Vísir - 28.11.1977, Qupperneq 31
Einstefna
Suður-Afríku
Viggó Oddsson skrifar:
Þeir sem hafa haft áhuga á
málefnum S. Afríku hljóta að
hafa undrast hvernig stjórn
landsins hefur haldið sinni stefnu
i aðskilnaðarmálum, án nokkurs
fráviks vegna erlendrar gagn-
rýni.
Einstefnan
í meir en 25 ár hefur það verið
stefna rikjandi Þjóðernisflokks
að skipta S. Afríku á milli NIU
SVERTINGJAÞJÓÐA sem
byggja landið og hvitra manna.
Um 18 milljónir svartra fá sjálf-
stæði i landnámshéruðum sínum.
Fyrsta landnámið, Transkei, með
um 4milljónir ibúa varð ársgam-
alt fyrir stuttu. Annað landnámið
sem heitir TSWANA, verður
sjdlfstætt þann 6. desember. Þótt
margir séu á móti þessari land-
skiptingu hefur jafnvel stjórnar-
andstaðan viðurkennt að ógerlegt
sé að stöðva þróunina og þess-
vegna er haldið áfram, hvað sem
sagt er eða gert innanlands eða
utan. _
Biblian á bakvið
A bakvið apartheid stefnuna
stendur Biblian sem trUarleg
orkulind., Búarnir virðast trúa
þvi að guð þeirra hafi falið þeim
það hlutverk að halda sköpunar-
verki hans ómenguðu og ekki
' megi blanda saman hinum mörgu
svertingjaþjóðum, né að sjálf-
sögðu, hinum hvitu mönnum. í
nýrri stjórnarskrártillögu sem
kosið er um, virðist ekki vera gert
ráð fyrirað neinir svertingjar séu
i S. Afriku, þótt þeir geti sótt um
leyfi til búsetu ef þeir vilja ekki
hinn nýfengna borgararétt sins
nýja lýðveldis, sins þjóðflokks
sem Zuluseða Tswanas o.fl.. Gert
er ráð fyrir að 4 millj. hvitir og 3
millj. kynblendingar og Asiu-
menn sitji á þingi þar sem hver
hagsmunahópur stjórnar sinum
hagsmunamálum undir yfirstjórn
forseta landsins.
Meirihlutinn?
Höfðingi Tswana-svertingja
VOTEWITH
CONFIDENCl
sagði í sjónvarpi, að það væri
náttúrulögmál að hver þjóð vildi
ráða sjálf sinum málum og erfða-
venjum, yfirráð hvitra eða ann-
arrar svartrar þjóðar yrðu ætið
óvelkomin. Sameining hvitra,
Asiumanna og kynblendinga
verður þvi um TVÖFALT fjöl-
mennari en nokkur svertingja-
þjóð i S. Afriku. Meirihluti lands-
ins veröur áfram undir hvltri
stjórn, þótt gagnsemi landsins
fari ekki eftir flatarmáli. Mikill
hluti landsins er óbyggilegur,
eyðimerkur eða fjöll. Landnám
svertingja eru yfirleittá frjósömu
svæðunum eða auðug af málum..
Kostnaðarsamt
Þessar miklu breytingar sem
eiga sér stað i S,- Afriku taka
langan tima og kosta mikið fé og
fyrirhöfn. Byggja þarf nýjar
höfuðborgir, kaupa upp búgaröa
hvitra manna til að sameina
svæðin, þjálfa svarta stjórnendur
og stofna iðnað og verslun svo
löndin verði efnalega sjálfstæð.
Þetta er flókin tilraun til að leysa
heimsvandamál á friðsaman.
hátt. Margir eru andvigir þessari
tilraun. Það verður ekki aftur
snúið úr þessu, svo gagnrýni og
erlendar refsiaðgerðir eru meö
öllu gagnslausar. Þeir sem þykj-
ast hafa velferð svartra að
áhugamáli geta einungis komið
fram aðstoð með milligöngu S.
Afrikustjórnar og ráðamanna
hinna mörgu svertingjaþjóða sem
eru á leið til sjálfstæðis eða hafa
það nú þegar i S. Afriku.
Skipulögð árás.
Það hafa margir eytt heilum
mannsaldri, viða um heim til aö
ófrægja hvita menn i suðurhluta
• Afriku. Þegar ljóst er að aö-
skilnaðarstefnan I S. Afriku virð-
istveraaðná sinu takmarki, hef-
ur öllum árum verið sleppt laus-
um til að hindra áframhaldandi
stefnu, einkum fyrir sjálfstæði
Tswana i desember. Þarna er
ekkert hálmstrá einskis virði. Ef
einhver svertingi fyrirfer sér í
Kosningaplakat frá Vorster,
forsætisráðherra Suður-Afriku.
Þarsegir meðal annars að enginn
nema hvitir menn muni hafa af-
skipti af hvítum mönnum og
hagsmunum þeirra í landinu.
Vorster sver af sér kynþáttamis-
■ rétti með þvi aö segja að svarti
maðurinn hafi Ilka rétt til að
fjalla sjálfur um sin mál. En hvfti
maðurinn á að hafa stjórn á öllu
þvi sem snertir þá báða.
tukthúsi, verður æsingur um all-
an heim.
Fáir munu hafa áhuga á þvi að
maður dó nýlega i Hverfissteinin-
um, né heldur hvað gerist i
Uganda og öðrum blökkulöndum.
