Vísir - 30.11.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 30.11.1977, Blaðsíða 3
VISIR Miðvikudagur 30. nóvember 1977 3 „Við höfum ekki lengur bolmagn til rekstursins," segir framkvœmdastjóri félagsins „Það sigur stöðugt á ógæfuhliðina og þvi var þessi leiða ákvörðun tekin,” sagði Eggert Ásgeirsson fram- kvæmdastjóri Eauða kross íslands i samtali við Visi. Stjórn Rauða kross Islands hefur ákveðið að hætta rekstri Sjúkrahótels RKl i Reykjavik frá næstu áramótum að telja. Eggert sagði að sivaxandi halli hefði orðið á rekstrinum og væri núsamsafnaðurhalliorðinn 21,4 milljónir króna. „Þessa upphæð höfum við þurft að taka úr sjóðum Rauða krossins og hefur það valdið vanskilum við aðrar deildir félagsins,” sagði hann. Rauði krossinn hóf rekstur sjúkrahótelsins 15. nóvember 1974. Strax fyrsta árið skorti nokkuð á að daggjöld sjúkra- hótelsins nægðu til að greiða reksturskostnaðinn. A.þessuári hefðu daggjöldin þurft að vera 66% hærri til að standa straum af rekstrinum, en þau eru nú 3.400 krónur. Styttir legutimann „Ætlunin með sjúkrahótelinu var að létta á sjúkrahúsunum, þannig að biðtimi sjúklinga eftir plássi á sjúkrahúsi styttist. Um leið áttum við von á að slik stofnun myndi auðvelda sjúklingum leiðina útí lífið eftir dvöl á sjúkrahúsi,” sagði Egg- ert. „Hótelið hefur ótvírætt sannað gildi sittog við erum enn hrifnir af hugmyndinni. Hér hefur verið til jafnaöar 90% nýt- ing á rúmum og þvi er þörfin augljós. Fólk getur mjög oft ekki farið beint heim til sín af sjúkrahúsi. Margir búa einir og geta þá ekki séð um sig og eins búa margir það langt frá læknisþjónustu að þeir geta ekki snúið heim fyrr en þeir þurfa ekki lengur á slikri þjónustu að halda. Við héldum i upphafiað þörfin fyrir sjúkrahótel væri aðallega meðal fólks utan af landi en það hefur komið i ljós að Reyk- vikingar hafa lika mikla þörf fyrir þessa þjónustu.” Minni kostnaður Rekstrarkostnaður sjúkra- hótelsinser mun minni en gerist á sjúkrahúsunum. Til dæmis eru daggjöld við Borgarspital- ann nú 27.400 krónur. Ástæðan er sú að minni þjónusta er veitt á hótelinu og starfsfólkið er ófaglært, auk þess sem húsið sjálft er ódýrara en sjúkrahús- in. En á sambærilegri stofnun eins og Arnarholti eru daggjöld- in 6.400 krónur og i sjúkraskýl- um úti á landi eru daggjöldin 4.900 krónur. Eggert sagöi aö daggjalda- Setustofa sjúkrahótels RauOa krossins. A hótelinu hafa frá opnun þess dvaiið hátt á annað þúsund manns en i einu geta dvalið þar 28 manns. Visismynd JA nefnd ætti samkvæmt reglugerð að bæta halla hjá sjúkrastofn- unum á næstu 12 mánuðum eftir að nefndin verður vör við hall- ann. Þetta kvað hann hins vegar ekki hafa verið gert og væri sjúkrahótelið þar ekki eitt á báti. „Við höfum ekki lengur bol- magn til að reka hótelið, en við vonum að aðrir t.d. heilbrigðis- yfirvöld geti tekiö þetta að sér. Við höfum enga ákvörðun tek- ið um húsnæðið en til að byrja með verður það látið standa autt. Það er ódýrara en að reka það. Þessa ákvörðun verður þó að taka fljótlega. En við erum ekki búnir að gefa upp alla von um að hægt verði að byrja á þessari þjónustu aftur i ein- hverju formi,” sagði Eggert As- geirsson. Stjórn RKÍ hefur skipað þrjá menn i nefnd til að kanna reksturinn og finna hon- um framtiðarveg, ef þess er nokkur kostur. I nefndinni eru þeir Björn Tryggvason, fyrrv. form. RKI, Arinbjörn Kolbeins- son læknir og Erling Aspelund hótelstjóri. Leiði sú könnun til þeirrar niðurstöðu að RKl sé ekki fært að hefja reksturinn á ný, þá er stjórnin reiðubúin aö láta öörum aðila i té húsnæðið að Skipholti 21 með vægum kjörum ef sá aðili hefur aðstöðu til að endurvekja starfsemi sjúkrahótelsins. —SJ RAUÐI KROSSINN LOKAR SJÚKRAHÓTELI SÍNU Hollensku eggin mun ódýrari Verð á eggjum frá Hol- landi yrði enn hagstæðara en Vísir skýrði frá í gær ef þau væru f lutt inn það- an. Samkvæmt nýju tilboð sem Einar Bergmann i Kjöt og Fisk fékk frá Hollandi um hádegi i gær lækkaði flutningskostnaður með flugi úr 255 krónum á kiló niður i 142. Hingað komið kost- aði þá hvert kiló af eggjum frá Hollandi aðeins 383 krónur og smásöluverð þá að likindum i kringum 460 krónur. Hollendingar bjóða eggin á rúmar 240 krónur hvert kiló komið á flugvöll eða i skipaaf- greiðslu. Hins vegar er vist von- laust að leysa úr eggjaskortin- um hér með innflutningi þar sem hann er bannaður eins og á öðrum landbúnaðarafurðum. — SG Stúdentar vilja fé til heilsurœktar Stúdentar við Háskólann fjárveitingar á næsta ári til heilsuræktar. — SG eru óánægðir með að þurf a að greiða aðgang að sund- laugum borgarinnar og af- not af iþróttahúsi Háskól- ans. Hagsmunanefnd Stúdentaráðs segir i frétt sem nefndin hefur sent frá sér, að skólastarfinu fylgi litil likamleg áreynsla og þvi verði að telja hvers konar leik- fimi eðlilegan þátt skólastarfs- ins. Háskólaráð hefur fjallað um málið og samkvæmt tillögu þess hefur fjárveitinganefnd verið skrifað og farið fram á nægilegar VERKSMIÐJUSALAN byrjar ó morgun Fatagerðin Bót Skipholti 3 --------------------------------- -----------------------------------------------------------------

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.