Vísir - 27.01.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 27.01.1978, Blaðsíða 4
Nauðungaruppboð annað og siðasta á Fljótaseli 12, þingl. eign Gunnars Gunnarssonar fer fram á eigninni sjálfri mánudag 30 janúar 1978 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík Nauðungaruppboð sem auglýst var í 78., 79. og 80. tbl. Lögbirtingablaðs 1977 á hluta i Flúðaseii 61, taiin eign Hiimars Jónssonar fer fram eftir kröfu Jónasar A. Aðalsteinssonar hrl., Arna Guðjóns- sonar hr., og Jóns N. Sigurðssonar hrl. á eigninni sjálfri mánudag 30. janúar 1978 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavik Nauðungaruppboð sem augiýst var I 78., 79. og 80. tbl. Lögbirtingabiaðs 1977 á hluta í Flúöaseli 90, talin eign Eysteins Guðmundssonar fer fram eftir kröfu Arna Stefánssonar hrl. o.fl. á eigninni sjálfri mánudag 30. janúar 1978 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavik Stóragerði — 4ra herbergja íbúð Til sölu falleg 4ra herbergja ibúð á 4. hæð. íbúð er ein stofa, 3 svefnherbergi, eldhús og bað. Uppl. i sima 26264 og 20178. Sölumaður Fasteignasala i miðborginni óskar eftir sölumanni. Um- sóknir með uppl. um aldur og fyrri störf sendist augld. Siðumúla 8 fyrir 2. febrúar merkt „Sölumaður 622”. Aðstoðargjaldkeri Óskum eftir að ráða aðstoðargjaldkera að Fjármáladeild vorri, nú þegar. Innifalið i starfinu er innheimta lög- boðinna trygginga og almenn skrifstofu- störf. Verslunar- eða samvinnuskólamenntun æskileg en starfsreynslu er krafist. Frekari upplýsingar gefnar á skrifstofu vorri að Ármúla 3. Samvinnutryggingar — Starfsmannahald — ALLT TIL SKERMA: Skermagrindur ' Skermafóöur Kögur, legg- Skermasatin ingar, dúskar, Skermavelúr litlir dúskar Skermasiffon fyrir skápalyl Sérverslun UPPSETNINGA BÚÐIN Hverfisgötu 74, a/ simi 25270. ísaksturskeppni Bifreiðaklúbbs Reykjavíkur verður haldin að Leirtjörn, Mosfellssveit sunnudaginn 29. janúar kl. 2. Væntanlegir keppendur hafið samband við skrifstofuna, Laugavegi 166, simi 22522 eftir kl. 8 i kvöld. Miðjarðarhafið er ekki lengur sá unaðsreitur og eitt sinn var látið af. Mengunin hefur séð fyrir því Mengun Miðjarðar- hafsins ó rœtur að rekja til verk- smiðja inni í landi Haffræðingurinn, kaf- arinn, rithöfundurinn og sjónvarpsstjarnan, Jacques-Yves Cousteau, hefur nýlokið við að eyða nær tvö hundruð milljón- um króna til þess að finna út nákvæmlega, hversu skítugt Mið- jarðarhafið er orðið. Hann telur að fénu hafi verið vel varið. „Vissulega er Miðjarðarhaf- inu mest mengunarhætta búin af öllum höfum heims,” sagði sá frægi neðansjávarkönnuöur Frakka i viötali nýlega. „Ég'sé ekki hvernig við getum ráðið fram úr þessu vandamáli, án þess að gripa til hrikalegra ráð- stafana, og hrikalegar ráðstaf- anir kosta mikið fé.” Cousteau ræddi við blaða- menn, þegar hlé var gert á fundum alþjóöaráðstefnu, sem fjallaði um mengun Miðjarðar- hafsins. Sólbrúnn og sællegur, vel á sig kominn af sundiþrótt- inni bar Costeau það ekki með sér, að hann væri orðinn 67 ára. Og það var ungs manns ákafi og óþolinmæði, sem gætti hjá honum yfir seinagangi ráðstefn- unnar, en á hana sendu öll strandriki Miðjarðarhafsins fulltrúa — nema Albania. „Það er óskemmtilegt, en óhjákvæmilegt,” sagöi