Það verður að notast sem
lengst viö það hálmstrá, að allt
vonda fólkiö i heiminum sé núna i
Chile og S. Afriku. Kommúnista-
löndin og hálfsiðaðar þjóðir i
Afriku og Asiu gera vist ekkert
ljótt af sér sem stendur.
Meðferð indiána I Ameriku,
Lappa i Sviþjóð og eksimóa i
Grænlandi, eða kosningamisrétt-
ið i Reykjavik, er ekki nefnt i
heimsfréttum.
Viggó Oddsson,
Jóhannesarborg.
ERU BOKABRENNUR Á
BORGARSPÍTALANUM?
Þó furðu gegni eru enn til þeir
menná ísiandi sem brenna bækur
og blöð til að hindra frjálsa
skoðanamyndun. Slikum mönn-
um höfðum við sagnir af á mið-
öldum ogseinna meir aðdáendum
brúnstakka Hitlers sem eins og
kunnugt er voru andstæðingar
frjálsra skoðana og tjáningar.
Spitalar höfuðborgarinnar hafa
undanfarna mánuði fengið viku-
blaðið Stéttabaráttuna endur-
gjaldslaust til aflestrar fyrir
sjúklinga og starfsfólk. Blaðið
hefur hundruð áskrifenda og
margir þeirra lenda oft á tiðum
inn á spitala eins og gengur og
gerist með fólk. Þetta fólk vill
gjarnan fá blaðið reglulega eins
og reyndar önnur blöð og dagblöð
sem borin eru út á sjúkrahúsun-
um.
Viðtökur starfsfólks spitalanna
hafa verið með ágætum, utan
nokkurra starfsmanna Borgar-
sjúkrahússins sem vinna i
kjallara hans við eldhúsiö, en
þangað er skilað inn dagblöðum
ög öðrum blöðum til dreifingar á
spitalann’ Sérhvern miðvikudag
undanfarna mánuði hefur Stétta-
baráttan verið keyrð út og skilin
eftir I blaðaafgreiðslu Borgar-
spitalans og hefur alltaf verið
tekið umyrðalaust við henni.
Fyrir nokkrum vikum tóku okkur
að.berast kvartanir frá áskrif-
endum og starfsfólki spitalans
þess efnis að það fengi ekki blaðið
þrátt fyrir að þvi væri reglulega
skilað inn á blaðaafgreiðsluna.
Og ekki nóg með það: okkur var
tjáð að ákveðnir starfsmenná
blaðaafgreiðslunni brenndu þau
eintök er þeir tækju á móti tii
dreifingar til sjúklinga og starfs-
manna.
Haft var samband við forstöðu-
konu Sjúkrahússins og skal það
tekið fram að hún var öll að vilja
gerð áð athuga af hver ju blaðinu
væri ekki dreift.
En nú i morgun, miðvikudag
þegar komiö er með blaðið á
spitalann bregður svo við aö
starfsmenn sem hingað til hafa
tekið við blaðinu og brennt það án
okkar vitundar neita að taka við
þvi. Þeir báru þvi við að Siguröur
Angantýssonsemgegnir einhvers-
konar yfirmannsstöðu á spitalan-
um að þeirra sögn, skipi svo fyrir
að Stéttabaráttan skuli ekki koma
á spitalann vegna þess að sjúkra-
húsið er ekki áskrifandi að
blaðinu. Sigurður Angantýsson
tók þátt I prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins hér i Reykjavik sem nú
er nýafstaðið og tæplega viljum
við trúa þvi að stefna hans hafi
verið gegn frjálsri skoöanamynd-
um og ákall um aö prentaðar
skoðanir stjórnmálaandstæðinga
hans yrðu brenndar á báli. Ef
hann og hans stuðningsmenn á
vinnustað vilja liggja undir þeim
ákúrum sem hér eru á þá bornar
skulu þeir halda uppteknum
hætti. En ef þeir eru lýðræðis-
sinnar og fylgjandi frjálsri
skoðanamyndun skulu þeir leyfa
öllum prentuðum skoðunum póli-
tiskra samtaka að koma fram.
Þau rök að Stéttabaráttan sé póli-
tisk en önnur blöð ekki, eins og
þessir starfsmenn segja teljum
við vera haldlaus...
Það er ekki þeirra að dæma um
þau mái fyrir hundruð sjúklinga
spi'talans, nema þeir vilji beita
sömu aöferðum og nasistarnir
beittu á sinum tima.
fh. ritnefndar Stéttarbaráttunnar
Benedikt Kristjánsson
SIGURÐUR
ANGANTÝSSON
SVARAR: Öllum blöð-
um sem sjúkrahúsið fær
er dreift um stofnunina.
Annað eru staðiausir
stafir. Þeir mega koma
með Stéttabaráttuna
sina hingað min vegna.
tlfurfjúöutv
Brautarholti 6, III h.
Simi 76811
AÐ LAUGAVEG! 26.
Þar bjóðum við mikið úrval af skart-
gripum úr silfri og gulli.
Hringar, hálsmen, lokkar, armbönd og
margt fleira.
Mikið úrval af handunnu islensku Vira-
virki.
Beltispör, doppur, borðar, myllur, kúlur,
lokkar og margt fleira
Gerum einnig við skartgripi úr silfri og
gulli.
Þræðum perlufestar. Gyllum —
Hreinsum.
Gefið góðar gjafir, verslið i Gullhöllinni.
SENDUM í PÓSTKRÖFU
Fljót, góð og örúgg þjónusta.
ötlin
á
VERSLANAHÖLLIN /
LAUGAVEGI 26
101 REYKJAVÍK
SÍMI 17742 4
■tsaif