Vísir - 30.11.1977, Blaðsíða 2

Vísir - 30.11.1977, Blaðsíða 2
 VISIK spyr í*' k c Reykjavík ----V----- J Hvers vegna halda ts- lendingar 1. des hátíð- legan? Ilildur Hafstein, 11 ára:Þá var ts- land fullvalda riki. Ég man ekki hvenær. Þóroddur Þóroddssson, 11 ára: Þá var einhver þjóðveldishátíð... eöa já fullveldishátið. Nó má taka gjaldeyri undan koddanum og leggja í banka Miðvikudagur 30. nóvember 1977 ‘VISIH „Almannarómur segir að talsverður gjaldeyrir sé I umferð og nú er ætlunin að fá menn til að leggja hann i banka", sagði ólafur Jóhannesson (Vlsism. JEG) ,,Ég tel óþarft að vera með smámunasemi varðandi það hvernig menn hafi eignast gjaldeyri þegar þeir opna reikning. Það er betra að fá aur- ana inn heldur en að vera að rekast i þvi þótt mönnum hafi oröið á smáyfirsjón”, sagði Óiafur Jóhannesson viðskipta- ráðherra á fundi með frétta- mönnum i gær. Tilefni fundarins var það að nú verður landsmönnum heimilt að leggja inn á almenna spari- fjárreikninga i erlendum gjald- eyri allan þann gjaldeyri sem ekki er sky.lt að selja gjaldeyris- bönkunum. Er hér fyrst og fremst um að ræða erlend vinnulaun og þóknanir afgang af áhafna- og ferðagjaldeyri arf erlendis frá, fé sem menn taka með sér við flutning til landsins svo og umboðslaun sem inn- flytjendur geta ráðstafað til vöruinnflutninga. Gert er ráð fyrir að taka á móti innistæðum i fjórum gjald- miðlum. Það eru bandarikja- dollurum, þýskum mörkum, sterlingspundum og dönskum krónum. öðrum frjálsum gjald- eyri sem komið er með mundi bankinn skipta yfir i einhvern hinna fjögurra gjaldmiðla áður en féð er lagt inn. Þeir Ólafur Jóhannesson og Þórhallur Ásgeirsson ráðu- neytisstjóri sögðu að bankar myndu skipta þessum gjald- miölum innbyrðis fyrir fólk, þannig að sá sem leggur til dæmis inn dollara getur tekið innistæðuna út i pundum ef hann vill frekar. Viðskiptaráðherra sagðist hafa falið Seðlabankanum fyrir nokkru að athuga hvort breyta þyrfti lögum tii að koma þessu á eða hvort reglugerðarbreyting nægði. Hefur reglugerðinni nú verið breytt og tekur breytingin þegar gildi. Hins vegar þarf talsverðan undirbúning i gjald- eyrisbönkunum, Landsbankan- um og Útvegsbankanum áður en hægt verður að taka á móti gjaldeyri til ávöxtunar. Lögð verður áhersla á að hraða þeim undirbúningi eftir þvi sem unnt er. Stefnt er að þvi að byrja að taka á móti fé á gjaldeyris- reikninga fljótlega upp úr ára- mótum. Það kom fram á fundinum að hér er um tilraun að ræða og ef hún gefst vel má búast við aö reglur um gjaldeyri til ferða- laga verði rýmkaðar áður en langt um liður. Það sem af er þessu ári hefur verið keyptur ferðamanna- gjaldeyrir fyrir tæpa fimm milljarða króna, þar af vegna viðskiptaferð fyrir 617,4 milljónir króna. t fyrra nam gjaldeyrissala vegna ferðalaga tæplega 3,2 milljörðum króna. —SG Tíðindalaust nteðan ekki er kœrt Steingrimur Jónsson, lt ára:Það var einhver stofnun sem mátti ráða... nei, þá hætti Danakonung- ur að ráða yfir okkur. Anna Marlsdóttir, hiismóðir: Fullveldisdagurinn? Vita þaö ekki allir. Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn taka prófkjör sin alvarlega og gæta þess að fylgja settum reglum i hvi- vetna. Þótt einstakir menn fái skrokkskjóður i prófkjörunum er látið við það sitja. Aiþýðu- bandalagið er með svonefndar forkannanir sem enginn skilur nema þokulúðrarnir I þeim flokki. Framsóknarflokkurinn yill hafa vaðið fyrir neðan sig og efnir til skoöanakannana, en auglýsir eins oft að þær séu ekki bindandi. Samt fer nú fólk og lætur sig hafa það að taka þátt i skollaleiknum, þótt það geri sér Ijóst að litlu skiptir hvaö það kýs. Flokksforingjarnir verða að hafa sitt fram engu að siöur. Að þvi leyti eru skoðanakannan- ir flokksins bindandi. Nú sér maður i blaði, að skoðanakönnun Framsdknar- fiokksins á Vesturlandi hefur fariðfram með alveg sérstökum hætti. Samkvæmt fréttinni hafa atkvæöaseðlar verið borniri hús i Ólafsvik, en auk þess var kosið á kjörstað i plássinu. Þrjú hundruð áttatiu og fimm Fram- sóknarmenn i Ólafsvik, eða stuðningsmenn flokksins, greiddu atkvæði með þessum hætti, og þykir þeim sem til þekkja það vera mikil býsn. En hverju skiptir það. Kosningin er ekki bindandi. Skoðanakönnun Framsóknar i Ólafsvlk fór fram undir stjórn Alexanders Stefánssonar, sem samkvæmt niðurstöðum hennar skipar nú annað sætið á lista fiokksins i Vesturlandskjör- dæmi. Með vissum hætti var þarna verið að berjast fyrir póiitisku iifihelsta fyrirmanns- ins ipiássinu. Fólk mun þviekki hafa tekið óstinnt upp, þótt það væri látið kjósa á heimilum sin- um. Svo var hinn eiginiegi kjör- staðuröllum opinn. Eflaust hafa Ólafsvikuratkvæðin falliö Alex- ander i hag. Um leið og Timinn skýrir frá þvi að Halldór E. Sig- urðsson hafi orðið efstur við þessa óbindandi skoðanakönn- un, segir blaðið að þátttakan hafi verið mjög góð. Það er svo sem ekki aö furða miðaö við þátttökuna i ólafsvik, Aiexand- er lenti i öðru sæti með 1731 at- kvæði og Dagbjört Höskulds- dóttir lenti i þriðja sæti með 1597 atkvæði. Nú kynni einhver að halda því fram að atkvæðagreiðslan i Óiafsvik væri heldur óheppileg fyrir flokkinn og lista hans i Vesturlandskjördæmi. En ó- ekki. Atkvæðagreiðslan i ólafs- vik er hreinn hvalreki fyrir flokkinn, eða öllu heldur höfuð hans á Vesturlandi, sjálfan sig- urvegarann úr hinni óbundnu skoðanakönnun, Halldór E. Sig- urðsson. Nú getur hann i kyrr- þey lagt höndina á kollinn á Alexander Stefánssvni og sagt við hann, að ekki sé heppilegt að hann skipi annað sæti listans eftir atkvæðagreiðsluna i Ólafs- vik. Það sé slæmt fyrir flokkinn. Andstæðingar flokksins gætu hreinlega haldið þvi fram að flokkurinn væri vangefinn eink- um þegar tillit væri tekið til fyrri atburða, scm tengzt hafa honum. Halldór hefur nefnilega tilbú- inn mann i annað sætið. Það er Haukur lngibergsson, skóla- stjórj Samvinnuskólans. Auð- vitaö ætti Dagbjört að ganga upp i annað sætið. verði um ein- hverjar breytingar að ræða. En Halldór E. villnú einu sinni hafa þetta svona, og eins og ailir vita eru skoðanakannanir flokksins óbindandi. Þótt skoðanakannanir flokks- ins séu óbindandi burðast hann við að hafa yfirkjörstjórn, sem væntanlegar ieggur blessun sina yfir allt brallið. Þegar fréttist um hina riflegu at- kvæðagreiðslu i Óiafsvík og þann rúma hátt, sem þar var hafður á um kjörstaði, sneri blað sér til formanns kjörstjórn- arinnar, Ólafs Sverrissonar i Borgarnesi. Hann sagði, að eng- ar kærur hefðu borist. Þar meö er málið leyst af hendi flokks- ins. Hann er nefnilega vanur þvi, eins og segir i visunni: að kasta öilum syndum bak við sig og sjá þær aldrei meir. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.