Vísir - 30.11.1977, Blaðsíða 13

Vísir - 30.11.1977, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 30. nóvember 1977 vism 12 ( Ég undirritaður óska að gerast félagi i Hinu islenska Náttúrufræðifélagi. Nafn Heimilisfang Sveitarfélag./Sýsla HIÐ ÍSLENSKA NÁTTÚRUFRÆÐIFÉ- LAG Pósthól 846. Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 16., 18. og 20. tbl. Lögbirtingablaðs 1977 á Álftamýri 35, þingl. eign lngvars Herbertssonar fer fram eftir kröfu Landsbanka islands á eigninni sjálfri föstudag 2. deseinber 1977 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Til sölu Renault sendibill árgerð 1975 keyrður að- eins 25 þús. km. Upplýsingar i sima 86388 og 32608. íTín Mun þátttaka islenskra félagsliða i Kvrópukeppnum brátt hcyra sögunni til? t>að er ekki að ástæðuiausu að þessi spurning hefur ásótt mann að undan- förnu og þá ekki hvað sist eftir leiki FH og Vals i Evrópukeppni meistaraliða og bikarmeistara i bandknattieik sem fram fóru hér á landi um siðustu helgi. Hér áður fyrr þótti það teljast til meiri háttar iþróttaviöburða er is- lensku liðin sem taka þátt I Evrópu- keppni i handknattleik og knattspyrnu drógust á móti frægum sterkum er- lendum liöum. l>að fannst áhuga- mönnum uin þessar iþróttagreinar vera stórkostlegur hvalreki á fjörur siuarog t.d. i handboltanum var ávallt húsfyllir er slik lið koinu i heimsókn. En nú er öldin önnur, og má taka nærtækasta dæmið þvi til staöfesting- ar en það eru lcikir Vals og FH i Evrópukeppninni i handboltanum. Valsmenn fengu um 550 inanns á leik- inn hjá sér gegn llonvcd og FII senni- lega aðeins færri á lcikinn gcgn Vor- warts. Nú má vcra aö meginástæðan fyrir þvi hversu slök aðsókn varð á þessa leiki hafi verið sú að bæöi FH og Valur töpuöu stort i útileikjum sinum og höfðu enga möguleika til að sigra það stórt aðþau kæmust áfram i keppninni og fólk hefði þess vegna ekki áhuga á að sjá heimaieiki liðanna. En það er jafn-slæmt fyrir félögin samt sem áöur. Þau þurfiu nauösyn- lega á stuðningi alinennings að halda að þessu sinni, enda er þátttaka i Evrópukeppni orðin gifurlega kostn- aöarsaml fyrirtæki. FH-ingar eru t.d. meö langan skuldahala á eftir sér vegna þátttöku sinnar að þessu sinni, og ekki sjáanlegt i fljótu bragði að það sé grundvöllur fyrir félagið aö fara i þessa keppni á næslunni þótt félagið vinni sér rétt til þess. i fyrstu uniferðinni drógust Vals- menn á móti liði frá Færeyjum. V'als- menn tóku þann kostinn sem svo mörg lið liafa gert i knattspyrnunni, þ.e. að leika báða leikina erlendis, og er slíkt ávallt leiðinlcgt ýmissa hluta vegna. En blasir ekki við sú staðreynd að slikt hljóti að vera það sem kemur, ef svo fer að féiögin islensku hreinlega neyðist til þess að hætta þessari þátt- töku alveg? Sania sagan er uppi á teningnum i knattspyrnunni þar hefur aðsókn á leiki i Evrópukeppnum félagsliða farið minnkandi og er nú svo komið að það er algjört happdrætti ineð þátttöku i svona keppni. Það er nú eina von þeirra félaga seni þar taka þátt að dragast á móti nógu sterku og frægu liöi, þá ætti að vera liægt að láta end- ana ná saman fjárhagslega. Að visu er það sem minnst hefur verið á hér að framan ekki neitt séris- lenskt fyrirbrigði. Þetta vandamál .hefur verið til staöar t.d. á Noröur- löndunum áður, en það breytir ekki þeirri staðreynd að þetta cr hættuleg þróun i islenskum íþróttum. Við erum það afskekktir hér á landi aö við fáum ckki það mörg erlend lið til að koma hingaö að við megum við þvi að missa af leikjum islenskra félagsliða I Evrópukeppni. Gylfi Kristjánsson Jón Karlsson reynir markskot I Evrópuleik Vals og Honved um helgina. Valsmenn fengu sárafáa áhorfendur á leik sinn við Honved og eru sennilega með stórt tap fjárhagslega vegna þátttöku sinnar,— Visismynd Einar. .....III I ....................I.......Illllll....II III................. —W1 ÞEGAR BETUR