Vísir - 08.07.1976, Blaðsíða 17

Vísir - 08.07.1976, Blaðsíða 17
Útvarp kl. 20.35 k LEIKSVIÐI LÍFSINS ,,H e f ö a r f r ú i n ” nefnist fimmtudagsleikrit útvarpsins og er eftir finnska rithöfundinn Walentin Chorell. Þýöinguna gerði sr. Sigurjón Guöjónsson, en leikstjóri er Gisli Halldórs- son. t hlutverkum eru þau Sigriöur Ilagalin, Guörún Stephensen og Gisli Alfreösson. Leikurinn lýsir siðustu stund- unum i lifi gamallar leikkonu. Þjónustustúlka hennar, sem lika er orðin öldruð, er hjá henni, og þær rifja upp endur- minningar frá liðnum dögum. Leikkonunni finnst hún komin á sviðið aftur, böðuð ljósum. Hún heyrir i huga sér fagnaðarlæti áhorfenda og tekur við blómum frá aðdáendum. Hún á enn sitt stolt og ætlar að kveðja leiksvið lifsins með sama glæsibrag og hún kvaddi svið leikhússins. Sigrlöur Hagalfn I hlutverki sinu i Saumastofunni. Hún leikur annað aöalhlutverkið i útvarps- leikritinu i kvöld. þegar hann fjallar um sálarlif konunnar, sem er honum hug- stætt viðfangsefni. Chorell er gamansamur á stundum, en undirtónninn i sumum verkum hans er alvarlegur, allt að þvi harmþrunginn. Fjögur leikrit eftir Chorell hafa áður verið flutt i útvarpinu — „Fabian opnar hliðin”, „Samtal við glugga,” „Nornin” og „Markeeta”. — AHO Gisli Halldórsson leikstýrir verki finnska rithöfundarins Walentin Chorell — „Heföar- frúnni. Fjallar oft um skipti einstaklingsins við samfélagið. Walentin Chorell er fæddur i Abo árið 1912. Hann hóf rit- feril sinn sem ljóðskáld, en fór fljótlega að semja skáldsögur og leikrit. Fyrsta leikritið sem aflaði honum frægðar var „Fabian opnar hliðin” sem hann samdi árið 1949, en siðan hefur hann skrifað yfir áttatiu leikrit bæði fyrir útvarp og leik- svið. Af þeim má t.d. nefna „Hefðarfrúna” og „Kettina”, sem bæði fjalla um konur, hvort á sinn hátt. Chorell tekur oft til meðferðar skipti einstaklingsins við sam- félagið, en raunverulega þjóð- félagsádeilu er sjaldnast að finna i verkum hans. Hann er nærfærinn höfundur, ekki sist 14.30 Miödegissagan: „Faröu burt, skuggi” eftir Steinar Sigurjónsson 15.00 Miödegistónleikar Börje Marelius og félagar úr Sinfóniuhljómsveit sænska útvarpsins leika Pastoral-svitu fyrir flautu og strengjasveit eftir Gunn- ar de Frumerie, Stig Westerberg stjórnar. Janos Starker og hljómsveitin Fil- harmonia leika Sellókonsert nr. 1 i a-moll op. 33 eftir Ca- mille Saint-Saens, Carlo Maria Giulini stjórnar. Fé- lagar úr Filharmoniusveit Lundúna leika tvö verk fyrir strengjasveit eftir Edward Elgar: Introduction og Al- legro op. 47 og Serenöðu i e-moll op. 20, Sir Adrian Boult stjómar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn Finn- borg Scheving hefur úmsjón með höndum. 17.00 Tónleikar 17.30 Bækur, sem breyttu heiminum — IV „Uppruni tegundanna” eftir Charles Darwin. Bárður Jakobsson lögfræðingur tekur saman og flytur. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Nasasjón Arni Þórarins- son og Björn Vignir Sigur- pálsson ræöa viö Svövu Jakobsdóttur 20.10 Samleikur I útvarpssal: Christina Tryk og Sigrlður Sveinsdóttir leika saman á hom og pianóa. Allemande eftir Fhircell. b. Air eftir Bach. c. Preludia eftir Lia- doff. d. Intermezzó eftir Gliére. e. Aprés un réve eft- ir Fauré. f. Rómansa eftir Davidoff. g. Fantasiuþáttur eftir Heise. 20.35 Leikrit: „Heföarfrúin” eftir Valentin Chorell Þýð- andi: Sigurjón Guðjónsson. Leikstjóri: GIsli Halldórs- son. Persónur og leikendur: Itona Silver: Sigriður Haga- lin. Boubou: Guðrún Stephensen. Læknirinn: Gisli Alfreðsson. 