Vísir - 30.11.1977, Blaðsíða 24

Vísir - 30.11.1977, Blaðsíða 24
mdagur 30. nóvember 1977 Sináaugh/sinyahappdi■œlli VfS/S fh'eqiö 20.f/es. 20"lilsjón varp (Úi(Vli) ftd vrvómæíi kv. þús. . _ ' ■*-& shu itfnm Luxor FRA ^KARNABÆ Smáauglýsingamóttaka; virka daga kl. 9-22 Laugard. kl. 10-12 Sunnud. kl. 18-22 HLJÓMDEILD GEKK BERSERKS- GANG MED ÖXI 0G HNÍF f NÓn Ungur piltur 17 ára gam- a11/ gekk berserksgang með sveðju og öxi í íbúð i Reykjavik. Þegar Visir hafði samband við Njörð Snæhólm yfirlögregluþjón hjá Rannsóknarlögreglu rikisins i morgun var þetta mál nýkomið til rannsókn- ar þar og vildi hann engar frekari upplýsingar um það gefa. Samkvæmt þvi sem Visir hefur fregnað, var pilturinn ásamt nokkrum öðrum staddur i ibúð i Bogahlið, þegar hann greip tii vopnanna. Skaðaði hann tvær konur i ibúðinni en aðeins litil- lega. Lögreglan var kölluð til um klukkan hálf fjögur i nótt og fjar- lægði hún piltinn. Var hann i vörslu lögreglunnar i nótt. Ekki er ljóst hvort maðurinn var ölvaður en mál þetta er nú i rann- sókn. — EA NÝR GETRAUNASEÐILL Á MORGUN Seðill númer tvö í óskrifendagetraun Vísis með bílavinningunum þremur verður birtur í blaðinu ó morgun, 1. desember Talsverðar bilanir hjó Hitaveitu Reykjavíkur: EIH HUNDRAÐ HÚS ÁN HITAVEITUNNAR ,,Það hefur verið mik- ið um alvarlegar bilanir hjá okkur siðustu daga og um hádegi voru um 100 hús sem ekki höfðu heitt vatn”, sagði Stein- þór Ingvarsson hjá Hita- veitu Reykjavikur i morgun. Vandræðin hófust á föstudaginn þegar bilun varð i kerfinu á Snorrabraut og nokkrar götur voru vatnslausar allan laugar- daginn. Alvarleg bilun varð siðan i brunni á Miklatorgi á mánudag- inn og þurfti að loka fyrir rennsli úr geymum i öskjuhlið með þeim afleiðingum að vatnslaust varð I vesturbæ og gamla miðbænum. Bilun kom siðan upp neðarlega á Hverfisgötu i gær, en viðgerð lauk i gærkvöldi og þá voru aðeins sex hús án vatns. Steinþór sagði að mikið væri um smábilanir i heimaæðum og götuæðum eftir að stórbilanir hefðu komið upp og væri geysimikið álag á viðgerða- þjónustu hitaveitunnar. — SG Gufumökk lagði um Hverfisgötu i gær þegar bilun varð i heitavatnsæð. (Vísismynd Jens) * r v t r Utgerðaraðilar vestan lands og norðan ekki sammála tillögum LIU um flotvörpubann: ÁÐUR HLOTIÐ DÓMA — vegna tveggja kynferðisafbrota Maðurinn sem nú hefur verið úrskurðaður i gæsluvarðhald vegna kynferðisafbrots gagnvart 9 ára dreng úr Hafnarfirði, hefur áður fengið dóm fyrir tvö kyn- ferðisafbrot af sama tagi. Var maðurinn í tiu mánaða fangelsi á árinu 1966. Manninum hefur nú verið gert að sæta geörannsókn vegna þess sem gerðist á fimmtudag.skvöld. Tældi þá maðurinn fyrrnefndan dreng upp i bil sinn og fór með hann út fyrir bæinn, þar sem hann framdi kynferðisafbrot gagnvart drengnum. Lögreglan i Hafnarfirði og Keflavik höfðu uppi á manninum fljótlega eftir að málið var kært, en rannsóknarlögregla rikisins hefur málið nú undir höndum. EA „FASINNA AÐ BANNA NÝJUSTU TÆKNINA" segir Sœmundur Ársœlsson, framkvœmdastjóri Þormóðs ramma ,,Mér list vægast sægt mjög illa á þessa tillögu Líú”, sagði Sæ- mundur Arsælsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma á Siglufirði. „Þetta er veiðarfæiri sem skil- ar mjög góðu hráefni. Sá flot- vörpufiskur sem við höfum fengið hefur allur farið i neyt- endaumbúðir. Mér finnst fá- sinna að banna nýjustu tækni. Það er spor afturábak að mega ekki nota það sem nýjast er og best”. „Það er nú mestallur togara- flotinn kominn með þetta veiði- tæki og það er gifurleg fjárfest- ing sem liggur þar i. Við hljót- um að snúast til varnar ef á nú að banna okkur að nota það”. „Það er heldur ekki hægt að sjá neinn tilgang með þvi að banna flotvörpu, hvorki frá fisk- verndar- né öðru sjónarmiði”. —ÓT // TOM VITLEYSA /# — segir Jón Póll Halldórsson, framkvœmdastjóri Norðurtanga ,,Mér finnst afskap- lega óskynsamlegt að banna framfarir i veiðitækni og ég skil eiginlega ekki hvað Líú er að fara”, sagði Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Norðurtanga á ísafirði, þegar Visir spurði hann álits á þeirri tillögu Landssambands is- lenskra útvegsmanna að banna veiðar með flotvörpu. ,,Ef útgerðarmenn eiga að fara að slást innbyrðis um hverskonar veðarfæri megi nota. verður liklega næst farið að banna veiðarfæri úr gervi- efnum og svo rekur hver vit- leysan aðra”. „Þarna ráða engin fiskvernd- arsjónarmið eins og ég sagði þá get ég ekki komið auga á mark- miðið með þessari samþykkt. Eg held að þetta sé bara vit- leysa'. _OT HEFUR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.