Vísir - 28.11.1977, Page 1
Mánudagur 28. nóvember 1977 — 295. tb. 67. árg.
Simi Visis er 86611
-ttír.
i fctLunk
& t&aíA
fCQtAA
VljrjS'
t stjórnstöA Landhelgisgæslunnar var i morgun fylgst meö þvi á korti, hvar þýsku togararnir hóldu sig, en samkvæmt saniningnum sem rennur
út i kvöld, verða Þjóðverjarnir aö tilkvnna daglega hvar þeir eru á miöunum. Visismynd: JA.
ÞYSKIR TOGARAR AF
MIÐUNUM HÉR Í DAG
Samningurinn um veiðar
vestur-þýskra togara i
islenskri landhelgi renn-
ur út klukkan 18 í kvöld, og
munu þá togarar
Þjóðverja halda héðan af
miðunum.
Verður það söguleg
stund þvi að þar með lýkur
margra alda átökum við
Breta og Þjóðverja á
islandsmiðum og hafa nú
islendingar óskoruð yfir-
ráð yfir 200 mílna fisk-
veiðilögsögu sinni.
Þýsku togaraskipstjór-
unum, sem nú eru hér á
miðunum hefur verið
tilkynnt formlega að þeim
beri að hætta veiðum í
kvöld og hefur þvi ekki
verið mótmælt, eða
Þjóðverjar farið fram á
framlengingu á þessum
samningi. Að þvi er næst
verður komist hefur
Þjóðverjum ekki tekist að
fylla þann aflakvóta, sem
þeim var heimilaður
samkvæmt fiskveiðisamn-
ingnum.
„Verðum að bíða
og sjá hvað gerist"
— sagði vestur-þýski sendiherrann í morgun
,,Ég get ekkert sagt
um hvaö framtiðin ber
i skauti sér”, sagði
Raimond Hergt, sendi-
herra Vestur-Þýska-
lands, þegar Visir
ræddi við hann i morg-
un i tilefni þess að
þýsku togararnir fara
af íslandsmiðum i dag.
”Viö undirrituöum samning
til tveggja ára, hinn 28. nóvein-
ber 1975. Nú er hann út runninn
og i samræmi viö þaö fara þýsk-
ir togarar af miöum ykkar.”
Aöspurður um hvað Þjóöverj-
ar myndu gera til aö bæta sér
upp þann aflamissi hvort t.d.
yrði keyptur meiri fiskur frá
íslandi eða jafnvel sett upp
verksmiðja i Þýskalandi, eins
og Islendingar hafa i Bandarikj-
unum, sagöi sendiherrann aö
ekkert lægi fyrir um þaö, svo
honum væri kunnugt. —óT
„LANGÞRAÐUM
ÁFANGA NÁÐ"
— sagði Matthías Bjarnason um
brotthvarf Þjóðverja af miðunum
„i dag er langþráðum
áfanga náð í landhelgis-
málum okkar", sagði
Matthías Bjarnason,
sjávarútvegsráðherra við
Visi í morgun. ,,Með
brotthvarfi fyrst Breta
og nú Þjóðverja er
margra alda ásókn út-
lendinga á okkar f iskimið
lokið".
„Héöan i frá munum við sjálf-
ir ráða öllum veiðum i landhelg-
inni”.
,,Nú hefur Farmanna- og
fiskimannasambandið lýst and-
stöðu við veiðar Færeyinga hér
við land?”
,,Min stefna i þvi máli er al-
veg óbreytt. Hjá Sameinuðu
þjóðunum hefur verið gengið út
frá þvi að strandriki stjórni sjálf
sinum veiðum, en að ef visinda-
menn telji hægt aö veiða meira
en viðkomandi strandriki gerir i
sinni landhelgi, skuli þvi deilt
með öðrum þjóðum”.
,,Það gerðum við til dæmis
hvað snertir loðnuna, i ár. Ef við
ætlum að láta taka mark á okk-
ur verðum við að halda við okk-
ar eigin túlkanir i þessu máli”.
— ÓT.
Hópur ung-
BíTntíTiT*
gerði aðsúg
að lögreglu-
mönnum
llópur ungmcnna vcitlist að
lögrcgluinönnum frá Kcflavik
við samkomuhúsið i Sandgcröi
aðfaranótt sunnudags. Ætluðu
lögreglumennirnir að fjar-
lægja inann þcgar hópurinn
veittist að þeim.
Lögreglumennirnir voru
kallaðir að samkomuhúsinu til
þess að fjarlægja manninn, og
voru þrir saman i bil. Tveir
lögreglumannanna fóru út úr
bilnum til þess að sækja
manninn. Þegar þeir hugðust
hafa hann með i bilnum réðst
kunningi mannsins að þeim og
nægði það til þess að æsa um
20-30 menn.
Flestir gerðu ekki annað en
að hrópa og hafa hátt, en
nokkrir réðust aö lögreglu-
mönnunum, rifu föt þeirra og
spörkuðu i þá. Uröu lögreglu-
mennirnir að lokum að láta
undan og fóru brott uin stund.
Þeir komu þó aftur og náðu þá
til mannsins sem þeir höfðu
upphaflega ætlað að fjarla'gja
og forsprakka þeirra sem
mest ólæti voru með. —KA
Mikil þótt-
taka í próf-
kjörunum
Urslit i prófkjörum og
skoöanakönnunum sem
fram fóru um helgina
munu yf irleitt verða Ijós
i kvöld. Þó munu Fram-
sóknarmenn í Norður-
landskjördæmi vestra
ekki telja atkvæði hjá
sér fyrr en á fimmtu-
dag.
Guttormur Oskarsson for-
maður kjördæmasambands
F'ramsóknarflokkksins á
Norðurlandi vestra sagði að
þátttaka i skoðanakönnuninni
sem hófst á fimmtudag og
lauk i gær hefði verið mjög
góð. Utankjörstaðaatkvæði
hefði mátt senda i pósti og þvi
færi talning ekki fram fyrr en
1. desember. Frambjóðendur
voru sjö.
I prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins á Vesturlandi sem
fram fór um helgina var mjög
góð þátttaka og greiddu um
tvö þúsund manns atkvæði.
Þar voru frambjóðendur 10 og
fer talning fram siðdegis i
dag.
Skoðanakönnun Framsókn-
armanna á Vesturlandi hófst
á föstudag og lauk i gærkvöldi.
Verið er að safna saman at-
kvæðum og aö sögn Ólafs
Sverrissonar i Borgarnesi var
þátttaka mjög góð. Talið verð-
ur i kvöld i Borgarnesi. Fram-
bjóðendur eru sex. —SG
/