Vísir - 28.11.1977, Qupperneq 10

Vísir - 28.11.1977, Qupperneq 10
10 i VÍSIR Utgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdarstjóri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson (óbm) ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Umsjón meö Helgarblaði: Árni Þórarinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur Pétursson. Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guöjón Arngrimsson, Jónina Michaelsdóttir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson. iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guðjónsson. útlit- og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstof ur: Síöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siöumula 14. Simi 86611 (7 linur) Askriftargjald kr. 1500 á mánuöi innanlands. Verö i lausasölu kr. 80 eintakiö. Prentun: Blaöaprent. Láfum ekki hengja verðmiða á ísland Á flokksráðsfundi sjálfstæðismanna fyrir helgi hafn- aði Geir Hallgrímsson forsætisráðherra algjörlega hug- myndum, sem uppi hafa verið um gjaldtöku vegna varnarliðsins. Athyglisvert er, að forsætisráðherra skuli svo eindregið ítreka þessa afstöðu sfna eftir að meiri- hluti þátttakenda í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykja- vík hefur lýst sig fylgjandi gjaldtökuhugmyndunum. Niðurstöður prófkjörsins voru að ýmsu leyti erfiðar fyrir formann Sjálfstæðisf lokksins m.a. fyrir þá sök, að meirihluti þátttakenda samþykkti að óska eftir því að Bandaríkjamenn byggðu upp þjóðvegi landsins til endur- gjalds fyrir aðstöðu varnarliðsins. Ástæða er til að fagna því, að flokksformaðurinn skuli rísa öndverður gegn þessari niðurstöðu. Of mikið er um það, að stjórnmálamenn láti berast með stundarvilja almenningsálitsins og þori ekki að standa við skoðanir sínar eða gæti þess að hafa ekki aðr- ar skoðanir en þeir halda á hverjum tíma að samræmist almenningsálitinu. Yfirlýsing Geirs Hallgrímssonar á flokksráðsfundinum er af gagnstæðum toga spunnin. I þessu sambandi er rétt að hafa í huga, að engin þjóð getur verið án varna, nema tefla sjálfstæði sínu í tvi- sýnu. Hvað sem líður frómum óskum um betri heim er þetta sá kaldi veruleiki, sem við verðum að horfast i augu við. Varnarsamningurinn við Bandaríkin byggist að sjálf- sögðu á gagnkvæmum hagsmunum. Varnarstöðin hér þjónar í senn okkar eigin öryggishagsmunum og sam- eiginlegum varnarþörfum Atlantshafsbandalagsþjóð- anna. Bandaríkjamenn kosta varnarliðið, en við leggjum fram aðstöðuna. Geir Hallgrímsson benti réttilega á íræðuisinniað með þessu móti spörum við veruleg útgjöld. Ekki er óalgengt að þjóðir verji 3,5 til 5,5% af heildarútgjöldum sínum til varnarmála. Við höfum ekkert bolmagn til þess að koma upp á eigin spýtur þeim lágmarksvarnarviðbúnaði, sem nauðsynlegur er. En ef við þyrftum að verja hlutfalls- lega jafn miklu fé til varnarmála og Norðurlanda- þjóðirnar myndi sú upphæð nema 13,3 milljörðum króna. Sumir af talsmönnum leigutökunnar hafa haldið því fram, að varnarliðið væri hér einvörðungu vegna hags- muna Bandaríkjanna og fyrir þá sök væri gjaldtaka eðli- leg. Forsætisráðherra svaraði þessu réttilega í ræðu sinni á flokksráðsfundinum með því að segja hreint út, að varnarliðið ætti að hverfa héðan, ef það væri ekki hér einnig í okkar þágu. Hugmyndin um leigutökuna hefur aldrei átt hljóm- grunn þar til nú á allra síðustu árum. Ástæðan er fyrst og fremst sú að stjórnmálamenn, sem gefist hafa upp fyrir efnahagsörðugleikunum, hafa gripið þessa hugmynd á lofti til þess að geta fyrirhafnarlaust boðað betri tíð með blóm í haga. Þær þjóðir Atlantshafsbandalagsins sem taka beinan þátt i varnarkeðju þess hafa með sér sérstakan sjóð, er þær greiða til. úr þessum sjóði er síðan veitt