Vísir - 08.07.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 08.07.1976, Blaðsíða 8
8' VÍSIR V Fimmtudagur 8. júlí 1976 VÍSIR Umsjón: 'Guðmundur Pétursson Útgefandi: Keykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guömundsson Kilstjórar: Þorsteinn Fálsson, ábm. Ólafur Kagnarsson Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson Fréttastj. erl. frétta: Guðmundur Pétursson Blaðamenn: Anders Hansen, Anna Heiður Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriöur Egilsdóttir, Sigurveig Jóns- dóttir, Þrúður G. Haraldsdóttir. iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Útlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurðsson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Auglýsingar*. Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ilitstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611.7 linur Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasöiu 50 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Nýja stefnu í gjaldeyrismálum Viðskiptaráðuneytiö ákvað í gær að hækka svo- litið gjaldeyrisyfirfærslur til þeirra, sem fara i skemmtiferðir til útlanda. Þessi óverulega rýmk- un á gjaldeyrisreglunum, sem nú hefur fengist, meðal annars vegna baráttu þessa blaðs, er þeg- ar til lengdar lætur haldlitil lausn. Má helst likja þessu við, að plástur sé settur á kýli, sem betur hefði verið stungið á. Fyrir utanlandsferðir mun fólk enn hafa allar klær úti til að fá, ,,eftir öðrum leiðum”, gjaldeyri til að komast af. öllum er ljóst, að ef frá eru tald- ir 2 eða 3 ráðherrar, að geysilegt magn gjaldeyris er selt utan bankakerfisins. Allir vita, að flestir þeir sem komast hjá þviað skila erlendum gjald- eyri, sem þeir komast yfir, notfæra sér það og brúka gjaldeyrinn sjálfir til ferðalaga erlendis, eða selja hann öðrum, sem i neyð sinni verða að greiða uppsprengt verð fyrir. Vegna tvöfalds sið- ferðis gjaldeyrisyfirvalda er rikjandi tvöföld kaupsýsla með gjaldeyri i landinu, hin opinbera og svarti markaðurinn. Þannig er ástandið einnig fyrir austan járntjald. Það verður ekki kallað annað en tvöfalt sið- ferði, þegar gjaldeyrisyfirvöld ákveða reglur, sem ekki er hægt að fara eftir, og horfa svo á fjölda fólks flykkjast til útlanda og búa „með yfirnáttúrlegum hætti” við kjör, sem eru langt fyrir ofan það sem hinn opinberi skammtur segir til um. Það eru þó einvörðungu þeir, sem geta keypt gjaldeyri á uppsprengdu verði og hafa rétt sambönd, sem geta farið i kringum reglurnar með þessum hætti. Og auðvitað sjá yfirvöld i gegnum fingur við embættismenn og stórbur- geisa og er misræmið milli þeirra og almennings orðið yfirþyrmandi. Ljóst er orðið að menn hafa verið allt of skammsýnir við að leita leiða til að leiðrétta þetta hróplega misrétti og koma úreltum reglum fyrir kattarnef. Þvi ekki að skoða þann mögu- leika af alvöru, að gefa gjaldeyrissöluna alveg frjálsa i áföngum. Ekki er ósennilegt, og reyndar mjög líklegt, að þá myndi heimtast betur inn af erlendum gjaldeyri en nú gerist. Og þegar menn hefðu vanist frelsinu i jiessum efnum er sennilegt að jafnvægi myndi nást. Fólk myndi hætta að hamstra gjaldeyri og byrja að virða þær reglur sem settar eru. Þvi staðreyndin er sú, að islenska þjóðin er ekkert öðruvisi en þjóðirnar fyrir aust- an járntjaldið að þvi leyti, að hún virðir illa regl- ur sem bera keim af hróplegu ranglæti, auk þess sem þær eru andstæðar almennri skynsemi. Menn ættu að minnast allra þeirra hafta sem hér riktu fyrir tilkomu viðreisnarstjórnarinnar og allrar þeirrar spillingar, sem blómstraði i skjóliþeirra. Afturhaldsseggir héldu þvi fram, að landið færi á hausinn, ef verslunin yrði að mestu gefin frjals. Reynslan varð auðvitað öll önnur. Fyrir forgöngu Sjálfstæðisflokksins var verslun- arhöftunum aflétt. Rikisstjórnin, sem Sjáíf- stæðisflokkurinn er i forsæti fyrir, ætti að ráðast af framsýni