Vísir - 08.07.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 08.07.1976, Blaðsíða 1
 BANAMENN GUÐJÓNS AÐEINS 18 ÁRA: BORÐU HANN TIL DAUÐA • UPPHAF BARSMÍÐANNA VAR • AÐ GUÐJÓN MALDAÐI í MÓINN „Þetta var vist svolitið tilvilj- anakennt,” sagði Njöröur Snæ- hólm, rannsóknarlögreglu- maður i viðtali við VIsi i morgun um atburðarásina I sambandi við morðiö á Guöjóni Atla Árna- syni, sem fannst myrtur á þriðjudagsmorgun við Fifu- hvammsveg I Kópavogi. Lömdu fastar en þeir ætluðu sér Mennirnir sem urðu Guöjóni að bana hittu hann úti við Um- ferðarmiðstöð um miðnætti að- faranótt þriðjudags og fóru með honum I bil Guðjóns I ökuferð I leit að áfengi. 1 Kópavogi báðu þeir hann um að stöðva bílinn og lamdi þá annar þeirra Guðjón með flösku. Hann sagði lögreglunni að hann hefði lamið fastar en hann hefði ætlað sér, enda brotnaði flaskan. Hinn maður- inn lamdi Guöjón einnig meö annarri flösku og brotnaði hún einnig. Annar mannanna taldi að upphaf barsmiðanna hefði veriö það að Guðjón hafði maldað I móinn vegna einhvers sem þeir sögðu eða báðu hann um að gera. Þeir óku svo Guðjóni aö Fifuhvammsvegi I Kópavogi þar sem þeir börðu hann til dauða með spýtu og stein- hnullungi. i yfirheyrslunum sögðu þeir að það hefði ekki verið ætlun þeirra aö myrða hann, en úr þvi að þeir voru byrjaðir á bar- smiðunum heföu þeir ákveðið að ljúka þessu af, enda taldi annar þeirra aö honum myndi blæða út hvort sem væri. Aðeins 18 ára Guðjóns og óku þeir svo i burt og skildu bilinn eftir á Kaplaskjóls- veginum. Mennirnir sem urðu Guðjóni að bana eru aðeins 18 ára, annar reykvlkingur en hinn utan- bæjarmaður. Það var reykvikingurinn sem hóf barsmiðarnar. Hann hefur áður komið við sögu lögreglunnar en utan- bæjarmaöurinn ekki, svo aö vitað sé. I gær var sagt frá þvl að Guðjón hefði farið að heiman frá sér I leigubil. Hann fór með leigubilnum aö Álfhólsvegi I Kópavogiaðheimsækja þar fólk sem hann þekkti. Það ók honum svo heim aftur og skildi hann þar eftir og vissi það ekki um ferðir hans eftir það. En Guðjón tók bifreiö sina og ók i bæinn og hitti mennina tvo á Umferöarmiðstöðinni eins og áður greinir. Sakborningarnir verða úr- skurðaðir I gæsluvarðhald I dag. —RJ Guðjón A. Arnasön Annar maðurinn rændi lik Amin týndi 74 óra gamalli konu 74 ára gömul kona, sem var gisl I flugráninu I Uganda, er allt I einu horfin af sjúkrahúsi sem hún dvaldist á I Uganda. Stjórnvöid þar segjast ekkert vita hvar hún er niður komin, og þau hafi engar áhyggjur af henni. Breskur „diplómat” er farinn til Uganda til að kanna málið. - bls. 6, Fœrðum við vornaiiiðinu mikilvœga eign okkar ó silfurbakka? Stórfé er á ári hverju greitt eriendum aðilum fyr- ir að annast viðhald islenska flugflotans. Flug- virkjar halda þvi fram að hægt væri að fram- kvæma allar viðgerðir á íslenskum flugvélum hér heima. Ætla mætti að dýr og mikil flugskýli þurfi að byggja til þess arna en flugvirkjar halda þvi fram, að við eigum þr jú slik skýli. Þau eru i um- sjá og notkun varnarliðsins. Sjá bls. 21. JOH Thelma Björnsdóttir, yngsti keppandinn i Kalott frjálsiþrótta- keppninni,er hér nýkomin I mark I 3000 metra hiaupinu. Thelma er aðeins 12 ára gömul, en stóð sig mjög vel I hlaupinu sem hún hljóp I fyrsta skipti i keppni. Nánar um Kalott-keppnina og fleiri iþróttaviðburði á Iþróttasiðu I opnu blaðsins i dag. MIKIl VCKÐHÆKKUH Á lOÐNUMJÖll Loðnumjdl hefur hækkað mjög I verði nú á siðustu mánuðum. Andri hf. hefur selt 150 tonn af nýju loönumjöls- framleiðslunni fyrir 457 dollara tonnið eöa 6,72 dollara prótein eininguna. Og önnur 150 tonn voru seld á 6.70 dollara próteineiningin. ' Haraldur Haraldsson fram- kvæmdastjóri Andra hf. sagði við VIsi I morgun að þetta væri hæsta verð siðan markaðirnir heföu falliö fyrir nokkrum ár- um. Nefndi hann sem dæmi um hækkunina að fyrir tveimur mánuðum heföi þótt gott aö fá um 320 dollara fyrir tonnið. Hækkunin næmi þvi 137 dollur- um á tonnið. Astæðuna fyrir þessari hækkun kvað Haraldur vera kornskortinn I Sovétrikjunum. Ennfremur heföu þurrkar i Evrópu haft i för með sér meiri fóðurneyslu. Sveinn Benediktsson fram- kvæmdastjóri sagöi i morgun aö hækkunin á loönumjölinu væri fádæma mikil. En minnti hins vegar á að hún væri ótrygg þar sem verð hafði sveiflast svo. —EKG V 325 í óhðfn 534 farþegar í lúxusfleytu til íslands - bls. 11 - ' ......— HRESSAR STELPUR HRESSA UPP Á ÖSKJU- HLÍÐINA - BLS. 14

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.