Vísir - 30.11.1977, Blaðsíða 23

Vísir - 30.11.1977, Blaðsíða 23
vism Miðvikudagur 3«. nóvember 1977 C 23 Hringið í síma 86611 milli klukkan 13 og 15 eða skrifið til Vísis Síðumúla 14, Reykjavík. 3 Nef ndir og bankahús Lesandi hringdi. Við erum hér nokkrir kunn- ingjar sem drekkum gjarnan saman kaffi og ræðumdandsins gagn og nauðsynjar. Að undan- förnu hefur okkur verið ti"ðrætt um hvernig öll embætti og störf sem á einhvern hátt tengjast hinu opinbera, hlaðast á örfáa menn, og svo höfum við verið að velta fyrir okkur banka- byggingum. Um embættin er það að segja, að hið opinbera virðist ekki sækja neitt nema i ráðuneyti ef eitthvað mikið starf losnar. Og það eru ekki bara fastar stöður sem um er að ræða heldur lika allskonar viðvik og aukastörf, til dæmis i nefndum. Nefndakóngar eru alþekktir hér i kerfinu og okkur finnst að þarna hljóti að vera eitthvað að. Þetta eru yfirleitt menn i fullu starfi einhversstaðar og eiga svo lika sæti i fjölmörgum nef ndu m. Er ekki verið að leggja of mikið á þá? Vister aurinn góður en er hægt að búast við að þessir menn sjái fram úr verkefn- unum? Verður þetta ekki til þess að illa eða ekkert er unnið að sumum málum? Það kannast flestir við að hafa heyrt um nefndir sem eru skipaðar og svo ekki meira. Þessar nefndir sitja kannske i mörg ár á „pappirnum” en það heyrist ekkert frá þeim. Þarna finnst okkur illa og kjánalega staðið að. Okkur finnst að hið opinbera eigi að leita eitthvað útfyrir þann þrönga hóp sem á vegum þess er, og reyna að fá til starfa menn sem eru ekki svo yfir- hlaðnir af embættum og nefnda- störfum, að þeir hafa hreinlega ekki tima til að sinna helm- ingnum. Svo er bankakerfið okkar kapituli útaf fyrir sig. Maður opnar varla svo blað að ekki sé skýrt frá opnun nýs bankaútibús einhversstaðar á landinu. Einn okkar fullyrðir að á Selfossi, i þrettán hundruð manna bæ, séu þrjú bankaútibú. Vist vitum við að þau verða að sinna fólki sem býr i nær- liggjandi sveitum, en þetta er nú samt ofrausn við útibúa- byggingu. Þetta er sérstaklega of mikið, þegar tekið er tillit til þess að „hinar fréttirnar” sem berast frá bönkunum, eru yfirleitt á þá leið að nú verði að herða sultar- ólina og minnka útlán. Sama daginn og þú labbar inn i banka einhversstaðar og færð neitun um nokkur hundruð þúsund króna lán, eru kannske i blöðunum fréttir um að þessi banki hafi nýlega opnað útibú á einhverjum fámennum stað og kostað milljónum i hús og finar mublur. Okkur finnst sem eitthvað hljóti að vera athugavert við þennan „rekstur” á þjóð- félaginu. TANNRETTINGARI REYKJAVIK Tannlæknir hafði samband við blaðið vegna „Sandkorns” um tannréttingarmál i þriðju- dagsblaðinu. Hann sagði.að það sem þar kom fram væri rétt i megin- atriðum en hinsvegar væri ekki alfarið rétt að Sjúkrasamlagið i Reykjavik greiddi ekki kostnað við tannréttingar hér i bæ. ♦ | -I Að visu greiðir samlagið ekki kostnað við heimsókn til tann- réttis en hinsvegar eru einir átta tannlæknar i borginni sem taka að sér tannréttingar og ef skólabörn eru send til þeirra, greiðir Sjúkrasamlagið sinn hluta kostnaðar i samræmi við reglur þar um. Jóhann Þórólfsson skrifarl Ætli forráðamenn þjóðarinnar standi i þeirri trú að þeir verði aldrei gamalmenni? Ég tek þannig til orða vegna þess að mér finnst alger hneisa, hvað þeir hugsa litið um þá sem komnir eru á ellistyrk. Það er al- ger smán, að þeir skuli skammta gamla fólkinu aðeins skitnar 30 þúsund kr. á mánuði til að lifa af. Hvað skyldu ráðherrar og al- þingismenn segja, ef þeim væru skömmtuð slik smánarlaun, þeg- ar þeir væru komnir á elliár? Gera þeir sér enga grein fyrir, hvað þetta fólk er búið að leggja fram i þjóðarbúið öll sin starfsár? Fyrir allt stritið fær þetta fólk að- eins sultaruppbót, þegar það get- ur ekki lengur unnið fyrir