á þann vitahring sem gjaldeyrismál- in eru komin i og rjúfa hann. Flokksforystan brenndi sig á sama grautnum enn og aftur Fá mál eru eldfimari meðferðar í Póllandi en verð á matvörum. Á því brenndu leiðtogar þjóðar- innar sig fyrir nokkrum árum. 1970/ tveim vikum fyrir jól/ kom til blóðugra ó- eirða/ sem leiddu til falls Wladyslaws Gomulka og utan Varsjár, rifu þeir upp járn- brautarteina og tré-undirstöður og neyddu farþega, sem komu með lestunum frá öðrum borg- um Póllands til þess að stiga út og ganga það sem eftir var, ber- andi töskurnar á sjálfum sér. Verkfallsmenn stöðvuðu einn- ig hraðlestina, sem fer milli Parisar og Varsjár, og einn af starfsmönnum dráttarvéla- verksmiðju Ursus sagði vest- endurtekningu óeirðanna frá 1970, sem leiddu til þess að fjörutiu og fjórir létu lifið og skrifstofur kommúnistaflokks- ins voru brenndar til grunna, flýtti hann sér að draga i land. Sólahring eftir að rikisstjórnin hafði tilkynnt verðhækkanirnar, kom Piotr Jaroszewicz forsætis- ráðherra fram i útvarpi og sjón- varpi og kunngerði að gamla verðið yrði áfram i gildi. Nokkra mánuði til viðbótar að minnsta kosti. Forsætisráðherrann hélt þvi blákalt fram, að hækkunin hefði aðeins verið „tillaga”, sem að sjálfsögðu hefði verið undir þvi komin, hvaða skilningi hún mætti hjá almenningi. Hann leiddi það alveg hjá sér, að flokksforystan hafði verið búin að samþykkja hana. Menn velta þvi nú fyrir sér, hverjar afleiðingar þetta eigi eftir að hafa i för með sér fyrir Gierek. hafi hann brugðið nógu fljótt við, eða verður þetta til þess, að hann fellur frá? Flokksforystan með Gierek I fararbroddi samþykkti verðhækkanir- nar, en.... stjórnar hans/ þegar hann reyndi að hækka matvör- ur i verði. Eftirmaður hans/ Ed- ward Gierek/ fyrrum kolanámumaður félldi úr gildi hækkanirnar og kom á verðstöðvun. En fyrir skömmu féll Gierek í sömu gröfina og Gomulka. Mánuðum saman hafði hann alið á því við almenning í Pól- landi/ að bændur, sem búa við bág kjör, þyrftu að fá meira verð fyrir af- urðir sínar. Ekki hafði hann fyrr lýst yfir áætlunum sinum um hækkun matvöruverðs, en verkamenn utan höfuðborgarsvæðis Var- sjár létu gremju slna í ljós með þvi að fara I verkfall. — 1 bæn- um Ursus, þrjátiu kflómetrum rænum fréttamönnum, að verk- fallið hefði breiðst alla leið til hafnarborganna við Eystraslat. — „Viö höfum samtök um þess- ar aðgerðir”, sagði hann. Það, sem hleypti illu blóði I verkalýðinn, var, hve miklar þessar hækkanir voru. Þannig tvöfaldast sykur I verði, svina- kjöt hækkaði um 30 prósent og annað kjöt um 69 prósent. En kjöt er pólskri láglaunafjöl- skyldu ámóta virði og fiskurinn okkur. Þótt laun hafi hækkað 40 prósent siöan Gierek kom til valda, þá eru meðallaun verka- manns f Póllandi ekki nema rúmar tiu þúsund krónur á viku. Þessar ofboðslegu hækkanir komu þvi eins og reiðarslag. „69% kjöthækkun var hreint al- veg lýgilegt,” sagði fólk. „A dauða minum átti ég frekar von, en sllku,” sagði einn verkamað- ur við fréttamenn tlmaritsins „Newsweek”. Þegar Gierek sá fram á alls- herjarverkföll, og hugsanlega ... tuttugu og fjórum klukku- stundum eftir tilkynningu þess opinbera, sendi Gierek forsætis- ráðherrann Jaroszewics I út- varp og sjónvarp til þess að afturkalla þessa ákvörðun. Margir llta svo á, að þarna hafði flokksleiðtoginn gengið undir próf og fallið. Að flokks- leiðtogi hafi snúið aftur með meiriháttar stefnubreytingu, sem flokkurinn hafði samþykkt, hefur aldrei átt sér stað fyrr I kommúnistisku riki. Þvllikur ó- sigur! Þótt Jaroszewicz forsætisráð- herra slái þvi fram eftir á, að þetta dæmi sýni og sanni, „hversu lýðræðislegt okkar þjóðfélag er”, er það augljost, aö forysta kommúnistaflokks Póllands hefur illa vanmetið landa sina. (Skrifaö af Peter Webb og Anthony Collings, fréttamönnum News- week í Bonn.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.