Vísir - 27.01.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 27.01.1978, Blaðsíða 5
Blindhríð í USA í gœr og í nótt Versta hríðarveður í tíu ór. Þúsundir vegfarenda fastar í sköflum ó ófœrum þjóðvegum Að minnsta kosti tólf manns hafa látið lifið í þeim versta hriðarbyl sem gengið hefur yfir miðvesturfylki Banda- rikjanna i tiu ár. Kviðir lögreglan þvi að dánar- talan eigi eftir að hækka, þvi að vitað er að þúsund ökumanna sitja föst i bifreiðum sinum i sköflum á þjóð- vegum. Hvassviðrijsem skóf i skafla, var i gær og lamaði nær alla umferð i stórum hluta Banda- rikjanna. Frá Wisconsin og Illinois til austurhluta Pennsylvaniu neyddust versl- anir til að ioka, sömuleiðis skól- ar og verksmiðjur. Um leið urðu tugir þúsunda heimila raf- magnslaus. I alla nótt hamaðist lögreglan og þjóðvarðliðið við að grafa bila úr fönn i Indiana, Ohio, Kentucky og Michigan. Margir fjölfarnir þjóðvegir urðu ófærir. Mikill snjóþungi hefur verið i austurfylkjunum undan farn- ar vikur. Svo mikill, að þök hafa hruniðá opinberum byggingum. Unnið að þvi að ryðja snjó af torginu fyrir framan þinghúsið i Washington. 150 meiddust í órekstri lesta í Chicago Um hundrað og fimm- tiu manns slösuðust, þegar neðanjarðarlest- ir, fullar af farþegum, rákust á i gærkvöldi i Chicago. Enginn meiddist þó alvarlega, eftir þvi sem Chicago-lögreglan segir. Áreksturinn varð á Van Buren- stöðinni inni i miðborginni á aðal- umferðartimanum siðdegis. Fólk var á leið heim til sin og óvenju- margt með lestunum, þvi að færð var þung, enda blindbylur i borg- inni. Lest hafði numið staðar til þess að taka farþega, þegar önnur rakst aftan á hana. Einir sextiu voru fluttir i sjúkrakörfum á slysavarðstofur, en aðrir fóru með strætisvögnum eða fengu lögreglubila til að flytja sig og sendibila, sem stöðvaðir voru og settir i sjúkraflutninga. Einn farþeginn sagði, að það hefði verið áiika þröngt og i sildartunnu i farþegavögnunum. „Þvi kastaðist eiginlega ekkert til, þegar áreksturinn varð”. — Hin lestin var á litilli ferð. Neyðarástand í íúnis Hernum beitt gegn verkfallsmönnum og útgöngubann í gildi Herinn i Túnis hefur I bann i gildi eftir hörð á- tekiö höfuðborgina her- tök, sem urðu i allsherj- náini og er þar útgöngu- | arverkfallinu i gær. Kvíðvœnleg geislavirkni fundin í Konodo Varnamálaráðu neyti Kanada býr sig afi gætni undir að tak- ast á við geislavirkni sem orðið hefur vart á svæðinu, þar sem sov- éski njósnahnötturinn hrapaði niður á þriðju- daginn. Of snemmt er að segja um, hversu mikil þessi geislameng- un er, og verður ekki séð fyrr en eftir nokkurra daga athuganir hve mikil hætta mönnum er bú- in af henni. Mælarhafa sýnt að i óbyggðum, þar sem leifar gervihnattarins hafa komið niður, er meiri út- geislun en eðlilegt þykir. Flugvélar búnar mælitækjun hafa farið yfir svæðið þar sem taliðvarað hnötturinn eða leifar hans hefðu komið niður, Hann hefði, samkvæmt útreikn- ingum, átt að brenna upp til agna vegna mótstöðunnar, meðan hann hrapaði i gegnum gufuhvolfið, en einhverjar leifar hans virðast hafa náð jörðu. Hnötturinn var kjarnorkuknú- inn og um borð i hor.um um 45 kg af úraniumi. Otgeislunin fannst um 320 km norðaustur af litlu fiskiþorpi (mannlaust á veturna) sem kallað er Fort Reliance. Sér- fróðir menn ætla, að það geti þurft margar smálestir af blý skjöldum til hlifðar þegar menn takast á hendur að reyna að fjarlægja hið geislavirka efni — ef af verður. Fréttir herma að tiu eða fleiri hafi látið lifið i þeim átökum og fjöldi manna særst, en fram á rauða nótt var lögreglan að kljást við óeirðaseggi. Skriðdrekar