Vísir - 08.07.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 08.07.1976, Blaðsíða 3
vism Fimmtudagur 8. júll 1976 Kemur framhjáhold og fjöldi lausaleiksbarna í veg fyrir blóðflokkun sjómanna? Eins og fram hefur komið I VIsi lagði rannsóknarnefnd sjó- slysa til I skýrslu sinni, að islenskir sjómenn yrðu blóð- flokkaðir. Nefndin benti á hag- ræði þess, að blóðflokkur sjó- manna, sem slösuðust á hafi úti, væri vitaður, vegna hugsan- legra blóðsendinga frá landi eða blóðgjafa frá skipsfélögum. Ljóst er að ýmsir örðugleikar eru á framkvæmd þessa og benti rannsóknarnefndin á nokkra þeirra. Nefndin telur hins vegar aö þeir séu allir yfir- stiganlegir. t viðtali við Morgunblaðið fyr- ir skemmstu kom Ólafur Jens- son, forstööumaður Blóð- bankans, fram með nýja hlið á máli þessu. Haft er eftir Ólafi, að hætta sé á, að menn fari að vera með réttarfræðilegar bollaleggingar er þeim sé kunn- ur blóðflokkur sinn. Nefndi hánn sem dæmi, að ef maður i blóð- flokki 0 ætti konu I sama blóð- flokki en barn þeirra hjóna væri hins vegar I blóðflokki A, væri ljóst að maðurinn gæti alls ekki átt barnið. Ólafur gat um fleiri ástæður fyrir vantrú sinni á þessum tillögum og nefndi hann, að I slysatilfelli mætti gefa mönnum blóð Ur flokki ORH-^ en blóð ilr þeim flokki geta allir þegið. Taldi Ólafur meira öryggi I sllku en að taka mark á blóðflokkaskráningu, sem kannski væri fyrir hendi I vasa viðkomandi sjómanns. Einnig taldi Ólafur þetta heppilegra en að stefna jafnvel hamingjusömum hjónaböndum I voða. —JOH BIFREIÐ BRANN A ORSKAMMRI STUNDU Á EGILSSTÖÐUM Ljósm: Einar Haraldsson Bifreiðin sem brann á Egilsstöðum I gær. Eins og sjá má er hún gjörónýt. Bifreið brann til kaldra kola á örskammri stundu á Egilsstöð- um i gær. Bifreiðin var nýleg, árgerð 1971 af Citroen-gerö, og tjónið þvi mikið. Eigandi bifreiðarinnar, kona sem var ein i bilnum með þriggja ára barn sitt, stöövaði Upplýsingarnar fengnar úr Hœstaréttar- dómi t einni frétt VIsis I gær var skýrt stuttlega frá þvi að maðurinn sem myrtur var I Kópavogi aöfararnótt mánudags, hefði komist I kast við lögin á undanförnum árum. Þessar upplýsingar voru fengnar úr hæstaréttardómum, riti, sem Hæstiréttur tslands gefur út og eru þar opinberlega birtar á prenti, I sambandi við mál, sem Guðjón heitinn Árna- son var tengdur 1960. t riti þessu eru hæstaréttarmá! rakin og sakarskrár málsaðila birtar meðal gagna. Vlsir hefur orðið var við, aö ýmsum lesenda hefur ekki þótt viðurkvæmilegt að birta þessar upplýsingar um hinn látna, og biður vandamenn hans vel- virðingar á að þær skyldu endurprentaöar. bifreiðina við götuna Hörgsás á Egilsstööum og skrapp þar inn i hús. Barniö var aö leik á götunni á meðan. Eftir u.þ.b. þrjár minútur heyröi konan mikið flaut úti fyrir, og er að var gáð var þaði Citroen-bilnum sem þá þegar stóö i björtu báli. Varö ekkert við eldinn ráöið. Er hels t talið að kviknað hafi i út frá rafkerfi, en saman- brunnar leiðslur siðan orsakað flautið. Er mesta mildi að barn- ið skyldi ekki hafa veriö inni i bifreiðinni. AH/ERH, Egilsst. Hver tilkynnti um sölu á Moskvits- bifreið Guðjóns? Moskvitsbifreið Guð- jóns A. Árnasonar, sem kom við sögu drápsins á Guðjóni aðfaranótt þriðjudags hefur átt sér litrikan feril að undanförnu. Hún var upphaflega