ER AÐ GAÐ Verður þótttaka íslenskra liða þá alveg úr sögunni? — Stórminnkandi aðsókn á leiki íslenskra félagsliða í Evrópukeppni getur orðið til þess að félögin hœtti að leggja út í það œvintýri að taka þátt vism Miðvikudagur 30. nóvember 1977 Iprotíir Jóhannes fœr góða dóma í Skotlandi Helgi Jóhannsson hefur nú verið ráðinn iandsliösþjálfari i körfuknattleik. Hvað gerir Leiknir gegn ÍR-ingum? Tveir leikir verða háöir i Reykjavikurmótinu i handknatt- leik i kvöld, þeir eru báðir í meist- araflokki karla og hefst sá fyrri i Laugardalshöllinni kl. 20. Það er leikur 1R og Leiknis. IR-ingar eru í einu af efstu sætun- um i mótinu og eru með i kapp- hlaupinu um Reykjavikurmeist- aratitilinn. Leiknismenn sem eru greinilega i mikilli sókn þessa dagana munu þó örugglega ekki gefa sinn hlut eftir baráttulaust. Þeir tóku stig af Val á dögunum, unnu Fylki, og um helgina unnu þeir Þróttara örugglega i keppn- inni i 2. deild. Síðari leikurinn i kvöld hefst kl. 21.15, og er það leikur Ármanns og Vals, leikur sem Valsmenn ættu að vinna, þótt þeir leiki án landsliösmanna sinna. Bilavörubúðin Fjöðrin h.f. Skeifan 2. simi 82944 Helgi hefur um langt árabil verið þjálfari i körfuknattleik, og hér fyrr á árum þjálfaði hann landsliðið oft. Um tima hvarf Helgi svo út á land og þjálfaði þá ekki, en i vetur þjálfar hann lið Islandsmeistara 1R. Um eða eftir næstu helgi munu landsliðsæfingarnar hefjast af fullum krafti, og hefur landsliðs- nefnd þegar valið 18 leikmenn til þess að taka þátt í þeim æfingum. Nöfn þeirra leikmanna hafa enn ekki verið gefin upp, en þessir leikmenn sem um ræðir munu æfa fram að leikjunum við banda- riska liðið Luther College sem leikur hér á landi á milli jóla og nýárs. gk—. Nýkomnir tjakkar fyrir fólks- og vörubíla fró 1-20 tonna MJÖG HAGSTÆTT VERD 1 VERÐLAUNAGRIPIR OG FÉLAGSMERKI Framleiði alls konar verðlaunagripi og félagsmerki. Hefi ávallf fyrirliggjandi ýmsar staerðir verðlaunabikara og verðlauna- peninga einnig styttur fyrir flestar greinar íþrótta. Leitiö upplýsinga. Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 8 - Reykjavík - Sími 22804 — Blöðin hœla honum ú hvert reipi — og frœgt félag í Evrópu hefur sýnt úhuga ú að fú hann til sín „Enn sem komið er hefur ekk- ert verið ákveðið um framtlð mina hjá Celtic —og ég á ekki von á að neitt gerist i þvi máli fyrr en að deildarbikarkeppninni lok- inni",sagði Jóhannes Eðvaldsson knattspyrnumaðurinn kunni, sem leikur með skoska liðinu Glasgow Celtic, i viötali við Visi i gær- kvöldi. Eins og kunnugt er þá hef- ur Jóhannes óskað eftir þvi aö fara frá félaginu og rennur samn- ingur hans út i vor. ,,Ég get ekkert sagt á þessu stigi málsins annað en það, að nokkrar fyrirspurnir hafa borist til Celtic — og þar af er ein frá frægu félagi á meginlandinu sem ég vil ekki nafngreina. Jock Stein framkvæmdastjóri, hefur sagt að hann muni láta mig fara, fái fé- lagið þá peningaupphæð sem hann setur upp, en það verði ekki fyrr en séð verður hvernig okkur reiðir af i deildarbikarkeppn- inni.” Jóhannes sagði ennfremur að þeir hjá Celtic ættu að leika við Hearts annað kvöld (í kvöld) i undanúrslitunum á Hampden Park, en eins og veðrið væri i Glasgow benti allt til þess að leiknum yrði frestað. Þar væri svarta þoka og frost — og væri skyggnið aðeins nokkrir metrar. Siðan Jóhannes óskaöi eftir að verða seldur frá liðinu hefur hann átt hvern stórleikinn á eftir öðr- um og koma hér nokkrir blaða- dómar um leik Celtic og Aber- deen fyrir viku, en honum lauk með sigri Celtic 3:2 — og skoraði Johannes Edvoldsson of Coltic, hit the winnor in yostordoy's five-gool thriller between Celtie ond Abeideen. The tronsfer- seeking lcelonder wos olso the driving force in midfield. CELTIC ABERDEEN (4-3-3) (4-3-3) fl Clarit Rlippi 3 Kennedy Lynch 2 McCleiland 2 Harper (Wbón S80 McAdam - (McMosfer S85)... 