voru sendir inn i höfuðborgina til þess að binda endi á götuóeirðirnar. Fólk grýtti lögregluna, sem svaraði með kúlnahrið og táragasi. Habib Bourgiba, forseti Túnis , hefur lýst yfir neyðarástandi i landinu. Þegar ró komst loks á i nótt var um að litast á götum Túnis eins og á vigvellinum að orrustu lokinni. Allsherjarverkfallið i gær, sem átti að standa einn dag,er fyrsta alvarlega verkfallið i Túnis frá þvi 1956 að landið öðlaðist sjálf- stæði. Verkalýðssamtökin boðuðu verkfallið til þess að mótmæla of- sóknum á hendur verkalýðsfor- ingjum, sem sumum hverjum hefur verið varpað i fangelsi. Síðustu meirihóttor stríðsglœpa- réttarhöldin í V-Þýskalandi <,Hví kæra þeir ekki Bandarikjamenn líka fyrir morð, en þeir slepptu atómsprengjunni á Hiro- shima?" spurði kona á sakabekknum i Dusseldorf fyrir stripsglæpi. Hildegard Læchert (57 ára) er ein af siðustu striðsglæpamönn- unum, sem dregnir hafa verið fyrir rétt i V-Þýskalandi. Fangar i Maidanek gjöreyðingarbúðun- um i Póllandi i siðari heim- styrjöldinni, kölluðu hana „Blóð- ugu Birgittu”. Læchert er meðal fjórtán sak- borninga, sem dregnir hafa veriö fyrir rétt, sakaðir um morð á 27 þúsund föngum. Frau Læchert og lögfræðingar drógu ekki af sér við vörnina i málflutningnum, sem staðið hefur þessa viku. Báru þeir brigð- ur á gögn og vitnisburði Pólverja, sem nánast hafa flætt yfir réttinn. Frúin hristi höfuð sitt i ákafri neitun, þegar Anna Biel frá Var- sjá (59 ára) lýsti þvi, hvernig Hildegard og Hermina Ryan- Braunsteiner, sem siðar varð bandariskur rikisborgari, hefðu rekiðgyðingabörn út úr fangakof- unum og inn i gasklefana sumarið 1943. Hildegard Læchert er borin sökum um að hafa ymist barið með svipu eða skotið til bana hundruð fanga. Á hún yfir höfði sér allt að lifstiðarfangelsi, ef hún verið fundin sek. Hermina Ryan (59 ára) var þjónustustúlka sem giftist banda- riskum hermanni og bjó i mörg ár i New York i Bandarikjunum. Hún var framseld til að svara til saka I Dusseldorf. Sjónarvottar, sem enn eru á lifi segja, að þessar tvær hafi boðið af sér mestan ótta meðal fang- anna i Maidanek (skammt frá Lublin). Á áheyrendabekkjum i gær var hópur vestur-þýskra skóiabarna, sem heyrði önnu Biel lýsa þvi, hvernig þessar tvær konur heföu beitt svipunni óspart á þau, sem reyndu að laumast úr röðinni til þess að fela sig. — Þau minnstu, sum aöeins tveggja ára gömul, voru tekin höndum og þeim fleygt inn, sagði Anna. öðrum föngum i búðunum hafði verið sagt, að Rauði krossinn væri kominn að sækja börnin. En flutningabílarnir óku út um aðai- hliöið til þess að koma svo inn um annað hlið og aka börnunum i gasklefana. Annalýsti þvi hvernig hún hefði eitt sinn verið hýdd með svipu fyrir að gefa einu þessara barna brauðbita. Var hún neydd til þess að telja svipuhöggin sjálf upp- hátt. Hún hélt þvi fram, að hún hefði i annan tima séð SS-verðina af engu tilefni skjóta tvær konur, sem báru súpupott til sveltra barnanna. sum börnin hefðu þá skriðið á jörðunni til þess að reyna að sleikja upp súpuna. 1 réttarhléi, sem gert var i gær, kvartaði Læchert yfir þvi við fréttamenn og gesti, að hún hlyti þarna óréttláta meðferð. ,,Ef Þjóðverjar eru færðir fyrir rétt þrjátiu árum eftir siðari heim- styrjöldina, ætti að taka aðra eins og bandariska flugmenn sem slepptu atómsprengjum yfir Jap- an og kæra þá fyrir fjöldamorð einnig”, sagði hún. Þetta verða sennilega siðustu stóru striðsglæparéttarhöldin i V- Þýskalandi, þvi að samkvæmt þýskum lögum verða ekki fleiri ákærðir fyrir striðsglæpi eftir 1979.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.