Vísir - 08.07.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 08.07.1976, Blaðsíða 9
vism Fimmtudagur 8. júll 1976 9 „ALMENNINGUR ORÐINN JÁKVÆÐARI í GARÐ SKATTA EN ÁÐUR VAR" - SEGIR HALLDÓR SIGFÚSSON SKATTSTJÓRI „Ég held aö segja megi aö almenningur sé nú yfirleitt miklu jákvæöari gagnvart sköttum og skattheimtu en áöur var. Kannski hef ég þetta þö aöeins á tilfinningunni. Eöa er þaö ekki e.t.v. aö renna upp fyrir fólki, aö rikissjóöur þarfn- as t skatta, og e f fólk ekki bo rgar veröur aö senda álagninga- seölana út á Keflavikurflug- Halldór Sigfússon skattstjóri. völl”.Þetta og margt fleira kom fram er viö litum viö á skatt- stofunni fyrir stuttu. Eftir aðhafa rætt stutta stund viö Halldór Sigfússon skatt- stjóra gekk hann meö okkur um alla stofnunina og sýndi okkur hvernig skattskráin er unnin. Núna nálgast þaö óöum aö skattaskráin komi út, „þaö veröur i kringum þann tuttug- asta” sagöi Halldór, og þvl datt okkur þaö I hug aö lesendur heföu hug á aö skyggnast inn fyrir veggi skattstofunnar. Um sjötiu manns vinna á Skattstofunni Halldór skattstjóri sagöi okkur aö á Skattstofunni ynnu nú um og yfir sjötiu manns. Nokkuö væri þaö þó breytilegt eftir annatimum. A leiö okkar um salarkynni Skattstofunnar hittum viö Hermann Gunnars- son, fulltrúa og landskunnan knattspy rnumann. Hermann sagöi okkur aö hann heföi þaö starf meö höndum aö rannsaka og fara yfir skatt- framtöl útlendinga, en alls væru um eitt þúsund útlendingar á skattskrá i Reykjavik. Aö sögn Hermanns er þaö ágætt aö vinna á Skattstofunni, þarna væri margt ungt fólk, og félagslif færi vaxandi. Til væri m.a. félag starfsmanna er héti þvi mjög vel viöeigandi nafni Tiund. Starf þess heföi þó fram aö þessu einkum falist I þvi aö sjá um árshátiö einu sinni á vetri. Þá spuröum viö Hermann einnig hvort starfsfólk Skattstof unnar yröi ekkert fyrir aökasti vegna starfsins. Þaö sagöi hann ekki vera, en oft væri þó aö fólk vildi fá útskýringar á hinu og þessu, einkum þegar þaö væri komiö á skemmtistaöi. En þaö værireyndar um margar aörar starfsgreinar, svo sem kennara, sem sumir hverjir geta aldrei fariö út án þess aö vera meö stanslausan foreldrafund fyrir þá foreldra sem þar væru aö hanga utan i þeim. Afram var haldiö, og Halldór sýndi okkur stóran sal, bar sem unnið var við tugi skrifborða Þar var okkur sagt aö samin væri skattskráin, sem oft vildi vera fólki leiöinleg lesning um hásumariö. Þar inn af var aö finna miklar skjalageymslur, og eru þar geymd skattframtöl fyrir siöastliöin þrjú ár. Eldri skattframtöl færu svo á satn. Framteljendur milli 40 og 50 þúsund A rannsóknardeild hittum viö Ingimund Magnússon, og útskýröi hann fyrir okkur hvaö þar er gert. „I Reykjavik eru einhvers- staðar á milli fjörutiu og fimm- tiu þúsund skattframteljendur, og öll þau framtöl eru tviyfir- farin. I fyrra skiptiö er fariö yfir hvortsamlagning og þessháttar er rétt, en i seinna skiptiö eru borin saman framtöl og launa- miöar. Yfirleitt stemmir þetta, en ef svo er ekki eru geröar fyrirspurnir, og skattálagningu hugsanlega breytt,” sagöi Ingi- mundur. Ingimundur sagöi okkur einnig, aö alltaf væru nokkur brögö aö þvi aö fólk léti áætla á sig skatta, og skilaöi engu fram- tali. Undantekningarlitiö kvaö hann fólk fara verr út úr þvi. Auk venjulegs skatts fengi framteljandi þá 15% viðurlög: eins konar sekt ofan á þaö sem þegar væri ákveðiö. Þó væru alltaf um 3% framteljenda sem kysu að hafa þann kostinn á, sagði Ingimundur. Samviska reykvikinga. Inn I þessa geymslu fer ekkert nema aö viðlögum drengskap. ,,Erum ekkert að aug- lýsa að við séum á Skattinum”. Viöspuröum Ingimund einnig hvort hann heföi einhverntima orðið fyrir aökasti vegna skatt- stofustarfsins. „Nei, ekki held ég það, enda er maður kannski ekkert aö auglýsa fyrir fólki hvar maöur vinnur,” sagöi Ingimundur aö lokum. Meö þaö kvöddum viö Skatt- stofuna, en tiú fer óöum aö stytt- ast, I aö skattborgararnir fái glaðninginn sinn!. —AH Ekki vitum viö hvort Hermann er svona ánægöur meö væntaniega skatta, eöa hvort þaö er tilhugsunin um islandsmeistaratitilinn sem kætir hann svona. Hér fer fram rannsókn og yfirferö á skattaframtölum Unniö af kappi aö yfirferö skattskrár. Ljósm: LOFTUR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.