Vísir - 30.11.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 30.11.1977, Blaðsíða 5
VÍSIR íMiðvikudagnr 3«. nóvember 1977 Tillögu Waldheims iit/ög vel tekið Tillaga Kurt Waldheims fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna um að efna til fundar á veg- um Sameinuðu þjóðanna með deiluaðilum i Austurlöndum nær hefur fengið viðast góðar undir- tektir. Á Vesturlöndum telja menn, að slikur fundur gæti að minnsta kosti orðið góð byrjun. Fulltrúar Araba hjá Sameinuðu þjóðunum hafa tekið vel tillög- unni, sem gerir ráð fyrir fundi til undirbúnings framhaldi Genfar- ráðstefnunnar. Fulltrúi Sýrlands, sem fordæmt hefur heimsókn Sadats til Israels og tilraunir hans til þess að reyna einn sins liðs að hrinda friðarviðræðum af stað á nýjan leik, lét eftir sér hafa i gær að honum fyndist tillaga VValdheims mjög athyglisverð. Slikur fundur gæti orðið stórt skref i átt til árangursrikrar Gen- farráðstefnu. fsraelsstjórn hefur ekkert látið frá sér heyra um tillögu Wald- heims, en heimildir, sem standa henni nær telja að Sameinuðu þjóðirnar þyki naumast rétti vett- vangurinn, þvi að þær geti ekki talist hlutlausar i deilunni. Fulltrúi Palestinuaraba sagði, að ráðagerð Waldheims kæmi á óvart, en hún væri vel verð athug- unar. Um leið og Waldheim lagði fram fundartillögu sina i gær, gerði hann grein fyrir þvi, að hann mundi senda fulltrúa sinn i Kairófundinn sem Anwar Sadat forseti hefur boðað til i næstu viku. fsrael og Bandarikin hafa þegið fundarboðið, en Sovétrikin Sýrland og PLO hafa afþakkað. Jódania kveðst þvi aðeins munu sækja fundinn, að allir boðnir mæti. Vorster spáð yfír- burðasigrí í dag Flóttafólkið hafðimeð sér 3 kommúnista- fanga til Darwin Vietnam skoraði i morgun á Ástraliu að senda aftur heim 120 smálesta togbát og þrjá kommúnistiska verði, sem flóttafólk frá Viet- nam hafði með sér i haldi til Darwin. Báturinn kom i gær til Darwin með 180manns innanborðs. Áhöfn bátsins hafði yfirbugað verðina þrjá skömmu eftir að lagt var af stað frá Saigon og tekið fjölskyid- ur sinar um borð, áður en lagt var á haf út. Liklegast þykir, að áströlsk yfirvöld verði við áskorun Viet- nam um að skila bátnum og vörð- unum. Flóttafólkið gekk á land i gær og var sett i einangrun, en vörður settur um bátinn og áhöfnina, sem er enn um borð. Um 80 börn voru i þessum hópi. Sum þeirra aðeins nokkurra mánaða gömul. Flestir búast við þvi að þjóðarflokkurinn, sem lengi hefur setið að völdum í Suður-Afriku, fari með yfirburðasig- ur af hólmi, þegar hvit- ir ibúar landsins ganga að kjörborðinu i dag. Hinn 62 ára gamli John Vorst- er forsætisráðjerra sem býður sig fram til fjórða kjörtimabils- ins, hefur beint kosningabarátt- unni gegn erlendri ihlutun i málum Suður-Afriku, og þá einkanlega gegn vopnasölu- banni Sameinuðu þjóöanna. „Gerum heiminum það ljóst i dag og i eitt skipti fyrir öll, að smáir þótt við séum, staddir þar sem við erum, munum við berj- ast-með öllu tiltæku til þraut- ar", sagði Vorster á siðasta kosningafundium i gær. Þjóðarflokkurinn hafði 116 þingsæti, þegar þing var rofið og 69 þingsæta meirihuta fram yfir stjórnarandstöðuna. Er bú- ist við þvi, að flokkurinn bæti við sig sætum enn. Þar sem útslitin þykja fyrir- fram ráðin, beinist eftirvænt- ingin fremur að þvi, hver hinna Snjó- þyngsli verði stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn, siðan gamli Samein- ingarflokkurinn leystist upp i fyrra. Nýi lýðveldisflokkurinn þykir liklegastur arftaki hans, en hann hefur 23 þingsæti. Fram- sóknarsambandið sem hefur 18 þingsæti, mun þó veita honum harða keppni. Suður-Afriku- flokkurinn hefur aðeins 6. rifjast upp, þegar þessi fréttamynd barst frá Portland I i Bandarikjunum, hve harðindin voru mikil þar vest- i fyrravetur, meöan viö hér á Islandi hrósuöum ein- þvi mildasta vetrarveðri, sem um getur I manna . — Eins og myndin bcr meö sér snjóaöi þarna i Port- dögunum og varö af tnikiö öngþveiti I umferöinni. á skiöunum er staddur á einni fjölförnustu umferð- arbrú Oregoníylkis, en hún var ekki fær öörum en fjallabílunt nteð keOjuútbúnaö — og svo auövitaö skiöamönnum. LIKUR A FAR- 6JALDASTRÍÐI FLUGFÉLACA Mikil óeining er á fargjalda- fundi IATA I Fórida þar sem fulltrúar um 35 flugfélaga eru saman konir til þess aö reyna aö afstýra fargjaldastriöi á flug- leiöum yfir Atlantshafiö. Það er ákvörðun italska flug- félagsins, Alítalia um lækkun á öllum fargjöldum sinum, sem hleypt hefur öllu i loft upp. Alitalia lækkaði fargjöld á öll- um sinum flugleiðum um 25%, eftir að Laker-flugfélagið breska byrjaði sinar ódýru leiguferðir fyrir tveim mánuö- um. A fargjaldafundinum skiptust fulltrúar mjög i tvö horn vegna lækkunar Alitalia, ýmist íylgj- andi eða algjörlega andvigir. Snérust umræður i gær allar um þetta atriði. Fundinum er ætlað að ákveöa fargjöld fyrir ferðamannatima- bil næsta sumars. Þykir ekki liklegt, að samkomulag náist um slikt á þessum eina fundi. LURIE

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.