2 Jafvie SuO-Coopar Jóhannes var valinn leikmaður dagsins eftir leik Celtic gegn Ab- erdeen og hlaut góða dóma eins Jóhannes sigurmarkið. „Sunday Post”: — „Og fyrir Jo Edvaldson — hann skorar mörk þegar mest riður á, og slikur leikmaður er þyngdar sinnar virði i gulli.” „Sunday Mirror”: „Jo Edvald- son islenski landsliðsmaðurinn sem vill fara frá Celtic, sýndi hversu dýrmætur hann er, greiddi svo rothöggið með glæsi- legu marki sem hlýtur að koma til álita sem mark ársins”. „Daily Record”: „Johannes Edvaldson skoraði þriðja markið með glæsi- legum þrumufleyg. Edvaldson vill enn fara frá Parkhead, þetta er slæmt, þvi að hann er liðinu mikilvægur leikmaður, sérstak- lega eins og ástandið er núna — Danny McGrain og Pat Stanton meiddir”. „Scottish Daily Ex- press”: „Edvaldson hefur átt misjafna leiki, en siðan „Shugg- ie” fór fram á að verða seldur hefur hann aldrei leikið betur. Edvaldson er vinsæll á Parkhead, sérstaklega eins og ástandið er núna, þegar margir leikmenn eru meiddir —-og spurningin er hvort Celtic hefur efni á að láta íslend- inginn fara.” „Daily Mirror”: „Jo Edvaldson, maðurinn frá Is- landi, sem vill fara frá Celtic — yfirgaf Parkhead með söng 27 þúsund áhorfenda hljómandi i eyrunum eftir að hafa skorað sig- urmarkið gegn Aberdeen. Ed- valdson óskaði eftir sölu — og síð- an það gerðist hefur hann leikið frábærlega vel gegn Rangers og Aberdeen”. — BB HELGI ÞJÁLFAR LANDSLIÐIÐ Þessi mynd er frá leik Arsenal og Leicester i deildinni á Higbury, en honum lauk með sigri Arsenal 2:1. Arsenal sýndi góðan leik I gær og sigraði Iiull örugglega. Fjögur mörk Forrest gegn Aston Villa Notthingham Forest sem nú leiðir i 1. deildarkcppninni i Eng- landi sló Aston Villa út i deildar- bikarnuin í gærkvöldi — og tryggði sér þar með réttinn til að leika i átta liða úrslitunum. For- est sigraði 4:2 og komu þessi úr- slit talsvert á óvart, þvi að Aston Villa sem sigraði i þessari keppni i fyrra hafði aðeins tapað einum af síðustu 24 leikjum sfnum. Peter Withe sem ekki hefur skorað mark fyrir Forest i siðustu sjö leikjum skoraði þriðja markið i gærkvöldi, en hin mörkin skor- uðu þeir Larry Lloyd, Viv Ander- sonog Tony Woodcock. Mörk Ast- on Villa sem var 2:0 undir i hálf- leik, skoruðu þeir Brian Little og Frank Carrodus. Þá kom einnig mjög á óvart, að West Bromwich Albion skyldi tapa fyrir 3. deildarliðinu Bury sem ekki hefur tekist að sigra*í 9 siðustu deildarleikjum sinum. Mark Bury skoraði Ian Robbins og verður ekki sagt annað en Bob Stokoe sem nú hefur tekið við lið- inu fái fljúgandi start. Stokoe varð frægur þegar Sunderland sigraði i bikarkeppninni undir hans stjórn árið 1973, og siðan kom hann liðinu upp i 1. deild. En strax árið eftir gekk allt á aftur- fótunum — Sunderland féll i 2. deild og Stokoe varð að taka pok- ann sinn. Annars urðu úrslit leikja þessi i gær: Deildarbikarinn Arsenal — Hull 5:1 Bury —WBA 1:0 Ipswich — Man. City 1:2 Liverpool — Coventry 2:2 Notth. For. — Aston V. 4:2 Sheff. Wed — Everton 1:3 Bikarkeppnin Heartlep. — Tranmere 3:1 Plymouth — Bath 2:0 Swansea — Leatherh. 2:1 Swindon — Boreham 2:0 Bournem — Colchester 0:0 Loksins ettir tiu ár tókst Man- chester City að sigra á Portman Iíoad i Ipswich. Brian Kidd náði forystunni fyrir City, Trevor Whymark jafnaði metin fyrir Ips- wich með marki úr vitaspyrnu, en Dennis Tueart, sem skoraði þrennu á laugardaginn, skoraði sigurmarkið fyrir Manchester. Coventry sem tapaði 6:0 fyrir Everton i Liverpool á laugardag- inn gekk betur i „Bitlaborginni”, að þessu sinni og náði jafntefli gegn Liverpool. Ian Wallace náði forystunni fyrir Coventry, þeir David Fairclough og Phil Neal (úr vitaspyrnu) komu Liverpool yfir með tveimur mörkum á fjögra minútna leikkafla, en Barry Powell tókst að jafna fyrir Coventry og tryggja liði sinu aukaleik. — BB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.