sér. Þaðer fögur hugsjón hjá rikis- valdinu eða hitt þó heldur. Sama er að segja um þá sem eru öryrkjar. Þetta gerist á sama tima og forráðamennirnir berja sér á brjóst og segja að við lifum i vel- ferðarriki. Það eru sannarlegir furðufuglar, sem nú stjórna, og segja þetta við fólkið, sem þeir ætla smánarlaun ein til að lifa af. Spara og spara segja þeir, en hvenær heyrist um sparnað hjá þeim? Væru þeir tilbúnir að ganga á undan með góðu fordæmi og byrja á þviað lækka sin háu laun? Væru þeir tilbúnir að minnka austur og veisluhöld sér i lagi, þegar alls konar „legátar” frá öðrum löndum koma i heimsókn? Eða minnka ferðalögin sin út um hvippinn og hvappinn, sem eru til einskis gagns? Við búum við óðaverðbólgu eins og allir vita. Og ég spyr sem al- mennur launaþræll i landinu: Hvers vegna er ekkert gert til að spyrna við fótum? Flestir vita svarið. Rikisstjórn og Aiþingi þora ekki að gera þær róttæku ráðstafanir sem duga myndu vegna ótta við óvinsældir, vegna hræðslu við að missa einhver atkvæði. Hvers vegna ekki að skera nið- ur framkvæmdir i s.s. tvö ár? Hvers vegna ekki að minnka gengdarlausa eyðslu og draga saman seglin? Ekkert er gert, þvi einhverja mun verða að styggja. Eru þetta þjóðhollir menn, sem þannig haga sér? Ég segi fyrir munn margra i landi hér. Nei, þvi miður. Gæti ekki verið ráð að fjölga kvenmönnum inni á Alþingi, og koma þeim i rikisstjórn. Þær hafa löngum haldið vel á blessaðar á heimilunum. Þvi ekki að fá þeim meiri stjórn á þjóðarheimilinu, áður en allt sekkur og gjaldþrot verður. Að siðustu þetta: Ég spái þvi að fylgið hrynji af stjórnarflokkunum, ef ekki verða hækkaðar elli- og örorkubætur og skattar lagfærðir. Ef það verðurekki segi ég: Lát- um rikisstjórnina sofa i ró á elli- heimili eftir næstu kosningar. KARLAR Styrkið og fegrið líkamann Ný fjögurra vikna námskeið hefjast 5. desember Karlaleikfimi, mýkjandi og styrkjandi, megrunarleikfimi. Innritun og upplýsingar alla virka daga kl. 5-7 og i sima 16288 á sama tima. Hádegistimar, eftirmiðdagstimar og sér- timar fyrir menn, sem komnir eru af létt- asta skeiði. Sturtur — gufuböð — lyftingajárn — nýjar þægilegar dýnur. Líkamsrœktin Júdöfélagshúsinu Brautarholti 18 (efsta hæð) MATREIÐSLUMAÐUR Óskum eftir að ráða matreiðslumann til starfa nú þegar. Upplýsingar hjá yfirmatreiðslumanni i dag og á morgun, eða i sima 17758. Veitingahúsið NAUST STYRKIR TIL SÉRHÆFÐS STARFSNAMS í NOREGI Norska menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að bjóða fram nokkra styrki handa íslendingum til að stunda sér- hæft starfsnám i Noregi. Um er aö ræða fjóra styrki, sem ætlaðir eru til notkunar á vormisseri yfirstandandi skóla- árs, og má gera ráð fyrir að hver styrkur nemi um 4.800 norskum krónum. Skipting styrkjanna i fleiri staði kemur þó til greina. Styrkirnir eru öðru fremur ætlaðir þeim sem leggja stund á framhaldsnám á sviði verkmenntunar eða annað sérhæft starfsnám sem ekki er unnt að stunda hér á landi. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyr- ir 20. desember n.k. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneyt- inu. Menntamálaráðuneytið, 24. nóvember 1977. ■mm 11 y> -> ■ Nýkomin styrktarblöð og augablöð I í eftirtaldar bifreiðir Mercedes Bens 1413 augablöð framan og aftan. Mercedes Bens 1418 krókblöð framan og aftan. Mercedes Bens 322 og 1113 augablöð framan og aftan. Scania Vabis L76 augablöðog krókblöð framan og aftan. Scania Vabis L55 og L56 augablöð og krókblöð aftan. Bedford 7 tonna augablöð aftan. Styrktarblöð i fólksbíla 2", 2 1/4" og 2 1/2". Mikið órval af miðfjaðraboltum og fjaðraklemmum. Smiðum einnig fjaðraklemmur eftir móli. Sendum i póstkröfu hvert ó land sem er. BÍLAVÓRUBÚÐIN FJÖÐRIN H.F. Skeifan 2, simi 82944.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.