Vísir - 27.01.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 27.01.1978, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 27. janúar 1978. VISIR l’lútlil utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdarstjóri: Davíö Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Olafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð mundurG. Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Edda Andrésdóttir. Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jónína Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guðjónsson. Utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingarog skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur Harðir dómar og danskur listi Dómstóll almenningsálitsins er önnum kafinn þessa dagana. Meöferö mála fyrir þeim dómi er einföld og ákveðin, nöfn ýmissa kunnra manna eru nefnd í tengsl- um við rannsóknir ákveðinna mála svo sem brota á skattalöggjöfinni, og þeir eru á svipstundu orðnir harð- svíraðir afbrotamenn í hugum dómaranna, — al- mennings i landinu. Forvitni varðandi það, hverjir eru á listanum, sem skatta- og gjaldeyrisyfirvöld fengu um reikningshafa i Finansbanken i Danmörku hefur leitt til þess að dómararnir leggja saman tvo og tvo og nefna nöfn manna sem hugsanlega hafa hafttengsl eða viðskipti við danska aöila eða gætu af öðrum ástæðum hafa átt fé þar i bönkum. I annarri eða þriðju útgáfu eru þessar vanga- veltur orðnar að fullyrðingum án þess að nokkur stað- festing haf i fengist á þvi sem varpað var fram i byrjun. Þar er dómstóll almenningsálitsins í f lestum tilvikum að dæma saklausa menn. Þeir geta aftur á móti ekki hreinsað sig af þessum sökum á meðan listinn er ekki birtur, og samkvæmt reglum um meðferð skattsvika- mála af þessu tagi er allsendis óvist, að nöfn þeirra, sem i raun hafa gerst brotlegir verði nokkurn tíma birt. I langflestum tilvikum má búast við að málunum verði lokiö meösáttá vettvangi skattsektanefndar og þá koma nöfnin aldrei fyrir almenningssjónir. Ef málunum verður aftur á móti vísað til sakadóms verða nöfnin gerð opinber, þegar dómur er fallinn eða játning liggur fyrir. Sögusagnir af svipuðu tagi og nú eru á kreiki voru dag- legt brauð við upphaf rannsóknar á ávísanamálinu svo- nefnda og voru þá margir dæmdir af almenningi alls- endis ótengdir málinu. Að því kom, að opinberir aðilar sáu ástæðu til að birta nöfn þeirra sem tengst höfðu rannsókn ávisanamálsins, aðallega til þess að hreinsa þann f jölda manna sem almenningur þóttist vita að væri viðriðinn málið en reyndist því óviðkomandi. Gagnvart þeim einstaklingum, sem þessa dagana er veriö að saka um gjaldeyris- og skattamisferli, án þess að þeir hafi nokkuð til saka unnið eða séu meðal eigenda danskra bankareikninga, — virðist óhjákvæmilegt að birta listann yfir nöfn þeirra, sem í raun hafa gerst brot- legir. Það ættu rétt yf irvöld að gera fyrr en seinna. Víðtœkari varnar- aðgerða er þörf Bændur á Suðurlandi eru mjög uggandi vegna aukinn- ar útbreiðslu ýmissa smitandi sauðf jársjúkdóma i þess- um landshluta undanfarið. Eyfellingar og Mýrdælingar hafa til dæmis lýst áhyggjum sínum af þessari þróun og haldið fundi um málið. Þar hafa þeir meðal annars skorað á sauðfjársjúk- dómanefnd að setja hömlur á flutninga á sauðfé, naut- gripum, heyi og öðru, sem garnaveiki og aðrir búfjár- sjúkdómar geta borist með austur yfir Markarfljót. i viötali við Sigurð Sigurðsson, dýralækni,í Vísi í vik- unni kom fram, að varnaraðgerðir gegn þessum hættu- legu smitsjúkdómum hafa ekki verið sem skyldi. Sagði Sigurður, að ríkið hefði til dæmis vanrækt að veita fé tií viðhalds á sauðf járveikivarnagirðingum á Suðurlandi og væru þær sums staðar að falli komnar. Þetta eru alvarleg tíðindi og vekur það furðu að ráða- menn landbúnaöarins skuli ekki sinna þessum málum af meiri alvöru en raun ber vitni, þegar haft er í huga hve miklu tjóni sauðf jársjúkdómar hafa valdið hér á landi á liðnum árum. Fréttir af garnaveikitilfelli á Snæfellsnesi, þar sem skoða verður um 30 þúsund f jár sýna að aldrei er of var- lega farið í þessurn efnum. Þannig geta sumir þessara sjúkdóma til dæmis borist utan á skepnunum sjálfum milli svæða eða jafnvel i fatnaði dýralækna,ef fyllstu varúðar er ekki gætt. Fjárveitingavaldið