Vísir - 28.11.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 28.11.1977, Blaðsíða 3
3 vism Mánudagur 28. nóvember 1977 Stefán Edelstein skólastjóri Tónmenntaskóla Reykjavikur og einn af höfundum Handbókar I námsefnisgerö. —JEG fslendingar hafa yfir- leitt sótt allar nýjungar í skóla- og kennslumálum til annarra þjóða. Þetta er þó ekki einhlítt því nú er unnið eftir handbók í námefnisgerð sem fs- lendingar hafa samið, í tilraunaskyni í einni borg í Bandaríkjunum. Þetta kom fram hjá Stefáni Edelstein skólastjóra Tón- menntaskóla Reykjavikur i viö- tali viö blaðamenn en hann er einn þeirra er samið hefur þessa bók. Tildrög þessa eru þau aö Tónmenntaskóli Reykjavikur hefur undanfarin ár fengið styrk frá Ford-stofnuninni f New York i þvi skyni að semja handbók I námsefnisgerð. Þetta verk hef- ur verið unnið af Stefáni Edel- ?(:■ :■ --.A Islensk náms- skrá í Banda- ríkjunum stein, Njáli Sigurðssyni og þrem bandariskum tónlistarprófess- orum. Bókin er að koma út i Bandarikjunum og hefur einnig verið þýdd á íslensku. Er hún notuð sem kennslubók i kennaradeild Tónlistarskólans. 1 Ames i Iowa i Bandarikjun- um fer fram tilraunakennsla samkvæmt handbókinni. Nær sú tilraun til allra nemenda skóla- kerfis borgarinnar, frá forskóla tilmenntaskóla og einnig til tón- menntakennaranáms við há- skólann þar. Samskonar tilraun er i gangi hér þó i smærri mæli og mun verða náið samband milli Reykjavikur og Ames og skifst á upplýsingum. Handbókin er byggð þannig upp að hver og einn kennari hef- ur mikið svigrúm til vals á námsefni sem er best við hæfi nemenda hverju sinni og hentar þeim markmiðum sem kennsl- unni eru sett. — KS. Hann er góður þessi • Já, þaöer ekkihægt aöneita þvlaönýjasti SAMÚEL er afbragös góöur. i blaöinu er Reykjavikurbréf eftir grínistann Birgi Bragason, viötöl viö einstæðar mæöur um karlmenn, hjónaband og kynlif. Sagt er frá fyrirhugaðri stofnun hlutafélags um rekst- ur frjálsrar útvarpsstöövar og siöast en ekki sist annar hluti fé- lagatals Frimúrarareglunnar. • Jólablað SAMÚELS kemur út I byrjun desember og þá mun hljómplata fylgja hverju eintaki. Þaö blað á eftir aö seljast upp á fáeinum dögum. Tryggöu þér eintak meö þvi aö gerast áskrif- andi. Askriftarsiminn er 23060 og 53615. „Óheillastarfsemi þrýstihópa verður ekki vel tekið" — segir Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra á fundi LÍÚ „Þeir sem fara út fyrir. þessi mörk geta ekki á eftir komið til stjórn- valda og krafist þess að fá rekstrargrundvöll, eins og það er orðað. Slíkri óheillastarfsemi þrýstihópa verður ekki vel tekið í sjávarútvegs- ráðuneytinu meðan ég er þar innandyra". Svo tók Matthias Bjarnason til orða á aðalfundi LtU er hann ræddi meðferð á fiski. Hann sagði að um leið og við setjum okkur reglur um hámarksafla af þorski innan 200 milna, þá settum við ókkur jafnframt það takmark að vanda alla meðferð á fiski. ,,Það má ekki henda að komið sé að landi með margra daga gamlan fisk, sem ekki fullnægir itrustu gæðakröfum og sem ekki er hægt að vinna nema i lægstu verðflokka. Ef við ætlum að halda úppi heilbrigðum rekstri i sjávarút- vegi, er það skýlaus krafa til fiskkaupenda, að þeir virði kröfur um gæðamat og kaupi aflann i samræmi við það verð sem Verðlagsráð sjávarútvegs- ins ákveður á hverjum tima”, sagði ráðherra. Hann sagði að menn sem færu út fyrir þessi mörk gætu ekki krafist þess að fá rekstrargund- völl. —SG Matthias Bjarnason á super 8 filmu! Austurstræti 7, s: 10966.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.