hann um samningaströglið. „Mér er ljóst, að það verður að fara þessa einu leið.” Costeau, sem heimsfrægur er orðinn af neöansjávarkönnun- um og kvikmyndum sinum, kom til mengunarráðstefnunnar i Monte Carlo með betri yfirsýn og þekkingu á vandamálinu en nokkur annar ráðstefnufulltrúi. Hann hafði einmitt nýlokið sex mánaða siglingu um Miðjarðar- hafið á hafrannsóknarskipi sinu, Calypso. A þeim tima rannsakaði hann itarlega meng- unina i sjónum. Sérfræðingarnir á Calypso tóku á þessari siglingu 3.600 sævarsýni á mismunandi stöð- um, og eru þessi sýni núna til athugunar i rannsóknarstofnun- inni i haffræðisafni Cousteaus i Monte Carlo. Eins og áður er sagt nam kostnaður þessa leiöangurs tæp- um tvö hundruð milljónum króna, og sagðist Costeau ætla að gefa niðurstöður rann- sóknanna umhverfisverndará- ætlun Sameinuðu þjóðanna (UNEP). Af þessum tilraunum eru ekki nema i fáum tilvikum komnar miðurstöður, en Coustau, er kominn með góða mynd af meg- in vandamálunum. Hann hefur hnekkt þeirri al- mennu trú, að Miðjarðarhafinu stafi mest mengunarhætta af oliuleka og skolpleiðslum frá borgum. Þó segir hann, að hundruðir þúsunda smálesta af hvorutveggja fari árlega i Mið- jarðarhafið. „Bakteriur frá úrgangi og skólpi eiga takmarkað æviskeið I sjónu. og oliumengunin fer minnkanu svo að hún verður naumast nokkuð vandamál eftir svona 30 ár,” segir hann. En aðalvandinn er hinsvegar kvikasilfurseitrun og geisla- ur úrgangur, sem berst með franska fljótinu Rhone og itölsku Pó. „Kvikasilfrið verður þarna til eilifðarnóns og geislavirku efnin eyðast ekki upp fyrr en eftir 350 þúsund ár,” segir Cousteau, sem er annars ákafur andstæö- ingur eftirlitslitillar þróunar kjarnorkunnar. Cousteau lýsir eftirspurn orkusoltinna þjóða eftir kjarn- orkunni sem ógnarhættu fyrir kynslóðir framtiðarinnar, hugs- un sem menn þori naumast að hugsa til enda. Hann telur vera oröna knýj- andi þörf fyrir þvi að hefjast handa gegn mengun lengst inni i landi, enda vill hann og aðrir rekja 80 til 90% ástæðna fyrir mengun Miðjarðarhafsins sem annarra hafa til landmengunar. Og með þvi að hefast handa gegn landmenguninni, er átt viö að halda nokkur hundruð kiló- metra upp eftir ánum Rhone og Pó og verja gífurlegu fjármagni til þess að hreinsa til i verk- smiðjunum, sem standa á ár- bökkunum. Varlega áætlaður kostnaður af slikriherferðer talinn mundu nema ekki undir fimm milljörð- um dollara á tiu eða tuttugu ára timabili. Þegar umræður eru þarna komnar, snerta þær orðið gifur- lega hagsmuni og ofboðslegar fjárhæðir og verða um leið há- pólitiskar. Cousteau telur að rikisstjórnir Miðjarðarhafs- landa geri sér orðið ljósa alvöru málsins, en hann dregur i efa vilja þeirra til þess að hafast eitthvað að. Hann sagöist hafa veitt þvi eftirtekt á sex daga ráðstefnunni iMonte Carlo, hve mikillar „sjálfselsku” gætti i afstöðu rikjanna. Til ráðstefn- unnar hafði verið boðaö til þess að gera nýja alþjóðasáttmála til þess að stemma stigu við meng- un á landi. A ráöstefnunni voru geröar margar breytingatillögur á samningsuppkasti, sem UNEP hafði lagt fram. En allar tillög- urnar gengu i þá átt aö draga úr ströngustu ákvæðum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.