Vísir - 08.07.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 08.07.1976, Blaðsíða 7
7 vism Fimmtudagur 8. júli 1976 Ofafur Hauksson Uganda og Kenya á barmi styrjaldar? Amin sér óvinaflugvélar Kenya kallar hann sadista Ríkisstjórn Kenya hefur svarað síðustu vit- f irringsathöf num Idi Amin Uganda forstea með því að kalla hann mesta harðstjóra heims, fasista, stríðsæsinga- mann og sadista. 1 allan gærdag lét Amin út- varpið i Uganda lýsa þvi að óvinaflugvélar frá Kenya, Bandarikjunum og tsrael sæjust á ratsjám á leið til Uganda. Aður hefur Amin ásakað Kenya um að hafa aðstoðað israels- menn við frelsun gislanna á Entebbe flugvelli. Sambúð Kenya og Ugnda hefur verið fremur stirð undan- farið, þó nú kasti fyrst tólf- unum. t yfirlýsingu Kenyastjórnar sagði að þolinmæði kenya- manna gagnvart ásökunum Amins væri á þrotum. „Með augljósri löngun sinni til að úthella blóði hefur sadistinn Amin fengið rikis- stjórn og ibúa Kenya til að hætta að telja þolinmæði og vilja til skilningsrikis nokkra dyggð”, sagði i yfirlýsingunni. Þar sem aldrei komu neinar fréttir um að óvinaflugvélarnar frá Kenya hefðu lent i Uganda, sagði i yfirlýsingunni að helst bæri að draga af þvi á ályktun að ratsjár i Uganda væru jafn bilaðar og draumar þeirra. ,,Það er sorglegt að hinir frið- elskandi ugandamenn skuli þurfa að vera undir hæl mesta harðstjóra samtimasögunnar. Við vottum hinni friðelskandi þjóð Uganda samúð vora”, sagþi i yfirlýsingunni. Þegar þessi yfirlýsing var gefin út i gærkvöldi, var Ugandaútvarp enn að skýra frá þvi að flugvélar, sem „talið er að séu israelskar eða banda- riskar” sæjust enn á ratsjám á leið til Uganda. Þegar útvarpið byrjaði að skýra frá ferðum flugvélanna mörgum klukku- timum áður, var sagt að þær væru að koma frá Kenya. Milli Kenya og Uganda er aðeins nokkrra minútna flug. þátt I hátiðahöldum banda- rikjamanna vegna 200 ára afmælisins. héidu úr höfn I dag án þess að hafa lagst upp að bryggju. Skipherrarnir bera sig und- an þvi, að skipshöfnunum hafi verið hótað öllu illu af nafn- lausum aöilum og að borgar- yfirvöld hafi ekki vilja tryggja öryggi þeirra. A meðan um 200 önnur skip lágu við bryggjur og tóku á móti gestum um borð, lágu Kruzenshtern (fjórmastraður barkur) og Tovarisch (þri- mastra barksskip) úti á lægi. Bæöi eru skólaskip sjóliðsfor- ingjaefna. Ivan Shneider, skipherra Kruzenshtern, sem er reyndar stærsta seglskip, sem nú er á höfum, sagöi fréttamönnum, að borgaryfirvöld hefðu varað hann við þvi á leiðinni þangað, að til mótmælaaðgerða kynni að koma i höfninni. Hann kvaðst samt hafa veriö reiðu- búinn til aö leyfa bandariskum almenningi að stiga um borð og skoða skipið, ef yfirvöld ábyrgðust öryggi manna hans. — „Þvi miður fengust yfir- völdin ekki til þess,” sagði iþann. . Verða Ólympíu- leikar ón nafns eða sjónvorps? Aðeins niu dögum áður en Ólympiuleikarnir eiga að hefj- ast, eru þeir i hættu vegna deilna um hvort Formósa eigi að fá að keppa i nafni Kina, og vegna hótana tæknimanna simans i Montreal um að fara i verkfall, sem mundi koma I veg fyrir allar sjónvarpsútsending- ar frá leikjunum. Ekkert gengur aö ná sáttum i máli Formósu ekki keppa i nafni lýðveldisins Kina. Killanin lávarður, formaður alþjóða- ólympiunefndarinnar hefur rætt við fjölda manna vegna þessa máls. Lávarðurinn segir að ekki eigi að blanda stjórnmálum og iþróttum saman, um leið og hann stendur fast á þvi að leyfa Formósu að keppa i nafni annars rikis. Tæknimennirnir sem hafa hótað verkfalli, eru 35 talsins, og starfa hjá fyrirtæki því i Kanada sem sér um sjónvarps- útsendingar til annarra landa. Tæknimennirnir krefjast hærri launa. Þeir telja þó ekki vist aö til verkfalls komi. Talið er aö um einn milljarður manna muni fylgjast með ólympiuleikunum i sjónvarpi um allan heim. Frá siglingunni mikiu upp Hudson fljót. Norskt seglskip siglir fram- hjá Frelsisstyttunni við hafnarkjaftinn I New York. 50 stjórnmálamenn teknir höndum í Súdan BARKSKIP RÚSSA YFIRGÁFU HÁTÍÐ- ARHÖLDIN Tvösovésk skip, sem birtust I New York-höfn til aö taka Meir en fimmtíu súdanskir stjórnmála menn hafa verið hand- teknir i sambandi við byltingartilraunina í Súdan í fyrri viku, að því er egypska blaðið Al- Ahram skýrði frá í gær. Al-Ahram segir að meðal hinna handteknu hafi verið- Mahmoud Hssanein, lög- fræðingur sem sagt er að hafi átt að verða forsætisráðherra, ef byltingin hefði heppnast. Þá átti Sadik Al-Mahdi, sá sem settur var af sem forsætis- ráðherra fyrir fimm árum, að verða formaður æðstaráðs landsins. Al-Mahdi hefur verið i útlegð siðan hann var settur af i byltingu sem Nimeiri, núver-. andi forseti gerði. Nimeiri sagði á blaöamanna- fundi fyrir tveimur dögum að Al-Mahdi hefði sveimað um i flugvél yfir Khartoum, höfuð- borg Súdan, siðastliðinn föstu- dag, þegar byltingartilraunin var i fullum gangi. Annað dagblað i Egyptalandi, Al-Akhbar, sagöi i gær að mála- liðarnir sem tóku þátt i byltingartilrauninni segist hafa hlotið þjálfun i Libýu. Súdanstjórn hefur slitið stjórnmálasambandi við Libýu vegna gruns um hlutdeild lands- ins i byltingartilrauninni. Sambúð milli Súdan og Egyptalands er hins vegar mjög góð, og þegar fréttist af byltingartilrauninni voru súdanskir hermenn sem voru staddir i Egyptalandi sendir samstundis heim til að berja á byltingarmönnum. Einn hinna handteknu byltingarmanna. Gaafar Nimeiri, forseti Súdan t.v. ásamt leiötoga eþíópfumanna, Tafari hershöföingja, á fundi Einingarsamtaka Afrlkjurfkja. Nimeiri byltinguna ekki hagga rósemi sinni. Óttast að 6000 hafí farist í jarðskjálfta óttast er aö nærri sex þús- und manns hafi farist i jarð- skjálfta sem varð i indónesíuhluta Nýju-GIneu i siðustu viku. Fréttastofa i Jakarta upp- lýsti i gær að fólkiö hefði graf- ist undir þegar miklar skriöur fóru af stað við jarðskjálftann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.