi. Eldri | bróðirinn sá að við svo búið I mátti ekki standa og bað föður sinn að senda auglýsingu til Vis- I is þegar i stað, og vonum við að | hann geti selt hjólið sitt i einum | grænum. 1 Ólafsfirðingar fara með „Tobacco Road" suður Leikfélag Ólafsf jarðar býr sig nú undir að leggja Reykvikinga að fótum sér. Það hyggur á leik- ferð til höfuðborgarinnar og ætlunin er að sýna Tobacco Road I Iðnó dagana 21.-22. júni. Leikfélagið hefur sýnt þetta stykki viða um Norðurland i vetur við sæmilega aðsókn og viðast góðar undirtektir. Þetta er hins vegar I fyrsta skipti sem það leggur upp i Reykjavikur- reisu, og er að vonum mikill hugur i þeim leikfélags- mönnum. Kristinn G. Jóhannsson, skólastjóri, setur verkið á svið, en sviðsmynd og annað er unnið af félögum Leikfélags ólafs- fjarðar. ÓT/GJ og JF, ólafsfirði. FIMMTÁN ÁRA MYND- LISTARMAÐUR ,,Ég hef nú verið að teikná frá þvi ég man eftir mér”, sagði listamaðurinn ungi, Ómar Stefánsson, i samtali við Visi. Ómar, sem aðeins er 15 ára, sýnir nú myndir sinar á Mokka. Þetta er fyrsta einkasýning hans, en hann hefur átt myndir á samsýningu i Garðabæ. Hann lauk landsprófi i vor, en ætlar i Myndlista- og handiðaskólann næsta vetur. Ómarsýnir 21 mynd á Mokka og eru það allt oliumyndir. Sýn- ingin er opin til 3. júli. — SE Fjölbreytt starf sem ætla að taka þátt i leik- brúðunámskeiði sem haldið verður i Reýkholti siðar i júni. íslenskir þátttakendur verða 10, en kennarar á námskeiðinu eru frá Austurriki, Danmörku og Is- landi. Aðildarfélög Bandalags is- lenskra leikfélaga eru i dag 66 og hefur fjölgað um 10 siðan 1974. Þau settu á sviö52 leiksýn- ingar i vetur og fóru i leikferðir milli byggðarlaga. I vetur voru haldin á vegum bandalagsins 12 námskeið i leik- rænni tjáningu, leiktækni og lát- bragðsleik hjá hinum einstöku félögum. Þetta kemur m.a. fram i fréttatilkynningu frá bandalag- inu og segir þar enn fremur að samstarf atvinnuleikhúsanna og bandalagsfélaganna hafi aukist m ikið á árinu og meira en 30 meðlimir Félags islenskra leikara hafi unnið með félögun- um. Væntanlegir eru hingað frá Norðurlöndunum um 40 manns 1 dag hefst aöalfundur Banda- lags islenskra leikfélaga og verður i tilefni af honum sýnt leikritið Atómstöðin eftir Hall- dór Laxness, sem Leikfélag Hverageröis og Selfoss settu upp. Sýningin er öllum opin og verður hún i kvöld kl. 21.00 i fé- lagsheimili Seltjarnarness. —RJ Litlir bílar bestir í endursölu „Salan gengur eindæma vel hjá okkur”, sagði Haukur Hauksson hjá Bilasölunni Skeifunni 11 i samtali við Visi i morgun. „Góða veðrið hefur sjálfsagt sitt að segja og ' held ég aö fólk sé hrætt við hækkanir”, sagði Haukur. Visir sneri sér þvi til bilasöl- unnar P. Stefánsson h.fsem staðfesti, að hækkun á Austin Mini bilum væri i vændum i júli. næst-komandi. t samtali við aðra bilasala kom fram, að salan hefur aukist með vorinu og að litlir bflar eru alltaf bestir i endursölu. — SE Ekki stjórar Þótt þeir séu margir banka- stjórarnir á tslandi eru þeir ekki fleiri en allir þeir Parisarbúar sem hafa lifi- brauð sitt af þvi að vera þjón- ar. Það var þvi rangt eftir Birni Matthiassyni haft i blaöinu fvrir nokkru að fleiri banka- stjórar væru á islandien þjón- ar i Paris. Björn mun hafa tal- að um bankamenn en ekki bankastjóra, svo að nokkru hefur munað. Gera kvikmynd um þekktasta svartlistarmann Dana Danski kvikmyndagerðarmað- urinn Hans-Hendrik Jörgensen og Tryggvi Ólafsson listmálari hafa gert kvikmynd um svartlistar- meistarann og málarann Sören Hjorth Nielsen og verður hún frumsýnd i Danmörku innan tiðar. Kvikmvndin er I litum og um 20 minútna iöng. Kvikmynda- fyrirtækið „Minerva Film” stendur að gerð myndarinnar en „Statens Filmcentral” mun dreifa henni. Hjorth N'ielsen er þekktasti svartlistarmaður dana og verður 75ára á þessu sumri. Hann hefur teiknað og málað frá unga aldri en gegndi einnig prófessorsem- bætti viö dönsku listaakademiuna i áratugi. Var hann meðal annars kennari margra islenskra mvnd- listarmanna og má af þeim t.d. nefna Alfreð Flóka, Elias B. Halldórsson. Eyjólf Einarsson, Tryggva Ólafsson og Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Tryggvi Ólafsson Iistmálari hefur i samvinnu við danska kvik- myndagerðarmanninn Hans-Hendrik Jörgensen gert kvikmynd um svartlistarmeistarann og málarann Sören Hjorth Nielsen. Með myndinni um Hjorth Nielsen hefur Hans-Hendrik gert kvikmyndir um fjóra mynd- listarmenn. sem hann hefur sér- stakar mætur. á. en hinar fjalla um þá Preben Hornung. Ole Schwalbe og Robert Jacobsen.Sú siðastnefnda var sýnd hér i Nor- ræna húsinu á sinum tima, en tón- listin við hana er eftir Leif Þórarinss on. Mynd þeirra Hans-Hendriks og Tryggva Ólafssonar hefur hlotiö mikið lof i dönskum fjölmiðlum. en hún var sýnd fréttamönnum og gagnrýnendum nú i vor. —AHO

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.