skráð eign fyrirtækis i Hafnarfirði en þegar sölutilkynning var lögð inn á skrifstofu bæjarfógeta i Hafnarfirði á þriðjudag, var seljandi einstaklingur i Reykja- vik. Visir kannaði málið strax i gærmorgun og hafði samband við þennan einstakling og spurði hvort hann hefði selt Guðjóni þessa bifreið. Maðurinn kom af fjöllum og sagðist hafa selt hana tilteknum manni, sem reyndist vera rétt. Sá maður seldi svo bifreiðina þ. 29. júni I skiptum fyrir annan bil austur á Selfossi. Sá sem keypti bilinn þar sagðist hafa átt hann i u.þ.b. hálftima en svo selt Guðjóni Atla bilinn i skiptum fyrir Mercedes Benz, sem Guðjón keypti um áramót- in. Þegar Vlsir hafði samband við þennan mann i gær kom i ljós að hann haföi ekki lagt inn sölutilkynningu fyrir hvorugum bilnum, þannig aö ekki er ljóst, hver það var sem lagði inn sölu- tilkynninguna á bæjarfógeta- skrifstofuna i Hafnarfiröi á þriðjudaginn, eftir að Guöjón heitinn fannst. Þess má geta að lögreglan átti engan þátt i að upplýsa Visi um þessi bilaviðskipti. —RJ ».............................. " * Engar reglur um eldingavara hérlendis Ekki munu vera til neinar Þá sneri Visir sér til reglur um varnir gegn húsbrun- Aðalsteins Guðjohnsen raf- um af völdum eldinga hérlendis. magnsstjóra i Reykjavik, og Sllkt er þó mjög algengt spurðumst fyrir um eldinga- erlendis, t.d. I Bandarikjunum, varnir hjá rafmagnsveitum. en þar hefur lengi verið notuð Sagði hann þær vissulega vera uppfinning Benjamins Frank- til, en menn heföu fremur litlar lfns, sem hleypir rafstraumi áhyggjur af sliku hérlendis eldinganna beint niöur I jörðu. vegna þess hve þrumuveður eru Spurningar um eldingavarnir sjaldgæf. Sem kunnugt er urðu hérlendis hafa vaknað nú siðast allmiklar skemmdir á eftir að elding kveikti I sumar- rafmagnslinum I þrumuveðrinu bústað I Grindavik. Ekki er það I gærnótt og um sl. helgi. Aðal- þó algengt hérlendis, en gerist steinn kvað vera eldingavara á þó alltaf á nokkurra ára fresti. öllum háspennustaurum, og Hjá Brunamálastofnun rikis- væri talið að þær væru nægar. ins fengum við þær upplýsingar að engar reglur væru til um Engar varnir væru hinsvegar á eldingavarnir á húsum, einfald- lágspennulinum, enda er-þær lega vegna þess hve fátiðar eld- óðum að fara I jarðstrengi. ingar eru hérlendis. —AH „DREGST JAFN- VEL ÁR AÐ LÁTA UMSKRÁ BIFREIÐAR" - SEGIR BIFREIÐAEFTIRLITIÐ „Það dregst oft mánuði og jafnvel ár aö menn láti skrá á sitt nafn blla, sem þeir hafa keypt, sagði Franklln Friöleifs- son fulltrúi hjá Bifreiðaeftir- litinu I samtali við Visi I gær. Frá þvi var skýrt i VIsi i gær aö bifreið sú sem maðurinn er fannst myrtur i Kópavogi átti hafi gengið kaupum og sölum en ekki verið umskráður. „Við vitum ekki um sölu á bil- um nema komið sé með sölu- tilkynningar til okkar. Þetta getur verið mjög slæmt, sérstaklega ef þarf að finna réttan eiganda bilsins. Einnig falla sektir og skattar á ranga menn”, sagði Franklin. Franklin sagði að samkvæmt umferðarlögum bæri mönnum skylda til að láta umskrá bila innan hálfs mánaðar eftir eigendaskipti. „Hingað til hefur ekki veriö beitt sektum, en það ætti að gera það”, sagði hann. „Ennfremur þyrfti að gera bila- sala ábyrga um að tilkynna um eigendaskiptin”. —EKG V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.