21.40 Kórsöngur: Sunnukórinn syngur islensk og erlend lög Sigríður Ragnarsdóttir leik- ur með á pianó og Jónas Tómasson á altflautu. Hjálmar Helgi Ragnarsson stjórnar. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Litli dýrlingurinn” eft- ir Georges Simenon Krist- inn Reyr les þýðingu As- mundar Jónssonar (7). 22.40 A sumarkvöldi Guð- mundur Jónsson kynnir tón- list úr ýmsum áttum. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. EINS OG VIÐ ERUM „Uppruni tegundanna” eftir Charles Darwin verður tekin til umfjöllunar i þættinum „Bækur sem breyttu heiminum” að þessu sinni, og er þaö Báröur Jakobsson lögfræðingur sem tekur saman og flytur. Eins og kunnugt er gaf Charles Darwin árið 1859 út bókina um uppruna tegundanna, þar sem Hvers vegna er maöurinn ekki eins og apinn, loöinn um allan kropp- inn og meö eins konar þumalputta I staö stórutáar. Af hverju hafa hvorki maöur né api rana eins og fill. Margir hafa velt þessum og öörum svipuöum spurningum fyrir sér og meöal þeirra var náttúru- fræðingurinn Charles Darwin. hann gerði grein fyrir hinni frægu þróunarkenningu sinni. Hún var áð miklu leyti ávöxtur fimm ára ferðalags hans umhverfis jörðina sem náttúrufræðings á H.M.S. Beagle, könnunarskipi úr sjóher breta. Darwin fór m.a. til Suður- Ameriku, Tahiti, Nýja-Sjálands, Astraliu og Brasiliu, gerði athug- anir og safnaði ógrynni dýra og plantna. Eftir heimkomuna varði hann nærri tuttugu árum til að vinna úr þessum gögnum. Darwin byggði þróunar- kenningu sina á hugmyndum sem aðrir menn höfðu áður velt fyrir sér og reynt að brjóta til mergjar. Afi hans, Erasmus Darwin, og franski náttúrufræðingurinn Lamarck höfðu t.d. boriö fram kenningar um myndun tegund- anna og þær urðu að nokkru leyti grundvöllurinn aö starfi Darwins. Guðfræðingarnir snerust gegn þróunarkenningunni. Hugmyndir Darwins ollu miklum úlfaþyt þegar hann setti þær fram fyrst. Visindamenn áttuðu sig þó fljótlega á gildi þeirra en um guðfræðinga og þá sem trúðu bókstaflega á sköpunarsögu bibliunnar gegndi öðru máli. Bárður Jakobsson sagði okkur að hann myndi fjalla um þessar deildur og meðal annars segja nokkuö frá Clarence Darrow, sem var ameriskur lögíiæðingur. Hann var verjandi i mörgum mikilvægum og kægum málum og einn skjólstæðinga hans var kennarinokkur, sem ákæröur var fyrir að hafa kynnt nemendum sinum þróunarkenningu Darwins. Þátturinn hefst kl. 17.30. —AHO. AF HVERJU ERUM VIÐ Útvarp kl. 19.35 NASASJON AF SVOVU JAKOBSDÓTTUR Svava Jakobsdóttir, alþingismaöur og rithöfundur ræöir viö þá Björn Vigni Sigurpálsson og Arna Þórarinsson I þættinum „Nasa- sjón” I dag. „Þessi þáttur er aö uppbygg- ingu mjög svipaöur fyrsta þætt- inum, þegar viö töluöum viö Róbert Arnfinnsson leikara” sagöi Björn Vignir Sigurpálsson er Visir ræddi viö hann um þátt- inn Nasasjón, en Björn er annar umsjónarmanna hans. Aö þessu sinni rabba þeir Björn og Arni Þórarinsson viö Svövu Jakobs- dóttur, rithöfund og alþingis- mann. „Við munum fá Svövu til að segja frá viðhorfum sinum til ritstarfa og stjórnmála, og hvernig háttar sambýli þessara tveggja hugðarefna” sagði Björn. „Einnig skjótum við inn i viötali við Brieti Héðinsdóttur, sem hefur verið meira og minna viðriðin öll leikhúsverk Svövu. Þátturinn hefst kl. 19.35 og stendur i 35 minútur. — AHO \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.