Vísir - 30.11.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 30.11.1977, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 30. nóvember 1977 visir vísm utgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdarstjóri: Davið Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson (óbm) Olafur Ragnarsson Ritstjornarfulltrui: Bragi Guðmundsson. Umsjon með Helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Frettastjori erlendra frétta: Guðmundur Petursson. Blaðamenn: Edda Ándrésdóttir, Elias Snæland Jonsson, Guðjon Arngrimssv-in, Jonina Michaelsdottir, Kjartan L. Palsson, Kjartan Stefansson, Oli Tynes, Sigurveig Jonsdottir Sæmundur Guðvinsson. Iþrottir: Björn Blóndal. Gylfi Kristjansson Ljósmyndir: Jens Alexandersson- Jon Einar Guðjónsson. Útlit og hönnun: Jon Oskar Hafsteinsson, Magnus Olafsson. Auglysinga- og sölustjori: Pa!l Stefansson. Dreifingarstjori: Sigurður R Petursson. Auglysingar og skrifstof ur: Siðumula 8. Simar 8661 1 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjorn: Siðumula 14. Sími 86611 (7 linur) Askriftargjald kr. 1500 á manuöi innanlands. Verð i lausasölu kr. 80 eintakið. Prentun: Blaðaprent. HAMINGJAN UNDIR HÁUM Viðskiptaráðherra sýnir á sér nýja hlið Umræður i blöðum um gjaldeyrismálefni undan- farna mánuði hafa leitt til þess að ólafur Jóhannes- son viðskiptaráðherra hefur nú sett nýja reglugerð um þau efni sem felur i sér aukið frjálsræði. Með henni er stigið veigamikið skref i átt til frjálsra gjald- eyrisviðskipta. Fyrir ári greindi Visir frá þvi er ólafur Jóhannes- son sagði á fundi í Reykjavík að hann teldi það geta komið til athugunar að heimila mönnum að leggja gjaldeyri inn i banka til ávöxtunar. I framhaldi af þessari yfirlýsingu lagði Vísir ríka áherslu á að breytingar i þessa veru yrðu gerðar á gjaldeyris- reglunum. ólafur Jóhannesson hefur i ráðherratíð sinni frem- ur haft tilhneigingu til þess að setja haftareglur en auka frjálsræði. Því fremur er ástæða til þess að fagna þessari ákvöröun ráðherrans sem er skynsam- leg og mun örugglega hafa góð áhrif og horfa til bættra viöskiptahátta. Viðskiptaráðherra hefur staðið við fyrirheit sitt frá þvi i fyrra. Hann lét ekki við það eitt sitja að athuga máliö eins og stjórnmálamenn gera stundum, heldur hefur hann breytt hugmyndum í veruleika. Sann- leikurinn er sá að við höfum búið við allt of þröngar reglur um meðferð gjaldeyris. Efnahagslegar aðstæður hafa leitt til þess á undan- förnum árum að i bönkum hefur verið gjáldeyris- skortur. I landinu hefur á hinn bóginn verið nægjan- legt framboð af gjaldeyri. Haftareglurnar hafa einungis leitt til þess að gjaldeyrisverslunin hefur minnkað i bönkunum en vaxið á svarta markaðnum. Gja Ideyrisskorturinn hefur þvi að nokkru leyti verið heimatilbúinn. Hin nýja gjaldeyrisreglugerð sem ólafur Jóhannesson hefur sett, getur hins vegar bætt nokkuð úr skák i þessu efni. Með frjálsum gjaldeyris- viöskiptum og réttri gengisskráningu á ekki að þurfa að vera skortur á gjaldeyri. Erlendar lántökur hafa að mestu lotiö haftareglum eins og aðrir þættir g jaldeyrisviðskipta. Inn- flutningsaðilar þurfa að