Vísir - 16.12.1977, Qupperneq 2
2
Föstudagurinn 16. desember 1977' VISIR
c
í Reykjavík ^
1 y ^
Ferðu oft á skiði?
Hinrik Þórhallsson, afgreiðslu-
maður: Aldrei, ég fór þegar ég
var yngri en hef ekki tima til
þess núna.
Ingólfur Sigurðsson, afgreiðslu-
maður: Aldrei stigið á skiði á
ævinni. Hins vegar er ég sér-
fræðingur á þotu.
Ingibjörg Jóhannsdóttir, af-
greiðslustúlka: Nei, ég hef einu
sinni farið á skíði en ég fer
stundum á skauta.
Baldur Jóhannsson, afgreiðslu-
maður: Ég fer aldrei á skfði nú
orðið. Ég gerði það þegar ég var
yngri.
Asmundur Eiriksson, af-
greiðslumaður: Ég fer annaö
slagið á skíði upp í Bláfjöll. Ég
æfði einu sinni skfðagöngu og
keppti á landsmótum.
Hér sitja þeir saman og hlusta á æfingu fyrir tónleikana I kvöld — frá vinstri: Páll P. Pálsson Sigurður Björnsson framkvæmdarstjóri
Sinfónfuhljómsveitarinnar og tónskáldið Atli Heimir Sveinsson.
Atli Heimir Sveinsson:
„Enginn vill hlusto
á íslensk tónverk"
,,Ég er mjög óánægður með
timann sem tónleikarnir eru
haldnir á, en þegar ég gerði at-
hugasemd við það fékk ég slikt
svar frá Sigurði Björnssyni
framkvæmdarstjóra Sinfóniu-
hljómsveitar islands að seint
mun gleymast.”
Þetta sagði Atli Heimir
Sveinsson tónskáld er við höfð-
um samband við hann vegna
flutnings á hinum fræga flautu-
konsert hans sem hann hlaut
verðlaun Norðurlandaráðs
fyrir.
Verk þetta verður flutt á tón-
leikum Sinfóniuhljómsveit-
arinnar i Háskólabiói i kvöld
undir stjórn Jean-Pierre
Jacquillat, en einleikari verður
Kanadamaðurinn Robert Aitk-
en.
„Þegar ég ræddi um það við
framkvæmdarstjórann, að
verkið væri flutt á slæmum tima
— ifyrsta lagi á föstudagskvöldi
og öðru lagi rétt fyrir jól — sagði
hann, að það væri nákvæmlega
sama hvenær islenskt tónverk
væri flutt. Það kæmi enginn til
að hlusta” sagði Atli.
„Fyrir islenskt tónskáld er
þetta sama og að fá hnefahögg
beint i andlitið. Það er nógu eif
itt að starfa sem tónskáld hér á
Islandi, þótt maður fái ekki
svona kveðjur frá einum af
æðstu yfirmönnum tónlistarlifs-
ins i landinu.
Maður fer ósjálfrátt að spyrja
sjálfan sig: — til hvers er ég að
þessu, ef álit þeirra sem ráða er
þetta — og er þá nokkur ástæða
til að halda áfram tónsmlðum
hér á tslandi ef þeir sem ráða
gefa það fyllilega I skyn að það
sé ekki til neins... enginn vilji
hlusta?
Flautukonsertinn verður
fluttur á tónleikunum i kvöld
ásamt tveim verkum eftir Mo-
zart. Ég hafði haft spurnir að
þvi að fyrirhugað hafi verið að
verkið yrði flutt úti á landi en nú
hef ég heyrt að hætt sé við það.
Astæðan er sögð sú að verkið
sé of þungt fyrir utanbæjarfólk.
Ég skil varla að það geti verið
þyngra fyrir utanbæjarmenn en
borgarbúa að hlusta á það. En
þeir sem ráða rikjum hjá Sin-
fóniunni hafa sjálfsagt ein
hverja skýringar á þvi eins o§
öðru”. —klp-
...Ekki svona hátt — ekki svona hátt... stjórnandinn Jean Pierre
Jacquillat að störfum.
nýtt
verð
Samkomulag um nýtt fiskverð
sem taka á gildi 1. janúar n.k.
hefur ekki náðst I Verðlagsráði
sjávarútvegsins og hefur
ákvörðun fiskverðs verið visað
til yfirnefndar.
I tiikynningu frá Verðlagsráði
segir að engin von sé til þess að
samkomulag náist nema til
komi ráðstafanir að hálfu hins
opinbera. Sé þessi aðstaða að
þvi leyti óvenjuleg að nú sé
markaðsverð að jafnaði hærra
en nokkru sinni fyrr en hvort-
tveggja bágur hagur fiskveiða
og fiskvinnslu.
Visir hafði i morgun samband
við Friðrik Pálsson, hjá sjávar-
ber á
um
fisk
##- segir Óskar
Vigfússon
afurðadeild SIS, fulltrúa fisk-
kaupenda og sagðist hann ekk-
ert vilja tjá sig um málið á
þessu stigi. Einnig var haft
samband við Eyjólf Isfeld
Eyjólfsson framkvæmdastjóra
Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna. Taldi hann þær ráðstafan-
ir hins opinbera er til greina
kæmu vera til dæmis útvegun
rekstrarfjár til fiskvinnslu-
stöðva. Hins vegar kvað hann
ekki rétt að gefa yfirlýsingar að
svo komnu máli, þvi á morgun
væri aukafundur hjá Sölumið-
stöðinni um stöðu frystihús-
anna.
Óskar Vigfússon formaður
Sjómannasambands tslands og
fulltrúi seljenda i Verðlagsráði
sagði i samtali við Visi að nú
bæri allt á milli. „Hnifurinn
stendur i þeirri kú að fiskkaup-
endur telja sig ekki geta greitt
hærra verð fyrir fiskinn en hins
vegar hefur fiskverð ekkert
breyst siðan i júli og það gefur
auga leiö i okkar veröbólguþjóð-
félagi að sjávarútvegur getur
ekki risið undir hækkandi
kostnaði án þess að fá tekjur á
móti. Það er eðlilegt og sjálf-
sagt að hið opinbera skapi
sjávarútvegi og fiskvinnslu
rekstrargrundvöll”.
—KS