Vísir - 27.01.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 27.01.1978, Blaðsíða 11
VÍSIR Föstudagur 27. janúar 1978. n Leyfiö barninu ykkar sjálfu aö taka ákvaröanir um i hvaö þaö eyöir vasapeningum sinum. Ljósm. Jens Prófkjör í Keflavík Prófkjör um skipan sex efstu sæta á iista Alþýöuflokksins tii bæjarstjórnarkosninga i Kefia- vik, á sumri komanda, fer fram iaugardaginn 28. janúar og sunnudaginn 29. janúar, næst- komandi. Atkvæöisrétt hafa allir Keflvik- ingar, átján ára og eldri, sem ekki eru flokksbundnir i öðrum stjórnmáiaflokkum. Hér fer á eft- ir stuttleg kynning á frambjóö- endum i prófkjörinu. — ÓT Sæmundur Pétursson, fæddur 16. ágúst 1945. Hann lauk námi i rafvirkjun hjá Rafveitu Keflavik- ur, 1971. Hann starfaði hjá Rafiðn hf. i Keflavik, til 1973, en hóf þá störf sem slökkviliðsmaður. Ólafur Björnsson, fæddur 22. april 1924, að Hnjúki i Dalasýslu. Ólafur er framkvæmdastjóri Baldurs h.f. sem hann stofnaöi ásamt tveimur fyrrverandi skips- félögum sinum. Hann er jafn- framt bæjarfulltrúi i Bæjarstjórn Keflavikur, og i bæjarráði. Ólafur er kvæntur Hrefnu ólafsdóttur. Svava Hildur Asgeirsdóttir, fædd i Keflavik 29. ágúst 1956. Hún er gift Jóhanni Magna Jó- hannssyni og eiga þau eitt barn. Jón ólafur Jónsson, fæddur, á tsafirði 5. desember 1940. Jón Ólafur lauk prófi frá gagnfræða- skóla tsafjarðar. Hann er nú starfsmaður hjá Frihöfninni á Keflavikurflugvelli. Gottskálk Guöfinnur Jón Ólafur er kvæntur Sigur- björgu Gunnarsdóttur og eiga þau þrjú börn. Gunnólfur Arnason, Háteig 6, Keflavik. Fæddur, 18. júni 1950. Gunnólfur lauk námi i Iðnskólan- um og er lærður pipulagninga- maður. Hann er kvæntur Fann- eyju Bjarnadóttur og eiga þau tvo syni. Gottskáik óiafsson, Háteigi 21, Keflavik. Fæddur 4. desember 1942, i Miðneshreppi. Gottskálk lauk námi i húsasmiði árið 1962 og vann við iðn sina eftir það, en gerðist árið 1965 starfsmaður við tollgæsluna á Keflavikurflugvelli. Gottskálk er kvæntur Guðlaugu Jóninu Sigtryggsdóttur og eiga þau þrjú börn. Guðrún ólafsdóttir, Greiniteig 8, Keflavik. Fædd 3. febrúar 1932, á ísafirði. Guðrún lauk gagn- fræðaprófi á Isafirði, 1949. Hún Guörún Gunnólfur starfaði i mörg ár i frystihúsi, en hefur frá árinu 1973, verið for- maður Verkakvennafélags Kefla- vikur og Njarðvikur. Guðrún er gift Magnúsi Jó- hannessyni, skipasmið og eiga þau fjögur börn. Guðfinnur Sigurvinsson, Háa- leiti 13, Keflavik, fæddur 6. júli 1936, i Keflavik. Guðfinnur lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1955. Hann veitir nú forstöðu Toll- vörugeymslu Suðurnesja hf. Guðfinnur er kvæntur Gislinu Jóhannesdóttur og eiga þau fimm börn. Þórhallur Guðjónsson, húsa- smiðameistari, fæddur 16. júli 1931. Þórhallur lauk gagnfræða- prófi frá Reykholtsskóla 1949, sveinsprófi i skipasmiðaiðn 1953, og siðar námi i húsasmiði og hef- ur starfað viö eigin fyrirtæki frá 1965. Þórhallur er kvæntur Steinunni Jón Ólafur Karl Þórleifsdóttur og eiga þau tvo syni. Siguröur Árnason, Sunnubraut 38, Keflavik, fæddur 24. nóvem- ber 1952, i Reykjavik. Sigurður lauk gagnfræðaprófi frá Alþýðu- skólanum að Eiðum árið 1968, og 2. stigs prófi frá Vélskóla Islands 1972, og fluttist þá til Keflavíkur. Hann vinnur nú hjá Flugleiðum hf. á Keflavikurflugvelli. Karl Steinar Guönason, fæddur 27. mai 1939. Hann