Vísir - 30.11.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 30.11.1977, Blaðsíða 4
4 COSY STOLLINN með hóu eða lógu baki A HÚeCiðG BOSCH Combi Borvél 2ja hraða og með h Tvöfaldri einangrun Rennibekkur Smergel Hjólsög Slípikubbur ■% Stingsög Boraskerpir_ § Stingsög m/móton IfcBosch Combi Nytsöm tæki á hvert heimili. Útsölustaðir: Akurvík/ Akureyri Bykó Kópavogi, og víða I verslunum um landið. / unrtcii Sfyzeiióöo-n k.f. SUÐURLANDSBRAUT 16 - SlMI 35200 - 105 REYKJAVÍK Vinsamlega sendiB mér myndalista og verö á BOSCH Combi Nafn heimili Senn er á enda fyrsta kosn- ingabarátta Suöur-Afriku sem háð er undir alsjáandi ljósopum sjónvarpstökuvéia, og þykir mönnum litið til um áhrif þessa fjölmiðils á stjórnmálastraum- ana. Pað eru ekki liðin full tvö ár, siðan sjónvarp byrjaði i Suður- Afriku, og enn sem komið er einungis um eina stöö að ræða. Eins og hér á lslandi takmark- ast dagskráin og útsendingar- timinn við kvöldið. En hálf dag- skráin er á afrikönsku, eins og mállýska Búa var kölluð, en hin helftin á ensku. Eru dagaskipti á því, hvort dagskráin fær fyrri- hlutann og hvor þann seinni. Þessi nýi fjölmiðill hefur hrif- ið Suður-Afriku á svipaðan rháta og við tslendingar minn- umst fyrir ellefu.árum, þegar islenska sjónvarpiö hófst. 1 matsölum, setustofum gistihúsa og öikrám leggjast allar sam- rasöur niður um leið og imba- kassinn á hillunni úti i horni fer i gang. Samt eru Suður-Afrikubúar allir á einu máli um, að áhrif hans á kosningarnar, sem fram fara i dag, séu næsta litil. Frambjóðendur og kosninga- snialar segjast helst finna mun inn á þvi, að fleiri séu heima staddir,þegar þeir knýja dyra á kvöldin, en áöur var. Jú, og eit,t nýmælið var þaö, að þjóðar- flokkurinn varð að gera hlé á kosningafundi sinum og draga fram sjónvarpstæki, svo að fundarmenn þyrftu ekki að missa af framhaldsþættinum „Gæfa eða gjörvileiki’'. En Suður-Afrikusjónvarpið hefur ekki boðið upp á neinar „eldhúsdagsumræður" á borð við þær sem þekkjast i kosn ingabaráttu annarra landa. Einu umræðurnar hafa verið þær, þar sem fréttaskýrendur og kosningaspámenn hafa leitt fram hpsta sina. Það hafa ekki verið neinir dagskrárþættir, þar sem flokksforingjar hafa komið fram og skýrt út stefnu flokka sinna, eða frambjóöendur karp- að. Sjónvarpið hefur látið frétta- þættina duga til þess að afgreiða kosningarnar. Hefur það kallað fram gagnrýni stjórnarand- stæðinga. Finnst þeim ráðherr- ar stjórnarflokksins æði tiöir gestir i fréttunum, og með þvi fái skoðanir, stefna og fram- bjóðendur stjórnarflokksins meira rúm i sjónvarpinu en aðr- ir. — Slikt þekkist annarsstaðar af bernskuárum sjónvarps, og hefur svo sem skotið upp kollin- um hér. Beiskyrtastur i þessari gagn- rýni hefur verið Framsóknar- bandalagið, sem er vinstrisinn- aðastur þeirra flokka, er bjóða fram til þessara kosninga. Rene de Villers, talsmaður flokksins (sem lætur af þingmennsku núna), kaliaði það „hneykslan- lega misnotkun kerfisins á fjöl- miðlum".— „Það gengur alveg fram úr hófi, hve mikil áhersla er lögð á yfirlýsingar ráðherr- anna — sem er óhjákvæmilegt að ákveðnu markr, en hefur far- ið langt fram úr þvi, sem sann- gjarnt getur talist eða jafn- ræði," sagði hann. Kvað hann Hokk sinn mundu beita sér fyrir þvi, að frambjóðendum yrði ætlaður jafn timi i sjónvarpinu til þess að koma skoðunum sin- um á framfæri eða til kappræðu við aðra stjórnmálamenn. Lýðveldisflokkurinn tekur i sama streng um að stjórnar- flokkurinn njóti séraðstöðu i fréttatimum sjónvarpsins. Talsmaður flokksins segir hann munu beita sér fyrir kappræðu- þáttum og jafnræði i sjónvarps- dagskránni. — „Það verður að tryggja það i framtiðinni, að enginn einn flokkur njóti for- réttinda,” sagði hann. Þjóðarfiokkurinn hefur visaö þessari ádeilu á bug. — „Það verðurekki hjá þvf litið, að ráð- herrar eru fréttaefni, og að það sætir tiðindum, sem ráðamenn þjóðarinnar hafa að segja henni,” sagði einn talsmanna stjórnarflokksins, og hélt uppi vörnum fyrir starfsmenn sjón- varpsins, sem hann kvað leitast við að auðsýna réttlæti. Forráðamenn sjónvarpsins lijggja stjórnmálamönnunum sjálfum á hálsi fyrir ósam- vinnulipurð. — „Upptökusalir okkar stóðu til reiðu fyrir flokksdagskrár, kappræðuþætti og hvað eina, ef þeir hefðu að- eins getað náð samkomulagi innbyrðis," segir málpipa sjón- varpsins. Upplýsti hann, að flokkarnirhefðuekkiorðið á eitt sáttir um, hvernig skipuleggja ætti þessa stjórnmálaþætti, eða hve mikinn tima hver flokkur átti að fá „Við. kæröum okk ur ekkert um að þurfa aö taka að okkur hlutvérk dómara i þeirri glimu,” sagði sjónvarps- maður. Hvaö sem því liður öllu, hefur sjónvarpiö helgað sig kosning- unum að sáralitlu ieyti. Frétta ritið „The Point", sem oft er hliðhollt stjórn þjóðaflokksins i skrifum sinum, gat ekki orða bundist. 1 nýjasta tölublaöi þess segir: „Suður-Afrikusjónvarpið brást i fyrstu prófraun sinni tii hlutlausrar meðferðar á stjórn- málabaráttunni." — Á sama stað er sjónvarpið ennfremur sakaö um að hafa ekki dregið fram fyrir áhorfendur sina gildi kosninganna og mikilvægi. Og að fréttaskýrendur hafi þrætt linu þjóðarflokksins. — „The Point" ber sig undan þvi, að kosningafréttir sjónvarpsins hafi að meginefni verið ræðu- kaflar og pólitisk ávörp og aöal- lega þá um utanrikismál. Blaðið bætir við: „Þessar kosningar snúast ekki um, hvað Suþur-Afrikumönnum finnst um Bandarikin, eða um vopnasölu- bann Sameinuðu þjóðanna. Það á að heita að þær snúist um stjórnmálaáform varðandi framtiðarstjórn Suður-Afriku."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.