sæta mjög mismunandi að- stöðu til þess að fá skammtima greiðslufrest erlendis og lán til langs tima eru óheimil án samþykkis ríkis- stjórnarinnar. Erlendar lántökur fara þvi fyrstog fremst fram á vegum opinberra aðila nema helst að þvi er varðar kaup á skipum og f lugvélum. Nú er ekki þvi að heilsa að erlend lán séu ekki notuð til uppbyggingar atvinnu- fyrirtækja í landinu. Haftakerfið gerir það hins vegar aö verkum aö fyrirtækin fá þessi lán gegnum opin- bera miliiliði. Framkvæmdasjóður tekur erlend lán og veitir aftur f járfestingarsjóöum einstakra atvinnuvega sem siðan lána atvinnufyrirtækjunum. Þetta milliliðakerfi er þungt i vöfum og lýtur að nokkru leyti flokkspólitískri forskrift og er þvi ekki nægjanleg trygging fyrir þvi að arðsemissjónarmið ráði rikjum. Þar við bætist aö þessi háttur leiðir til þess að atvinnufyrirtækin þurfa að taka dýrari lán en vera þyrfti ef innlendu milli- lióunum væri sleppt. Oll rök hniga því í þá átt að rýmka reglur um meö- feró gjaldeyris og verslun með hann. Fyrsta skrefið hefur nú verið stígið og er ástæða til að sjá hvernig það reynist. En viðskiptaráðherra mætti gjarnan hefja athugun á frekari frjálsræðisaðgerðum i þess- um efnum og gera hugmyndir þar að lútandi að veru- leika. Hann hefur farið ágætlega vel af stað með reglu- gerðinni, sem sett var i gærdag en getur að sjálfsögðu gert betur. FJOLLUM c Indriði G. skrifar Guðmundur Gíslason Hagalin Hamingjan er ekki alltaf ótukt Skáldsaga Almenna bókafélagið. Guðmundur Gislason Hagalin erkominn undiráttrættog skrifar skáldsögur þau árin sem hann heldur ekki fram ævisögu sinni, sem þegar er orðin allmörg bindi. Skáldsögur hans flestar eru með vestfirzku ivafi, og svo er um þá nýjustu, sem nýlega er komin út og nefnist hinu langa og óþjálá nafni: Hamingjan er ekk, alltaf ótukt. Allt verður þó mun þjálla, þegar farið er að lesa bókina, en hún fjallar að mestu ieyti um Markús Sveinbjarnarson, smá- vaxinn en knáan mann, sem tekur sérfyrirhendurá gamalsaldrí að kenna unglingum sjósókn. Framan af er sagan fremur ágripsmikil, þar sem farið er hratt yfir sögu, en þegar liður á verkið þéltist söguþráðurinn. Frásögnin hefur einkenni mikill ar orðgnóttar og henni bregður viða til vestfirzks framburðar, eins og hann var upp úr alda- mótunum, þegar Guðmundur var hagvanur i sinum heimabyggð- um. Má með nokkrum sanni segja að með rithætti sinum nú hafi höfundurinn lokað hringnum hvað orðfæri snertir, og orðið um margt likur þvi sem hann var upphaflega, þegar lesendur fögn- uðu hinum sérkennilega tals- máta. Ekki tel ég mig þess umkominn að sjá hvort hér er á ferðinni verk sem styðst við sögulegar stað- reyndir. Mikið fremur ber að lita svo á, aö með þessu verki hafi Guðmundur verið að kveða á um heppilegt og nánara samband a'.sku og aldurdóms, og hver vinn- ingur getur orðið af sliku sam- bandi. Hinu er ekki að leýna að i bókinni fyrirfinnast históriur, sem munu eiga sér nokkur for- dæmi, og dettur mér þá i hug saga af spitalaferð kerlingar einnar, sem þarna er sögð nokkuð itar- lega. einnig aödragandi hennar. Fleira kemur kunnuglega fyrir sjðnir i þessu