Vísir - 08.07.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 08.07.1976, Blaðsíða 2
( f REYKJAVÍK ) yiT ^ Hvert ætlar þú að fara um verslunarmannahelgina? Anna Eövaldsdóttir, flokksstjóri vinnuskóla: „Þá verð ég liklega aö undirbúa mig fyrir Spánar- ferð, — ég ætla út þann áttunda ágúst. En það getur lika vel verið að ég fari eitthvaö i útilegu”. Brynja Matthiasdóttir, vinnur i vinnuskólanum: „Éghugsa að ég fari á Úlfljótsvatn”. Guðrún Másdóttir, vinnur i vinnuskólanum: „Ég verð senni- lega fyrir austan, liklega á Eski- firði”. Hildur Björnsdóttir, vinnur i vinnuskólanum: „Mig langar aö fara eitthvað i útilegu, ætli það veröi ekki Galtalækjarskógur”. Guðrún Jónsdóttir, vinnur i vinnuskólanum: „Ég býst við að ég fari i Vatnsfjörðinn”. Hér hefur verið fariö heldur geyst! Þórarinn datt i ána og gengurá sokkunum upp að biln- um Stefán Guðjohnsen með einn vænan úr Laxá i Kjós. Rogast með morgunveiöina frá árbakkanum. Þennan dag var frek- ar léleg veiði I Laxá, en þeir Stefán Guöjohnsen og Þórarinn Sigþórsson iétu sig ekki muna um að draga sjö fyrir hádegiö. AH/Mynd: Loftur „Ekki amalegt að koma inn I hlýtt húsið eftir allt volkið. ERTU BARA MEÐ SKAMMTINN? Striðið um ferðamannagjald- eyrinn tekur á sig ýmsar mynd- ir. Mest er það þó háð i blööun- um, þar sem deilt er um mismunandi þjónustu ferða- skrifstofa. Ein þeirra selur kannski matarmiða upp á tvær- máltiöir á dag, þegar önnur sel ur aðeins fyrir einni. Þegar á það er litiö að hægt er að greiða þessa matarmiða I islenskum krónum má öllum vera ljóst að um þetta munar. En umræða á borð við þetta sýnir hve feröa- mannabisnessinn stendur völt- um fótum. Maður sér fyrir sér fólk, sem komið er alla leiö suð- ur að Miðjaröarhafi til að borða einu sinni á dag. Maður sér fyrir sér fólk, sem er svo peninga- laust, að það á varia fyrir sima- sjálfsala. Og maöursérfyrir sér iólk, sem hefur svo góð „sam- bönd”, aö það á gjaldeyri til aö sötra cuba libra frá sólarupprás til sólseturs og frá sólsetri til sólaruppkomu. Það er auðvitaö þetta gjaldeyrisfólk, sem fjöl- mennaster á sólarströndum um þessar mundir, vegna þess að nær ógjörningur er að ferðast til sólarstranda fyrir þann gjald- eyri, sem skammtaður er, þrátt fyrir nýja hækkun. Auk þess fer alltaf mikið af fólki til inn- kaupaferöa tii Bretlands, væntanlega ekki gjaldeyris laust. A þessu sést að gjald- eyrisskömmtunin er ekki til gagns öðrum en þeim, sem selja gjaldeyri á svörtum. Þaö er svo annaö mál, að gjaldeyrisstaöan leyfir kannski ekki svona sólar- landasóun, ni .a . vegna þess að gjaldeyrishungrið leiöir til undanbragða viö skil á gjald- eyri.og vltahrings sem á endan- um getur leitt til strangari skömmtunar og hafta. Annars er það alveg dæma- laust hvaö sameiginlegur áróð- ur margra ferðaskrifstofa getur teymt fólk til útlanda á besta tima sumarsins. t gær var 24 stiga hiti i skugganum á norð- austurlandi. Og dag eftir dag eru hér hitar og hlýindi, þótt misjafnlega sjái til sólar á suðurlandi. En satt og rétt er að hótelgisting hér innanlands er óeðlilega dýr, einkum fyrir barnmargar fjölskyldur, og hin finni hótel með shiu sumarveröi eru þvi næst lokuð öllum almenningi. Þá eru vlnveitingar og önnur þjónusta enn undir pilsfaldi reglugerða, sem mið- ast við að skapa sem mest óþægindi á sama tima og islendingar geta fengið sér hressingu utan húss sem innan, aðeins ef þeirtaka sér fari suður i lönd til að sóa gjaldeyri. Hér er nóg af sundlaugum, sem ætti ekki að vera verra að baða sig i en menguðu Miðjarðarhafi. En þótt laugarnar séu margar, eru þær búnar til af slikum van- efnum, jafnvel þótt þær kosti allt upp I fimmtlu milljónir per stk., að hvergi eru hellulagnir i kringum þær eba skjólgarðar fyrir vindi, svo illt er að liggja langdvölum við laugarnar. Sé ferðamannastraumurinn til útlanda svo þungur að nauð- synlegt reynist að skammta gjaldeyri með þeim hætti, að samkvæmt reglum séu ferða- mennirnir settir á plan með trúbadúrum, er eins gott að reyna að koma upp samskonar miðjarðarhafsástandi hér heima yfir sumartimann með breytingum á umhverfi sund- staða og breytingum á rekstri hótela við sllka sundstaði og úti- vistar svæði. Samkvæmt verð- lagi hér gæti auðvitað enginn notað þessa staði. En þá á að koma til kasta þeirra, sem ekki geta séðaf gjaldeyri. Þeim hlýt- ur að vera ljóst, að hag- kvæmara er að eyöa islenskum krónum I að gera fólki kleyft að ástunda sólar- og vatnsboðin hér heima en eyba til þess gjald- eyri, sem raunar er ekki til. Á meöan ekkert viðnám á sér stað hér heima heldur straumurinn til Miðjarðarhafs- ins áfram að vaxa. Ferðaskrif- stofurnar auglýsa sólina eins og hún séhvergi nema þar, og fólk á ekki nógu sterk orð til að lýsa aðbúnaðinum, þegar það kemur til baka. Vandamálið er hins vegar þetta með skammtinn. Dugar skammturinn eöa dugar hann ekki? Og þetta meö skammtinn er oröið svo brýnt, að það fyrsta, sem menn eru spurðir að, þegar þeir koma að heiman er þetta: Ertu bara með skammtinn? A.m.k. var Halldór E. ráöherra spurður að þessu, þegar hann steig út úr flugvél á Ibiza fyrir nokkrum dögum. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.