Vísir - 28.11.1977, Blaðsíða 29

Vísir - 28.11.1977, Blaðsíða 29
VISIR Mánudagur 28. nóvember 1977 33 FLAVIKUR- ÐVARINNAR f ' 'V" \ Baldur Sveinsson svarar þeirri gagn- rýni, sem fram hefur komið i bandariska timaritinu Aviation Week & Space Technology um varnarmátt Kefla- víkurstöðvarinnar og segir að þar sé um rangíærslur að ræða og staðreyndum hagrætt . Sé þar á ferðinni sami mis- skilningur og fram kom i skýrslu fjár- laganefndar öld- ungadeildarinnar siðastliðið vor. ^ V T Flugvélarnar 1 öðru lagi er þvi haldið fram að flugvélarnar sem helst eru til varnar i Keflavik séu bæði gamlar og úreltar. Þar eru nú 13 (en ekki 12) McDonnell Douglas F-4C Phantom þotur. Þær voru smiðaðar árin 1964-5 og eru þvi um tólf ára gamlar. Þessar þotur hafa sifellt verið endurbættar og er þeim svo vel við haldið að þær eru i flestu sem nýjar. Þær eru öruggar, langfleygar (3600 km), hraðfleygar (2300 km/klst.), ætið viðbúnar með stuttum fyrirvara og eru búnar mjög fullkomnum ratsjár- og vopnabúnaði. öryggið sést á þvi að siðan þær komu til landsins sumarið 1973, hafa engin meiriháttar óhöpp hent þessar þotur. Það kemur vissulega að þvi að nauðsynlegt reynist að endurnýja flugvélaflotann og verður það þá gert með þeim vél- um sem best þykja henta aðstæð- um hér á landi hverju sinni. í samtali við Howie Matson, blaðafulltrúa varnarliðsins fyrir nokkrum dögum komu fram ýms- ir athyglisverðir punktar um varnarkerfi Islands. Stöðugar endurbætur Þar kom m.a. fram að ratsjár- stöðvarnar i Rockville á Miðnes- heiði og á Stokksnesi við Horna- fjörð hafa verið stöðugt endur- bættar og að drægi þeirra er ná- lægt 250 milur eða 400 km. Er þá að visu miðað við drægi gagnvart háfleygum flugvélum en þær sem lægra fljúga geta skýltsér bak við sjóndeildarhringinn nokkru nær. Einnig eru notaðar fljúgandi ratsjárstöðvar af gerðinni Lock- heed EC-121T Super Constella- tion. Þær fljúga eftirlitsferðir norður i Ishaf og hafa ratsjár- drægi um 200 til 250 mflur (320-400 km) úr 3ja til 4 km hæð. (10 til 120000 fet). Þessar flugvélar hafa einnig verið endurbættar mjög siðan þær voru fyrst teknar i not- kun. Þær voru upprunalega not- aðar á ýmsum stöðum i heimin- um en eru nú eingöngu i notkun á tslandi. Ef einhverjum kann að finnast það vera sönnun þess að hér sé eingöngu notað gamalt drasl, skal þess getið að Bandarikjamenn eiga enn enga vél sem komið get- ur i stað þessara. Þvi er það ein- mitt vegna mikilvægis Islands, að siðustu vélunum af þessari gerð er haldið úti héðan og þær endur- bættar svo sem framást er unnt þar til nýjar vélar, t.d. Boeing E- SA AWACS verða teknar i notkun. Er álitið að bandariski flugherinn hafi uppi áætlanir um að stað- setja slikar vélar i Keflavik, þó að Howie Matson hafi ekki fengist til að staðfesta það. Varðandi notkun þessara flug- véla (EC-121) er það að segja að þær sjá hluti sem fara lágt i um 150 milna (240 km) fjarlægð. Er nær dregur koma að visu til trufl- anir sem t.d. sjórinn veldur en vélin er búin sérstöku tæki sem útilokar allar hreyfingar undir ákveðnum hraða, en tækið má stilla til að útiloka