lauk gagn- fræðaprófi 1956 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Islands 1960. Karl er formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavikur og nágrennis og bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins i bæjarstjórn Keflavikur. Karl er kvæntur Þórdisi Þor- móðsdóttur og eiga þau fjögur börn. ROGTÆR hér á landi i neinum sambærileg- um mæli við þá sem verst er og mest bráðdrepandi i öðrum lönd- um. Við eigum þvi að geta varizt vel, eigi að fara að sækja stórlega að okkur með mengunartólum. Sem norðurbúar, þar sem öll sorpeyðing náttúrunnar gengur hægar en i suðlægari löndum, þannig aö hvorki vex gras yfir sorp né að það hverfi i jörð af sjálfsdáðum, þurfum við að vera sérstaklega vel á verði gegn öllu, sem horfir til sóðaskapar I um- gengni við náttúruna. Og þótt slikt tal kunni að verka annarlega i lándi, þar sem sáralitil mengun er hafin, skaðar ekki að vera vel á verði i þessum efnum þannig að ekki komi til beins ófarnaöar eftir að aðrir hafa lent i honum með dæmi þar um deginum ljósari. Gróöurernagaður gengdarlaust Þótt ekki hafi gefizt verulegt tækifæri til að hindra mengun I landinu, vegna skorts á henni, er þó margt óunnið af þeim skipu- lagsverkum, sem verður að fara að hefja til aö auðvelda náttúr- unni sambýlið við okkur. Gróöur erhér mjög viðkvæmur sem eöli- legt er. Samt er hann nagaður gegndarlaust og án teljandi at- hugasemda, vegna þess að svo er taliö að halda verið áfram að naga hann i samræmi við venjur og siöi i ellefu hundruð ár, þótt moldarskaflinn af uppblásturs- svæðum landsins standi niður yfir byggðirnar i hvassviörum ofan af eyðimörkum sumarbeitilanda á hálendinu. Nokkur varöstaða hef- ur verið tekin upp til að tryggja að náttúrudýrgripum, eins og fossum og fögrum vötnum og fiskisælum, verði ekki spillt með tæknibralli samtimans. Það hefur ekki gengið átakalaust fyrir sig, þær varnaraðgeröir hafa leitt það af sér, að nú orðið staldra menn viö og spyrjast fyrir, áður en t.d. hafið er að skrúfa fyrir fossa. Sumarbeit á hálfuppblásið land Eitthvert gleggsta dæmiö um gegndarlausa ániðzlu á landi er að finna i beitaraðferðum, þar sem hundruðum þúsunda fjár er beitt á strjálan gróður fjalllendis á hverju sumri, að þvi er virðist án nokkurra athugana á þvi hvort gróðurinn þoli þetta álag. A sama tima eru stjórnvöld að sam- þykkja stórar fjárhæðir til gróðurræktar, en þær koma fyrir ekki. Uppblásturinn heldur áfram, og hallast þar ekki á um ágang náttúruafla og manns. Einhver mesta skekkja, sem hér hefur orðið i sambýli við náttúr- una, er hin hömlulausa sumarbeit á hálfuppblásið land, og þar mun- um við eiga metið i aðförinni gegn náttúrunni, eins og iðnaðarþjóðir eiga metið i menguninni. Þótt báðum aöilum, okkur og iðnaðar- þjóðunum, sé vandinn ljós, virðist of mikið i húfi efnahagslega til að breyting sé hugsanleg, og i báð- um tilfellum blæðir náttúrunni út. Við eigum auðvitað lausn á okkar vanda, sem er hólfabeit á hálf- ræktaö land, eða land sem er styrkt þannig að það þolir beit- ina. En meðan eitthvað er til sem heitir „frelsi beitarfénaðar” i hugskoti okkar, þýðir ekki að tala um hólfabeit. A.m.k. þyrfti annan milljarð i þjóðargjöf til aö koma þeirri skipulagsbreytingu á. Sambýlið við náttúruna hefur verið mikið áhyggjuefni tuttug- ustu aldar mannsins. Vaxandi mengun ræöur þar að sjálfsögðu mestu. Okkar sérvandamál i sambúöinni við náttúruna er beitarþolið og þær beitaraðferðir, sem nú eru i gildi. Vegna for- dæma ættum viö að kunna að var- ast mengunina. Sagnfræðingur- inn Arnold Toynbee, sem andað- ist i október árið 1975 áttatiu og sex ára að aldri, átti um skeið nokkrar viðræður við japanskan hugsuö Daisaku Ikeda að nafni. Þeir ræddu m.a. umhverfis- vandamál og sambúð mannsins við náttúruna. