Vísir - 08.07.1976, Blaðsíða 10

Vísir - 08.07.1976, Blaðsíða 10
10 Tilboð óskast i eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst hafa i umf erðaróhöppum. Land Rover...................árg 1967 Fiat 127.....................árg 1974 Fiat 125.....................árg 1972 Volkswagen 1300 ............árg 1966 Volkswagen 1200 ............árg 1972 Sunbeam 1600 ...............árg 1975 FordEcoline..................árg 1974 Datsunl600 .................árg 1971 Lancer 1400 ................árg 1974 Cortina......................árg 1971 Honda50......................árg 1974 Bifreiðarnar verða til sýnis að Smiðshöfða 17, Reykjavik fimmtudaginn 8. júli 1976 kl. 12—17. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, Bifreiðadeild, fyrir kl. 17 föstudaginn 9. júli 1976. SAMVINNUTRYGGINGAR — Ármúla 3 „KREBS" mólningarsprautur. Svissnesk gœði. //KREBS" málningar- sprautur hafa víötækt notkunarsvið/ allt frá úðun skordýraeiturs til málunar stórra flata. Einnig til ryðvarna. Stimpildrifin sprautun gefur besta nýtingu á efni og litla loftmengun. Spissar með fliitum geisla á lægsta fáanlega veröi. Allir hreyfihlutir og spissar úr hertu stáli og Mangan-Carbide (Rockwell 80). Verð frá 7060,- Sveinn Egilsson h/f, Skeifan 17, Iðngörðum Nauðungaruppboð eftir kröfu Tollstjórans i Reykjavlk o.fl. fer fram opinbert uppboð að Garðastræti 2, fimmtudag 15. júli 1976 kl. 14.00 og verða þar seldar þvottavélar, strauvélar, margvisleg þvottahústæki o.fl., taliö eign Þvottahúss Vesturbæjar. Greiösla við hamarshögg. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Útboð Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum i að skipta um þak á sundhöll Hafnarfjarð- ar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu bæjar- verkfræðings Strandgötu 6. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11, mánudaginn 19. júli 1976. Tœkniupplýsingar Vorum að fá sendingu af tæknibókum og upplýsingum frá Texas Instruments og Vero Electronics. Iðntækni hf. Hverfisgötu 82 Simar 20811 og 21845. PASSAMYNDIR s \ feknar i lifum tilftfútvar strax I barna x. flölsfttyldu LIOSMYNDIR AUSTURSTRÆTI 6 S.12644 Fimmtudagur 8. júlí 1976 VISIR Verulegur misbrestur á skott- heimtu af útlendingum Mikill misbrestur er á þvi að innheimtir séu allur skattar af útlend- ingum hér á landi sem skylt er að innheimta. Samkvæmt núgildandi lögum er þeim aðilum sem flytja fólk milli landa óheimilt að flytja erlent fólk frá islandi nema að það framvísi skattavottorði. Á þetta bæði við um flugfélög og skipafélög. Þá eru vinnuveitendur einnig skyldugir til að borga skatta fyrir þaö fólk sem af ein- hverjum orsökum kemst úr landi án þess að hafa að fullu gert upp sinar skattskuldir. Ekki vantar að til séu strangar reglur um skattgreiðslur erlendra manna, en hinsvegar vantar mikið á að þeim sé fylgt eftir. Er þar i og með um að kenna gömlum og úreltum lög- um. Útlendingar í Reykjavik sem eru á skrá hjá Skattstofunni eru nú um það bil eitt þúsund tals- ins. Er það fólk sem hér dvelur aðeins eitt til þrjú ár, þvi þeir sem hér búa um lengri tlma fara inn á svonefnda islendinga- skrá, hafnvel þó þeir hafi ekki Islenskan ri'kisborgararétt. A siðustu árum hefur verið tekin upp sú nýbreytni við á- lagningu skatta á Islenska námsmenn erlendis, að þeir eru skattlagðir eins og þeir búi hér allt árið. Samkvæmt upplýsingum sem Visir hefur aflað sér telja skattayfirvöld einna erfiðast I sambandi við skattálagningu á útlendinga, að nánast ekkert eftiriit er haft með þeim útlend- ingum sem hér búa eða dveljast um skamman tima. Jafnvel eru þess dæmi að útlendingar hafi búið hér árum saman og gefið upp I tekjur milli eitt og tvö hundruð þúsund. Islendingar gætu trúlega ekki dregið fram lifið á þeim tekjum, en það er látið heita gott og gilt ef útlend- ingar eiga i hlut. —AH. Markaðstorg tækifæranna SNORRABRAUT 58.SÍM112045 ARNAÐ HEILLA Þann 15.4. voru gefin saman i hjónaband af sr. Þóri Stephensen i Dómkirkjunni Nanna Maris Guðmundsdóttir og Hörður Aldolfsson. Heimili þeirra verður að Asavegi 15, Vestmannaeyjum. — Ljósmst. Gunnars Ingimars.) Þann 17.4 voru gefin saman af sr. Sigurði Sigurðssyni i Selfoss- kirkju Ingibjörg Stefánsdóttir og Guðjón Stefánsson, heimili þeirra verður að Smáratúni 19, Selfossi. — (Ljósmst. Gunnars Ingimars.) Þann 17.4 voru gefin saman i hjónaband af sr. Sig. H. Guðjóns- syni i Langholtskirkju Edda Bára Guðgeirsdóttir og Hörður Frið- þjófsson, heimili þeirra er að Reykjarmörk la Hveragerði — (Ljósmst. Gunnars Ingimars) Þann 24.4 voru gefin saman i hjónaband af sr. Bjarna Sigurðs- syni I Háteigskirkju Gerður Hulda Hafsteinsdóttir og Runólf- ur Elinus Runólfsson. Heimili þeirra verður að Rauðalæk 39, R. fyrst um sinn. — (Ljósmst. Gunn- ars Ingimars.) Þann 24. 4. voru gefin saman i hjónaband af sr. Eiriki J. Eiriks- syni.föður brúðgumans,I Þing- vallakirkju Dagmar Hrönn Guðnason og Guðmundur Eiriks- son. Heimili þeirra verður að Dalseli 13, R. — (Ljósmst. Gunn- ars Ingimars.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.