ætti nú að vinda bráðan bug að því að veita fé til baráttunnar gegn búf jársjúkdómum, þar á meðal viðgerða á varnagirðingum(og eftirlits með búfé ásamt rannsóknum á sauð. jársiúkdómum. Þá þarf að efla verulega ýmiss konar fyrirbyggjandi aðgerðir, sem hægt er að gera í sveitum landsins. Áskriftargjald er kr. 1700 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 90 eintakið. Prentun Blaóaprent h/f. HVERNIG ER HÆGT AÐ KENNA BÖRNUM AÐ META GILDI PENINGA? Þeir eru sjálfsagt margir for- eldrarnir sem hafa áhyggjur af eyðslusemi barna sinna. Banda- riskt blað birti nokkrar ráð- leggingar til þeirra fyrir skömmu og þykir okkur ástæða til að kynna niðurstöður banda- risku sérfræðinganna stuttlega. „Leyfið barninu ykkar sjálfu að taka ákvarðanir um i hvað það eyðir vasapeningum sínum. En gefið þvi ekki peninga ef það hefur eytt öllum sinum áður en að næsta „Utborgunardegi” kemur”, segja þessir fróðu menn i ábendingum sinum. Meðalannars,sem þarkemur fram er eftirfarandi: „Neyðið ekki barnið eða unglinginn til að spara peningana. Kenniö þvi heldur að gera fjárhagsáætlun þar sem gert er ráð fyrir að það eyði litlum upphæðum. Það lær- ir þetta smátt og smátt. Þetta gæti gilt um vasapeninga en peningar sem viðkomandi fær aðgjöf eða þénar ættu að geym- ast. Þegar barnið er reiðubúið til að spara ætti að leyfa þvi að leggja peninga sina inn á bók þar sem það getur sjálft tekið út þegar á þarf að halda. Leyfið barninu að sjá um þetta sjálfu og segiðþvi hvernig peningarn- ir geta ávaxtast. Hindrið barnið ekki i aö lána systkinum sinum peninga. Lik- legast fær það peningana endur- greidda, ef ekki, lærir það af reynslunni. Hvetjið barnið fremur en hitt til að leggja peninga i það sem er vel þess virði, þar á meðal að láta einhverja upphæð renna einhverju til styrktar.” Eflaust eru foreldrar og for- ráðamenn barna hér á landi ekki sammála um að þær leiðir, sem bandarisku uppeldis- fræðingarnir benda á, séu hinar réttu. Einhverjir munu til dæmis benda á, að sama gildi ekki fyrir öll börn. Þetta má til sanns vegarfæra, en tillögurnar hér að framan geta án efa orðið einhverjum umhugsunar eða umræðuefni, og þá er tilgangin- um náð. Börn fara snemma að hafa peninga milli handanna, er erfitt hefur reynst að finna heppilega leið til þess að kenna þeim ráðdeild og skynsamlega meðferö fjármuna. Si BUNULÆKUR BL i Segja má að (slendingar hafi uppgötvað náttúru- vernd af því hennar var mikil þörf annars staðar. Þeir urðu að vera með svo að segja frá upphafi, þótt f átt eitt sé í hættu mengun- ar vegna í landinu í sam- bærilegum mæli við meng- unarhættuna hjá stórum iðnaðarþjóðum, þar sem froðufellandi verksmiðjur spýta ólyfjan í ár og vötn með þeim afleiðingum að fiskistofnar eyðast eða vatnasvæðin breytast í dauðar sorpþrær. Þurfa aðskafa af sér oliuskánir Þeir sem leggja leið sina til frægra ferðamannastaða við Mið- jaröarhaf i þvi skyni að liggja á baðströndum og synda i sjó, komast oftar en hitt að raun um að langan tima tekur hverju sinni að skafa af sér oliuskánir, sem setjast neðan i iljarnar. Og þótt sjórinn sé sæmilega tær flýtur þó i honum ýmiskonar grunsamlegt drasl, sem margt á augsýnilega ættir að rekja til sorpræsa. Þetta vandamál þekkist ekki hér á landi, kannski mest vegna þess að t.d. nálægt Reykjavik leita engir eftir baðströndum vegna kulda, en þar sem helzt hefur verið talið hægt að baða sig i sjó, eins og i Skerjafirði þykir sjórinn jafnvel ekki nógu hreinn til slikra nota. Kvörtunum hef ur verið svarað með undandrætti Þótt við notum ekki sjóinn, og hann megi þess vegna fara yfir einhver mengunarmörk við strendur i þéttbýli, breytir það engu um þá staðreynd, að við göngum heldur illa um i náttúr- unni, og erum að þvi leyti litið frábrugðin öðrum þjóðum. Hefð- um við tækifærin yröi sjálfsagt ekki um minni mengun að ræða hér en i norðanverðri Evrópu. Og þar sem vitað er að mengun á sér stað, eins og i kringum þann visi Neðanmáls nndriði G. Þorsteinsson' [skrifar J ^ y að stóriðju, sem hér er risinn, hefur kvörtunum verið svarað með undandrætti, frestum og öðr- um vanaviðbrögðum þeirra, sem hafa hiklaust mengað umhverfi sitt annars staðar. Þrátt fyrir þetta er ekki um mengun að ræða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.