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að ágirndin væri helzti hvatinn að ófarnaði mengunar og náttúrspjalla. I fljótu bragði er hægt að sam- þykkja þessa niðurstöðu. Dæma afkomendur sína til ótímabærrar útrýmingar Arnold Toynbee segir á einum staðiþessum samtölum: „Okkur er nú orðið ljóst að mengun er ógnun við mannkynið, og hún verður ekki læknuð nema með skorðum við ágirndinni. Þeir sem eru orðnir ánetjaðir ágirndinni hafa uppi það skammtíma sjónarmið að ekki fari allt til fjandans á þeirra dögum. Samt mega þeir gjörla vita, að hafi þeir ekki hömlur á ágirnd sinni kunni þeir að vera að dæma afkomend- ur sina til ótimabærrar útrýming- ar. Þeir elska börnin sin, en sú ást hrærir þá ekki til að fórna hluta af alsnægtunum til að tryggja fram- tiö barnanna.” Siðan bendir Toyn- bee á það, að allt til vorra tima hafi maðurinn verið upp á náö og miskunn náttúrunnar kominn. Skyndileg umskipti i þessu efni hafi ekki gefið manninum tæki- færi til að skilja það, að hann er orðinn herra náttúrunnar að stór- um hluta. Þessi herradómur geti eyðilegt manninn haldi hann áfram að nota náttúruna til að svala ágirnd sinni. Hann bendir Arnold Toynbee einnig á, að ágirndin sé ein af ein- kennum mannsins og hann deili henni með öðrum lifandi verum, en maðurinn sé að þvi leyti ólikur, að hann sé sér meðvitaður um ágirnd sina, og þess vegna eigi hann að vera fær um að hafa hemil á henni. Maðurinn hefur ekki lært að fara með vald sitt yfir náttúrunni Kannski eru einhverjir þeir til sem vilja halda þvi fram að Arn- old Toynbee hafi ekki verið annað en svartsýnn nitjándu aldar mað ur. Þess ber þó að gæta, aö hann vissi meira um sögu mannsins en velflestir samtiðarmenn hans. Auðvitað hefur hann dregið sina lærdóma af þeirri sögu, enda ger- ir hann sér fulla grein fyrir þvi, að svo skammt er siðan að maðurinn varð umtalsverður herra náttúrunnar, að hann hefur enn ekki lært hvernig hann á með vald sitt yfir henni að fara, og hagar sér þvi oft á tiðum eins og óvita barn sem hefur fengið fal- legt leikfang. Sem betur fer er mestur hluti þeirrar skelfingar, sem vart verður hjá Arnold Toynbee, utan seilingar hjá okkur i hreinum landfræðilegum skilningi. Aftur á móti þurfum við að hafa vel i huga að náttúran er ekki auðs- uppspretta, sem hægt er aö naga i rót hvert sumar i von um að aftur spretti grös að vori. Þau at- hugunarefni þurfa að standa okk- ur nærri á næstu árum ásamt varðstöðu gegn aðfluttri mengun með vaxandi umsvifum i landinu. Með heppni og góðum vilja ættum við að geta haldið bunulækjum okkar bláum og tærum enn um hrið. Þeir voru bláir og tærir i augum nitjándu aldar skáldanna, og þannig ber aö halda þeim, þótt allt heimsins vélaþras hrópi að okkur og heimti að gera þá að skolpræsum. IGÞ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.