f jármagni í því skyni að efla varnarviðbúnað f einstökum löndum. Til þess hefur verið vitnað að Norðmenn hafa fengið framlög úr þessum sjóði, er þeir greiða sjálfir til, í þeim tilgangi að bæta varnaraðstöðu sína. Það á ekkert skylt við landleigu. Þó að hervarnir megi ávallt bæta höfum við tryggt öryggi okkar með varnarsamningnum og þeim viðbún- aði, sem Bandaríkjamenn hafa hér á grundvelli hans. Ekki hefur verið sýnt fram' á, að frekari viðbúnaður sé aðkallandi eins og sakir standa. Hugmyndir um leigu- töku í formi vegagerðar eða sjúkrahúsa fá því ekki stað- ist við núverandi aöstæður. Við látum ekki hengja verð- miða á ísland einsog forsætisráðherra komst aðorði. HAGNAÐUR AF LOÐNUVEIÐUM NEMUR ÞÚSUND MILLJÓNUM Mánudagur 28. nóvember 1»77 vism — litið inn i nýjustu netagerðina í Eyjum „Það virðist ekkert veita af fimm neta- verkstæðum hér”, sagði Sigurður Ingi Ingólfsson þegar Visis- menn litu við I Neta- gerð Njáls og Sigurðar Inga i Vestmannaeyj- um fyrir stuttu. Neta- gerðin er sú yngsta I Eyjum, sett á stofn eft- ir gos. „En hér eru þaulreyndir menn með mikla reynslu”, varð einum aö oröi- sem leit inn um leiö og Visismenn voru þar staddir. Siguröur Ingi sagöi aö þaö þyrfti ekki eingöngu aö þjóna Eyjabátum heldurleituöu bátar annars staöar frá mikiö eftir þjónustu til Eyja, og því veitti ekkert af þetta mörgum neta- verkstæöum. Aö undanförnu hefur veriö^. mikiö aö gera I sildarnótum „enda sildveiöar mikil lyfti- stöng fyrir pláss eins og Vest- mannaeyjar”, sagöi Sigurður Ingi. Mesti annatlminn fer þó I hönd I febrúar, þegar gera verö- ur viö þorskanet, loönunætur og troll. Töluvert er um aö pöntuö séu troll annars staöar að af land- inu, en fyrirtækiö er meö allra handa veiöarfæraþjónustu. Meðal annars er fyrirtækiö meö mjög fullkomið vökvadrifið blakkakerfi, sem notað er til aö færa til nætur, þaö fullkomnasta sem boöiö er upp á á netaverk- stæöum I dag. —EA Þaö eru ekki afteins Eyjabátar sem leita eftir þjónustu á neta- gerftunum 1 Eyjum, þaft veitir þvl ekkert af fimm netaverkstæöum. Guömundur Sigfússon tók myndina I Netagerft Njáls og Siguröar Inga. Heildarafkoma fisk- veiðanna á þessu ári er mun betri en undanfar- in ár. Hallinn er áætlaður 306 milljónir króna en afskriftir nema um 4.134 milijón- um og er þvi brúttó- hagnaður sem nemur 3.828 milljónum króna. Þetta kom fram I ræöu Kristjáns Ragnarssonar á þingi LIO er hann ræddi um afkomu fiskveiöanna. Þetta er halli sem nemur aöeins um 0,7% af tekj- um, en var um 11,5% á árinu 1976 og 13,7% 1975. Mestan þátt i betri afkomu eiga loðnuveiðarn- ar en aflaverömæti þeirra nær þrefaldast milli áranna 1976 og 1977. Bátaflotinn aö frátöldum loönubátum verður meö um 870 milljóna halla á þessu ári. Af- skriftir nema um 1.940 milljón- um króna og er þvi brúttó- hagnaður um 1.070 milljónir sem er álika há upphæö og greiöslubyröi þessara fiskiskipa nemur. Loðnuveiöarnar hafa gengið mjög vel og er áætlaöur hagnaður af þeim um 995 milljónir króna. Skuttogaramir af minni gerö sem eru um 50, eru reknir meö halla sem nemur 182 milljónum, en afskriftir eru um 1.320 milljónir. Afkoma þessara skipa er misjöfn en best á Vest- fjöröum og Norðurlandi. Skuttogararafstærri gerö eru reknir meö um 250 milljón króna halla á þessu ári en af- skriftirnema um 475 milljónum. Afkoma þeirra er nú mun betri enundanfarin ár og meðalafli á úthaldsdag um 2.8 lestum hærri en meðaltal minni skuttogara. —SG Menn frá Netagerft NJáls og Sigurftar Inga I Eyjum eru þarna aft gera vift sfldarnót báts frá Þorlákshöfn sem fór og landafti i heimahöfn á meöan gert var viö. Líósm: GS. „VEITIR EKKERT AF FIMM NETAVERK- STÆÐUM HÉR"

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.