hvaðá hraða sem er, þannig að skip, bátar og ölduhreyfing sést ekki nema ætl- ast sé til. Dagar lei fturárósanna taldir Howie Matson var spurður um þá gagnrýni sem hefur komið fram og beinist að þvi að varnar- liðið sé ekki fært um að mæta leifturárás sem það hefur ekki fyrirfram vitneskju um. Svaraði hann þvi til að dagar leifturárásanna væru taldir i hernaðarsamskiptum stórveld- anna. Með nútima tækni, gerfi- tunglamyndatökum, rafeinda- tækni, og öðru, viti Bandarikja- menn um allar hernaðarathafnir Rússa og öfugt. Liðsstyrkurinn i Keflavik sé miðaður við að mæta núverandi aðstæðum og sé meira en nægur til þess, bæði hvað fjölda og gæði snertir. „Við sinn- um okkar starfi og völdum þvi fullvel. Við höfum fundið u.þ.b. 80 rússneskar sprengju- og könn- unarflugvélar á þessu ári, elt þær uppi og fylgt þeim eftir út fyrir islenska varnarsvæðið. Árs- meðaltal slikra móttökuathafna eryfir 100. Þeir sleppa ekki fram- hjá okkur. Þeir hafa aldrei gert það og þeir munu aldrei gera það”. Þetta voru orð Matsons. Hann sagði ennfremur i áfram- haldi af þessu. „Ef verkefni okkar vex eða breytist, munum við breyta liðsstyrk og skipan i samræmi við það. Dæmi um slikt voru voræfingar rússneska flot- ans i mai s.l.. Þá jókst til muna umferð kafbáta um svæðið kringum Island. Þá bættum við nokkrum Orion kafbátaleitar- vélum i hóp þeirra sem venjulega eru staðsettar hér. Þegar æfing- arnar voru yfirstaðnar fóru þessar vélar aftur til sins heima. Svipuð yrðu viðbrögðin hvort sem þörf væri fyrir fleiri Phantom vélar, aðrar tegundir orrustu- flugvéla, björgunarvélar, her- menn til að berjast á jörðu niðri eða fleira i slikum dúr. Aðalein- kenni bandariska hersins er hreyfanleiki og sveigjanleiki i viðbrögðum, það er að geta flutt þann liðsstyrk sem þörf er á til ákveðinna staða hvar sem er i heiminum i tæka tið til að mæta aðsteðjandi vanda”. Einstæður árangur í hæfnis- og viðbragðskönn- un Aðspurður um það hve margar • árásarflugvélar ein ratsjárflug- vél gæti séð um svaraði Howie Matson þvi til að hver stjórnandi gæti séð um fimm skotmörk og þar af leiðandi gæti EC-121 vélin séð um tiu slik á sama tima. Þetta þýðir að hægt er að hafa stjórn á tiu Phantom vélum i einu sem geta þar með séð um a.m.k. tiu skotmörk. Einnig eiga Phantom vélarnar auðvelt með að granda svonefndum flugsprengjum áem i raun eru ekki annað en litlar ómannaðar sprengjuflugvélar. Ennfremur minntist Howie Matson á niðurstöður hæfni- og viðbragðskönnunarinnar i vor. Þar var um að ræða venjulega könnun á hæfni varnarliðsins til að leysa að hendi þau verkefni sem þvi eru ætluð. Niðurstöðurn- | ar urðu slikar að næstum eins- Þó nokkuð oft koma breskar Phantom þotur hingað til aö taka þátt I æfingum með reyndustu rússamóttökusveit heimsins. Þessi vél er frá 23. flugsveit breska flughersins. Tvær Phantom vélar 57. flugsveitarinnar koma til lendingar á Kefla- vikurflugveili. Þessar tvær hafa tekiðþátt I æfingum og þá veriö iátnar leika „óvinasprengjuþotur”. Það má sjá af þvi að þær bera sérstök aukatæki undir vængjunum, sem er ætlað að trufla ratsjár hinna Phan- tom