verki, að slepptri dæmisögunni um samskipti ung- linganna við gamla sjógarpinn. Markús, sem tekur að sér uppeldi þeirra bæði á sjó og landi. Landið i bókinni er t.d. vestfirzkt og landshættir allir. Þorsteinsson Guðmundur undur G. Hagalin rithöf- Það er i rauninni merkilegt hver þrekskrokkur Guðmundur Gislason Hagalin er að hann skuli enn vera i fullu fjöri sem höfund- ur og hafa jafnsterkum minnum fram að tefla og raun ber vitni i þessari bók. Að visu fer honum eins og gömium meisturum, að sagan gerist raunar viða þar sem textanum sleppir. verður eins- konar undirsaga, einkum framan af, enda er farið yfir heila manns- ævi i nokkrum köflum áður en kemur að viðureigninni við ung- lingana. Þetta er einfaldasta snið frásagnar og hefur á sér yfir- bragð sveiflu, sem gamall sagna- maður heiur á færi sinu en er varla til eftirbreytni. Vestfirðir eru mikið sagnapláss, enda mannlif með f jörugasta móti þegar komið er i sjávarplássin. Illu heilli hefur byggðin dregist mikið saman frS þvi um og fyrir aldamótin siðustu, þótt ekki sé ástæða til að ætla annað en byggð vaxi að nýju þegar þörf krefur. Há fjöll og djúpir firðir hafa eng- |an Vestfirðing hindrað við að koma fram málum sinum, hvorki við konur eða útveg. Og þess eru dæmi að menn sóttu á háa fjali- vegi um nætur til að reka per- sónuleg erindi i næsta firði, og voru komnir aftur að morgni án þess nokkur vissi um ferð þeirra nema þá ógreind heimasæta. Slikur söguvettvangur hefur haft mikil áhrif á rithöfundarferil Guðmundar Gislasonar Hagalin. Efnin hafa komið upp i fang hon- um eins og reistur gæðingur, og enn lifa sögur, sem ekki hafa orðið tilefni bóka. Guðmundur Gislason Hagalin mun afkastamestur núlifandi höf- unda, og hafa þó margir tekið til- hendinni á vettvangi sagnagerð- ar. Hreysti hans er með ólikind- um, og þótt mesti blossinn sé far- inn úr Vestfirðingum hans og þeim gerist þunggengt á hið háa fjali, þar sem heimasætan hvilir i dúnsa'ngum sinum i hliðinni hin- um megin, verður þó alltaf af þeim saga i höndum Guðmundar. Og Markús Sveinbjarnarson er enn ein minnileg persóna i per- sónusafni höfundar. og skiptir engu þótt hann sé notaður sem efniviður i dæmisögu sem m.a. ytir undir kröfuna um meiri sjó- vinnunámskeiö. IGÞ Þolreið Na'sla I.andsmót hestamanna verður haldið i Skógarhólunt i Þingvallasveit 13.-16. jtilt á næsta ári. Gert er ráð fyrir að þar verði svnd unt 600 hross. Þar verða öll bestu kvnbóta- hross landsins með og án af- kvæma. úrval góðhesta verður sýnt og öll helstu kappreiða- hross reynd i Skógarhólum. Aætlað er að efna til hesta- markaðar, þar sem hægt verður að skoða fjölda söluhrossa og verða veittar itarlegar upplýs- ingar um söluhrossin. Fyrirhugað er að efna til póst- ferðar i Skógarhóla með liku sniði og á Landsmótinu 1974. Ennfremur er i athugun að koma á keppni i þolreið sem sta'ði i viku. Framkvæmdastjóri mótsins er Pétur Hjálmarsson ráðu- ingsnefndar er Bergur Magnús- nautur og formaöur undirbún- son hjá Fáki. —sq ■ er s í •% * tk n Ak Ak% ík *«»»»>.»».». ♦ •,JMF wjy. « ♦ * * ^ ♦. *>. ? 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.