Vísir - 16.12.1977, Side 1

Vísir - 16.12.1977, Side 1
Sími Visis er 86611 Aukafundur SH rœðir stöðu fiskvinnslunnar í dag: „ÁSTANDIÐ HEFUR ENN STÓRVERSNAÐ" Stöðvast fiskvinnslufyrirtæk- in um áramótin? Þaö verður eitt helsta umræðuefnið á aukafundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, sem haldinn verður i Reykjavik i dag. „Ástandið hefur enn stór- versnað upp á siðkastið, og það eru allir sammála um, að vandamálin séu mjög alvar- leg”, sagði Hjalti Einarsson, framkvæmdastjóri hjá SH i morgun. „Kostnaðarhækkanir hafa ver- iðgifurlegará þessu ári”, sagði hann. „Þannig hefur kaup t.d. hækkað um 60-70% á þessu ári, og framundan er ákvörðun um nýtt fiskverð, sem taka á gildi um áramótin”. Aðspurður, hvort stöðvun blasti þá ekki við nema sérstak- ar ráðstafanir yrðu gerðar, sagði Hjalti: „Jú, okkur sýnist það. Ekki er farið að ræða það á þessu stigi, þvi ekkert liggur fyrir, hvort stjórnvöld eða einhverjir aðrir finni ráð. Þetta verður hins vegar eitt af helstu málum fundarins i dag”. Hjalti sagði, að ekki væri enn farið að lána þær 500 milljónir, sem ákveðið var að veita i hag- ræðingarlán fyrr á árinu. „1 sambandi við þetta var á- kveðið að gera athugun á lausa- fjárstöðu fiskvinnslunnar, og munu gögn þar að lútandi nú al- mennt komin til bankanna, sem vinna siðan úr þeim. Ég á von á, að bankarnir hraði þeirri úr- vinnslu”, sagði hann. — sagði Hjalti Einarsson framkvœmda- stjóri, í morgun Viðræður fara nú fram um stöðu fiskvinnslunnar i sam- bandi við undirbúning nýrrar fiskverðsákvörðunar, en þar eiga fulltrúar fiskvinnslu, út- gerðar og sjómanna sæti. auk Jóns Sigurðssonar, þjóðhags- stjóra, sem er oddamaður ráðs- ins. —ESJ ...— Ég ræð örugglega við boltann í þessari hæð. Þarna eru jú allir minir stóru og mjúku vöðvar samankomnir á einum stað — mætti ætla að Albert Guðmundsson sé að hugsa, þar sem hann hefur komið sér fyrir í markinu I Laugardalshöllinni i gærkvöldi. Þar vakti hann og margar aðrar þjóð- frægar persónur mikla lukku meðal fjölmargra áhorfenda. „...Mér var þó sagt, að það vildi enginn hlusta ó íslensk tónverk" Sjá viðtal við Atla Heimi Sveinsson á bls. 2 J.P. Jacquillat stjórnar sin- fóniutónleikunum I Háskóiabiói i kvöld, þar sem verðlauna- fiautukonsert Atla Ileimis vcrður fluttur. Þá var kátt í höllinni íþróttir í opnu Ómar Ragnarsson, fréttamaður sjónvarpsins með meiru, hefur hér með aðstoð kollega sins lagt sjálfan alþingismanninn Eilert B. Schram að veili — en það eru ekki margir sem gera það þessa dag- ana- —klp/Ljósmyndir EK.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.