Vísir - 27.01.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 27.01.1978, Blaðsíða 3
vism Föstudagur 27. janúar 1978. 3 „Aðalskipulag, eins og lögin gera róð fyrir, er ekki til" — segir í álykktun frá Torfusamtökunum „Nýtt aöalskipulag fyrir Reykjavik hefur enn ekki verið lagt fram lögum samkvæmt og þar af leiöandi ekki verið staðfest og hefur þvi ekkert formlegt gildi .” sagði Guðrún Jónsdóttir arkitekt formaður Torfusamtak- anna á fundi með blaðamönnum, þar sem fjallað var um nýbygg- ingar sem gert er ráð fyrir að reistar verði á Hótel tslandsplan- inu. Á fundinum kom það fram að samkvæmt fimmta kafla skipu- lagslaga nr. 19/1964 á að auglýsa aðalskipulagstillögu formlega, eftir að borgarstjórn hefur gengið frá henni og skipulagsstjórn rikissins fallist á framlagningu. Tillagan á siðan að liggja frammi almenningi til sýnis samkvæmt sérstakri auglýsingu sem a.m.k. á að birtast i Lögbirtingarblaði bæði uppdrættir og greinargerð, i sex vikur þannig að menn eigi kost á þvi á þeim tima og tveim vikum betur að koma á framfæri athugasemdum við tillöguna. Um þær athugasemdir þarf borgar- stjórn siðan að fjalla , taka til greina eða hafna með rökstuðn- ingi. Siðan fer málið á ný til skipulagsstjórnar rikisins, sem metur þá hvort hún mælir með þvi við félagsmálaráðherra að hann staðfesti skipulagstillöguna. óeðlileg vinnubrögð. Guðrún sagði að ekki hafi verið farið með skipulagið á löglegan hátt og þvi væri hér um ákaflega óeðlileg vinnubrgð að ræða, að leggja fram til samþykktar i borgarstjórn deiliskipulags til- lögu sem brýtur algjörlega i bág við staðfest skipulag frá 1967, sem er enn i fullu gildi. Einnig hefur skipulagsstjóri lýst þeirri skoðun sinni að deiliskipulagið fyrir Hó- tel íslandsplanið, eða Hallæris- planið eins og það hefur verið nefnt brjóti ótvirætt i bága við gildandi aðalskipulag. Raunveru- leg aðalskipulagstillaga eins og lögin gera ráð fyrir virðast sam- kvæmtþessu ekki vera til, þannig að hæf sé til að leggja fram. Nýbyggingar, sem gert er ráö fyrir Tillagan gerir ráð fyrir að 5000 fermetra húsnæði sé rifið. Siðan á að byggja upp á ný sem hér segir: 1. 5000 fermetra atvinnuhúsnæði. 2. 6000 fermetra ibúðarhúsnæði, sem talið er samsvara 80 litlum ibúðum. 3. Byggja á tveggja hæða bygg- ingu yfir Hótel Islandsplanið og vestasta hluta Austurstrætis. Undir þeirri byggingu er gert ráð fyrir bifreiðageymslu fyrir 140 bila. Torfusamtökin hafa gert athugasemdir við þessa tillögu. Þar segir m.a.: Um fyrsta þáttinn er það að segja að engar likur eru á þvi að nýtt atvinnuhúsnæði af sömu stærð og fyrir er auki á fjöl- breytni i atvinnurekstri. Hvað varðar ibúðir þá hlýtur að vera með þvi fyrirkomulagi sem sýnt er að láta þær standast ákvæði byggingarsamþykktar Reykja- vikur, þar sem ekki er gert m.a. ráð fyrir leiksvæði fyrir börn. Um byggingu á Hótel tslands- planinu segir að reynsla erlendis frá er viða sú, að ekki hefur tekist að halda þeirri starfsemi sem til stóð. Hér verður ekki á ferðinni neitt „Kúltúrhús” eins og stofnað er til viða erlendis, enda trúlega ofviða ekki stærri borg en Reykjavik. Það eru engin húsverndunar- samtök svo skyni skroppin að þau haldi þvi fram að allt sé gott sem gamalt er, en það er áreiðanlega öllum fyrir bestu, að i þessu máli sé sýnd full gát, áður en 11 hús séu rifin og nýbyggingar komi i staðinn, segir i athugasemdum frá Torfusamtökunum. —KP. Guðrún Jónsdóttir formaður Torfusamtakanna Alexandersson. Hver er hvað? Þegar þú þarft að finna rétta viðskiptaaðilann til þess að tala viö, þá er svarið að finna í uppsláttarritinu ÍSLENSK FYRIRTÆKI. Þar er að finna nöfn og stöóur þúsunda stjórnenda og starfsmanna í íslenskum fyrirtækjum, hjá stofnunum og félagasamtökum og auk þess starfsmenn stjórnar- ráðsins og sveitastjórnar- menn. Sláið upp í fSLENSK FYRIRTÆKI og finnið svarið. ÍSLENSK FYRIRTÆKI Ármúla 18. Símar 82300 og 82302 Japonsk islenikí vörublllínn í aprfl og maí næstkomandi getum við aftur boðið eftirtaldar gerðir af HINO vörubílum frá samsetningarverkstæði okkar: Hafið samband við okkur sem fyrst og fáið upplýsingar um verð og greiðsluskilmála. t 1 § 2 í HINOZM Heildarþungi 26.000 kg. Vél 8 cyl. 270 hestöfl. HINOKB Heildarþungi 16.800 kg. Vél 6 cyl. 190 hestöfl. HINO iK 1 Heildarþungi 12.500 kg. Vél 6 cyl. 140 hestöfl. HINfl IKI Heildarþungi 8.400 kg. 1 Vél 6 cyl. 90 hestöfl. SIGN OF QUALITY BILABORG HF. SMIÐSHÖFÐA 23 — SÍMI 81298

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.