þotanna. Má sjá þessitæki undir vængjunum og standa fjögur fer- strend loftnet niður Ur þeim. McDonnelI-Douglas F-4E Phantom frá 86. flugdeild bandarfska flug- hersins á Ramstein flugvelii I Þýskalandi. Ef vel er að gáð má sjá að undir nefi þessarar vélar er litið gat fyrir hlaup hinnar innbyggðu 20 mm. fallbyssu, en hún getur skotiðum 6000 skotum á minútu. Myndirnar, sem fylgja þessari grein, eru úr safni Baldurs Sveinssonar dæmi er innan bandariska hers- ins. Af 100 fræðilega mögulegum stigum hlutu deildirnar hér 97. Þessi stig eru gefin fyrir allt starf þess liðs sem sér um loftvarnirn- ar, allt frá þvi að ratsjárstöðv- arnar finna „óvinaflugvélarnar”, Phantom þoturnar elta þær uppi' og „skjóta þær niður” og til þess hvernig bréfaskriftum og gólf- þvotti er háttað. Vitaskuld er meginburðarásinn i þessarri könnun fólginn i þvi að finna og elta uppi flugvélar óvinarins. Þar með er, ljóst að ef eitthvað hefði farið úrskeiðis i þeim hætti könn- unarinnar hefðu sveitirnar hér ekki með nokkru móti getað fengið svo mörg stig. Þess má einnig geta að flugvélar þær sem æft er að finna og „skjóta niður” (i þessum tilvikum er engum skotum eða flugskeytum hleypt af en myndavélar og rafeindaút- búnaður látinn skera úr um það hvort „óvinavélin” hafi verið „skotin niður”) eru Martin EB-57 Canberra þotur sem fylltar hafa verið að rafeindabúnaði sérhönn- uðum til að trufla ratsjár og gera Phantom þotunum erfitt um vik að finna þær. Er það haft eftir flugmönnum að svipaður munur sé á þvi að finna EB-57 vél og rússneska sprengjuþotu og að finna hagamús og kú úti á túni. Samt mun engin EB-57 vél hafa sloppið i gegnum varnarnetið. Myndatækni gervitungla Varðandi það sem hér hefir fariðá undan er rétt ao taxa tram nokkur atriði. Gerfitungla myndatækni Bandarikjamanna er nú komin á það stií»að „Big Bird” gerfitungl þeirra eru búin myndavélum sem ekki aðeins greina fólk úr 160 km hæð, heldur einnig hvort fólk er búið einkennisbúningum eða ekki. Enn sem komið er mun þó ekki vera hægt að greina tign her- manna!!!! Myndavélar þessar, sem smiðaðar eru hjá fyrirtækinu Parkin-Elmer i Connecticut, greina þetta þó aðeins við bestu aðstæður, þegar myndavélunum er beint lóðrétt niður og ahdrúms- loftið er kyrrt. Þar sem hér er raunverulega um „smásjá” i geimnum að ræða, er þörf fyrir önnur gervitung með viðara sjón- svið til að fylgjast með hernaðar- athöfnum Rússa- og leita uppi myndaefni til að skoða nánar i „smásjánni”. Nauðsynlegt er að framkvæma myndatökur sem þessar úr mannlausum gervi- tunglum vegna þess að hin minnsta hreyfing manna i slikri stöð mundi valda hreyfingu á myndavélinni og þurrka út smá- atriðin. Nyrri gerð af Phantom vélum eru nefndar F-40 og F-4E. Þessar þotur hafa mjög litið umfram F- 4C gerðina sem hér er staðsett íema E gerðin hefur innbyggða ayssu i nefinu. Kom það fram i striðinu i Vietnam að heppilegt væri að hafa slika hluti innbyggða en áður höfðu sérfræðingar haldið þvi fram að til bardaga i návigi milli hljóðfrárra herþota mundi aidrei koma framar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.